Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/ALDO RICO Ódæli ofurstinn þyrlum, á torfærubílum og á vél- hjólum, og réðst úr launsátri á sérþálfaðar sveitir Breta, • SAS (Special Air Service), sem könn- uðu vamir Argentínumanna umhverfis Port Stanley. Hann fékk að launum æðsta heiðurs- merki Argentínuhers og hlaut mikið hrós fyrir frammistöðu sína ALDO RICO undirofursti, sem stjórnaði misheppnaðri uppreisn í Argentínu á dögunum, er hetja úr Falklandseyjastríðinu 1982 og fulltrúi yngri hermanna, sem fyrirlíta „gömlu herforingjana“ og kenna þeim um ósigurinn fyrir Bretum 1982. Uppreisnin beind- ist gegn yfirmanni hersins, Dante Caridi hershöfðingja, og var að sögn Ricos uppgjör „þeirra sem lifa fyrir herinn við þá sem lifa á hemum“. Onnur uppreisn, sem Rico stóð fyrir á páskum í fyrra, beindist einnig gegn yfirmönnum hersins, en hún bar árangur, því að þá vora 15 „gamlir herforingjar“ leystir frá störf- um. Rico neitar því að uppreisnimar hafi beinzt gegn „lýðræðislegum stofnunum" og hann hafi reynt að hrifsa völdin í landinu. Pás- kauppreisnin í fyrra var til stuðnings liðsforingjum, sem fannst að reynt væri að kenna þeim um óhæfuverk í svokölluðu „óþverrastríði" fyrrverandi her- foringjastjómar gegn vinstrisinn- um 1976-1983. Rico og stuðningsmenn hans töldu að í rauninni bæru yfírmenn hersins ábyrgðina á mistökum þessara ára og að þeir hefðu ekki gert nóg til að réttlæta hlutverk sitt í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum vinstrisinna og veija hagsmuni hersins. Jafnframt sök- uðu þeir miðstéttimar um svik vegna þess að þær snem baki við hemum eftir ósigurinn 1982. Óhlýðinn Allar götur síðan Rico var vikið úr herskóla um stundarsakir fyrir óhlýðni 1962 hefur hann átt í ein- hveijum útistöðum við yfírmenn. Þegar hann var majór í stríðinu á Falklandseyjum og stjómaði „víkingasveit 602“ skellti hann skollaeymm við skipunum um að koma sér fyrir í vamarstöðu og fór með fámenna flokka inn á hijóstmg svæði langt frá strönd- inni til að velgja Bretum undir uggum í sókn þeirra til höfuð- borgarinnar Port Stanley. I einni slíkri árásarferð kvörtuðu menn hans yfír kulda, en hann sagði: „Hlýjasti staðurinn fyrir fætur hermanna úr sveit 606 em inn- yfli Englendinga." Þess er hvergi getið að Rico hafí verið viðriðinn „óþverrastríð- ið“ sem leiddi til pyntinga og dauða 9.000-30.000 fómarlamba, en nóg er til af heimildum um hreystilega framgöngu hans í Falklandseyjastríðinu. Sagnfræðingurinn Isidoro Ruiz Moreno segir að Rico hafí í flýti safnað saman liði 60 afburða liðs- foringja og undirforingja frá ýmsum herstöðvum í Argentínu, þegar öllum var orðið ljóst að Bretar mundu reyna að ná aftur Falklandseyjum eftir innrás Arg- entínumanna í apríl 1982. Hann hafi ekki komið þessari úrvals- sveit á fót samkvæmt skipunum „gömlu“ herforingjanna, heldur þrátt fyrir þær. Seinna sögðu Bretar að engar hersveitir Arg- entínumanna hefðu verið eins harðskeyttar, velvopnaðar og skipaðar eins hæfum yfírmönnum og víkingasveit Ricos. Rico blöskraði þegar honum var skipað að veija landstjórasetrið, þar sem Mario Menendez hers- höfðingi, yfírmaður Argentínu- manna, hreiðraði um sig. „Það er ekki verk víkingasveita," sagði hann fyrirlitlega. Þegar hann reyndi aið gera öðrum herforingja grein fyrir hugmyndum um hvem- ig hægt væri að hijá Breta var honum sagt: „Þegar hershöfðing- inn vill tala við einhvem kallar hann hann á sinn fund.“ Þetta virtist dæmigert fyrir afstöðu „gömlu herforingjanna". Hlautlof En Rico lét það ekki á sig fá og fór með menn sína í margar árásarferðir, oft f leyfísleysi, í Uppreisnarmenn við öllu búnir í Monte Caseros: Fengu dræman stuðning. í brezkum frásögnum um stríðið. Þegar brezka herliðið nálgaðist Port Stanley vildi Rico að varizt yrði hús úr húsi. Hugmyndum hans var hafnað, en hann lét til skarar skríða að baki víglínunnar löngu eftir að Port Stanley féll 14. júní 1982. Þegar hann varð að gefast upp' að lokum neituðu hann og menn hans allri samvinnu Breta og gáfu aðeins upp nöfn, stöðu og einkennisnúmer. Liðs- menn víkingasveitanna gengu hnarreistir í land í Argentínu og vom einu argentínsku hermenn- imir, sem skömmuðust sín ekki við heimkomuna. Fljótlega krafð- ist Rico þess að duglitlir yfírmenn hans yrðu dregnir fyrir herdóm- stól. lega litla ábyrgð á óförunum á Falklandseyjum og höfðu ekki beinlínis verið viðriðnir „óþverr- astríðið". En Rico fannst erfítt að hlýða mönnum, sem nytu lítils álits og hefðu fengið óorð á sig vegna ósigursins fyrir Bretum. Gegn Caridi Caridi hershöfðingi var skipað- Rico: Deildi við yfirmann hersins. Rico sem er 44 ára gamall, kvæntur og tveggja bama faðir, sneri sér aftur að venjubundnum skyldustörfum hermanna á frið- artímum og ekkert sérstakt dreif á daga hans, þar til hann stjóm- aði páskauppreisninni í fyrra. Hann hafði herstöðina Campo de Mayo við Buenos Aires á sínu valdi í fjóra daga og Raul Alfons- in neyddist til að samþykkja að liðsforingjar, sem framfylgdu að- eins skipunum í „óþverrastríðinu" — og frömdu þar með mannrétt- indabrot — yrðu undanþegnir refsingu. Uppreisnin beindist gegn þeim herforingjum, sem Alfonsin hafði sett yfír herinn þegar hann kom til valda 1983. Þeir báru tiltölu- Skriðdrekar sækja gegn uppreisnarmönnum: „Með blóði og skothríð.“ Alfonsin: Loforð hans voru ekki efnd. M ur yfirmaður hersins og þótt val hans mæltist vel vom uppreisnar- menn óánægðir með hann. Til þess að friða þá skipaði forsetinn Fausto Gonzales hershöfðingja, sem þeir vildu fá fyrir yfírhers- höfðingja, staðgengil Caridi. í júlí var Gonzales neyddur til að segja af sér eftir þrálátar deilur um þá kröfu hans að Rico fengi aftur nafnbót undirofursta, sem hann var sviptur vegna þátttöku sinnar í páskauppreisninni. Rico hélt áfram að krefjast af- sagnar Caridi hershöfðingja og annarra æðstu manna hersins, sem hann taldi vanhæfa. Hann sakaði Caridi um svik, þar sem uppreisnarmönnum hefði verið heitið því að þeim yrði ekki refs- að, en þeir hefðu ekki verið hækkaðir í tign og jafnvel settir á eftirlaun. í desember hlaut Rico aftur fyrri nafnbót, svo að hægt yrði að leiða hann fyrir herrétt. Síðan var hann fluttur frá herstöðinni Campo de Mayo og settur í stofu- varðhald i skemmtiklúbbi í Bella Vista, útborg Buenos Aires. Fimmtánda janúar flúði hann til að tryggja „persónulegt öryggi sitt og fjölskyldu sinnar". Ná- grannar heyrðu vélbyssuskothríð, hróp og köll og hávaða í bifreið, sem ók af stað. Fréttir hermdu að Rico hefði særzt lítillega í skot- bardaga við hermenn Caridi. Uppreisn Caridi tilkynnti að Rico væri á flótta undan réttvísinni og væri kominn á eftirlaun. Rico notaði tækifærið til að bjóða Caridi byrg-- inn og lýsti því yfír daginn eftir yfír að hann viðurkenndi ekki lengur núverandi yfírstjóm hers- ins og væri þess fullviss að hann færi með sigur af hólmi. Hann gætti þess vel að rísa ekki beinlín- is gegn Alfonsin og kvað það ekki ætlun sína að steypa forset- anum. Caridi sagðist mundu koma aftur á aga „með blóði og skothríð", ef nauðsyn bæri til, og kallaði Rico leiðtoga „minnihluta- hóps liðsforingja, sem hefðu fengið óorð á sig“. Alfonsin lýsti yfír stuðningi við Caridi og skip- aði heraflanum að bæla niður uppreisnina. Rico og 100 stuðningsmenn hans hreiðruðu um sig í setuliðs- bænum Monte Caseros skammt frá landamærum Brazilíu og Ur- uguay. Hermenn í fímm öðrum setuliðsbæjum gerðu uppreisn, en Rico naut miklu minni stuðnings en í fyrra og nú var herinn þess albúinn að beita valdi. Alfonsin hætti við að lýsa yfír neyðar- ástandi, þar sem yfírstjórn hersins studdi hann. Rico spáði bardögum og falli Alfonsins. Uppreisninni lauk 18. janúar. Fimmtán hundruð stjómarher- menn búnir 30 skriðdrekum umkringdu Monte Caseros. Rico kvaðst mundu beijast unz yfír lyki, „því að ég er með spænskt blóð í æðurn". Eftir nokkra bar- daga, hina fyrstu innan hersins siðan 1962, gafst hann upp og uppreisnimar á hinum stöðunum Qöruðu út. Nokkrir féllu og særð- ust og 282 voru handteknir, þar af 60 liðsforingjar. Rico á 25 ára fangelsi yfír höfði sér. Ekki er loku fyrir það skotið að Rico eigi enn eftir að valda erfiðleikum í argentínska hernum, en hörð afstaða hersins sýnir að hann er orðinn þreyttur á Rico og uppreisnargimi hans, þrátt fyrir óánægju með forsetann. Hingað til hefur lýðræðinu í Arg- entínu ekki stafað veruleg hætta af brölti Ricos og Alfonsin og margir aðrir telja að lýðræðið í Argentínu hafí styrkzt eftir upp- reisnina, en herinn hefur ekki síður treyst stöðu sína. Togstreitu hers og forseta Argentínu er ekki lokið. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.