Alþýðublaðið - 15.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.10.1920, Blaðsíða 2
3 ALÞYÐUBLAÐIÐ Prentsmiðjan Acta Mjóstræti 0. Reykjavík. Sími 948. Pósthóif 552.- Tekur að sér prentun á allskonar eyðublöðum, stórum og smáum, tækifærisprentun allskonar, götuauglýsingum, öllu sem kaupmenn og verzlanir þarfnast, litprentun allskonar, myndaprentun o. íl. o. fl. Fyrsta flokks vinna og vélar. Fjölbreytt nýtízku leturúrval. Afgreidsla blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sfmi 988. Auglýsingum sé skilað þaagað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þaaa dag, sem þær eiga að kotna í blaðið. Askriftargjald ein lvi’. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil tii afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Sýnir. Prír menn ganga á vatni, sem á þurru landi væri. Fimtudaginn 27. ágúst síðast liðinn voru þrír menn, allir nafra- greindir — Kristján og Sörera Heimdal frá Vegusdal og Ludvig Longum frá Grimstad — á ferð í Norégi og sáu þá undarlegar sýnir. Þeir höíðu gengið langa leið og áðu um klukkan hálf fjög- ur við vatn er nefnist Trölldals- vatn. Um 3—400 metra frá þeim úti í vatrairau, sér fyrst Longum og síðaa hinir báðir, tvo menra lcoma syndandi hvora á móti öðr- um, og rétt á eftir sjá þeir þriðja manninn koma syndandi til hlið- ar við hina tvo, í áttina til þeirra. Alt í einn taka þeir, sem syntu hvor á móti öðrum, að stfga beirat upp úr vatninu. Annar þeirra nam staðar og stóð föstum fótum ofan á því, en hinn gekk eftir vatns- fletinum til hans. Hann gekk á *vatninu eins léttilega og á jörðu væri. Þegar hann kom til hins, nam hann staðar, rétti fram hend urnar og tók í axlir þess, er altaf hafði kyr staðið; þá sukku þeir báðir niður á endann, en hring- myndaðir gárar á vatnirau sýndu hvar þeir hofðu horfið. Meðan þessu fór fram, hafði þriðji sundmaðurinn einnig stigið upp á yfirborðíð, og gekk í áttina til þeirra er sokkið höfðu. En áð- ur en hann kom á vettvang, sökk hann líka. Augnabíiki síðar skaut upp mannshöfði, þár sem hinir tveir höfðu sokkið. Sást það þrisv- ar, en síðan varð vatnið kyrt aftur. Mennirnir sáu allir sýnirnar ná- kvæmlega á sama hátt. Glaðasól- skin var á, en þar sem þeir sáu undrin bar nokkurn skugga á vatn- ið. Engu að sfður var geislabaug- ur um mennina og andlit þeirra, og vöxturinn var svo skýr, að þeir íélagar reyndu að bera kensl á þá. Þeir voru klæddir venjuleg- um fötum. „Við vorum ekkert hræddir", segir Kristján Heimdal, „þvf sýn- in var alls ekki ægileg. En við vorum eins og hálf utan við okk- ur, það sera eftir var dagsins." Blaðið sem flytur þessa sögu, sem hver getur lagt trúnað á sem vill, eða ekki, segir að allir meun- irnir sem sýnirn&r sáu, séu komn- ir nokkuð til ára sinna, og heið- arlegir og sannorðir menn, sem séu reiðubúnir að leggja eið út á það, að sögusögn þeirra sé rétt í alla staði, og þeir hafi séð þetta. Dagsbrúnarfandnr var í gær- kvöldi. Söngfélaglð Bragi (undir stjóra Péturs' Lárussonar) skemti á eftir fundi, og skemti vel. Hffi dagíM og regim. Kveibja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 53/4 í kvöld. Bíóin. Nýja bíó sýnir: „Dóttir guðanna". Gamla bíó sýnir: „Inn- sigluð fyrirskipun". Hjónaefni. Ungfrú Þórleif Pét- ursdóttir Jónssonar ráðherra og; Jón Norland læknir hafa opinber- að trúlofun sfna. Fornleifafélagið heldur aðal- fund sina á morgun kl. 5 síðdeg- is í Iestrasal Þjóðskjalasafnsins. Síldarát. Einhver G. J. Ó. rit- ar í Vísi í gær um síldarát ís- iendiega. Segir hann, sem satt er, að skömm sé að því, hve lítið sé étið af síld hér á landi, og sting- ur upp á því, að stofaað verði tii félagsskapar til þess s.ð keana mönnum síldarát. Væntanlega íáta menn ekki sitja við orðin tóm og taka vel í tiiiögu hans. Annars er undarlegt að ekki skuli fást fs- lenzk síld, bæði reykt og söltuð að minsta kosti, hjá öllum matar- verzlunum í bænum. i. Kosningaþytnr, Þegar er farið að þjóta í tálknum Mogga og ís- landsbanka-Vísis, í tilefni afkosn* ingu manns í bæjarstjórn í stað Sv. Bj. Hvað mun þá síðar verða? Uppfyllingnnni við höfnina miðar vel áfram, og er farið að flytja að grjót í undirstöðu garðs- ins að norðanverðu. Botnskafaö starfar stöðugt að þvf, að dýpka höfnina kriagum uppfyllinguna og gengur vel. Auk rostungshauskúp'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.