Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31- JANÚAR 1988 61 Haraldur Henrysson forseti SlysavamafélagB íslands. fyrstu þyrlunum og má segja að það hafí haft forgöngu um að haf- inn var hér þyrlurekstur sem Gæslan hefur alla tíð annast. Síðan snýr félagið sér að ýmis konar slysavömum í landi og þar vom umferðarmálin kannski fyrir- ferðarmest í bytjun. Árið 1937 var ráðinn sérstakur maður til að sinna slysavömum á landi. Haldin vom námskeið í skólum og síðan koma til margir aðrir þættir, öryggi á vinnustöðum, námskeið í skyndi- hjálp, dráttarvélanámskeiðin og fleira. Einn þátturinn var stofnun svokallaðra umferðaröryggisnefnda sem unnu mikið starf þegar hægri akstur var tekinn upp en í þessum nefndum átti Slysavamafélagið fulltrúa sína og mörgum þótti eftir- m slysavamir einnig til sin taka, til dæmis lögregluna, en þar koma lfka margir aðrir við sögu eins og Um- ferðarráð eftir að það var sett á laggimar en félagið er aðili að því.“ Tilkynningaskyldan Landsmenn eru oft minntir á annan þátt í starfi Slysavamafé- lagsins en það er þegar tilkynn- ingaskyldan kallar eftir skipum og bátum sem ekki er vitað hvar halda sig þá stundina. Tilkynn- SLYSAVARNASKOLI SJOMANNA SÆBJÖRQ - * Slysavamaskóli sjómanna Sæbjörg. við. Einnig var safnað fé til kaupa á Maríu Júlíu sem var aðallega við Vestfírði og Albert sem var úti fyr- ir Norðurlandi. Einnig var hafín söfnun fyrir skipi sem skyldi stað- setja við Austurland en síðar var ákveðið að leggja þá fjármuni til þyrlukaupa. Slysavamafélagið var meðeig- andi Landhelgisgæslunnar að sjá að þeim þegar hlutverki þeirra lauk. Hinar ýmsu deildir úti á landi hafa löngum verið mjög duglegar við slysavamir í sínu héraði og ég get nefnt sem gott dæmi að kvenna- deildin á Akureyri kom upp sérstök- um umferðarvelli sem notaður er við_ umferðarfræðslu bama. í þessu starfí hefur félagið átt samstarf við ýmsa aðila sem láta ingaskyldunni var komið á árið 1968 og ber sjómönnum að til- kynna brottför sína úr höfn, síðan að láta vita af sér tvisvar á sólarhring og tilkynna heim- komu. Haraldur segir ráðgert að tæknivæða skylduna mjög á næstunni: „Það hefur lengi verið í athugun að tilkynningaskyldan tæki tölvu- tæknina í þjónustu sína og hefur það þegar verið gert að nokkm leyti. Næsta skref er að koma á sjálfvirkum tilkynningum skipanna og hefur Raunvísindastofnun Há- skólans unnið að þessu verkefni, meðal annars í samráði við okkur. Þá yrðu sett sérstök tæki um borð í skipin sem skrá myndu stöðu þeirra og senda tilkynningaskyld- unni í gegnum strandastöðvamar með stuttu millibili. Þama er um það að ræða að samnýta tölvu- tækni, fjarskiptatækni og lóran- staðsetningarkerfíð. Hins vegar er nú þegar unnt að kaila fram á tölvu- skerm hjá skyldunni hvar hvert eitt skip er samkvæmt síðustu tilkynn- ingu eða fá uppiýsingar um hvaða skip em á tilteknu svæði. Slíkt er Iíka ómetanlegt ef voði er á ferð á ákveðnu svæði og við þurfum að stefna skipum til hjálpar. — Enn einn fyrirferðarmikill þáttur i starfinu um þessar mundir er slysavamaskóli sjó- „Stofnun og rekstur þessa skóla er stærsta verkefnið sem félagið hefur ráðist í á síðari ámm. Fyrir §ómm ámm var farið að skipu- leggja sérstök námskeið um öryggismál fyrir sjómenn. Hafa yfír tvö þúsund sjómenn sótt þau. Arið 1985 eignaðist félagið varðskipið Þór sem sfðan var lagfært og gert að miðstöð fyrir þessi námskeið en skipið ber nú nafnið Sæbjörg. Hugmyndin er að sigla Sæbjörgu kringum land og halda námskeið fyrir sjómenn sem víðast en við höfum ennþá ekki haft nema tak- markað fjármagn til að sigla því. Þama em kennd margvísleg atriði varðandi björgun, eldvamir og önn- ur öryggismál sem nauðsynlegt er að sjómenn kunni góð skil á. Skól- inn er meðal annars rekinn eftir norskri fyrirmynd en þar em sjó- menn skyldugir til að sækja námskeið sem þessi. Vonandi verð- ur það einnig gert að skyldu hér því það hefur sýnt sig að það getur ráðið úrslitum að kunna rétt við- brögð og handtök á hættustund. Um þessar mundir starfa um 20 manns hjá Slysavamaf élaginu og Haraldur er spurður hvemig starfið sé fjármagnað? „Félagar Slysavamafélagsins og deilda hans greiða sín árgjöld sem em þó aðeins hluti af tekjunum. Við fáum talsverðar tekjur af happ- drættinu og öðmm framlögum almennings. Á þessu ári fáum við 6,2 milljónir króna frá ríkissjóði til almenns rekstrar og rikið greiðir einnig kostnað við tilkynninga- skylduna. Síðustu árin hefur ríkis- sjóður einnig stutt slysavamaskól- ann og á þessu ári fáum við 10 milljón króna framlag tíl rekstrar hans en námskeiðin em sjómönnum að kostnaðarlausu." — Hvað er svo helst framund- an hjá félaginu? „Rekstur slysavamaskólans verður áfram stórt verkefni næstu árin en annað mikilvægt verkefni er aukin fræðsla og þjálfun björgun- arsveitarmanna. Við höfum gert áætlun um sérstakt átak í frasðslu- málum sveitanna með því að þjálfa leiðbeinendur úr öllum umdæmun- um sem em 10 talsins. Hafa þegar verið haldin tvö slík leiðbeinenda- námskeið, annað um flarskipti og hitt um meðferð fluglínutækja. Verða fleiri námskeið haidin á næstunni um hin ýmsu svið björg- unarstarfsins. Einnig er mikill hugur í mönnum varðandi kaup á stærri og öflugri björgunarbátum til nota á gmnnslóð. Einnig er um þessar mundir unn- ið að því að skipta um talstöðvar í neyðar- og skipbrotsmannaskýlum félagsins sem nú em alls 80. Þá hefur verið unnið mikið að því að auka samstarf við önnur fé- lög er sinna björgunarmálum hér, til dæmis hjálparsveitir skáta, flug- björgunarsveitir og stefnt verður að aukinni samræmingu. Liður í því verður sameiginleg fláröflun sem þessir aðilar hyggjast ráðast í á næstunni. Það má því segja að verkefnalist- inn sé nánast ótæmandi. Fræðslu- starf, með fundum og útgáfustarf- semi, fyrirbyggjandi starf með kennslu í öryggismálum margs kon- ar og viðbúnaður til björgunar mannslífa, allt þetta útheimtir mikla vinnu og fjármuni." þeirra áreiðanlega hátt í 10 milljón- ir króna. Þetta er fluglínutæki og lfnur og annað í sambandi við sjó- björgun, við eigum tvo bfla, vél- sleða, snjóbíl, talstöðvar og margs konar búnað annan og þar fyrir utan eiga einstakir félagar ýmis taeki sem við getum notað í starfínu. Þá er rekstrarkostnaðurinn ekki síður mikill og ég hef stundum af því nokkrar áhyggjur hversu mikill tími björgunarsveitarmanna þarf að fara í alls konar fjáröflun. Við seljum jólakort, minningarkort og flugelda, stöndum vaktir á úti- skemmtunum á sumrin og þannig mætti lehgi telja. Vissulega þarf að sinna fjáröflun en hún má ekki te§a menn um of frá æfíngum og öðru nauðsynlegu starfi. Og þó að útköll séu kannski ekki mörg þá er rekstrarkostnaður samt mikili þvf við þurfum að nota tækin til þjálfunar. Þau ganga smám saman úr sér og þá þarf að endumýja þau. Þetta er því stöðug vinna." Reynsla og tækjabúnaður Þarf mikla kunnáttu til að geta starfað { björgunarsveit? „Auðvitað yerða menn að kunna ýmislegt fyrir sér og þess vegna stöndum við fyrir margs konar kennslu og æfingum. Nú er einmitt framundan sérstakt átak hjá Slysa- vamafélaginu í kennslu á meðferð hinna ýmsu tælcja. Gert er ráð fyr- ir að menn frá hverri sveit sæki þessa þekkingu og kenni síðan fé- lögum sínum. Það er mjög mikil- vægt að björgunarsveitarmenn kunni vel til verka þvf það er lítið gagn í að eiga margs konar tæki ef menn kunna ekki með þau að fara. Það þarf líka að kunna að halda þeim við og það fer mikill tími í slfka vinnu. Þá má lfka nefna annað sem er mjög mikilvægt en það er að við getum nýtt þekkingu þeirra sem kunnugastir eru staðháttum á hveijum stað. Stundum em aðstæð,- ur þannig til dæmis vegna veðurs að engin hjálpartæki koma að gagni þegar leit stendur yfír. Þá reynir á kunnáttu heimamanna á hveiju svæði, þeirra sem þeklqa hveija þúfu og geta leiðbeint. í björgunar- sveit em það því margir sem leggja saman krafta sfna, kunnáttu og reynslu og þannig náum við ár- angri. Það mætti f þessu sambandi líka nefna annað sem ég hef reynt gegn- um árin að, þegar ekkert er að gerast og ekkert reynir á sveitina dofnar starfið. Þá getur mönnum fundist tilgangslítið að hafa góða sveit og stunda æfíngar. En hvert útkall breytir þessu og sannar okk- ur á ný að þörfin er fyrir hendi og menn em ailtaf reiðubúnir. Eftir hvert verkefni er sfðan rætt fram og aftur um þá reynslu sem fékkst og hvað menn geti af henni lært.“ Reynir nefnir dæmi um hvern- ig allur búnaður hefur breyst til hins betra en fyrsta útkall sveit- arinnar til leitar á landi var vegna flugvélar frá hernum sem fórst í Mýrdalsjökli. „Við fengum boð um að vélin hefði líklega farist norðaustan við Kötlu og héldum því á jökulinn að austanverðu. Við vomm tveir bræð- umir og faðir okkar ásamt félögum úr Flugbjörgunarsveitinni sem sendir vom okkur til hjálpar. Þeir vom með jöklatjöld og við höfð- umst við í þeim um nóttina í kolvitlausu veðri og vomm blautir og hraktir. Um morguninn héldum við af stað á ný og fómm þá í eins konar plasthlífðarföt. Þau hreinlega brotnuðu strax utan af okkur í. frostinu og fuku út í veður og vind. f dag er þetta allt annað og það gildir reyndar lfka um annan bún- að. Með vélsleðum eða flórhjólum má þeysa á nokkmm tímum um torfæmr sem tæki okkur nokkra daga að fara um fótgangandi og þegar útkall kemur emm við orðnir mun fljótari en áður að komast á staðinn." Góðviðbót Þá segir Reynir að vel hafi gengið að fá nýja félaga til liðs við sveitina: „Við buðum fermingardrengjum í nokkur ár að kynnast starfí okkar eina helgi og tókum þá með f úti- legu. Þeim fannst þetta spennandi og þetta varð til þess að úr hveijum árgangi komu alltaf nokkrir piltar sem vildu slást í hópinn þegar þeir höfðu aldur til. Þannig fengum við í nokkur skipti góða viðbót við sveit- ina og ég hef engar áhyggjur af því að ekki takist að fá yngri menn til að taka við. Starfíð mæðir jafnan á tiltölulega fáum mönnum og því er gott að hafa nógu marga til að geta skipst á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.