Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Samskipti manna og fugla við tjömina hafa löngum veríð góð. Reykjavíkurborg og Náttúruverndarráð: Samvinna um ramisóknir á vatnasviði Tjamarinnar Náttúruvemdarráð hefur orðið við ósk Reykjavíkur- borgar um samvinnu varðandi rannsóknir á vatnasviði Tjara- arinnar og hefur verið skipuð nefnd til að annast undirbún- ing að þvi verki. Á fundi borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur I byrjun þessa árs voru samþykktar tvær tillögur er lutu að samráði borgarinn- ar og Náttúruveradarráðs vegna fyrirhugaðrar ráðhús- byggingar við Tjörnina. Annars vegar var samþykkt að fela borgarstjóra að kynna Náttúruverndarráði hug- myndir borgaryfirvalda varðandi bygginguna og hef- ur sú kynning þegar farið fram. Hins vegar var sam- þykkt að láta fara fram ítar- lega athugun á vatnasviði Tjarnarinnar og í framhaldi af því var óskað eftir sam- starfi og samvinnu við Nátt- úruverndarráð um þær rannsóknir. í þvi sambandi var sérstaklega óskað eftir ábendingum ráðsins um þá aðila, innlenda eða erlenda, sem rétt væri að virkja til þeirrar umfangsmiklu athug- unar, sem tillagan felur í sér. í tillögunni um athugun á vatnasviði Tjamarinnar segir að einkum skuli athugað með hvaða hætti endumýjun vatns við Tjöm- ina eigi sér stað, hvaða áhrif framtíðarbyggingar Háskólans geti haft í þeim efnum, svo og þýðing þess að flugvallarsvæðið og umhverfí þess sé í óbreyttri mynd annars vegar og hins vegar hver áhrif þess yrðu, ef flugvöllur yrði lagður niður og íbúða- og þjónustubyggð yrði skipulögð á þessu svæði. Jafnframt skuli kanna samhengi náttúrulegs um- hverfís Tjamarinnar við það dýralíf sem þar þrifst. Ennfremur skuli skoðað, hvemig stemma megi stigu við vaxandi leðjufyll- ingu í Tjöminni, án þess að skaða það dýralíf, sem henni tengist. Vatnasvið Tjamarinnar Að sögn Gísla Más Gíslasonar vatnalíffræðings, sem á sæti í undirbúningsnefndinni frá Nátt- úruvemdarráði ásamt Einari G. Sæmundsen, landslagsarkitekt, liggur enn ekki fyrir hversu hversu víðtækar þessar rannsóknir verða enda mun það ráðast af því fjár- magni sem veitt verður til verksins annars vegar og hins vegar hvaða upplýsingar menn vildu helst fá í þessum efnum. Tjömin væri haf- sjór af upplýsingum og með borkjömum mætti lesa þróunar- sögu hennar allt aftur í ísöld, bæði í jarðfræðilegu og líffræði- legu tilliti. GSsli Már kvaðst þó gera ráð fyrir að áhersla yrði lögð á að kanna aðdrætti vatns til Tjamar- innar með tilliti til frekari bygg- ingarframkvæmda í Vatnsmýr- inni. Samkvæmt fyrirliggjandi skýrslum væri vatnsflæði í Tjöm- ina um 39 lítrar á sekúndu og kæmi þáð vatn úr Þingholtunum og holtinu fyrir vestan Tjömina, þar sem áður runnu lækir niður í hana, sem nú hefur verið byggt yfír. Stærsta aðdráttarsvæði Tjamarinnar væri þó Vatnsmýrin. Hluti hennar væri nú friðaður, það er svæðið norðan við Norræna húsið. „Það sem veldur hins vegar áhyggjum er frekari röskun og eyðing á jarðvegi í Vatnsmýrinni, “ sagði Gísli Már. „Ef byggt verð- ur á svæðinu milli Norræna hússins og Háskólans og á svæð- inu þar suður af og allur jarðvegur grafínn upp og fyilt upp með grús, þá er búið að gjörbreyta aðdrætti á vatni til Tjamarinnar. Það er því alls ekki sama hvemig að þess- um framkvæmdum verður staðið og eins fyrirhugaðri breikkun Hringbrautar. Ég geri því ráð fyr- ir að þessi atriði verði athuguð gaumgæfílega í þessari rann- sókn,“ sagði Gísli Már. Ekki séð að lífríkinu sé hætta búin Samþykkt borgarráðs gerir jafnframt ráð fyrir að kannað verði samhengi náttúmlegs umhverfís Tjamarinnar við það dýralíf, sem þar þrífst. Ennfremur skuli skoð- að, hvemig stemma megi stigu við vaxandi leðjufyllingu í Tjörninni, án þess að skaða það dýralíf, sem henni tengist. Síðastliðið haust var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á lífriki Tjamarinnar og í umsögn Náttúruvemdarráðs um tillöguna er tekið undir þau sjónarmið að skylt sé samkvæmt lögum að leita álits ráðsins á mannvirkjagerð og jarðraski, áður en framkvæmdir hefjast, valdi þær „hættu á því, að landið breyti varanlega um svip, að merkum náttúmminjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar." í umsögn Náttúmvemdarráðs er jafnframt ítrekað, að þessu ákvæði laganna sé framfylgt þar sem Tjömin og Vatnsmýrin séu á náttúmminjaskrá. Hér er augljós- lega verið að vísa til fyrirhugaðrar byggingar ráðhúss í norð-vestur- enda Ijamarinnar og frekari byggingarframkvæmda .í Vatns- mýrinni. Á fundi Náttúruvemdar- ráðs í desember sl. kom málið til umræðu og ekki talin ástæða til að gera sérstaka athugasemd varðandi ráðhúsbygginguna. Var það almenn skoðun manna í ráðinu að lífríki Tjamarinnar myndi ekki stafa hætta af ráðhúsbyggingunni eða framkvæmdum við hana. Gísli Már var spurður um þetta atriði og kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að lífríki Tjamarinnar stafaði ekki hætta af byggingu ráðhússins þótt vissulega yrðu menn að gæta varúðar við þær framkvæmdir. „Það má hins vegar búast við því að þegar flatarmál Tjamarinnar minnkar, sem gerist með ráðhúsbyggingunni og breikkun gatna á bökkunum, sem er um það bil 4% af norðurtjöm- inni, að þá muni fæðusvæðið minnka sem því nemur. Því gæti maður sett fram þá tilgátu að það myndi þýða um 4% fækkkun á fúglum. Hins vegar er það svo í öllum vistkerfum, Tjöminni sem öðrum, að miklar sveiflur verða á lífríkinu frá einu ári til annars. Þessar sveiflur fara eftir veðurfari og öðmm náttúmlegum fyrirbrigð- um, sem hafa áhrif á að mismikið verður af plöntum og öðmm lífver- um. Þetta hefur auðvitað sín áhrif á allt dýralíf og míp skoðun er sú að það verði ekki hægt að greina þessa hugsanlega minnkun á fæðusvæðinu frá öðmm breyting- um sem em náttúmlegar. Áð því leyti verður ekki hægt að sjá að sjálf ráðhúsbyggingin muni hafa merkjanleg áhrif á lífríkið. Skoð- anir manna um ráðhús við Tjöm- ina hljóta því, að mínu áliti, að byggjast á fagurfræðilegu mati fyrst og fremst, eða þá því að menn telji að peningunum sé betur varið í eitthvað annað, fremur en að lífríkinu sé hætta búin af þess völdum. Ég hef hins vegar miklu meiri áhyggjur af því ef gerðar verða miklar breytingar á Vatnsmýrinni og hún öll tekin frá Tjöminni. Þá myndu til dæmis öll áburðarefni, sem fara úr rotnandi jurtaleifum, hætta að berast til Tjamarinnar og þá yrði lífríki hennar veraleg hætta búin að mínum dómi. Ég held því að með tilliti til þeirra byggðar sem er fyrirhuguð þama, meðal annars á vegum Háskólans, verði menn að fara í þær fram- kvæmdir með mikilli gát og gera þær þannig úr garði að þær hafi sem minnst áhrif á vatnsrennsli úr Vatnsmýrinni til Tjamarinnar. En það verður þá verkefni verk- fræðinganna að leysa það vanda- mál,“ sagði Gísli Már Gíslason líffræðingur. Séð úr norðrí yfír Tjömina og suður í Vatnsmýri, sem er helsta aðdráttarsvæði á vatni til Tjamarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.