Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 55 bögglað plast. Meðan dúkkan er ný er þetta stíft og gott en lýist fljótlega eftir að krakkamir fara að leika sér. Ég get stoppað búkinh og bætt hann en ég hef því miður enga aðstöðu til að sauma nýjan búk.“ En hvað er til ráða þegar um er að ræða harðar plastdúkkur með liðamót? „Þá er það yfirleitt teygjan sem er erfíð. Það er oft erfítt að fá teygj- ur í réttum styrkleika." Hefur það borið við að dúkkur landsins barna hafi orðið fyrir inn- vortis meiðslum? „Jú, jú, þær hafa verið rifnar upp og innvolsið-oft alveg farið. Þá verð- ur að stoppa upp og sauma fyrir." En spilverkið í dúkunum sem tístir, grenjar og hjalar. Það bilar stundum? „Oftast nær er þar ekki annað að en sambandsleysi eða óhrein- indi. Ef mótorinn er í lagi er yfírleitt auðvelt að lagfæra það.“ Nefið nagað af Hefur þú ekki orðið að fást eitt- hvað við lýtalækningar, t.d. ör, skaða í 'andliti og þess háttar? „Ein dúkkan hafði tapað hálfu höfðinu og ein plastdúkka missti nefíð, það hafði verið nagað í burtu. Það var lítill herramaður sem það gerði. En ég gat mótað nýtt nef með vír og plastmassa." Dúkkumar hafa komið til þín klofnar í herðar niður, vantað á þær nef eða útlimi. Getur þú sagt mér fleiri sjúkrasögur? „Svo gott sem allt innvolsið hafði verið étið úr einni dúkkunni, alveg upp að bijósti. Það varð að búa til nýjan maga og fylla hann með stoppi og sauma síðan utan um. Ég segi nú ekki að ég sé dverg- hagur með nálina en það tókst og krakkinn var glaður og þá er ég ánægður." Var það eigandinn sem fór svona hroðalega með dúkkuna? „Nei, það komst hundur í dúkk- una, kannski verið afbrýðisamur." Nú er það tíðast að dúkkumar verði fyrir slysum og sköðum en það þekkist líka að þær verði „sjúk- ar“, nokkurs konar „rýmun“. Feit og pattaraleg dúkka, fellur saman, verður „tuskuleg“. „Þékki sjúkdóminn. Trúlega er efnið inni í dúkkunni ekki nógu gott, það dregst saman. Sennilega óvönduð plastfylling. Þá þarf að stoppa. Það þarf að fylla vel út. Dúkkur í dag eru ekki svo dýrar en þær endast margar illa, bara vegna þess að stoppið í þeim er lélegt. Þessar dúkkur eru innfluttar en mér fínnst íslendingar hafa alla möguleika til að framleiða góð og sterk bamaleikföng." Allt fengfið ef börnin eru glöð Er nokkuð um það að fullorðið fólk komi með gömlu dúkkumar sínar til lækninga? „Já, það er mikið um það, ann- ars er elsta dúkkan sem ég hef fengið þtjátíu ára. Það var tau- klædd trédúkka í karlmannslíki með öllu því sem honum tilheyrir. Dúkk- an var notuð til kennslu í Hjúkrun- arskólanum. Hún var hreinlega farin í sundur. Það var erfíðast að gera við hálsinn á henni, hún var orðin ansi teygð. Hana mæddi elli og slit og ég held líka að hjúkranar- nemamir hafi ekki farið of mjúkum höndum um hana. Það var forstöðu- konan sjálf sem kom með dúkk- una.“ Fylga bömin dúkkunum sínum í viðgerð og sækja þær? „Já, það kemur oft fyrir að böm- in komi með dúkkumar á „spítal- ann“ sem þau kalla svo, í fylgd með pabba og mömmu. Það er ekki hægt að neita því að sum era ansi kvíðafull við að láta dúkkumar frá sér. En mikið verða þau glöð þegar þau fá þær aftur. Þá er allt fengið." Viðtal: PLE Malathini sem kallaður er Sowetoljónið er einn þeirra suður-afrísku tón- listarmanna sem Earth- works hefur á sínum snærum. Hann hefur svo djúpa bassarödd að glös hristast á borðum þegar hann syngur. Hér er hann í fullum skrúða á tónleik- umí Hollandi. útgáfuaðilar þriðjaheimstónlistar áttu aðild að, Making Waves, fór á hausinn 1986 og með því margt smáfyrirtækið. Þá fóram við fé- lagi minn að leita eftir því að gera dreifíngarsamning við annað fyrirtæki og samningurinn við Virgin er afrakstur þess. Sá samningur verður síðan til þess að við munum gefa út tfu til tólf plötur á ári næstu árin. Snúum okkur að tónlistinni. Megnið af tónlistinni sem i Earthworks gefur út er frá sunnaverðri Afríku, hvað með tónlist frá Mið-Ameríku eða AsíuT Við eram nú með í burðarliðn- um safnplötu sem á er zouktónlist frá frönskumælandi eyjunum í Karabíahafí, Guadalupe og Mart- inique, og við eram einnig í þann mund að fara að senda frá okkur plötu með raitónlist frá Alsír sem nýtuV nú mikillar hylli í Frakk- landi. Eins og er er þó megnið af okkar útgáfu tónlist frá sunn- anverðri Afríku, enda áhugi minn og Jumbo mestur fyrir slíkri tón- list; tónlist sem kalla mætti rytmablús Suður-Afríku. Evrópsk popptónlist er komin í sjálfheldu og því er fólk er að leita að einhveiju sem felur í sér eitthvað meira en tilgerð og yfir- borðsmennsku og það finnur það í afrískri og suður-amerískri tón- list. Popptónlist dagsins í dag er komin ansi langt frá tónlist sjötta og sjöunda áratugarins þegar tón- listin var meira en bara taktur Ljósmynd/Trevor Herman Aðskilnaðarstefiia ogtónlist Tónlist frá Suður-Afríku var í sviðsljósinu á síðasta ári þegar Paul Simon gaf út plötu sína Graceland, en á henni leitaði hann til litra suður-af riskra tónlistarmanna til að auðna sér að ganga í endurnýjun líf daganna sem marktækum tónlistarmanni. Það gekk eftir og Graceland var ein af söluhæstu poppplötum Bandaríkjanna á síðasta ári. Eftirmáli plötunnar var nokkur; meðal annars var Paul Simon settur á bannlista Sameinuðu þjóðanna fyr- ir að hafa unnið hluta plötunnar í suður-afrískum hljóðverum en að endingu urðu allir sáttir. Deilumar sem komu í kjölfarið á Graceland sýndu kannski betur en margt annað hve bann Sameinuðu þjóðanna um menn- ingarsamskipti getur verið tvíbent. Fáir geta haldið því fram að þeir litu tónlistarmenn sem era að leika tónlist sem byggist á svartri tónlistarhefð séu að vinna fyrir aðskilnaðarstefnuna, það er frekar að hún bitni á þeim. Það er samt svo að samskiptabannið hefur gert þeim erfítt fyrir í Evr- ópu, því þeir era íbúar Suður- Afríku ekki síður en þeir hvítu og því einangraðir. Eina útgáfufyrirtækið í Bret- landi sem sem eitthvað kveður að og gefur út svarta tónlist frá Suður-Afríku og nærliggjandi ríkjum er Earthworks, fyrirtæki sem stofnað var uppúr því að önnur bresk fyrirtæki lýstu því yfir að þau myndu ekki gefa út í Bretlandi plötur sem teknar væra upp syðra. Nýlega gerði Earthworks útgáfu og dreifingar- samning við stórfyrirtækið Virgin og er markið sett hátt. Annar tveggja forstöðumanna Earth- works er Trevor Herman og hann fékkst til þess að segja frá tilurð Earthworks og útgáfu fyrirtækis- ins á afrískri tónlist. Earth works verður til Fyrirtækið stofnsetti félagi minn Jumbo Varengen 1981, en þá fór itann á eftirlaun eftir að hafa unnið lengi hjá plötufyrirtækinu Virgin. Hann hafði mikinn áhuga á afrískri tónlist og stofnaði fyrir- tækið upphaflega til að flytja inn plötur frá Afríku en fór síðan að gefa út stöku plötur. Hann fékk mig til að setja saman safnplötu með suður-afrfskri tónlist, The Indestractable Beat of Soweto, og í kjölfar þess keypti ég hlut í fyrirtækinu 1986. Dreifingarfyr- irtæki sem flestallir breskir Trevor Herman (jósmynd/BS eða útsetningar. Nú fínnur fólk að það er tilfinning í þriðja heims tónlistinni, hún höfðar meira til tilfínninga en evrópsk tónlist. Hvað með suður-afrisku tón- listina? Við félagi minn eram báðir frá Suður-Afríku og höfum því verið að hlusta á svarta suður-afríska tónlist lengi. Ég fékk áhuga á slíkri tónlist og tónlist frá Zimb- abwe fyrir fímmtán til tuttugu áram. Við reynum svo að ná per- sónulegu sambandi við hvem tónlistarmann fyrir sig, til að tryggja að þeir viti hvað við eram að gera fyrir þá hér. Ástandið í Suður-Afríku gerir þó öll sam- skipti við lita tónlistarmenn erfíð, sem vonlegt er, en ég fer þangað Texti Árni Matthíasson sem tíðast til að ræða við tónlist- armenn og falast eftir upptökum. Markaður fyrir svarta tónlist í Suður-Afríku er afar einkennileg- ur. Svört suður-afrísk tónlist hefur aldrei verið markaðssett fyrir hvíta íbúa landsins, en aftur á móti hefur tónlist litra banda- rískra tónlistarmanna náð mikilli hylli; það er eins og bandaríska tónlistin sé orðin svo þynnt að hörandslitur flytjendanna skipti ekki lengur máli fyrir hvíta Suð- ur-Afríkubúa þó kynþáttafordóm- ar séu undirstaða tilvera þeirra. Þær plötur sem gefnar era út fyrir lita áheyrendur era kannski gefnar út í nokkram tugum eða hundraðum þúsunda eintaka og ekkert auglýstar eða að þeim sé hampað. Þegar upplagið er búið þá er platan úr sögunni og verður ekki endurútgefín. Það mætti því segja að mikið af því sem við eram að gefa út hafi tónlistarsögulegt gildi. Hvað með áhrif evrópskra tónlistarmanna á svarta suður- afríska tónlist? Það fer ekki mikið fyrir þeim áhrifum í dag, enda kemur enginri evrópskur tónlistarmaður í tón- leikaför til Suður-Afríku núorðið nema þeir sem búnir era að lifa sjálfa sig tónlistarlega. Hér áður fyrr, áður er bann Sameinuðu þjóðanna kom til, komu einnig fáir þangað til tónleikahalds. Það var þá helst hljómsveitir eins og Shadows, sem naut þá mikilla vin- sælda í Suður-Afríku ekki síður en í Bretlandi, en Bítlarnir, sem vora mjög vinsælir hér, komu t.d. aldrei. Það sem hefur mest áhrif á tónlist litra íbúa Afríku er ætt- bálkurinn sem þeir tilheyra. Það er mjög auðvelt að greina á milli tónlistar frá Zimbabwe, Tansaníu eða Suður-Afríku og þá vegna þess að ólíkir ættbálkar byggja hvert iand. Einu afgerandi áhrifin frá Evrópu era þau að tónlistar- mennimir nota nú nær eingöngu rafmögnuð hljóðfæri. Markaður fyrir tónlist í Suður- Afræiku er mjög einkennilegur. Fjöldinn allur af hvítum mönnum lifír á að framleiða tónlist fyrir lita og hefur á sínum vegum lita tónlistarmenn. Það þarf varla að taka það fram að nær öll útgáfu- fyrirtæki era í eigu hvítra manna og þeir hafa í fæstum tilfellum áhuga á tónlistinni, þetta era bara viðskipti í þeirra augum. Þeir hafa alltaf verið að reyna að fá þá litu tónlistarmenn sem era á þeirra snseram til að hafa tónlist- ina sem líhpsta vestrænni popp- tónlist. Það hefur því komið mörgum útgtfendanum á óvart að það skyláu vera hljómsveitir eins og Ladysmith Black Mambazo og Bhundu Boys sem hafí náð hylli áheyrenda í Bret- landi og Bandaríkjunum, því þær hljómsveitir era að leika hrein- ræktaða afríska tónlist. Það sýnir svo aftur að það er áhugi fyrir afrískri tónlist en ekki fýrir hermi- tónlist. Þær plötur sem við eram að gefa út eiga líklegast ekki eftir að seljast í milljónum eintaka, en þær eiga eftir að lifa lengur en dæmigerð poppplata. Að mínu mati á sala á afrískri tónlist eftir að verða stöðug og meiri en sala á jasstónlist þó seint nái hún popp- inu, enda ekki ástæða til að leita eftir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.