Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 • B 3 inebleau. í dulargerfi sínu gefur Don Carlos Elisabetu mynd af krúnuerfingja Spánar. En Elisabet sér strax, að krúnuerfínginn og hinn dulklæddi sendiboði er einn og sami maður. Þau fella strax hugi saman. í sama mund kemur Lerme, sendiherra Spánar, með fylgdarliði sínu og tilkynnir, að Hin- rik annar hafi ákveðið að gefa dótt- ur sína Filipusi öðrum Spánarkon- ungi, en ekki krúnuerfingjanum Don Carlos. Lýðurinn fyllist fögnuði en elskendumir örvæntingu. 2. þáttur Fyrra atriði. Fer fram í súlna- göngum klaustursins San Yuste, þar sem Karl keisari fimmti fann frið frá skarkala lífsins og stjóm- málavafstri. Hingað kemur Don Carlos í örvæntingu sinni og þykir sem hann heyri rödd afa sfns, hins mikla keisara. Rodrigo, markgreifi af Posa, er vinur Don Carlos. Hann er nýkom- inn heim frá Flæmingjalandi og grátbiður Don Carlos um að bjarga hinum undirokuðu Flæmingjum. Don Carlos játar ást sína á drottn- ingunni fyrir vini sínum. Þeir sverja hvor öðrum hollustu, vináttu og tiyggð og strengja þess heit að beijast fyrir freisinu. Siðara atriði: Hirðmeyjar siija á grasbala fyrir utan anddyri klaustursins. Eboli prinsessa er meðal þeirra. Drottningin birtist og skömmu síðar markgreifínn af Posa. Hann dreifir athygli Eboli með því að færa henni fréttir af síðustu Parísartískunni, meðan drottning les bréf frá Don Carlos, sem markgreifinn af Posa hefur fært henni. Posa biður drottningu um að veita Don Carlos áheym og leiðir hann Eboli á brott. Þegar Don Carlos birtist talar drottningin blíðlega til hans. Við það missir hann stjóm á sér og tekur hana í faðm sér. Hún losar sig úr faðmlög- unum og minnir hann á, að nú sé hún stjúpmóðir hans. Don Carlos hleypur á brott í örvæntingu. Þá er tilkynnt, að konungur sé að koma. Þegar hann finnur drottn- ingu eina síns liðs verður hann ævareiður og dæmir hirðmeyjuna, sem átti að vera hjá henni, í útlegð. Konungur kallar markgreifann af Posa fyrir sig. Hann birtist og hellir úr skálum reiði sinnar yfir konung vegna grimmdar hans og miskunnarleysis við Flæmingja og óttast hvergi. Konungi finnst mikið til hreinskilni markgreifans koma en varar hann við viðbrögðum dóm- stjóra kaþólska rannsóknarréttar- ins. Konungur trúir markgreifanum af Posa fyrir grunsemdum sínum um samdrátt milli drottningar og sonar síns. Hann biður markgreif- ann um að halda athyglinni vak- andi og fyigjast vel með. Þriðji þáttur Fyrra atriði: Don Carlos er að lesa bréf í garði drottningarinnar í Madrid. Hann telur bréfið vera frá drottningu og í því biður hún Don Carlos um að hitta sig þarna í garð- inum á miðnætti. En bréfið er ekki frá Elisabetu drottningu heldur frá Eboli prinsessu. Þegar hún birtist í myrkrinu heldur Don Carlos að hún sé drottningin og kemur þar með upp um sig og tilfínningar sínar. En misskilningurinn kemur þó fljótt í Ijós. Eboli heldur í fyrstu, að Don Carlos sé að játa sér ást sína, én fögnuður hennar snýst upp í ofsareiði, þegar hún gerir sér grein fyrir hvert tilfinningar hans bein- ast. Hún sver þess dýran eið að hefna sín á Don Carlos og drottn- ingunni. Markgreifínn af Posa birt- ist og biður Don Carlos þess lengstra orða að afhenda sér öll skjöl og bréf, sem gætu verið sak- fellandi. Don Carlos lætur það eftir. Síðara atriði: Fer fram á torgi Heilagrar Guðsmóður frá Atocha. í tilefni af krýningu Filipusar kon- ungs á að fara fram trúvillinga- brenna, „Auto-da-fé“. Þegar há- tíðarhöldin standa sem hæst eru þau skyndilega rofin af flæmskri sendinefnd með Don Carlos í broddi fylkingar. Sendinefndin fer fram á það við konung, að Flæmingjalandi verði sýnd miskunn, en þess í stað bregst konungur við með því að láta handtáka sendinefndarmenn- ina. Don Carlos missir stjóm á sér, dregur sverð sitt úr slíðrum og ógnar konungi, föður sínum. Kon- ungur og fylgdarlið hans halda áfram hátíðargöngu sinni en logar trúvillingabrennunnar rísa til him- ins, stöðugt hærra og hærra. Af himnum heyrist rödd, sem býður trúvillingana velkomna. Fjórði þáttur Fyrra atriði: Konungur situr aleinn í höll sinni og lætur hugann reika um liðna tíð. Hann harmar ástlausa tilveru sína og uppreisn sonar síns gegn sér. Þegar dóm- stjóri rannsóknarréttarins birtist spyr konungur hann hvort það sam- ræmist góðri kristilegri hegðun, að hann sem faðir fómi syni sínum. Dómstjórinn svarar því til, að þetta -hafi sjálfur Guð gert og heimtar að kaþólski rannsóknarrétturinn fái markgreifann af Posa framseldan, því að með þeim unga manni hreyf- ast hættulegar nýjar hugmyndir. Þegar konungur neitar fyllist dóm- stjórinn heilagri reiði og konungur þorir ekki annað en að láta undan. Elisabet drottning kemur inn, öll í uppnámi. Skartgripaskríninu hennar hefur verið stolið. Það kem- ur f ljós, að konungur hefur tekið skartgripaskrínið í sína vörsiu og þegar hann lýkur því upp, kemur í ljós mynd af Don Carlos. Konungur ásakar drottningu sína um ótryggð. Hún fellur í ómegin en konungur kallar á hjálp. Posa svarar kallinu og biður konung um að reyna að hafa hemil á sér. Fleiri koma á eft- ir, þar á meðal Eboli prinsessa. Þegar drottning rankar við sér og hún og Eboli eru orðnar einar eftir viðurkennir Eboli að hafa komið upp um drottningu við konung. Astæðan sé sú, að hún unni sjálf Don Carlos hugástum en hann forsmái þá ást. Drottning fyrirgefur henni af heilum hug. En þá játar Eboli, að hún hafí einnig verið ást- mær Filipusar konungs. Þá þykir drottningu mælirinn fullur og -hún býður Eboli að velja á milli tveggja kosta; annars vegar að fara í útlegð — hins vegar að ganga í klaustur. Eboli velur að ganga i klaustur en fyrst hyggst hún bjarga Don Carlos. Annað atriði: Don Carlos hefur verið varpað í fangelsi en mark- greifanum af Posa veitt leyfi til að heimsækja hann þar. Markgreifinn tjáir Don Carlos, að öll hin sakfell- andi skjöl og bréf hafi fundist í sínum fórum. Því muni hann verða tekinn af lífi en Don Carlos látinn laus. Því verði Don Carlos að taka að sér að bjarga Flæmingjalandi. Skothvellur heyrist,- Markgreifinn af Posa líður út af og er þegar ör- endur. Konungur kemur inn í fangaklefann til að frelsa son sinn, en Don Carlos hörfar undan fullur fyrirlitningar og viðbjóðs., Æstur múgur gerir áhlaup á fangelsið og heimtar krúnuerfingjann. En þegar dómstjóri rannsóknarréttarins birt- ist og heimtar að lýðurinn falli á kné hlýða honum allir. Fimmti þáttur Elisabet drottning stendur fyrir framan grafhvelfingu Karls keisara fimmta í klaustrinu í San Yuste, þar sem hinn frægi keisari hafði fundið frið í sálu sinni. Elisabet er einnig að leita að friði í sinni eigin sál og hún minnist hamingjusamra daga í Fontainebleau. Don Carlos kemur til að kveðja hana, því að hann er á leið til Flæmingjalands og bæði vita þau, að þau muni ekki eiga eftir að hittast aftur í þessu lífi. Filipus konungúr, dómstjóri rannsóknarréttarins, og fulltrúar hans ryðjast inn, þar sem þau eru að kveðjast, en áður en þeim tekst að taka Don Carlos höndum opnast grafhvelfíng Karls keisara fimmta og keisarinn stígur fram afturgeng- inn. Hann tekur í hönd Don Carlos og leiðir hann sér við hlið inn í klaustrið. Og þar lýkur óperunni. Peter Wright skrifaði umdeild- ustu bók ársins 1987, „Spycatch- er“, sem breska ríkisstjórnin vildi banna. Stephen King, en bók hans „Tommyknockers" var mest selda skáldsagan í Bandaríkjun- um 1987. Mest seldu bækurnar í Bandaríkjunum Hvaða bók skyldi hafa selst mest í Bandaríkjunum árið 1987? Svarið er einfalt: „Tommyknockers" eftir Stephen King. Það er niðurstaða könnunar sem New York Times lét gera í janúar síðastliðnum. Blaðið lét kanna hvaða innbundnar skáldsögur (fiction) seldust mest á árinu, hvaða innbundnar bækur almenns eðlis (non-fiction), og síðan hvaða bækur í vasabrotsformi fólk sóttist mest eftir. Skáldsögur Það kom engum í opna skjöldu að nýjasta skáldsaga Stephens King, „Tommyknockers“, skyldi seljast vel, en það sem kom mest á óvart var að hún kæmist í fyrsta sætið á aðeins þrem mánuðu/n. Henni var fyrst dreift í búðir i október og seldist í 1.345.000 ein- tökum. En Stephen King gerði gott betur. Hann átti einnig fjórðu og níundu mest seldu skáldsögur ársins; það er að segja „Misery" og „The Eyes of the Dragon". Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir bókaáhugamenn, þótt það sé ef til vili lítt gimilegur kostur í aug- um unnenda alvarlegra skáld- verka, — en King hefur átt að minnsta kosti tvær á meðal mest seldu bóka þar vestra síðustu tíu árin. Scott Jurow er nýtt nafn meðal bandarískra rithöfunda, en skáld- saga hans „Presumed Innocent" komst öllum að óvörum í annað sætið. En sá sem vermir þriðja sætið er öllu þekktari, meira að segja á íslandi. Það er Tom Clan- cy og bók hans „Patriot Games“. Sidney Sheldon kemur í fímmta sæti með „Windmills of the Gods“, síðan Danielle Steel i sjötta og sjöunda sæti með ^Kaleidoscope" og „Fine Things". I áttunda sæti er „Leaving Home“ eftir Garrison Keillor, en hann er enginn nýgræð- ingur á vinsældalistanum, og það sem meira er, hann þykir einna eftirtektarverðasti skáldsagnahöf- undur þar vestra um þessar mund- ir, og nægir að minna á bók hans „Lake Wobegone Days“. Lestina rekur svo Tom Wölfe með sína fyrstu skáldsögu, „The Bonfíre of the Vanities", en Tom Wolfe er öllu þekktari sem blaðamaður. Þetta voru innbundnu bækumar og þá skulum við snúa okkur að vasabrotsbókunum. Það er nánast venja að innbundnar bækur sem seldust vel árið áður halda áfram að seljast í vasabrotsformi. Árið 1987 var það „Red Storm Rising" (Stormur í aðsigi) eftir Tom Clan- cy sem trónaði í efsta sæti. Og Clancy á einnig bókina í öðru sæti, „The Hunt for Red October". Síðan rekur hver reyfarinn ann- an: „Wanderlust" eftir Danielle Steele; „It“ eftir Stephen King; „I’ll Take Manhattan“ eftir Judith Krantz; „Gardens of Shadows" eftir V.C. Andrews; „Windmills of the Gods“ eftir Sidney Sheldon; „The Boume Supremacy" eftir Robert Ludlum; „The Handmaid’s Tale“ eftir Margaret Atwood (kom út í íslenskri þýðingu um síðustu jól); og númer tíu var hinn „Full- komni njósnari" John le Carrés. Bækur almenns eðlis Þetta vom skáldsögumar, eða á kannski að segja: reyfaramir. En þegar þeim sleppir og við taka bækur almenns eðlis (innbundnar) var ein bók sem öðrum fremur dró að sér athygli Qölmiðla og.þar með almennings. Ekki bara fyrir vestan haf, heldur einnig í Evr- ópu, sérstaklega Englandi, og ekki síst Astralíu. Það var vitaskuld „Spycatcher", minningar Peter Wrights, sem eitt sinni var njósn- ari hennar hátignar, en þessa bók hans ætlaði breska rikisstjómin að banna í krafti laga; og má með nokkrum sanni segja að umtalið í Qölmiðlunum, ekki aðeins út af réttarhöldunum yfír Wright heldur einnig öðmm njósnamálum ársins, hafi tryggt mikla og góða sölu á þeirri bók. Hátt í 800.000 eintök höfðu selst um áramótin. Fleiri nutu góðs af miklu um- tali íjölmiðla. Bókin sem lenti í öðm sæti, „The Closing of the American Mind“ eftir Allan Bjoom fékk góða augiýsingu vegna um- ræðna og skrifa um gæði mennf- unar í Bandaríkjunum á síðasta ári, og „The Great Depression of 1990“ fékk óvænta hjálp (!) þegar verðbréfamarkaðurinn hmndi í október síðastliðnum. Af öðmm bókum er það að segja að ný bók með vangaveltum Bill Cosbys um lífíð og tilveruna, „Time Flies“, komst í þriðja sæti, og ævisaga demókratans fræga, Tip O’Neils, í það sjöunda. Af vasabrotinu er það helst að segja að eldri bók sjónvarpsstjöro- unnar Cosbys, „Fatherhood", flaug í fyrsta sætið og kom fáum á óvart. Það þótti hins vegar tíðindum sæta að enn ein bókin í æviminningaröð Shirley MacLai- nes komst í níunda sæti. Könnunin fór þannig fram að tvö þúsund bókabúðir í öllum ríkjum Norður-Ameríku vom beðnar að gefa uþp mest seldu bækurnar og var þverskurður þeirrar niðurstöðu látinn ráða. En þegar könnuð var sala vasabrots- bókanna var haft samband við 40.000 bókabúðir. Nokkrar bók- anna vom gefnar út árið 1986, en aðeins seld eintök árið 1987 talin með. HJÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.