Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Sjálfskapar- prísund SOLZHENTTSYNS eftir Charles Trueheart Hátt yfir bænum Cavendish I Vermont, við Vindhæðarveg, rétt handan orkulínunnar og kirkjugarðsins í hlíðinni, - þar byrjar girðingin í kringum Alexanders Solzhenítsyn. Með fárra metra bili eru máluð skilti með orðsendingum um að þetta sé einkasvæði. Það er bannað að fara yfir lækinn. Við hliðið er myndavél með velvakandi auga. _Get ekki farið á undan bókunum mínum." Enginn Sovét-Rússi í útlegð er í meiri metum en hann. Árið 1976 keypti hann og afgirti þessa land- areign. Tveimur árum áður hafði Nóbelsverðlaunahafínn verið út- rekinn frá Moskvu, og undarlegar tiltektir hans og opinskáar yfírlýsingar í kjölfarið ollu því að hann hafði sérstakt aðdráttarafl þegar fjölmiðlar voru annars vegar. Þótt nýjabru- mið sé nú af, er Solzhenítsyn enn umsetinn, ekki aðeins af hnýsnum blaðamönnum sem enn eru á kreiki, heldur og ferðamönnum, velunnurum og pílagrímum. En hann þarf að fara spart með tímann. Hann verður sjötugur á næsta ári. Hann lítur ekki á það sem heppni að hafa sloppið lif- andi úr hremmingunni í þrælkunarbúðum Stalíns eða að hafa sigrazt á hastarlegu krabbameini fyrir þijátíu árum, en honum er ljóst að hann hefur takmarkaðan tíma til að sinna þeirri köllun að vara heimsbyggðina við kommúnismanum. Hann hefur verk að vinna. Árið sem hann fluttist til Cavendish lét hann þau orð falla í samtali við einn útgef- enda sinna að hann hefði látið sögur sínar gerast innan veggja lokaðra stofnana af því að hann hefði sjálfur verið innilokaður mikinn hluta ævinnar. Dagur í lífi ívans Denísó- vits gerist í þrælkunarbúðum, í innsta hringer sviðið rannsóknarstofa innan fang- elsismúra, Krabbadeildin í sjúkrahúsi, svo ekki sé minnzt á Gúlagið. Þetta er sú ver- öld sem hann þekkir. Mörgum árum síðar, þar sem hann er frjáis maður í landi hinna ftjálsu, kýs hann sjálfskaparprísund. Vesturlandabúar, og þá ekki sízt Amerík- anar, töldu sig þekkja þá lifandi goðsögn sem settist að hjá þeim; karlmennið sem stóðst þrælkun Stalíns og kúgun Bijesnevs; hinn sanna málsvara rússneska baklandsins; hinn glögga Davíð sem stóð keikur frammi fyrir klunnalegum Golíát sovézkrar lygi. Og Vesturlandabúar þrýstu honUm að barmi sér. Samt hélt hann áfram að segja sannindi sem fæstir þoldu að heyra. Solz- henitsyn þótti amerískt þjóðfélag ekkert síður vera komið á heljarþröm - hann sagði að það væri sálarlaust, dekrað og hættulega sljótt gagnvart sovézka ógnvaidinum. Hann var einskonar einvaldssinni, róttæklingur og dul- spekingur. Eitt er vist: Hann hefur verið misskilinn hvað eftir annað. Nýlega skírskotaði hann svo til fréttamiðla og þeirra hagsmunaaðila sem að baki þeim standa: „Þeir ljúga á mig eins og ég væri dauður maður.“ Það má til sanns vegar færa að hann hefur áunnið sér þann þokukennda sess sem framliðnir menn skipa. Enda þótt afköst hans séu eftir sem áður gífurleg er meira um það að hann sé í minnum hafður en lesinn - og í minnum hafður fremur fyrir það sem hann hefur mátt þola en það sem hann skrifaði eða skrif- ar. Því er haldið fram að sé Míkaíl Gorbatsjov alvara með því sem hann segir kunni verk Alexanders Solzhenítsyns senn að verða gef- in út í Sovétríkjunum, í fyrsta sinn í tuttugu ár, og einnig, að þá kunni svo að fara að hann að snúi aftur til síns heima. „Ég get ekki farið á undan bókunum mínurn," sagði hann nýlega, á þann hroka- fulla hátt sem heimurinn er farinn að ætlast til af honum. „Ifyrst hljóta bækumar að koma, og síðan ég.“ Á meðan svo er ekki hafa Rússar tök á að heyra í Solzhenítsyn sjálfum. Um miðjan október vann hann í tvo daga að hljóðritun kafla úr Marz 1917, og það er í annað sinn sem slíkar upptökur eiga sér stað síðan hann fluttist til Bandaríkjanna. Þetta eru tuttugu mínútna þættir sem Voice of America útvarp- ar daglega, og þeir ná eyrum um 33ja milljóna Sovétmanna. Rússneskur útflytjandi sem nýlega var um nætursakir að setri Solzhenítsyns lýsir heimil- inu og vinnustofu skáldsins, rétt þar hjá, sem erilsömum stað, einskonar miðstöð tauga- kerfís hinnar rússnesku útlagaþjóðar sem er tvístruð um Evrópu og Bandaríkin. Síminn hringir í sífellu og gestakomur em tíðar. Natalia Solzhenítsyn er síðari kona skálds- ins. Hjónin eiga saman þijá syni á unglings- aldri. Natalía er forstöðumaður Rússneska félagssjóðsins sem fær allan afrakstur af Gúlag-eyjahafínu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja pólitíska fanga í Sovétrílqunum og andófsmenn erlendis. Skáldið rís úr rekkju árla morguns og dreg- ur sig í hlé í vinnustofu sinni á efstu hæð þriggja hæða viðbyggingu sem hjónin reistu eftir að þau keyptu eignina árið 1976. í bygg- ingunni er líka bókasafn og kapella þar sem prestur úr rússneskri orþódoxa-kirkju í grenndinni heldur einkaguðsþjónustur fyrir ijölskylduna. Það verk sem Solzhenítsyn vinnur nú að er saga rússnesku byltingarinnar í átta bind- um, Rauða byltingin, sem hann kallar. Á sama hátt og Gúlagið þar sem undirtitillinn var Tilraun í rannsóknarbókmenntum er þetta verk einskonar heimildaskáldskapur þar sem sagnfræðilegar rannsóknir og áherzlur höfundar eru í því samhengi sem skáldaleyfí veitir honum tækifæri til að raða efninu í. Pfyrsti þáttur, sem er hluti fyrsta bindis, kom út 1972 undir titlinum Ágúst 1914, en óstytt og endurskoðuð útgáfa þessa þáttar er væntanleg í Bandaríkjunum í september næstkomandi. Að minnsta kosti hálft annað ár mun líða þar til næsta bindi kemur út á ensku. Það heitir Október 1916 og síðan kemur fyrri hluti annars bindis sem á að heita Marz 1917. Þessi verk hafa þegar komið út á rússnesku, þýzku og frönsku, en tafír á þýðingu og kröfur höfundarins um nákvæmni eru sagðar hafa valdið þeim veru- lega drætti sem orðið hefur á útkomu þessara verka á ensku, enda þótt dræm sala þeirra í Evrópu muni eiga sinn þátt í þolinmæði hins bandaríska útgefanda, Farrar, Straus & Giroux. Sagt er að um þessar mundir sé. Solz- henítsyn í þann veginn að ljúka við að skrifa Aprfl 1917. Rauða hjólið er þrátt fyrir allt ekki eina viðfangsefíii Solzhenítsyns. Með aðstoð konu sinnar, tengdamóður og tveggja elztu son- anna hefur honum tekizt að ná saman gífurlegu safni vitnisburða um Rússland á tuttugustu öld. Ffyrir tíu árum birti hann orðsendingu til þeirra sem höfðu orðið vitni að byltingunni 1917, borgarastyijöldinni í kjölfar hennar, og þeirra sem lifðu af heims- styijöldina síðari og Stalínstímann. Hann bað þetta fólk að láta í té vitnisburði og hét að birta þá sem mestu máli skiptu í sérstöku ritsafni, en hingað til hafa hundruð slíkra minningarþátta verið skrásettir á forsendum Solzhenítsyns og ásamt þáttum úr rúss- neskri nútfmasögu fyllir það eftii sem þegar hefur birzt sextán bindi. Solzhenítsyn-flölskyldan rekur þannig í rauninni útgáfufyrirtæki að setri sínu, þar sem fram fer ljósritun, tölvusetning og bók- band, en starfsemina annast meðlimir fjöl- skyldunnar að mestu leyti. Dreifíngu á bókunum annast útgefandi sá sem gefur út verk Solzhenítsyns á rússnesku, KFUM-for- lagið í París. Boris Shragin, útlaga sem skrifar ftétta- skýringar fyrir Radio Liberty, fínnst þau verk sem Solzhenítsyn hefur skrifað síðan hann var rekinn í útlegð vera „mjög erfíð aflestrar. Þau eru endalaus, stundum jafnvel óskiljanleg." Sá reginmunur sem er á þeim verkum sem Solzhenítsyn skrifaði fyrir og eftir að hann var rekinn í útlegð hefur orðið tilefni kaldhæðnislegrar skiýtlu í hópi rússne- skra útlaga, eða eins og rithöfundur einn orðar það: „Kommúnistar höfðu Solzhenítsyn í prísund en sendu ekki réttan mann til Vest- urlanda.“ Richard Pipes, sagnfræðingur hjá Har- vard, álítur heimsfrægð og útlegðina hafa komið því inn hjá Solzhenítsyn að það sé “köllun hans að upplýsa Vesturlandabúa, þótt honum farist það þó mjög þunglamaiega úr hendi. Vesturlandabúar eiga slíku ekki að venjast. Þegar maður gengur fram og segir: „Ég þekki sannleikann," þá kunna Rússar að meta það. En svona spámanns- framkoma gengur fram af Vesturlandabú- um.“ Simon Michael Bessie hjá Harper & Row segir að fyrsta bindi “Gúlag- eyjahafsins" hafi verið “furðuverk. Menn vissu að sjálf- sögðu um þrælkunarbúðimar áður en Gúlagið kom út en Gúlagið gerði þær að raunveru- legri og ómótmælanlegri staðreynd. En þegar annað og þriðja bindið komu út taldi fólk sig vita það sem vert var að vita um þetta efni.“ Tölur um upplag og sölu bera þessu órækt vitni. Af fyrsta bindi (1974) lét Harper & Row prenta meir en þijár milljónir eintaka, að kiljum meðtöldum, innan við 900 þúsund eintök af öðru bindi (1975) og 120 þúsund eintök af þriðja bindinu (1978). Bessie segir að þama hafí skotið skökku við þar sem þriðja bindið hafí verið aðgengilegast þessara þriggja bóka, og sama megi segja um Eikina og kálfinn, hina mögnuðu sjálfsævisögu Solzhenítsyns, en segja má að hún hafí nán- ast enga athygli vakið er húnm kom út 1980. Hver svo sem framvinda umbótastefnunn- ar í Sovétríkjunum verður mun Gorbatsjovs verða minnzt fyrir eitt þeirra orða sem hann hefur notað til að lýsa því sem að baki býr - glasnost, sem ýmist er útlagt einlægni, birting eða afhjúpun. Solzhenítsyn notaði þetta orð löngu fyrr. Það var fyrir átján árum þegar hann var rekinn úr Ryazan-deild sovézka rithöfunda- sambandsins. Þá skrifaði rithöfúndurinn harðort mótmælabréf sem hann dreifði til vestrænna blaðamanna. „Glasnost, algjört og opinskátt," voru niðurlagsorðin, „það er frumskilyrðið fyr- ir heilbrigði hvers þjóðfélags, líka okkar...Maður sem vill ekki glasnost föð- urlandi sínu til handa vill ekki hreinsa það af sjúkdómum, heldur bæla þá hið innra svo þeir valdi rotnun." Ffylgjendum hans er gjamt að minna á framsýni Solzhenítsyns varðandi notkun orðsins glasnost og jafnvel perestrojka þótt hann sé upphafsmaður hvorugs, enda þótt hann og aðrir andófsmenn á árunum fyrir 1970 hafí átt sinn þátt í að skilgreina þá umbótastefnu sem núverandi merking þeirra ber vitni. „Þetta er að vissu leyti rökrétt," segir Peter Reddaway, forstöðumaður Kennan- stofnunarinnar í Washington þar sem rannsökuð eru rússnesk málefni. „Glasnost er orð sem merkir að vissu leyti tjáningar- frelsi. Andófsmennimir fóru fram á eitthvað rökrænt, og fram kom á sjónarsviðið leiðtogi sem er reiðubúinn að veita þeim dálftið af ÞV1' “ (Úr Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.