Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B **guulp|*toife STOFNAÐ 1913 25.tbl.76.árg. SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá Hornströndum MorgunblaðioVÁrni Sæberg Frakkland: Veður- blíðan tíl vandræða I'arís. Reuter. Loðfeldina má fínna á kjara- pbllum og fyrir skíðaframleið- endur er ðll vikan einn svartur mánudagur. Það er veðrið, sem veldur þessu, stöðug hlýindi, en i Paris hefur meðaUiitinn í jan- úarmánuði verið um 12 gráður á Celsíus. Að réttu lagi ætti hann að vera fjórar gráður. í venjulegu árferði snjóar í París í fjóra daga í janúar en nú hefur aldrei gránað í rót en rigningin hefur verið helmingi meiri en til jafnaðar sl. 30 ár. Þessi mildi vetur er ekki öllum mikið fagnaðarefni. Bændur horfa með skelfingu á jörð- ina grænka og brumin bólgna á ávaxtatrjánum og sjá fyrir sér kuld- akast og alvarlegan uppskerubrest á sumri komanda. Vaxandi ágreiningur innan ísraelsstjórnar Tel Aviv, New York, Reuter. Ágreiningurinn innan ísraelsstjórnar um hugsanlega ráðstefnu um frið í Miðausturlðndum og viðbrögð við mótmælunum á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu fer dagvaxandi. Síðustu daga hafa frammámenn úr stjórnarfiokkununi verið t.íðir gestir í Washington og hefur hver og einn reynt að vinna Bandaríkjastjórn til fylgis við hugmyndir sinar og sins flokks. Hugsanleg ráðstefna um frið í Miðausturlöndum er'farin að valda verulegum klofningi meðal stjórn- arflokkanna f ísrael, Likud-banda- lagsins og Verkamannaflokksins, og hafa þeir sent sína fulltrúa hvern á fætur öðrum til viðræðna við stjórnina í Washington. Heimkomn- ir túlka þeir niðurstöðu viðræðn- anna hver með sínum hætti. Ehud Olmert, þingmaður Likud-banda- lagsins, sagði í sjónvarpsviðtali á Koivisto fær kjör- menn frá Holkeri Helainki. Frá Lars Lundaten, fréttaritara Morgunblaoaúu f Finnlandi. FINNAR kjósa nýj:ui forseta i dag og á morgun, en ef enginn fram- bjóðenda fær meirihluta velja sérstakir kjðrmenn forseta 15. februar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var á föstudag og birt í gær, nýtur Mauno Koivisto, forseti, 52% fylgis. Á föstudag lýsti Harri Holkeri, forsætisráðherra, yfir því að hann myndi biðja sína kjörmenn að kjósa þann sem fengi flest atkvæði í kosn- ingunum ef efha þyrfti til kjör- mannafundar. Holkeri nýtur 17% fylgis, samkvæmt könnuninni, og Paavo Varynen, formaður Mið- flokksins, 16%. í gær töldu stjórnmálaskýrendur að yfirlýsing Holkeri gæti haft það í för með sér að margir gangi til liðs við Váyrynen og kjósi hann. Úrslit munu liggja fyrir annaðkvöld. föstudag, að það væri fullljóst, að Bandaríkjastjórn styddi ekki hug- myndina um friðarráðstefnu en Uri I Savir, talsmaður Shimons Peres, utanríkisráðherra úr Verkamanna- flokknum, sagði sama dag: „Banda- ríkjastjórn styður friðarráðstefnu, sem leitt getur til beinna samn- inga." Mubarak Egyptalandsforseti hef- ur verið á ferð um Vesturlönd og í fyrradag kynnti hann banda- rískum stjórnvöldum hugmyndir sínar um friðarráðstefnu. Leggur hann einnig til, að Palestínumenn láti af mótmælum gegn því, að ákveðið verði hvenær Israelar hverfi að fullu frá herteknu svæðunum. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í veislu til heiðurs Mubarak, að Bandaríkja- stjórn styddi ráðstefhu, sem leitt gæti til beinna samningaviðræðna mitti ísraela, Jórdana og Egypta. Fáum kemur til hugar, að þessar tillögur verði til að rjúfa vítahring- inn, sem deilurnar i Miðausturlönd- um eru f, og hugmynd Shamirs um takmarkaða sjálfstgórn Palestínu- manna hefur ekki fengið neinar undirtektir í ísraelska Verkamanna- flokknum og leiðtogar Palestínu- manna krefjast óskoraðs sjálfstæð- is. Mettilraun íhnattflugi Seattle, Reuter BÍJIST var við að i morgun lyki sérstæðu hnattflugi júmbóþotu með 100 fyrirmðnnum innan- borðs. Tilgangur ferðarinnar var að setja nýtt hraðamet í flugi umhverfis jðrðina og safna pen- iuguni tíl líknarmála. Þotan er af gerðinni Boeing-747. Hún lagði af stað frá Seattle í Bandaríkjunum á föstudagsmorgni að fslenzkum tfma og var takmark- ið að ljúka fluginu á innan við 40 klukkustundum. Metið er 45 stund- ir, 25 mínútur og 22 sekúndur, sett á smáþotu áríð 1985. Aðeins átti að millilenda tvisvar til eldsneytistöku, f Aþenu og Tai- pei. Meðal gestanna eru geimfarinn Neil Armstrong, sem varð fyrstur til að stfga fæti á tunglið. Olli eldgos á íslandi hungursneyð í Kína? HUNGURSNEYÐIN mikla í Kína á árunum 207-203 fyrir Krists burð dró helming kinversku þjóðarinnar til dauða. í frétt vestur- þýska dagblaðsins Frankfurter Allgemeine segir, að visindamenn við Bandarisku geimferðastofnunina, NASA, telji, að eldgos á íslandi hafi valdið miklum veðrabrigðum í fjariægum lðndum, uppskerubresti og hungursneyðinni i Kina. Samkvæmt skoðun vísinda- mannanna barst gosský frá íslandi með vestanstrengnum f háloftu'num og alla leið austur til Kína. Þar dró mökkurihn svo úr sólskini að uppskeran brást. í gömlum kínverskum ritum frá tímum Han-keisaraættarinnar er minnst á uppskerubrest, kalt og rakt veðurfar og hungur meðal milljóna manna. Hungursneyðin hófst um það bil 207 árum fyrir Krist ög náði hámarki tveimur árum síðar. Þáverandi keisari leyfði að sögn fjölskyldum að selja börn sín. Meira að segja bendir sumt til þess að menn hafi verið etnir. f þrjá mánuði sást ekki stjörnubjartur himinn. Rannsókn á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýnir að mikið eld- gos varð f nágrenninu, sennilega á Islandi, einhvern tíma á árunum 240-180 fyrir Krist. Ekki er þó hægt að benda á ákveðna eldstöð í því sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.