Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 J Útgefandi lilftM&iMífr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, * Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eíntakiö. Frjáls verzlun í 200 ár Ijanúar 1988 — á nýársdag • síðastliðinn — vóru ná- kvæmlega tvö hundruð ár liðin frá afnámi einokunarverzlunar á íslandi (1602- 1787). Það vóru merk tímamót í íslands- sögu. Við tók „fríhöndlun", takmarkað verzlunarfrelsi, sem var engu að síður upphaf veg- ferðar til framfara og fullveldis. Einokunarverzlunin var í samræmi við hagfræðihug- myndir á sautjándu og átjándu öld. Framkvæmd hennar var sú að danskir kaupmenn keyptu úr hendi konungs einka- leyfi til verzlunar í landinu. Landsmönnum var óheimilt að verzla við aðra. Verð á vam- ingi var háð verðlagsákvörðun- um eða kauptaxta. Vinnulag einokunar var mismunandi á tímabilinu. Illræmdasta formið var kaupsvæða- eða umdæmis- verzlun. Kaupmenn , keyptu svæðisbundinn „verzlunar- kvóta", sem skyldaði íbúa á afmörkuðum svæðum til „við- skipta" við eina og sömu verzlunina. Þessi verzlunarmáti var íslendingum sérlega óhag- stæður, bæði í sölu innlendrar framleiðslu og kaupum á inn- fluttum nauðsynjum. Og hann var beinlínis forsenda stöðnun- ar í landinu, óbreyttra sam- félagshátta, og Þrándur í Götu hverskonar framfara í þjóðar- búskapnum. Á síðustu áratugum átjándu aldar óx nýjum stefnum í at- vinnu- og fjármálum fylgi í Evrópu. Þar bar hæst frjáls- lynda hagfræðistefnu brezka hagfræðingsins Adams Smiths. Þessi frjálslyndu viðhorf gáfu byr í segl baráttunnar fyrir frjálsri verzlun hér á landi — en sú barátta var gildur þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á þessum tíma. Fríhöndlunin svonefnda 1787 og ný spor til frjálsræðis í verzlun lands- manna 1854, þegar þeir þegnar Danakonungs, sem búsettir vóru á íslandi, fengu sama rétt í utanríkisverzlun og aðrir þegnar hans, vóru í senn ávext- ir á meiði íslenzkrar sjálfstæð- isbaráttu og afleiðing pólitískr- ar þróunar í frjálsræðisátt í rílg'um álfunnar. Óhætt er að staðhæfa að stigin hafí verið mikilvæg skref í átt til frjálsra viðskipta, bæði í innanlands- og milliríkjaverzl- un, 1787 og 1854. Þetta vóru jafnframt fyrstu mikilvægu skrefín frá foríium, frumstæð- um þjóðfélagsháttum einhæfni og fátæktar, sem sett höfðu mark sitt á íslendinga um alda- skeið. Vegferð framfara að fullveldi hófst á þessum skref- um. Leiðin lá inn í samtímann — til almennrar velferðar — þar sem menntun, þekking, mann- úð og þegnréttindi áttu að vera honisteinar samfélagsins. Á þessari vegferð þjóðarinn- ar hsia skipzt á skin og skúrir. Af og til hefur verið gripið til verzlunarhafta, einkum á tímum tveggja stórstyijalda, 1914-1918 og 1939-1944. Flest þessi höft hafa síðan ver- ið lögð fyrir róða. Reynslan hefur kennt okkur að verzlun- arsamkeppni er bezta trygg- ingin fyrir nægu vöruframboði, vörugæðum og hagstæðu vöru- verði. Kaupmáttur samskonar launa — jafnhárra ráðstöfunar- tekna — er meiri þar sem verzlunarsamkeppni er hörð, eins og hér á höfíiðborgarsvæð- inu, en þar sem ein verzlun er um hituna. Þau sannindi hafa ekkert breytzt frá dögum ein- okunarverzlunarinnar, þótt velferð hafí tekið við af fátækt í landinu. Vestrænar þjóðir hafa hins- vegar talið hættu á því að myndazt geti stórir og sterkir verzlunar- eða viðskiptahringir, sem einoki ákveðin viðskipta- svið og þurrki út kosti sam- keppninnar. Af þessum sökum hafa mörg ríki sett löggjöf gegn hringamyndun og til að tryggja og viðhalda eðlilegri verzlunarsamkeppni. Verðsam- anburður, sem Verðlagsstofn- un stendur að hér á landi, þjónar sama tilgangi, það er hagsmunum neytenda, og eflir verðskyn þeirra, en almennt verðskin sljóvgaðist mjög á verðbólguárunum. Það þjónar fyrst og síðast almannahagsmunum að standa vörð um fíjálsa verzlun í landinu, sem telst tvö hundruð ára um þessar mundir, þótt frelsið hafi að vísu verið mis- mikið á þessum ferli. Það er því rík ástæða til að minnast baráttunnar fyrir verzlunar- frelsi, sem var gildur þáttur og raunar upphafsþáttur í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, sem og þeirra merku tímamóta í þjóðarsögunni, við upphaf árs 1788, er fríhöndlunin leysti ein- okunarverzlunina af hólmi. Hvalveiðar ætla að verða langvinnt viðfangsefni íslenskra stjómmála- manna og yfirvalda. Nú stendur fyrir dyr- um að sjávarútvegs- ráðherra fari til Washington og ræði þar við viðskiptaráðherra Bandaríkjanna um framkvæmd þess samkomulags, sem gert var milli ríkisstjóma íslands og Bandaríkjanna í september sl. en þar var meðal annars samið um, að Bandaríkja- menn vinni með íslendingum og öðmm fulltrúum í Alþjóðahvalveiðiráðinu við end- urskoðun á og tillögugerð um tilhögun og framkvæmd á rannsóknaleyfum vísinda- nefndar ráðsins með það að markmiði að koma á gagnkvæmu trausti í þessum störf- um nefndarinnar. Á blaðamannafundi 1. september 1987 lýsti Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, yfír því að íslend- ingar væru reiðubúnir til að starfa áfram' í Alþjóðahvalveiðiráðinu í trausti þess að tilmæli í ályktunum ráðsins verði ekki til- efni til þvingunaraðgerða gegn íslandi. Á þessum sama blaðamannafundi vék ráð- herrann jafnframt að því, sem hann kallaði „furðulegar" skoðanir hér í Reykjavíkur- bréfí, þegar borin var saman afstaða Norðmanna vegna ólögmætrar sölu á há- tækni til Sovétríkjanna og viðbrögð íslenskra stjómvalda í hvalamálinu. Kom {>á fram í máli Halldórs Ásgrímssonar, að slendingar teldu ályktun um vísindaveiðar á hvölum, sem samþykkt var á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, ólög- mæta og þess vegna væri ekki farið eftir henni. í Reykjavíkurbréfínu stóð, að hvala- deilan snerist um það „hvort við förum eftir samþykktum Álþjóðahvalveiðiráðsins eða ekki“. Fyrir rúmri viku var haldin ráðstefna nokkurra hvalveiðiþjóða hér á landi, en sjávarútvegsráðherra skýrði einmitt frá því, að til hennar yrði boðað á blaðamanna- fundinum 1. september sl. í setningar- ávarpi á ráðstefnunni fór Halldór Ásgrímsson neikvæðum orðum um Al- þjóðahvalveiðiráðið, sem hann taldi að hefði verið að „breytast í samtök með vemdunarsjónarmið að markmiði án hlið- sjónar af staðreyndum vísindarannsókna". Taldi hann ráðið ófullnægjandi vísindaleg- an vettvang, þar væru starfsaðferðir óviðunandi og það hefði ófullkomið umboð til að fíalla um vistkerfí í stærra sam- hengi. Af orðum ráðherrans er ljóst, að íslensk stjómvöld vilja gjörbreytingu á starfsháttum ráðsins. Japanski fulltrúinn á ráðstefnunni í Reykjavflc sagði, að héldi Alþjóðahvalveiðiráðið áfram að „starfa jafíi órökrétt og undarlega og fram að þessu yrði Japan að segja sig úr ráðinu". Þróunin í Alþjóða- hvalveiðiráðinu Framangreindar tilvitnanir em til marks um að afstaða hvalveiðiþjóða til Alþjóða- hvalveiðiráðsins hefur oriðið æ neikvæðari eftir því sem hlutur þeirra hefur orðið minni innan ráðsins. Hið sama verður ekki sagt um álit hvalavina á ráðinu. Fyrir skömmu kom út í Bretlandi bók eftir David Day frá Kanada, sem hefur helgað sig náttúmvemd. Hún heitir The Whale War eða Hvalastríðið og snýst um baráttuna fyrir friðun hvala. I ritdómi um bókina í The Times Literary Supplement segir að „hvalastríðið" sé átök milli þeirra sem líta á hvali sem risavaxnar fljótandi kjötbollur og hinna sem telja þá heilög tákn fyrir 'tilgang lífsins. David Day málar myndina í svörtum og hvítum litum. íslendingar em taldir til myrkraaflanna í bókinni. David Day lýsir því, hvemig náttúm- vemdarsinnum tókst að ná undirtökum í Alþjóðahvalveiðiráðinu og breyta því úr félagsskap hvalveiðiþjóða í samtök, þar sem vemdunarsjónarmið em í fyrirrúmi. Hann segir, að á þingi Alþjóðahvalveiði- ráðsins 1981 hafí orðið þáttaskil í starfí þess. í bókinni stendur: „Áratug áður, við upphaf Hvalastríðsins, var Alþjóðahval- veiðiráðið klúbbur 14 hvalveiðiþjóða, það var lokað fyrir fíölmiðlum og áheymarfull- trúum, hafðí enga fasta starfsmenn og hittist árlega í tvo daga. Skrifstofa þess var til húsa í einum skjalaskáp í fískimála- deild breska landbúnaðarráðuneytisins. Á árinu 1982 áttu 37 þjóðir fulltrúa á þingi ráðsins, sem nokkur hundmð fulltrúar, áheymarfulltrúar og fíölmiðlamenn sóttu — svo að ekki sé minnst á 20.000 mótmæl- endur. Starfsemi þess var rekin í eigin skrifstofum í Cambridge og starfsmennim- ir vom fímm. Ársþingið stóð í viku.“ í bókinni er því lýst, hvemig umhverfís- vemdarmenn fengu s'tjómvöld á Seych- elles-eyjum á árinu 1979 til þess að hafa frumkvæði í baráttu þeirra fyrir aukinni hlutdeild í hvalveiðiráðinu. Lyall nokkur Watson dulsálarfræðingur og rithöfundur varð fulltrúi Seychelles-eyja í ráðinu og hann vann að því að Indlandshaf, þar sem eyjamar em, var gert að griðastað fyrir hvali. Einnig komu við sögu David McTaggert hjá Greenpeace Intemational og sir Peter Scott hjá World Wildlife Fund. Samhliða því sem nýjum ríkjum var smal- að inn í hvalveiðiráðið náðu friðunarsinnar undirtökunum í vísindanefnd hvalveiði- ráðsins og þeir beittu sér einnig fyrir því að Packwood-Magnuson lögin vom sett í Bandaríkjunum til að ekki færi á milli mála, að stjómvöld í Washington yrðu að grípa til ráðstafana gagnvart ríkjum, sem færu ekki að vilja Alþjóðahvalveiðiráðsins. Á þingi ráðsins 1982 var tillaga frá Seych- elles-eyjum um 10 ára bann við hvalveiðum borin undir atkvæði. Sovétríkin, Japan, Noregur, Perú, ísland, Brasilía og Suður- Kórea vom á móti banninu, sem sé 7 ríki, en 25 vom með þvi og 5 sátu hjá. Hvala- vinum hafði sem sé tekist ætlunarverk sitt að fá aukinn meirihluta, 3/4, til að styðja -málstað sinn. Rétt er að minnast þess að á Alþingi var síðan samþykkt að andmæla ekki þessu banni, þannig að segja má, að sjónarmið hvalavina hafí orðið ofan á meðal íslenskra þingmanna. Hvaða skoðun sem menn hafa á sjónar- miðum hvalavina er ljóst, að með því að leggja undir sig Alþjóðahvalveiðiráðið hafa þeir sýnt að þeim er síður en svo alls vam- að. Og þar að auki hefur þeim tekist að búa þannig um hnútana, að Bandaríkja- stjóm er samkvæmt bandarískum lögum einskonar lögregla ráðsins. Segir David Day að Pelly-lögin bandarísku, sem heimil- uðu að banna innflutning til Bandaríkjanna á físki frá þjóðum, sem virtu ekki fyrir- mæli um vemdun á auðlindum sjávar, hafí ekki reynst nægilega haldgóð og þess vegna hafí Paekwood-Magnuson lögin ver- ið sett en samkvæmt þeim fær sú þjóð, sem brýtur í bága við samþykktir hvalveið- iráðsins, ekki að veiða innan 200 mílna lögsögu Bandaríkjanna. Þetta vegi þungt gagnvart Japönum, en þeir tapi 500 millj- ón dollara afla í bandarískri lögsögu ef þeir stundi hvalveiðar, sem hafí gefíð 40 milljónir dollara í aðra hönd. Baráttan heldur áfram Eftir að hafa lýst fagnaðarlátum hvala- vina eftir sigurgönguna í Alþjóðahvalveiði- ráðinu segir David Day, að hvalastríðinu hefði í ráun átt að ljúka með atkvæða- greiðslunni 1982. Því miður hafí það ekki gerst. Ástæðunnar fyrir því sé fyrst og fremst að leita í Japan. Er því lýst í bók- inni, hvemig japönsk stjómvöld hafi reynt allt, sem í þeirra valdi stóð til að snúa stjóm Seychelles-eyja á sitt band, eftir að fulltrúi þeirra gerðist atkvæðamikill í hvalamálum. Hafí Japanir lofað þessari fátæku þjóð efnahagsaðstoð, ef hún skipti um skoðun gagnvart Japönum í hvalveiði- ráðinu. Til þess kom ekki. Er ljóst af frásögninni að friðunarsinnar telja, að Japanir hafí miskunnarlaust leitast við að kaupa atkvæði í hvalveiðiráðinu en ásak- anir um svipuð virinubrögð hafa verið uppi um starfshætti hvalavina. Nú er 41 ríki í ráðinu, þar af eitt landlukt, Sviss. Day lýsir því, hve sterkir pólitískir hags- munir tengjast hvalveiðum Japana og hve mjög Japanir hafa beitt sér í þágu hval- veiða gagnvart stjómvöldum í Banda- rflgunum. Hann segir að japanskar hvalveiðar séu að mestu í höndpm hins MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. janúar risavaxna Taiyo-útgerðarfélags, sem sé aftur á móti undir yfírstjóm stærsta fyrir- tækis í Asíu, Mitsubishi, en klær þess teygi sig um alla Ameríku. Og þegar komi að því að beita stjómmálamenn þrýstingi standist enginn Japönum snúning. Segir Day að Japanir ráði fyrrum stjóm- málamenn eða opinbera embættismenn til að reka jjólitísk erindi fyrir sig í Wash- ington. Á árinu 1981 hafí Brock Adams, fyrrum samgönguráðherra Bandaríkjanna og yfírmaður strandgæslunnar, sem hefur lögregluvald innan 200 mílna lögsögunn- ar, fengið 60.000 dollara eða 2,2 milljónir króna á ári frá Japönum til að gæta hags- muna þeirra vegna fiskveiða og hvalveiða. Mervyn Dymally, fulltrúadeildarþingmað- ur, et sagður talsmaður Japana í hvalamál- um og meðal ráðgjafa þeirra hafa verið: Richard Allen, ráðgjafí Reagans um ut- anríkismál, William D. Eberle, helsti samningamaður Fords forseta í viðskipta- málum, Frank A. Weil, fyrrum aðstoðar- viðskiptaráðherra, Daniel Minchew, fyrrum formaður Alþjóðlegu viðskipta- nefndarinnar, og Robert Angel, forstöðu- maður viðskiptaráðs Japans og Banda- ríkjanna. Segir Day, að það hafí alltaf komið friðunarsinnum jafn mikið á óvart í deilum þeirra við Japani, að Japanir skuli sjá ástæðu til að halda því fram, að Greenpeace starfí í þágu CIÁ og árásimar á Japani eigi rætur að rekja til kynþátta- fordóma og efnahagslegra hagsmuna. Reyndin sé sú að William Colby fyrrum forstjóri CLA hafí unnið að upplýsingaöflun fyrir Japani um baráttu hvalavina í Banda- ríkjunum. Eins og af þessari lýsingu sést hafa Japanir öll spjót úti til að veija málstað sinn í hvalveiðum. Nú eru átök milli þeirra og Bandaríkjamanna í uppsiglingu vegna hrefnuveiðiflota Japana, sem er kominn á veiðislóðir í nágrenni við suðurskautið. Hefur William Verity, viðskiptaráðherra, hótað Japönum veiðibanni og viðskipta- þvingunum. Þegar fulltrúi Japana á ráðstefnunni hér í Reykjavík á dögunum var spurður, hvers vegna Bandaríkjastjóm sýndi Japönum þessa hörku, svaraði hann einmitt á þann veg, að hún ætti að veru- legu leyti rætur að rekja til kynþáttafor- dóma. Baráttan við íslendinga Eins og áður segir lítur David Day á íslendinga sem fulltrúa myrkravaldanna í hvalastríðinu. í sérstökum kafla, sem ber yfirskriftina Ragnarök lýsir hann sam- skiptunum við Islendinga. Hann hefst á lýsingu á þvi þegar skemmdarverkin voru unnin á hvalstöðinni og hvalbátunum tveimur var sökkt. Segir hann að þar hafí verið að verki 20 ára gamall Kalifomíu- búi„ Rodney Coronado, og 22 ára gamall Englendingur, David Howard, og hafí þeir komið hingað til lands sem útsendarar Sea Shepherd-samtakanna í Kanada 15. októ- ber 1986 með fyrirmælum um að valda eins miklu tjóni á eignum Hvals hf. og kostur væri. Við þetta starf mættu þeir ekki nota sprengiefni og ekki stofna mannslífum í hættu. Þeir hafi klukkan 8 að kveldi laugardagsins 8. nóvember farið í hvalstöðina í Hvalfirði og unnið þar skemmdarverk. Þar hafí þeir verið í fímm klukkustundir. Skömmu fyrir kl. 1 um nóttina hafí þeir farið í bíl sinn og ekið til Reykjavíkurhafnar. Klukkan 5 hafi þeir látið til skarar skríða um borð í Hval 6 og Hval 7. Klukkan 5.40 hafí ætlunar- verki þeirra verið lokið. Klukkan 6 hafí lögregla stöðvað þá, þegar þeir voru á leið til Keflavíkurflugvallar, þeir hafi orðið dauðhræddir um að komist hefði upp um verknað þeirra, og hafí þeim því létt mjög þegar lögreglan vildi aðeins kanna, hvort þeir væru að aka undir áhrifum áfengis. Klukkan 7.30 hóf flugvél þeirra sig á loft frá íslandi. Þegar vitað var að þeir voru komnir úr íslenskri lögsögu lýsti Paul Watson yfír því að Sea Shepherd stæði að baki verknaðinum og hann bæri ábyrgð á honum. Eins og vitað er hefur Watson nú verið yfírheyrður af íslenskum yfírvöld- um og ber honum og þeim ekki saman Morgunblaðið/Ól. K. M. um hvað hann sagði við lögregluna, hvort hann lýsti á sig ábyrgðinni eða ekki. Hvað sem því líður hefur Watson verið bannað að koma oftar til íslands. David Day segir, að ísland hafí verið augljóst „skotmark" hvalavina á árinu 1986. Það hafí fylgt harðlínustefnu í hvala- málum og sýnt hörku í átökum við áhöfnina á Rainbow Warrior 1978 og 1979, meðal annars skotið fímm skutlum yfir höfuð mótmælenda og tekið skip þeirra tvisvar sinnum. Raunar hafí verið uppi áform á árinu 1979 hjá öðrum róttækum hópi umhverfíssinna að sökkva íslenskum hvalveiðiskipum. Þá hafí hins vegar verið talið mikilvægara að sökkva spænskum og portúgölskum „sjóræningjaskipum". í bókinni eru vísindaveiðar íslendinga harðlega gagnrýndar. Ætlunin sé að selja „þaulrannsakað" hvalkjöt til Japans. Eng- inn munur sé á slíkum veiðum og venjuleg- um hvalveiðum. Flestir sem sitji í vísindanefnd hvalveiðiráðsins séu þeirrar skoðunar að þessar óumbeðnu „rannsókn- ir“ séu lítils virði, þegar til þess sé litið, að ekki hefur verið unnið úr rannsókna- gögnum, sem liggi fyrir eftir hvalveiðar í áratugi. Segir Day að um árabil hafí ís- lendingar látið undir höfuð leggjast að skýra hvalveiðiráðinu frá rannsóknaniður- stöðum um fjölda hvala. Þeir hafí til dæmis átt að merkja 200 hvali árlega á árunum 1974 til 1980 en þótt nóg að merkja að- eins 10 á ári. Hafí margir í vísindanefnd- inni hina mestu skömm á rannsóknaáform- um íslendinga. Jóhann Siguijónsson hjá Hafrannsóknastofnun, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á hvölum og situr í vísindanefnd hvalveiðiráðsins, segir al- rangt að íslendingar hafí ekki staðið við rannsóknaskuldbindingar sínar gagnvart ráðinu. Þeim hafí aldrei verið skylt að merkja 200 hvali á ári en draumórakennd- ar hugmyndir um slíkar fjöldamerkingar hafí verið uppi á síðasta áratug. Nú sjái menn að haldgóðar rannsóknir sé unnt að stunda án slíkra merkinga. Kafla bókar- innar um ísland lýkur með þessum orðum: „Hvalastríðinu lyktar einhvem tíma á einhvem hátt. Kostimir em skýrir: stöðv- um við hvalveiðar og leggjum niður atvinnugreinina, eða leyfum við framhald veiðanna og heimilum þeim sem þær stunda að grafa bæði undan sjálfum sér og síðasta hvalnum samtímis? Hápunktur- inn er beint úr íslenskri goðafræði, heimsendir sem kallast ragnarök, þessi hinsta barátta milli guðanna og jötnanna, sem lýkur með því að báðum er útrýmt." Lærdómsrík heimild Hvaða skoðun sem menn hafa á því, sem hér hefur verið rakið úr hinni nýju bók um hvalastríðið, hljóta allir að geta verið sammála um, að hún er lærdómsrik heimild. Af henni má ráða, að hvalavinir telja sig hafa í fullu tré við talsmenn hval- veiða í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þeir líta einnig þannig á, að með bandarískum lög- um hafi verið tryggt, að samþykktir ráðsins nái fram að ganga. Þá telja þeir, að andstæðingar sínir svífíst einskis. Sé ekki unnt að vinna stríðið við þá á fundum hvalveiðiráðsins eða í krafti bandarískra laga réttlæti málstaðurinn valdbeitingu og skemmdarverk. í stuttu máli má segja, að hér sé ekki við neinn venjulegan and- stæðing að etja. Þegar hart er barist eins og í hvalamál- inu er mikilvægt að gera sér glögga grein fyrir stöðu andstæðingsins. Er það vænleg- asta leiðin fyrir hvalveiðiþjóðir til að vinna málstað sínum fylgi að segja sig úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu? Er það nokkuð annað en viðurkenning á því, að þessum þjóðum hafí mistekist að halda vel á mál- stað sínum og þær hafí ekki getað gætt hagsmuna sinna? Hvers getum við vænst af samstarfí við Bandaríkjamenn um end- urbætur á vísindanefnd hvalveiðiráðsins? Ef meirihluti manna í nefndinni telur rann- sóknaáætlun íslenskra stjórnvalda byggða á röngum forsendum, er unnt að fá því mati breytt með aðstoð Bandaríkjamanna? Engan þarf að undra þótt þeir, sem standa frammi fyrir þvermóðsku og ein- stefnu hvalavina, tapi þolinmæðinni og vilji helst hætta að þurfa að tala við þá. En að fara þannig að fordæmi strútsins dugar ekki i hvalamálinu. Mestu skiptir að staðan sé rétt metin og ákvarðanir tekn- ar að vel yfírlögðu ráði án hótana eða óljósra yfirlýsinga um að öllu skuli fómað í baráttunni. Ef menn telja að annað al- þjóðlegt fyrirkomulag á stjóm hvalveiða sé betra en það sem Alþjóðahvalveiðiráðið hefur að bjóða, þarf að rökstyðja þá skoð- un og afla henni fylgis. Hitt er og ljóst, að þeir sem eru í raun á móti hvalveiðiráð- inu geta varla vænst þess að njóta mikilla vinsælda eða djúprar samúðar innan þess. Það er vissulega þess virði, að Halldór Ásgrimsson hitti William Verity, hinn nýja viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, og skýri fyrir honum sjónarmið íslendinga. Viðræð- ur vinaþjóða eiga ávallt að skila einhveijum árangri. í foiystu fyrir bandarísku við- ræðunefndinni verður væntanlega dr. Antony Calio, sá frægi maður, sem Steinpdmur Hermannsson vildi ekki hitta í Ottawa. Hann þekkir viðhorf okkar. Um starfshætti vísindanefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins er enn mikill ágreiningur milli íslenskra stjómvalda og bandarískra; ef báðir leggja sig fram hlýtur að vera unnt að jafna hann. „Er það vænleg- asta leiðin fyrir hvalveiðiþjóðir til að vinna málstað sínum fylgi að segja sig úr Al- þj óðahvalveiði- ráðinu?Er það nokkuð annað en viðurkenning á þvi, að þessum þjóðum hafi mis- tekist að halda vel á málstað sínum ogþærhafiekki getað gætt hags- muna sinna? Hvers getum við vænst af sam- starfi við Banda- ríkjamennum endurbætur á vísindanefnd hvalveiðiráðsins? Ef meirihluti manna í nefndinni telur rannsókna- áætlun íslenskra stjórnvalda byggða á röngum forsendum, er unnt að fá þvi mati breytt með aðstoð Banda- ríkjamanna?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.