Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 46. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkfall í Vatikaninu Vatikaninu, Reuter. LEIKMENN sem starfa i Vati- kaninu ákváðu í gær að efna til mótmæla vegna breytinga sem gerðar hafa verið á tilhögun launagreiðslna. Ætla þeir að mótmæia á nýstárlegan máta. Munu þeir mæta til vinnu en ekki þiggja laun fyrir nema hluta dagsverksins. Verkalýðsfélag leikmanna í Vatikaninu hefur ákveðið að efna til aðgerða til að mótmæla þeirri ákvörðun að greiða laun í lok hvers mánaðar í stað þess að greiða laun fyrirfram í upphafi hvers mánað- ar. Segir félagið ákvörðun þessa hafa verið tekna einhliða af páfa- stóli. Af þeim 1.800 leikmönnum sem starfa í Vatikaninu eru um 1.400 í verkalýðsfélaginu sem stendur fyrir þessum nýstárlegu mótmælaaðgerðum. Á mánudag ætla starfsmenn að vinna eins og ekkert hafí í skorist en neita að þiggja iaun fyrir fyrstu þijár unnar klukkustundir hverrar vaktar. Munu þeir fara fram á að laun fyrir þessa tíma verði færð Jóhannesi Páli páfa sem aðstoð við fjársöfnun til hjálpar hungruð- um í heiminum. Að sögn tals- manns samtakanna miða aðgerð- imar að því að þrýsta á stjóm Páfagarðs til að breyta tilhögun launagreiðslna. „En,“ sagði tals- maðurinn, „við viljum ekki valda hans heilagleika og kirkjunni óþægindum." Verkalýðsfélag leikmanna var stofnað árið 1979 og er viðurkennt af páfa. Félagið hefur nokkmm sinnum hótað að stöðva vinnu, en ávallt guggnað þegar á reyndi. Mótmæli Armena í Sovétríkjunum: Reuter Mótmæligegn afmælishátíð Manila, Reuter. Þúsundir manna í Manila, höfuðborg Filipps- eyja, mótmæltu þeirri ákvörðun stjórnvalda að efna til sérstakrar afmælishátíðar vegna þess að í dag eru tvö ár liðin frá því að Ferdinand Marcos var hrakin frá völdum á Filippseyjum. Talið er að 10.000 manns hafi tekið þátt í mót- mælunum. Brenndu þeir brúður sem áttu að sýna Corason Aquino forseta og Fidel Ramos, varnarmálaráðherra, og báru spjöld sem á var letrað að þau hefðu svikið þjóðina. Mótmælin stóðu í fjórar klukkustundir og fóru friðsamlega fram. Suður-Afríka: Stríðsástand gæti skapast — segir Desmond Tutu Jóhannesarborg, Reuter. RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku lagði í gær bann við pólitískum aðgerðum sautján helstu samtaka blökkumanna, sem beijast gegn kynþáttastefnu stjómarinnar. Ge- offrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti yfir vanþóknun á þessu banni og Desmond Tutu, erkibiskup, sagði að bannið skap- aði hættu á stríði í Suður-Afríku. Samtökin sautján verða ekki ólög- leg samkvæmt þessu banni, heldur þurfa þau að sækja um leyfi stjórri- valda vilji þau gripa til aðgerða. „Ég harma þiessar aðgerðir suður-afrísku ríkisstjómarinnar," segir í yfirlýs- ingu Howes, utanríkisráðherra Bret- lands. „Ríkisstjóm Bretlands er al- gjörlega mótfallin slíkum þvingun- um.“ Hann sagðist ennfremur vonast til að suður-afrískir andstæðingar stjómarinnar héldu í vonina um frið- samlegar brejdingar. Suður-afrískir trúarleiðtogar for- dæmdu bannið harðlega. „Margir blökkumenn munu líta á það sem stríðsyfírlýsingu stjómarinnar," sagði Desraond Tutu, erkibiskup, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nób- els. í gærkvöldi fordæmdu Banda- ríkjamenn, Kanadamenn og Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sam- einu þjóðanna bannið. Sjá „Pólitiskar aðgerðir ...“ á bls. 28. Flokksleiðtoga vikið úr starfi vegna þjóðernisvakningar Moskvu, Reuter. Ef við hótunina yrði staðið nú yrði það fyrsta verkfall í sögu Vati- kansins. STJÓRNVÖLD í Sovétríkjunum I ráku í gær ieiðtoga kommún- istaflokksins í því héraði í Az- I Afganistan: Sakar Bandaríkja- menn um leynimakk - ágreiningur kominn upp milli Bandaríkjamanna og Pakistana Islamabad, Reuter. RÓTTÆKUR afganskur skæruliðaforingi, Gulbuddin Hekmatyar, sak- aði Bandaríkin á miðvikudag um að fara á bak við Pakistana og skæru- liða múslima með því að semja við Sovétrfkin um skilmála vegna brott- flutnings sovéska hersins frá Afganistan. Staðhæfði hann þetta við blaðamenn i Islamabad. Ýmislegt bendir til þess að skoðanaágreining- ur sé að koma upp milli Bandarikjamanna og Pakistana vegna skil- mála afganska friðarsáttmálans sem er til umræðu í Genf undir hand- leiðslu Sameinuðu þjóðanna. Gulbuddin Hekmatyar, sem er leiðtogi eins af sjö skæruliðahópum Afgana, sem hafa aðsetur í Pakist- an, sagði við erlenda sendimenn og blaðamenn að honum virtist stór- veldin hafa orðið ásátt um að koma Zahir Shah, fyrrum konungi sem nú er í útlegð, til valda á ný. Hann sagði þetta eftir að aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Michael Armacost, kom til Islamabad til að gera leiðtogum Pakistana grein fyrir viðræðum Bandaríkjamann og Sov- étmanna um málefni Afganistan í Moskvu í þessari viku. Hekmatyar sagði aðspurður að erbajdzhan þar sem armenskir íbúar hafa mótmælt að undan- förnu og farið fram á samein- Gulbuddin Hekmatyar. Reutcr hægt væri að endurskoða áætlanir varðandi stjóm skæruliða, sem kynntar voru á þriðjudag, ef aðstæð- ur breyttust. Talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisiná sagði þessar áætlanir- skæruliða jákvæðar. Þær gera ráð fyrir að fylgismenn núver- andi stjómvalda í Afganistan, sem njóta stuðnings Sovétmanna, taki afar lítinn þátt í stjóm landsins. ingu við Armeníu, að sögn sov- ésku fréttastofunnar Tass. Að sögn andófsmannsins Alexand- ers Ogorodníkovs kom tilkynn- ingin um brottvikninguna á sama tima og mótmæli brutust út á ný i Jerevan höfuðborg Armeniu og í fleiri borgum í armenska lýð- veldinu. Sagði hann að þrátt fyr- ir ítrekuð tilmæli til borgara um að gæta stillingar hefði fólk hóp- ast út á götur Jerevan og hefði þurft að loka verslunum vegna mótmælanna. Margir voru hand- teknir í borgum og bæjum í Arm- eníu. Ákvörðunin um brottvikningu: Borís Kevorkovs, flokksforingja, var tekin á fundi deildar kommún- istaflokksins í héraðinu Nagomo- Karabshkaja í Azerbajdzhan, en íbúar í því héraði vilja sameinast Armeníu. Er Kevorkov sakaður um „mistök í starfi". Genríkh Pogosíjan var útnefndur eftirmaður hans. í dagblaði Sovétstjómarinnar íz- véstíu sagði á þriðjudag að opinber embættismaður hefði staðfest að til stæði að endurskoða stöðu þessa hluta Azerbajdzhans. Miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins sendi hins vegar frá sér yfírlýsingu í gær þess efnis að engin endurskoðun á stöðu armenska hluta Azerbajdz- hans væm í bígerð, enda kæmi slíkt ekki verkamönnum í lýðveldunum tveimur til góða. Voru tveir fulltrú- ar frá stjómmálaráðinu, æðstu stjómarstofnun landsins, sendir frá Moskvu til Jerevan til að stilla til friðar, að sögn Ízvéstíu. Tass-fréttastofan sagði að á fundi flokksins í gær í borginni Stepanakert hefði verið einhuga stuðningur við yfírlýsingu mið- stjómar flokksins. Einnig voru fundarmenn sammála miðstjóminni um að ástandið væri „alvarlegt", að sögn fréttastofunnar. Að sögn andófsmanna hafa þús- undir tekið þátt í mótmælum í Jere- van síðustu daga til stuðnings kröfu Armenanna í Nagomo-Karabajdz- han. Talsmaður utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna Gennadíj Gerasímov staðfesti að til mótmæla hefði kom- ið í Armeníu en vildi ekki gefa upp- lýsingar um hvar eða hversu marg- ir hefðu tekið þátt í þeim. Mótmælin að undanfömu eru hin síðustu í öldu andófs sem gengið hefur yfír í Sovétríkjunum. Til mót- mæla hefur komið í borgum í Eist- landi og í gær héldu úm 600 stúd- entar við háskólann í Tbflísí, höfuð- borg Georgíu, fjögurra klukku- stunda langan fund þar sem þeir andmæltu æfíngum hersins í grennd við fomt klaustur. Sjá einnig „Þjóðernisólga veldur _____“ á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.