Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 60

Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 Minning: Grétar Halldórsson, Vestmannaeyjum Fæddur 8. desember 1952 Dáinn 19. september 1987 í dag, laugardaginn 13. febrúar, er minningarathöfn um fyrrverandi mág minn, Grétar Halldórsson, í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Og í dag, 13. febrúar, hefði dóttir mín Guðrún Ágústa orðið 29 ára gömul ef hún hefði lifað, en hún dó 5 ára gömul og er hún fæddist var Grétar aðeins 6 ára gamall. Þegar ég lít til baka þá finnst mér það vel til- heyra, að þessa yngsta föðurbróður hennar skuli vera minnst á þessum degi, því þeim samdi mjög vel og lenti hann oft í að passa hana á meðan hún lifði. Grétar Halldórsson var aðeins 4 ára gamall er ég mægðist við hann. Þessi litli snáði var ósköp góður og meðfærilegur. Oft var hann hjá mér er móðir hans þurfti til lækninga í höfuðborgina. Stundum sögðum við að það væri eins og hann léki sér við einhvem ósýnilegan því svo gat hann dundað sér einn lengi. En svo var að hann var tvíburi en hinn tvíburinn, líka drengur, dó í fæðing- unni. Foreldrar Grétars voru hjónin Ágústa Sveinsdóttir og Halldór Jónsson frá Garðstöðum hér í bæ. Tiyggðu sparifé þínu háa vexti á einfaldan eg öruggan háft með sparisldrteinum ríkis- sjóðs og ríkisvíxlum Verðtryggð um innlausnardag hvenær sem er næstu 6 mánuði eftir gjalddaga. Endurgreiðslan er miðuð við gengi þess dags. Gengistryggð spariskírtcini ríkissjóðs til sölu núna: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bjóðast nú í þremur flokkum og eru vextir á þeim allt að 8,5%. Söfnunarskírteini bera 8,5% vexti í 2 ár eða 3 ár og hefðbundin spariskírteini með 6 ára binditíma og allt að 10 ára lánstíma bera 7,2% vexti. Að binditíma liðnum eru hefðbundnu spariskírteinin innleysanleg af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heim- ilt að segja þeim upp. Segi hvorugur skírt- einunum upp bera þau áfram7,2% ársvexti út lánstímann,sem getur lengst orðiðlOár. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna: Flokkur Lánstiml Ávöxtun Gjalddagi . 1-SDR 3 ár 8,3% 11. jan.— 10. júli ’91 1-ECU 3 ár 8,3% 11.jan. — 10. júlí ’91 Ríkisvíxlar Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi l.fl.D 2 ár 8,5% 1. feb ’90 l.fl. D 3 ár 8,5% l .feb. '91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% lrfeb ’94-’98 Iú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkis- víxlum til fyrirtækja og einstaklinga. Helsti kostur ríkisvíxla er sá, að á sama tíma og skammtímafjármunir eru varð- veittir á öruggan hátt bera þeir nú 33,1% forvexti á ári. Það jafngildir 41,3% eftirá greiddum vöxtum á ári miðað við 90 daga lánstíma í senn. Ríkisvíxlar: Gengistryggd lý gengistryggð spariskírteini ríkis- Isjóðs eru bundin traustum erlendum gjaldmiðlum, sem verja fé þitt fyrir geng- issveiflum. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs eru annars vegar bundin SDR (sérstökum dráttarréttindum) og hins vegar ECU (evrópskum reikningseiningum), sem eru samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í aiþjóðaviðskiptum. Binditíminn er 3 ár og í iok hans færðu greiddan höfuöstól miðað við gengi á innlausnardegi auk vaxtanna, sem eru 8,3% • Hægt er að velja Lánstími dagar Forvextir' Samsvarandi eftirá greiddir vextir Kaupverð 500.000 kr. vixils 45 33,1% 40,2% 479.312 kr. 60 33,1% 40,6% 472.417 kr. 75 33,1% 40,9% 465.521 kr. 90 33,1% 41,3% 458.625 kr. • 15.1.1988 Ríkisvíxlar bjóðast nú í 45 til 90 daga. Þú getur valið um gjalddaga innan þeirra marka. Lágmarks nafnverð þeirra er 500.000 kr., en getur verið hvaða fjárhæð sem er umfram það. (Kaupverð 500.000 kr. víxiis miðað við 90 daga lánstíma er kr. 458.625.) Samsetning SDR (Hlutföil (% ) m.v. gengi 21/12 87). Fr. frankar 13,4 Samsetning ECU ( Hlutföll ( % ) m.v. gengi 21/12 *87). Pund 19,2 Pund 12,7 45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðla- banka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma -91- 699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síðan send í RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS abyrgðarposti. ___ Þau hjón eru bæði dáin. Halldór dó 4. júlí 1976, Ágústa dó í endað- an júní 1984. Þau hjón bjuggu í Byggðarholti, Vestmannaeyjum frá 1956, eða þangað til þau urðu að flæmast burt af eynni ásamt öllum öðrum 1973 er gosið hófst. En þau komu aftur í september 1973 og keyptu þá húsið númer 49 við Heið- arveg og bjuggu þar allt til síðasta dags. En Grétar stofnaði þá heimili með unnustu sinni, Guðnýju Bóel Gúðbjartsdóttur. Grétar og Guðný giftu sig 6. júní 1976 og eignuðust þau 2 böm. Mjög elskuleg og mynd- arböm í alla staði, þau em: Guð- bjartur Grétar, fæddur 9. október 1973 og Sigrún Harpa, fædd 5. mars 1975. Grétar var yngsta bam foreldra sinna ásamt tvíburabróð- umum sem dó. Eftir em 3 eldri systkini hans, en þau vom 5 systk- inin. Grétar ólst upp hér í Eyjum og eins og aðrir peyjar undi hann sér vel, dafnaði og varð glæsilegur ungur maður. A uppvaxtarámm sínum vom alltaf saman 5 peyjar sem allir vom jafn gamlir. Og er ég hugsa til baka fínnst mér svo undarlegt, að af þessum 5 peyjum em 3 famir. Fyrst Alli Hjörtur, hann dmkknaði fljótlega eftir gos, svo Þorvaldur sem dó í bflslysi í september 1979, og svo nú Grétar sem týndist á skipi sem hann var á út í Kanada, og enginn veit um örlög þeirra sem á skipinu vom eða skipsins. Enginn veit sína ævi fýrr en öll er stendur einhvers staðar og á það vel við hér því þegar ung- ur maður eða menn, eins og þessir, sem vom fullir af lífsorku fara syona, einn, tveir, þrír. Það er alveg hræðilegt í mínum augum. Ég held að ég geti seint sætt mig við örlög Grétars og held að ég tali fyrir hönd margra. Að fara lengst út í heim tæplega 35 ára gamall bara til þess eins að deyja. Það sannast best hér máltækið enginn ræður sínum næturstað. Svo sannarlega höfum við reynsluna af því hér. Eg mun alltaf meta tryggð og vináttu Grétars við mig og mína, bæði í þessi rúm 20 ár sem ég var honum tengd, og svo ekki síst árin sem á eftir komu. Það hallaðist ekki á vináttuna. Hann breyttist ekki í minn garð. Er litið er til baka og horft á þennan snáða verða að fulltíða manni þá er svo sem ýmislegt sem miður var, en hver er gallalaus í þessum heimi. En ég get borið um það, að hvenær sem var, var þessi drengur mér kær og góður allt til hins síðasta. Guðný mín og böm, ég votta ykkur dýpsjtu samúð svo og systkin- um hans. Ég veit að þið eigið bágt með að sætta ykkur við þessi örlög hans eins og við öll. Ef annað líf er til, sem ég efa ekki, þá veit ég að hann er hjá sínum foreldmm og öllum nánum ættin'gjurti. Þau hafa glöð tekið á móti honum því hann var þeim svo kær. Johanna Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Áthygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.