Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 23 Tíðni fóstureyðinga í nokkrum löndum 1972 til 1981 er t.d. víða i kaþólskum löndum og annars staðar þar sem fóstureyðing- ar eru bannaðar, deyja margar konur árlega af afleiðingum aðgerðarinnar. Á árunum 1970 til 1979 dó engin kona hér á landi af völdum fóstur- láts eða fóstureyðingar en hins vegar nokkrar á hvetju hinna Norðurland- anna. Eftir að fóstureyðing hefur verið framkvæmd er fóstrið og fylgjuvef- urinn sett í formalín og sent Rannsóknastofnun Háskólans í meinafræði til þess m.a. að staðfesta að um þungun hafi verið að ræða en einnig sést oft hvort þungunarvef- urinn hafí fyrir aðgerðina verið deyjandi eða að hröma sem stundum er reyndin. Þá koma fyrir sjaldgæfir sjúkdómar í fylgjuvef sem líkjast krabbameini og nauðsynlegt er að vita um í forvamarskyni. Eftir að rannsókn hefur farið fram er fylgju- vefnum eytt. Stærri fóstmm sem tekin em af læknisfræðilegum ástæðum er ýmist eytt eftir að konan hefur látið fóstrinu eða þau sett í kistu með öðmm og greftmð ef for- eldrar óska þess. Ef í ljós kemur við legvatnspróf eða sónarskoðun að fóstur er illilega vanskapað þá er rætt við foreldrana í fullri hreinskilni og þeim boðið uppá þann möguleika að fá fóstureyðingu. Endanleg ákvörðun er foreldranna. Sama máli gegnir ef heilsu móður er veraleg hætta búín. þá getur verið að læknar ráðleggi fóstureyðingu. Fóstureyð- ingum af slíkum ástæðum hefur þó fækkað vegna þess að ýmsir sjúk- dómar sem áður vom taldir mjög hættulegir móður í meðgöngu, t.d. sykursýki og hjarta- og eða nýma- sjúkdómar em ekki álitnir eins hættulegir heilsu móður og áður. Læknar em því orðnir íhaldsamari í þessum efnum. Einnig má nefna að nú er konum gefin bóluefni við rauð- um hundum og þess vegna hefur fækkað mjög fóstureyðingum af þeim orsökum. Fóstureyðing stundum eina úrræðið Fóstureyðing er ógeðfelld aðgerð fyrir lækni að framkvæma, en slíkar aðgerðir em samt sem áður hluti af vinnuskyldu okkar hér, sem ekki verður undan vikist. Þó við sem hér störfum viljum gjaman koma því svo fyrir að þessar aðgerðir verði sem fæstar þá sjáum við hins vegar greinilega að oft er fóstureyðing eina úrræði kvenna. Það er ákaflega erf- itt að setja sig í dómarasæti yfir aðstæðum annarra, koma með sitt eigið siðgæðismat og hafa með því áhrif á líf annarra. Við reynum mik- ið að ræða við konumar sem til okkar leita og benda þeim á aðrar hugsan- lega leiðir en fóstureyðingu. Stund- um verður það til þess að kona hættir við að fara í aðgerð og ákveð- ur að ganga með bam sitt. En í öðram tilvikum er ekki hægt að ef- ast um að bamsfæðing verði konunni illþolanleg. Fóstureyðingar hafa nokkuð lengi verið framkvæmdar löglega en miklu lengur ólöglega. Sovétmenn lög- leiddu fyrstir þjóða rétt kvenna til þess að fá fóstureyðingu. Hér á landi vom fóstureyðingar lögleiddar árið 1935 og þá við mjög takmarkaðar félagslegar ástæður auk læknis- fræðilegra. Talið er að í dag ljúki þriðjungi þungana í heiminum með fóstureyðingu. Það hefur verið sýnt fram á það erlendis að með betri getnaðarvamaráðgjöf er hægt að fækka fóstureyðingum talsvert mik- ið, Bandarílq'amenn segja um 50 til 70 prósent. Liður í því að fækka fóstureyðingum hér er að fá íslensk- ar konur til að hætta að taka pilluhlé. Gerðu þær það myndi fóstur- eyðingum fækka um 60 til 70 á ári. Ef við gætum við einnig hjálpað ungum konum betur til þess að taka pilluna rétt þá myndi fóstureyðingum enn fækka. Þetta er hægt að gera með betri upplýsingum um pilluna og með áróðri. Danskur læknir sem hér var á ferð frá Kaupmannahöfn í fyrra sagði okkur frá íjölskylduá- ætlanadeild sem komið var á fót við sjúkrahús í Fredriksborg. Starfsfólk frá deildinni fer í skóla og kynnir deildina og býður auk þess skólafólk- inu að koma og skoða deildina. Starfsemi þessarar deildar hefur fækkað fóstureyðingum á þessu svæði um þrjátíu prósent. Það væri gleðilegt ef hægt væri að ná viðlíka árangri hér á landi. Til þess verðum við aö gera meira en treysta bara ráðgjöf heimilslækna og sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, þó þeir geri vissulega sitt besta. Heimilislæknir einn sagði við mig um daginn. „Ef að það leitar til mín kona og fær góð ráð um getnaðar- vamir þá getur vinkona hennar, sem hefur mig ekki að heimilislækni en vill fá samskonar ráðgjöf, ekki leitað til mín. Hún verður að fara til ein- hvers annars sem kannski er ekki eins vel að sér á þessu sviði. Það geta ekki allir haft bestu mögulegu þekkingu á öllum sviðum." Það væri mjög æskilegt að komið væri á fót kynfræðsludeildum þar sem fólk gæti fengið góða ráðgjöf og ódýrar getnaðarvamir. Getnaðarvamir em að mínu mati full dýrar á íslandi. Við skulum hafa hugfast að á hveij- um degi fara hundrað þúsund konur í heiminum í ólöglega fóstureyðingu við aðstæður þar sem hreinlæti er mjög ábótavant. Þessar konur geta átt í vændum sýkingar eða blæðing- ar sem gætu leitt til dauða, samt fara þær í þetta frekar en halda áfram þunguninni. Ég held að það sé sama hvað gert verður félagslega fyrir konur, reynsla mín er sú að það verði alltaf til nokkur hópur kvenna sem munu fara í fóstureyðingu. Með- an slíkar aðgerðir vom ekki leyfðar nema mjög takmarkað hér á landi þá fóra þessar konur til London. Þar em til menn sem hafa sitt lifíbrauð af að gera fóstureyðingar. Þessir menn skirrast ekki við að tæma leg- ið með aðferðum sem við hér myndum telja hættulegar. Þeir hika ekki við að víkka leghálsinn mikið og tæma legið með stórm sogröri eða töngum. Sé farið þannig með leghálsinn leiðir það oft til þess að konur fæða seinna fyrir tímann og það er ekki aðeins erfítt fyrir þær og böm þeirra, heldur er það líka dýrt fyrir þjóðfélagið. Það tekur líka tíma að komast í fóstureyðingu í London og þess vegna vom konur eflaust oft komnar lengra í með- göngu en þær 12 vikur sem slíkar aðgerðir em að mestu bundnar við hér. Þannig var þetta áður en lögin um rýmkvun fóstureyðinga komu árið 1975. Ég tel að ef fóstureyðing- arlöggjöfin yrði þrengd á ný myndi það skapa mikinn vanda en engan vanda leysa. Ástandið yrði jafnvel • verra en það var áður en lögin vom sett 1975 því það er að mínu mati meiri spenna í þjóðfélaginu nú en þá var. Með auknum kröfum um að konur eigi sinn starfsframa em bam- eignir því mörgum óvelkomnar á vissu skeiði æfínnar. Það sem þarf að gera er að bæta fræðslu um getn- aðarvamir og gera þær ódýrari og aðgengilegri en nú er. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósm: Morgunblaðið/Ámi Sæberg Léttar heimaæfingar Af og til fæ ég bréf og upphringingar frá lesendum Dyngjunn- ar með óskum eða ábendingum varðandi efni. Snmir vilja eingöngu hafa föndur eða handavinnu, aðrir bökunaruppskriftir og svo framvegis. Nú svo eru þeir sem biðja um léttar heimaæf- ingar. Eg reyni eftir beztu getu að verða við þessum óskum, og að þessu sinni fáið þið sem biðjið um það siðastnefnda þijár léttar æfingar fyrir fótleggina. Eins og myiidirnar sýna er gott að nota stól til að styðja sig við. 1. Stattu nokkuð gleitt til hliðar.við stólinn og sveigðu líkamann fram í lárétta stöðu. Róðu svo með beina fætur og / líkamann láréttan langt aftur og vel fram. Endurtaktu æfínguna fímm sinnum. 2 , Stattu til hliðar við stól- inn með fæ- tuma saman. Lyftu fyrst hægra fæti aft- ur og upp, taktu með hægri hendi um tæmar og teygðu fótinn hátt upp sam- tals tíu sinnum. Á meðan verð- ur þú að passa að vinstri fót- leggurinn sé alltaf beinn. Endurtaktu svo æfinguna með vinstra fæti. 3.Leggstu á aðra hliðina með fót- leggina beina. Lyftu svo öðmm fótleggnum beint upp i loft og láttu hann svo síga niður. Endurtaktu lyftuna tíu sinnum. Veltu þér síðan yfir á hina hliðina og endurtaktu æfinguna með hinum fótleggnum. Gangi ykkur vel.' Jórunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.