Morgunblaðið - 31.01.1988, Side 1

Morgunblaðið - 31.01.1988, Side 1
96 SIÐUR B 25. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá Hornströndum Frakkland; Veður- blíðan til vandræða París. Reuter. Loðfeldina má finna á kjara- pollum og fyrir skíðaframleið- endur er ðll vikan einn svartur mánudagur. Það er veðrið, sem veldur þessu, stöðug hlýindi, en í París hefur meðalhitinn í jan- úarmánuði verið um 12 gráður á Celsius. Að réttu lagi ætti hann að vera fjórar gráður. í venjulegu árferði snjóar í P@rís í fjóra daga í janúar en nú hefur aldrei gránað í rót en rigningin hefur verið helmingi meiri en til jafnaðar sl. 30 ár. Þessi mildi vetur er ekki öllum mikið fagnaðarefni. Bændur horfa með skelfingu á jörð- ina grænka og brumin bólgna á ávaxtatijánum og sjá fyrir sér kuld- akast og alvarlegan uppskerubrest á sumri komanda. Vaxandi ágreiningnr innan Israelsstj órnar Tel Aviv, New York, Reuter. Ágreiningurinn innan ísraelsstjórnar um hugsanlega ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum og viðbrögð við mótmælunum á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu fer dagvaxandi. Síðustu daga hafa frammámenn úr stjórnarflokkunum verið tíðir gestir í Washington og hefur hver og einn reynt að vinna Bandaríkjastjórn til fylgis við hugmyndir sínar og síns flokks. Hugsanleg ráðstefna um frið í Miðausturlöndum er farin að valda verulegum klofningi meðal stjóm- arflokkanna í ísrael, Likud-banda- lagsins og Verkamannaflokksins, og hafa þeir sent sína fulltrúa hvem á fætur öðmm til viðræðna við stjómina í Washington. Heimkomn- ir túlka þeir niðurstöðu viðræðn- anna hver með sínum hætti. Ehud Olmert, þingmaður Likud-banda- lagsins, sagði í sjónvarpsviðtaii á Koivisto fær kjör- menn frá Holkeri Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara MorKtmblaðsins f Finnlandi. FINNAR kjósa nýjan forseta í dag og á morgun, en ef enginn fram- bjóðenda fær meirihluta velja sérstakir kjörmenn forseta 15. febrúar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var á föstudag og birt í gær, nýtur Mauno Koivisto, forseti, 52% fylgis. Á föstudag lýsti Harri Holkeri, forsætisráðherra, yfir því að hann myndi biðja sína kjörmenn að kjósa þann sem fengi flest atkvæði í kosn- ingunum ef efna þyrfti til kjör- mannafundar. Holkeri nýtur 17% fylgis, samkvæmt könnuninni, og Paavo Várynen, formaður Mið- flokksins, 16%. í gær töldu stjómmálaskýrendur að yfirlýsing Holkeri gæti haft það í för með sér að margir gangi til liðs við Váyrynen og kjósi hann. Úrslit munu liggja fyrir annaðkvöld. föstudag, að það væri fullljóst, að j Bandaríkjastjóm styddi ekki hug- myndina um friðarráðstefnu en Uri I Savir, talsmaður Shimons Peres, utanríkisráðherra úr Verkamanna- flokknum, sagði sama dag: „Banda- ríkjastjóm styður friðarráðstefnu, sem leitt getur til beinna samn- inga.“ Mubarak Egyptalandsforseti hef- ur verið á ferð um Vesturlönd og í fyrradag kynnti hann banda- rískum stjómvöldum hugmyndir sínar um fríðarráðstefnu. Leggur hann einnig til, að Palestínumenn láti af mótmælum gegn því, að ákveðið verði hvenær Israelar hverfi að fullu frá herteknu svæðunum. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í veislu til heiðurs Mubarak, að Bandaríkja- stjóm styddi ráðstefnu, sem leitt gæti til beinna samningaviðræðna milli ísraela, Jórdana og Egypta. Fáum kemur til hugar, að þessar tillögur verði til að ijúfa vítahring- inn, sem deilumar í Miðausturlönd- um eru í, og hugmynd Shamirs um takmarkaða sjálfstjóm Palestínu- manna hefur ekki fengið neinar undirtektir í ísraelska Verkamanna- flokknum og leiðtogar Palestínu- manna krefjast óskoraðs sjálfstæð- is. Mettilraun í hnattflugi Seattle, Reuter BÚIST var við að í morgun lyki sérstæðu hnattflugi júmbóþotu með 100 fyrirmönnum innan- borðs. Tilgangur ferðarinnar var að setja nýtt hraðamet í flugi umhverfis jörðina og safna pen- ingum til liknarmála. Þotan er af gerðinni Boeing-747. Hún lagði af stað frá Seattle í Bandaríkjunum á föstudagsmorgni að íslenzkum tíma og var takmark- ið að ljúka fluginu á innan við 40 klukkustundum. Metið er 45 stund- ir, 25 mínútur og 22 sekúndur, sett á smáþotu árið 1985. Aðeins átti að millilenda tvisvar til eldsneytistöku, í Aþenu og Tai- pei. Meðal gestanna em geimfarinn Neil Armstrong, sem varð fyrstur til að stíga fæti á tunglið. Olli eldgos á ísiandi himgursneyð í Kína? HUNGURSNEYÐIN mikla í Kina á árunum 207-203 fyrir Krists burð dró helming kínversku þjóðarinnar til dauða. í frétt vestur- þýska dagblaðsins Frankfurter Allgemeine segir, að vísindamenn við Bandarisku geimferðastofnunina, NASA, telji, að eldgos á íslandi hafi valdið miklum veðrabrigðum í fjarlægum löndum, uppskerubresti og hungursneyðinni i Kína. Samkvæmt skoðun vísinda- mannanna barst gosský frá íslandi með vestanstrengnum í háloftúnum og alla leið austur til Kína. Þar dró mökkurihn svo úr sólskini að uppskeran brást. í gömlum kínverskum ritum frá tímum Han-keisaraættarinnar er minnst á uppskerubrest, kalt og rakt veðurfar og hungur meðal milljóna manna. Hungursneyðin hófst um það bil 207 árum fyrir Krist ög náði hámarki tveimur árum síðar. Þáverandi keisari leyfði að sögn fjölskyldum að selja böm sín. Meira að segja bendir sumt til þess að menn hafi verið etnir. í þijá mánuði sást ekki stjömubjartur himinn. Rannsókn á borkjömum úr Grænlandsjökli sýnir að mikið eld- gqs varð í nágrenninu, sennilega á íslandi, einhvem tíma á ámnum 240-180 fyrir Krist. Ekki er þó hægt að benda á ákveðna eldstöð í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.