Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 45 atvirma — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kirkjuvörður við Fella- og Hólakirkju Starf kirkjuvarðar við Fella- og Hólakirkju er laust til umsóknar og veitist frá og með 1. mars nk. Nánari upplýsingar veita Guðjón Petersen í símum 73780 eða 25588 og Jón Sigurðsson í símum 77320 eða 83811. Sóknarnefndirnar. Sölustarf Sölumaður óskast í raftækjaverslun. Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga eða þekkingu á sjónvarps-, myndbands- eða hljómflutningstækjum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAHIBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Úrval fágætra listaverka Við höfum nú í umboðssölu mikið úrval góðra listaverka. Hér eru nokkur dæmi um verk á söluskrá. Ásgrímur Jónsson, „Rútsstaðahjáleiga" vatnslitir (1909) 25x50. „Úr Þjórsárdal", vatnslitir 48x58. „Frá Rangárvöllum", vatns- litir 67x98. Alfreð Flóki, „Kona með grímu", krít 52x49. Bragi Ásgeirsson, þrjár módel- teikningar frá 1954. Brynjólfur Þórðarson, „Þjórsárdalur", vatnslitur 29x39. Eyjólfur Eyfells, „Sólarlag við Sundin", olía á mas- onít (1927) 36x56. „Þórsmörk", olía á striga 50x75. „Tindafjöir, olía á striga (1935) 45x60. Eiríkur Smith, „Brún nótt“, olía á striga (1963) 100x55. Guðmundur Thor- steinsson (Muggur), „Tröllið og prinsessan“, krítarteikning (1919) 27x26. „Landslag", olía á pappa 19x26,5. Gunnlaugur Scheving, „Model“, olía á striga 105x105. „Austan af fjörðum", vatnslitir (1932) 38x46. „Grímsnes/Búrfeir, olía á striga 60x70. „Þorpið" (Stykkishólmur), vatnslitir 29x41. Jóhannes S. Kjarval, þrjár fantasíur, sam- stæða, vatnslitir 12,5x16. „Hafísinn", vatnslitir 41,5x54. Jóhannes Geir, „Arnar- fell", olía á striga 85x120. „Frá Reykjavík", olía á striga 95x115. „Úr Grafningi“, olía á striga 94x127. Karl Kvaran, „Abstraktion", olía á striga 130x145. „Ástarjátning“, gvass 90x71. Magnús Jónsson, „Staðarfell í Döl- um“, vatnslitir 30x48. Nína Sæmundsson, „Blóm í vasa", pastel/krít 39x26. Sveinn Þórarinsson, „Sólarlag", vatnslitir 37x50. Svavar Guðnason, „Form" (1978), olíukrít 30x26. Þórarinn B. Þorláksson, „Eyjafjalla- jökuN" olía á striga 37x48. Eftirspurn er eftir góðum verkum gömlu meistaranna. Við höfum nú t.d. kaupendur sem leita að verkum eftir J.S. Kjarval, stór- um, góðum olíumyndum. Nínu Tryggvadótt- ur, olíumyndum. Jón Stefánsson, minni og millistærð af olíumyndum. Ásgrím Jónsson, olíumyndum. Svavar Guðnason, „Abstration" í olíu. Sverri Haraldsson, olíumyndum. éraé&LÓ BORG Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík Sími 9(1)24211 Vöriimóttaka og dreifing Ábyggilegur maður óskast til að annast vöru- móttöku og dreifingu á innfluttri matvöru hjá traustu fyrirtæki. Bílpróf nauðsynlegt. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 5. febrúar merktar: „H.B.1988" Safnvörður Laus er til umsóknar staða safnvarðar við Kvikmyndasafn íslands. Meginhlutverk Kvikmyndasafns íslands er að safna íslenskum kvikmyndum og kvik- myndum um íslenskt efni og varðveita þær. Leitað er eftir safnverði, sem ekki einungis hefur áhuga á kvikmyndum og kvikmynda- sögu, heldur hefur einnig yfir að ráða tæknilegri þekkingu á kvikmyndafilmum og meðferð þeirra, og getur unnið að tækni- og efnisskráningu safnsins. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir berist Kvikmyndasafni íslands, pósthólf 320,121 Reykjavík, fyrir 10. febrúar nk. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Róleg kvöldvinna Dyravörð vantar við bakdyr Þjóðleikhússins. í starfinu felst einnig símavarsla, eftirlit og önnur skyld störf. Vinnutími er á kvöldin og um helgar. Mikilvægt er að viðkomandi sé úrræðagóður og lipur í umgengni. Reglusemi áskilin. Laun samkv. launakjörum ríkisstarfs- manna. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Þjóðleik- hússins á eyðublöðum sem þar fást fyrir 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar gefur skipu- lagsstjóri Þjóðleikhússins, sími 11204. Þjóðleikhússtjóri. itf Á íslandi Að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur er stórt skerf. Bed og Breakfast hefur lokið hálfu verkinu áður en þú hefst handa. Þú er kominn af stað mun fyrr. Hvað er Bed og Breakfast? Þann 1.1. ’88 voru 49 búðir í keðju sem mark- aðssetur og selur tískuklæðnað fyrir ungar konur. Fyrirtækið hefur átt hreint ótrúlegri velgengni að fagna. Nú þegar er verið að opna 30 verslanir til viðbótar í heimalandinu Noregi. Vilt þú vera með í keðjunni og reka eigin verslun sem nýtir sér hugmyndafræði og framleiðslu Bed og Breakfast? Við munum hjálpa þér á allan mögulegan máta t.d. við staðsetningu, markaðssetningu, auglýsing- ar, vörukaup o.s.frv. Ólíkt öðrum keðjuversl- unum tökum við ekki prósentur af veltu. Vilt þú opna verslun á íslandi? Reykjavík, Garðabær, Hafnarfjörður, Akur- eyri, Vestmannaeyjar, Keflavík, ísafjörður, Selfoss, Neskaupsstaður, Akranes. Það er mögulegt að reka Bed og Breakfast verslun samhliða annarskonar verslunar- rekstri. Óskir þú eftir frekari upplýsingum þá sendu nafn, heimilisfang og símanúmer merkt: „Bed og Breakfast - 2595“ til auglýsinga- deildar Mbl. eða hafðu samband við fram- kvæmdastjóra í síma 14166. Innskrift Starfsmaður óskast á innskriftarborð (Compugrapic). Góð vélritunar- og íslensku- kunnátta nauðsynleg. Þarf að geta byrjað fljótlega. Ármúla 38, simi 681976. Skattstofa Reykjaness- umdæmis Á skattstofu Reykjanessumdæmis eru lausar til umsóknar stöður við athugun skattfram- tala þeirra, sem eru með atvinnurekstur. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, óskast sendar undirrituðum fyrir 15. febrúar nk. Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, simi 51788. Lagermaður Fyrirtækið er rótgróið og traust innflutnings- fyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í umsjón með lager, móttöku og tiltekt pantana ásamt frágangi þeirra auk annarra tilfallandi lagerstarfa. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu reglusamir og röskir. Æskilegur aldur er 35-50 ára. Einhver burður fylgir starfi. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skóla'-orðustig la - 101 Reykiavík - Simi 621355 Meinatæknar óskast til starfa Rannsóknastofa í blóðmeinafræði Meinatæknir óskast til starfa við sérhæfðar storkurannsóknir á rannsóknastofu Land- spítalans í blóðmeinafræði. Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Nánari upplýsingar gefur yfirmeinatæknir, sími 29000-424 og yfirlæknir sími 29000-415. Reykjavík, 31.janúar 1988. RÍKISSPÍTALAR LANDSPÍTALINN Vilt þú svara í síma og taka á móti við- skiptavinum fyrir 60 þús. á mánuði? Auglýsingastofu vantar starfskraft til síma- vörslu, vélritunar, móttöku viðskiptavina auk annarra verkefna. Þú munt mæta til vinnu með ungu fólki og starfa í björtu og rúmgóðu húsnæði miðsvæðis í borginni. Það skaðar ekki ef þú hefur reynslu af sambærilegu starfi. Langi þig að breyta til, skaltu senda upplýs- ingar um aldur og fyrri störf til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „D - 4465“ fyrir fimmtudaginn 4. febrúar nk. Við gerum kröfu um reyklausan vinnustað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.