Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 jr EFTIR HALLDÓR HANSEN: Operan „Don Cario“ , eftirVerdi Operan .Don Carlo" va sú tuttugasta ig þriðja í röðh i af óperum Vero is. Ferill hennar minnir í tveim aðalatriðum mjög á feril annarrar óperu Verdis, „Vald örlaganna", en það var sú ópera, sem Verdi samdi næst á und- an „Don Carlo". Báðar voru þessar óperur samdar til flutnings í erlendri stórborg langt utan við landamæri Ítalíu og það urðu örlög beggja, að Verdi fann sig knúinn til að endurskoða þær síðar á ævinni og breyta þeim í veigamikl- um atriðum. Sú endurskoðun bendir til þess að Verdi hafí ekki verið fylli- lega ánægður með sköpunarverk sitt eins og hann lét það frá sér fara í fyrstu. „Don Carlo" er ein af drungaleg- ustu óperum Verdis og auk þess mjög löng. Engu að síður hittir hún beint í mark. Hún hefur stöðugt verið að vinna á hvað vinsældir snertir og listrænt gildi hennar verið að koma betur og betur í ljós, sér- lega í frábærum uppfærslum seinni tíma. Þetta hefur orðið til þess, að óperan „Don Carlo" er nú fyllilega metin að verðleikum, en því var ekki alltaf þannig farið. Árið 1865 átti Verdi að fara til Parísar til að hafa yfirumsjón með frumflutningi óperunnar „Vald ör- laganna" þar í borg. Af þessu varð þó ekki en þess í stað var Verdi ráðinn til að semja óperu sérstaklega fyrir Parísaróperuna og við franskan texta. Verdi var orðinn dálítið þreyttur á óperuhúsunum á Ítalíu og mun það ein af ástæðunum fyrir því að hann lét til leiðast að semja við Parísaróperuna. Ekki þó svo að skilja, að Verdi hafí haft neinar sér- stakar mætur á Parísaróperunni, sem hann nefndi gjaman „Le grande boutique" eða verzlunarhúsið mikla og lýsti þar með fyrirlitningu sinni á þeim kaupsýslubrag, sem honum þótti vera á starfsemi óperunnar og þeim innantómu glys- og skrautsýn- ingum sem Parísarbúar sóttust eftir. Og yfírborðslegan smekk sinn sönn- uðu Parísarbúar hvað bezt með dá- læti sínu á óperum Meyerbeers, sem notfærðu sér öll töfrabrögð leik- hússins til hins ýtrasta en byggðu á heldur þunnum listrænum grunni, eða sá hefur alla vega verið dómur síðarí tíma. Til að semja franska textann við „Don Carlo" voru ráðnir tveir menn, þeir Camille du Locle og Joseph Méry. Þeir byggðu hann á sögulegu leikriti Schillers um Don Carlos. Söguleg leikrit Schillers voru hins vegar ekki söguleg nema upp að marki og hann tók sér margs konar skáldaleyfi í meðferð sinni á sögu- legum staðreyndum. En á róm- antíska tímabilinu létu menn sér það ekki fyrir brjósti brenna þótt frjáls- lega væri farið með staðreyndir, ef hin rétta dramatíska spenna náðist í meðförunum og það voru hin Frá fyrstu uppfærslunni á Don Carlos í París 1867, Maria Sass í hlutverki Elisabeth de Valois og Monsieur Morére í hlutverki Don Carlos dramatísku átök í leikriti Schillers, sem höfðuðu til Verdis, sérlega þar sem þau snérust um frelsi, frelsis- baráttu, ánauð og kúgun. En sem kunnugt er var Verdi mikill ítalskur þjóðemissinni, sem blöskraði yfir- gangur hins austurríska keisaraveld- is á Italíu og reyndar allur yfirgang- ur og valdníðsla í hvaða formi sem var. Hann var því reiðubúinn að betj- ast fyrir frelsinu hvar og hvenær sem tækifæri bauðst og það bauðst á sinn hátt í óperunni Don Carlo. Aðstæður voru þó allt annað en góðar á meðan Verdi var að semja þessa óperu. Sjálfur barðist hann við heilsuleysi og hafði auk þess þungar áhyggjur af stjómmála- ástandinu í Evrópu, sem var viðsjár- vert og ótryggt á þessu tímabili. Faðir hans féll frá um þetta leyti og þar eð samband þeirra feðga hafði aldrei verið eins og Verdi hefði helzt kosið fylltist hann sektarkennd yfír glötuðum tækifæmm til að bæta úr því. Nokkm síðar lézt og velunnari hans, Antonio Barezzi, sem á margan hátt hafði gengið Verdi í föður stað. Þessi missir var mjög tilfinnanlegur fyrir Verdi þótt ekki þyrfti hann að berjast við sekt- arkennd vegna framkomu sinnar við Barezzi. Það var því lítið um ró og frið, hvort heldur litið var á hinar ytri kringumstæður eða sálarástand Verdis sjálfs. En sköpunarkrafturinn lætur ekki að sér hæða og brýtur af sér allar viðjar. Og því var það, að Verdi hélt ótrauður áfram að semja, hvað sem yfir dundi og hvem- ig sem honum sjálfum leið. Og loks var óperan „Don Carlo" tilbúin og var fmmflutt í Parísarópemnni 11. mars 1867. Það var engu til sparað og París- aróperan tjaldaði öllu því sem hún var frægust fyrir, skrautlegum leiktjöldum, giæsilegum búningum og^frábærum dansflokki, en án ball- etsýningar var ópemsýning í París- arópemnni algjörlega óhugsandi á þeim tíma. Það var heldur ekkert klipið af æfingartímanum, því að æft var stanslaust í átta mánuði. Engu að síður vom móttökumar hálfvolgar. Mörgum þótti sem sneitt væri að rómversk-kaþólsku kirkjunni á Spáni og stjómmálaferli þar í landi og séu í því móðgun við Eugeniu keisarafrú, sem var af spönskum ættum og var sem eiginkona Napó- leons III keisara leiðandi afl meðal aðalsins og broddborgara Parísar- borgar auk þess sem hún naut mik- illa persónulegra vinsælda. En enn þyngra á metunum var eflaust hitt, að nokkrir söngvaranna vom illa fyrirkallaðir og hljómsveit- arstjómin í slakasta lagi, þannig að sýningin sjálf varð lífvana og tónlist- in sem slík fékk ekki notið sín. Og Verdi hafði síðar orð á því, þegar hann var að bera saman fmmsýning- una á Don Carlo í París og fmmsýn- inguna í Bologna á Ítalíu, sem tókst mjög vel þrátt fyrir tímahrak við undirbúning, að endalausar æfingar væm sýnilega ekki leiðin til að blása lífi í ópemsýningar. Þegar óperan var fmmflutt í Lundúnum, tveim mánuðum eftir frumsýninguna í París, var henni miklu betur tekið og stórvel tekið í Bologna þá um haustið í uppfærsl- unni, sem þegar hefur verið minnst á, undir glæsilegri stjóm Mariani, sem náði fram öllum þeim kynngi- krafti, sem felst í tónlistinni. Og þegar óperan var frumflutt ári síðar í Mflanó og Róm var henni mjög vel tekið. En hveijar sem viðtökur vom virð- ist Verdi hafa haft sínar efasemdir um ágæti þessarar ópem og fannst sýnilega eitthvað ekki vera sem skyldi í þessu langa og þunglama- lega verki. En samt var það ekki fyrr en 15 ámm síðar eða í október 1882, sem hann ákvað að láta hend- ur standa fram úr ermum og endur- skoða verkið og þá var það að undir- lagi Hirðópemnnar í Vínarborg, sem fór fram á að hann stytti verkið úr fimm þáttum í flóra til flutnings þar í borg. Verdi fékk þá Antonio Ghisl- anzoni, textahöfundinn að Aidu, í lið Teikningar frá uppfærslu La Scala á Don Carlo, árið 1884 með sér, og í sameiningu tóku þeir til óspilltra málanna við að endur- skoða verkið. Eins og um hafði verið beðið var óperan stytt í íjóra þætti. Fyrsta þættinum var einfaldlega sleppt, en hann fer fram á Fontainebleau í Frakklandi og skýrir hvemig ástir takast með Elisabeth de Valois og Don Carlo, krúnuerfingja Spánar. Verdi felldi og niður alla ballett- tónlistina, sem Parísaróperan hafði gert kröfur til, og endursamdi hljóm- sveitarhlutverkið á köflum. En hann bætti líka ýmsu við, þar á meðal forleiknum að þriðja þætti sem vak- ið hefur óskipta athygli og aðdáun síðan. Auk þess umsamdi Verdi lok annars þáttar í heild sinni og flutti aríu Don Carlo frá fyrsta þætti yfir í annan þátt auk annarra veiga- minni breytinga. Það var og horfið frá franska frumtextanum og ítalskri þýðingu á honum, en endur- saminn ítalskur texti tekinn upp í staðinn. Önnur frumsýning óperunnar með hinum nýja ítalska texta fór fram í La Scala-óperunni 10. janúar 1884 með afburðasöngvurum og við mik- inn fögnuð áheyrenda, en ekki í Vínarborg eins og hefði mátt búast við með tilliti til þess að það voru tilmæli frá Vínarborg, sem urðu kveikjan að því að Verdi tók óperuna til gagngerðrar endurskoðunar. Það hafa verið skiptar skoðanir á þeim breytingum, sem Verdi gerði á óperunni. Sumir vilja halda því fram, að lítið hafi áunnizt annað en Filip II, málaður af Feneyingnum Titian að gera óperuna dálítið styttri og þar með viðráðanlegri í flutningi. Óðrum þykir sem tónlistin hafí orðið þéttar ofin og dýrar hafi verið kveð- ið. Eitt er þó víst: Það er erfiðara að skilja og fylgja söguþræðinum, ef fyrsta þættinum er sleppt. í seinni tíma uppfærslum er hann því oft fluttur annaðhvort í heild eða eitt- hvað styttur eða þjappað honum saman til að fella óperuna að venju- legum sýningartíma óperuhúsa. Þeir eru og til, sem hafa álasað Verdi fyrir að vera of eftirgefanleg- ur við smekk og kröfur Parísaróper- unnar og semja óperu í stfl Meyer- beer, sem Parísartískan dáði öðrum fremur á þeim tíma, en aðrir, sérlega í seinni tíð, halda því fram, að Don Carlo sé í eðli sínu frönsk ópera og það sé stílbrot að syngja hana á öðru tungumáli en frönsku. I fram- kvæmd hafa þessar hugmyndir þó ekki fengið byr undir vængi og lang- oftast er óperan enn flutt í endur- skoðaðri útgáfu Verdis og með ítölskum texta. Söguþráður l.þáttur Verið er að undirrita friðarsamn- ing milli Spánar og Frakklands. Samkvæmt honum mun Don Carl- os, krúnuerfingi á Spáni, ganga að eiga Elisabetu dóttur Hinriks ann- ars Frakklandskonungs. Til að sjá brúði sína tilvonandi er Don Carlos kominn til Frakklands í dularklæð- um. Þau hittast í skóginum í Fonta- Elisabeth de Valois (Elisabetta), eftir Juan Pantoja de la Cruz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.