Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 4
Akureyri en til dæmis í Reykjavík. Sambandið við straumana í listinni fæst með tímaritum og sambandi við vini og kunningja og þess vegna skiptir staðurinn ekki máli. Hitt þyk- ir mér gremjulegast hversu mikil deyfð er í bæjaryfírvöldum hér, eins og það væri nú auðvelt að gera Akureyri að slagæð listalífs, ekki síður en ReyWavík. En þau sinna þessu ekkert. Eg held að aldrei fyrr hafí jafnmargir listamenn verið að vinna hér af metnaði og núna. Þeg- ar ég var í Myndlista- og handíða- skólanum höfðu örfáir Akureyringar farið þá leið í námi. Núna eru þeir fjölmargir sem ýmist eru braut- skráðir eða við nám. Þarna hefur Myndlistaskólinn breytt miklu. Þar hefur verið unnið mikið og merkilegt starf. En það er ekki nóg. Hér vant- ar það sem við á að éta. Það hefur gengið óskaplega treglega að halda uppi myndlistarlífí. Hér hefur vantað sýningarsali, aðstöðu fyrir heima- menn og aðkomufólk. Núna er að vísu í gangi tilraun, Glugginn, en allar tilraunir til að halda uppi svona lífi hafa verið einkaframtak lista- manna og nánustu stuðningsmanna þeirra. En listamaður á ekki að þurfa að eyða öllum kröftum sínum í að halda svona stofnunum gangandi. Héma verður bæjarfélagið að koma til leiks og tiyggja rekstur á sýning- arsal. í kjölfar slíkrar miðstöðvar spryttu síðan upp aðrir, minni og fjölbreyttari salir og þá fyrst væri komið iistaiíf. Svona gæti þetta gengið, um það vitnar reynslan ann- ars staðar, til dæmis í Reykjavfti, svo ekki sé leitað lengra. Víkjum loks að sýningunni þinni í Glugganum. Eitthvert hug- boð getur þú gefið um það hvað fólki gefst að lítajþar. Það er nú svo. Eg veit það eitt að ég ætla að gefa mér góðan tíma til að velja og hengja upp ólík verk frá síðustu þremur árum. Myndimar tengjast áhuga mínum á sögum, alls konar sögum. Sagan kann sjálf að vera á reiki en þegar ég fínn að í myndinni er sú tilfínning sem sagan skiiur eftir, þótt hún sé sjálf flogin langt í burt, þá er verkinu lokið, myndin tilbúin. Þessa tilfinningu túlka ég með öllu: formi, lit og bygg- ingu. Eg geri venjulega rissmyndir og breyti þeim síðan í málverk. Að öðru leyti get ég ekki skipulagt verk- ið fyrirfram. Mér þykir gott að rissa þegar ég hlusta á tónlist, jafnvel fyrirlestra. Ég geng á fjöll, skoða náttúmna mjög vandlega, ekki síst vetrarlandslag. Vissulega byggi ég allt sem ég geri að einhveiju leyti á því sem ég sé og skynja. Ég nota hins vegar ekki beinar fyrirmyndir, en þó að ekki sé beinlínis ætlast til þess getur sitthvað úr umhverfinu komið fram í myndunum. Ég hlakka óskaplega til að hengja upp í Glugganum. Salurinn er svo fallegur. Og fyrir mér liggur þetta spennandi verkefni, að búa til sýn- ingu á staðnum úr þvi efni sem ég á. Viðtal: Sverrir Páll ANATOLI RYBAKOV, RITHÖFUNDUR: Stalínárin séð í nýju ljósi ISovétríkjunum gerist ekkert hratt. Það getur tekið nokkra mánuði að skrifa bók en oftar en ekki tekur það mörg ár, jafnvel áratugi, að fá hana útgefna. Því hefur rithöfundurinn Anatoli Ryba- kov fengið að kynnast. Snemma árs 1987 kom'út í lítt þekktu tímariti (Druzhba Narodov) skáldsaga hans „Arabat bömin“, sem gerist á vald- atima Stalíns, og hann byijaði að semja fyrir tveimur áratugum. Útg- áfunnar var beðið með mikilli eftir- væntingu þar eystra og þegar hún kom út luku menn (þar á meðal ljóð- skáldið Yevtushenko) upp einum rómi og töldu hana mikið listaverk. Yevtushenko segir: „Rybakov var rétti maðurinn til að skrifa þessa sögu. Hann er nógu gamall til að muna þennan tíma. Hann var valinn. Hér eftir verður að endurskoða allar mannkynssögubækur okkar i skólum og bókasöfnum." Dimm ár í sögn þjóðar Anatoli Rybakov er tæplega átt- ræður; gömul stríðshetja, marg- verðlaunaður fyrir afrek og hreysti, sanntrúaður kommúnisti og því vel séður rithöfundur í Sovétríkjunum. Þekktasta verk hans til þessa er bók sem hefur komið út í enskri þýðingu og nefnist „Heavy Sand“. Fjallar hún um döpur örlög gyðinga í úkranísku þorpi þegar nasistar réðu þar rílg'um í seinna stríði. „Hún er um vald,“ segir Rybakov um nýju bók sína. „Stalín vissi svo sannarlega margt um gagnsemi valdsins, misnotkun þess, hvemig á að ná völdum og festa sig í sessi þannig að aðeins 'dauðinn bindur enda á valdaferilinn. Stalín hefði örugglega getað rökrætt við Mac- hiavelli þvf hann taldi Machiavelli vita minna um valdið en hann sjálf- ur.“ „Arabat bömin" varpar Ijósi á dimm ár í sögu Sovétríkjanna: ógn- arstjóm Stalíns. Heiti bókarinnar vísar til vinahóps sem bjó hjá fjöl- skyldum sínum við Arabatgötu 61, í miðri Moskvu. Höfuðpersónan er Sasha Pankratov, ungur kommún- Anatoli Rybakov hefur mátt biða í rúm tuttugu ár eftir því að merkasta bók hans verði gefin út í Sovétríkjunum. isti sem. fer fyrir félögum sínum á verkfræðistofu. Hann er tekinn til fanga á fölskum forsendum, yfir- hejrrður af leynilögreglunni (fyrir- rennara KGB), og sendur í útlegð til Síberíu. Nema hvað! Vinir Pankr- atovs gleyma honum ekki en fáir undirrita mótmælaskjal sem sent er yfírvöldunum; flestir koma sér hjá því. Einn vinurinn svíkur lit og i gerist njósnari leynilögreglunnar. Stalín, önnur aðalpersónan í „Arabat bömunum". Þetta er meginefni bókarinnar en til hliðar er önnur saga, sem varpar ljósi á Stalín sjálfan og valdaferil hans. Rybakov reynir að nálgast hugsunarhátt einræðisherr- ans, nýtir sér skjöl sem hann hafði aðgang að, og skáldar svo i eyðum- ar. Markmiðið var að komast að því hvað það var sem fékk Stalín til að skelfa land sitt og þjóð svo heiftarlega að blóðið rann. Bókin endar árið 1934, þegar flokksfor- inginn Sergei Kirov var myrtur og Stalín notfærði sér dauða hans til að hefja hreinsanimar miklu. Anatoli Rybakov er þolinmóður maður. Tvisvar var tilkynnt um útgáfu „Arabat bamanna", fyrst árið 1966, svo aftur 1978. En í bæði skiptin kom eitthvað upp bak við tjöldin. Rybakov var margsinnis boðið að gefa bókina út á Vestur- löndum (eins og Pastemak gerði þegar „Sívagó lækni" var hafnað heima fyrir), en hann kærði sig ekki um það. „Það eru fyrst og fremst landar mínar sem þarfnast þessarar bókar,“ var Rybakov van- ur að segja. „Þegar þeir hafa lesið hana kemur til greina að snara henni á önnur tungumál." Bókin mun koma út í enskri þýðingu, og ennilega fleimm, einhvem tíma á ssu ári. En hvað kom til að sovésk yfír- völd leyfðu birtingu bókarinnar. Það skal tekið fram að bókin kemur ekki út á vegum hins opinbera, heldur fyrmefnds tímarits, en hún er það fræg að engum dytti í hug að prenta han ef ekki væri fengið vilyrði einhvers háttsetts manns. Épálfur veit Rybakov ekki hvort það Pvar Gorbatsjov sem gaf grænt ljós, enda skiptir það ekki öllu, heldur, eins og Rybakov segir, „hafa þessir valdamenn vafalaust loksins séð að það væri orðið tímabært að gefa bók mína út. Þeir hafa ennfremur gert sér grein fyrir því að við, sem þjóð, getum ekki haldið áfram á þróunarbrautinni nema við opin- bemm og gemm upp Stalínsárin. Þau mega ekki vera sá sálarbaggi sem plagar okkur og nagar. Ef við viljum hafa sannleika, heiðarleika að leiðarljósi í lífi okkar verðum við að vita allan sannleikann um fortíð þjóðar okkar. Við megum ekki ala böm okkar upp í lygavef." Fyrsti maðurinn til að skrifa undir þau orð var Alexander Tvardovsky, fyrrverandi ritstjóri bókmenntaritsins „Novy Mir“, sem gaf út „Dag í lífí Ivans Den- isovichs" eftir Solzhjenítsyn árið 1962. Stuttu áður hafði sú bók þótt óprenthæf. Pjórum ámm síðar tilkynnti Tvardovsky að fyrsti hluti „Arabat bamanna" kæmi út árið 1967. En það varð aldrei. Svo liðu árin, þar til 1978 er annað rit, „Október", birti lista yfír bækur sem áttu að koma út 197), þar á meðal „Arabat bömin". En árið 1979 leið án þess að nokkuð bæri á Arabat bömunum og engin skýr- ing gefín, enda engrar skýringar krafist. Strax og tilkynnt var að sagan yrði prentuð í „Dmzhba Narodov" tóku að berast pantanir langt fram í tímann. En tímaritið kemur reglu- lega út í 150.000 eintökum og hef- ur ekki leyfí til að prenta fleiri. Tugþúsundir manna létu skrá sig á biðlista ef einhveijum snerist hugur og föstu áskrifendumir kvörtuðu undan því að vinir og kunningjar fælust eftir þeirra eintökum. Tíma- ritið seldist á svarta markaðinum á fímmtíu földu verði. Bók sem varð að skrifa „Arabat bömin" er sjálfsævisaga höfundarins í skáldsöguformi. Ry- bakov skrifar um ævidaga sína með frelsi rithöfundarins. Hann ólst upp við Arabatgötu 51, þar sem stiór hluti bókarinnar gerist. Margar persónumar em sannsögulegar, og er Stalín þar vitanlega fremstur í flokki. Margar tilbúnu persónumar em eiginlega dulbúningur lifandi fólks sem höfundur þekkti. „Og Sasha Pankratov er auðvitað ég sjálfur," segir höfundurinn. „Öll skáld skrifa einhvem tíma um æsku sína,“ segir hann. Rybakov fór ekki varhluta af hreinsunum Stalíns. Hann var í verkfræðinámi haustið 1933 þegar hann var tekinn fastur, sakaður um að vinna gegn byltingunni, þótt hann hefði sjálfur ekki hugmynd um hvað glæp hann hafði framið, og var sendur í þriggja.ára útlegð til Síberíu. Hann kynntist fangels- um eins og Lubjanka og Butyrka. En Rybakov var heppinn. Hann hafði ekki gert neitt af sér, þess vegna var hann dæmdur í aðeins þriggja ára útlegð; þeir gerðu eitt- hvað af sér fengu minnst tíu ára dóm. Rybakov var líka heppinn að vera dæmdur árið 1933; þeir sem síðar vom dæmdir vom flestir dæmdir til dauða. Kvótakerfi Stalíns hreif, en ekki hug fólks. Það var ekki fyrr en árið 1960 að Rybakov fór að festa hugsanir sínar um Stalínsárin á blað af al- vöm. Hann átti þá í fómm sínum minnisblöð frá stríðsámnum. En honum fannst útlegðardómur sinn smánarlegur miðað við hina sem þjáðust og þá sem létust, og vildi ekki vekja athygli á sér. Annað var að dæmdur maður eins og hann fengi aldrei útgefna bók. Engu að síður byijaði hann að skrifa. Hann settist að í gamla heimili sínu við Arabatgötu 51, og minningamar létu hann ekki í friði. Bókina varð hann að skrifa. í fyrstu lét hann sér nægja að skrifa nokkrar bamabækur, sem hlutu jákvæð viðbrögð. En Kijútsjov tíminn var einstakur og Rybakov fann sig vel í þessu nýja andrúmslofti, og skrifaði bókina „Sumar í Sosníak" sem fyalla um mann og konu sem týna lífi í hreins- unum Stalíns. Sagan var prentuð í „Novy Mir-“ en fékkst hins vegar ekki útgefin í smásagnasafni Ry- bakovs sem kom út 1982. Það var árið 1964 að Rybakov hófst handa við „Arabat bömin", einmitt þegar áhrifa Krútsjovs hætti að gæta og Brézneff tók við. Fyrmefndur Tvardovsky vildi gefa þessa skáld- sögu Rybakovs út í „Novy Mir“ en hann hafði ekki vald til þess; ein- hver nafnlaus að ofan setti honum stólinn fyrir dymar. Rybakov er þegar byijaður á næsta hluta sögunnar, sem á að spanna árin 1934 til 1938, og svo hyggst hann skrifa enn aðra bók sem á að greina frá stríðsámnum 1939 til 1945. „Mér tekst það ef guð leyfir mér að lifa í sex ár enn,“ segir Anatoli Rybakov. Samantekt: HJÓ 4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 eitthvað annað í dag en gert var í gær. Það er ástæðulaust að fremja núna list gærdagsins. Ef listamaður ætlar að vera sannur í tjáningu hlýt- ur hann að gera þá meginkröfu til sín að hann sé að bæta einhveiju við. Hann setur sig í framvarðar- sveit þar sem ný lönd eru numin á sviði listrænnar tjáningar. Þannig getur honum tekist að skilja eftir sig kennileiti. Ef við víkjum aðeins að námi á ný, var mikils virði að fara til framhaldsnáms í útlöndum? Það breytti miklu. Það varð að vísu engin grundvallarbreyting í hugarfari hjá mér en ég breytti um vinnuaðferðir. Meginmunurinn var þó sá að mér fannst ég skilja ísland miklu betur eftir þriggja ára dvöl í Hollandi. Það er svo margt í kringum mann sem manni fínnst ekki skipta neinu máli nema maður komist nógu langt í burtu. Sannast hið forn- kveðna að heimskt er heimaalið bam. Þama breytti ég sem sé aðferðum Uppstilling hafði ótrúlega hressandi áhrif. Má orða það svo að þarna hafir þú fundið þinn eigin stíl? Það er annarra að dæma um það. Það sem ég er hins vegar að mála er persónulegur heimur, fullur af táknum og atburðum sem ég reyni ekki að skilgreina nánar. Þetta er eins konar nýr heimur handan við raunveruleikann. Myndimar mínar verða allar til algerlega bakvið aug- un. Annars nota ég mjög mismunandi vinnuaðferðir. Mest vinn ég í akryl, það þjónar skapi mínu best, olíulit- imir em svo lengi að þoma. Annars nota ég kol, olíu, vatnsliti og svo framvegis eftir því hvers verkið krefst hveiju sinni. Ég hef meira að segja gefíð út ljóðabók. Mér fínnst ekkert óeðlilegra að líta upp frá málverkinu og semja ljóð en að gera vatnslitamynd. Þetta er í raun sami hluturinn - aðeins önnur aðferð til að skapa. Sköpunin er stofninn sem allt greinist út frá. Kemur þú svo heim fullskapað- leiki og ég væli ekkert yfír honum. Mér fyndist kjörið að geta unnið 6 mánuði og notáð afrakstur þeirra til að sinna listinni næstu 6 mánuði. Þetta hefur ekki verið svo reglulegt, en ég hef ekki haft neina fasta laun- aða vinnu síðan ég kom heim. Ég hef fengið vinnu eftir þörfum. Að sjálfsögðu auðveldar mér verkið að ég er einhleypur og þarf ekki að sjá fyrir fjölskyldu. Þegar ég var í Hollandi kynntist ég því að lifa ódýrt, leigja ódýrt, borða ódýrt. Þetta er ekki hægt á Íslandi, því miður. Hér er einasta ráðið við blankheitum að eiga nóga peninga. En þetta gengur hjá mér með því að skipta mér á milli launa- vinnu og listarinnar. En hvemig er að vera listamað- ur á Akureyri? Ert þú ekki ósköp einangraður, langt i burtu frá öllu sem máli skitir i list? Vissulega er æskilegt, raunar nauðsynlegt að vera í sambandi við umheiminn. Það er hins vegar ekk- ert verra að vera í einangrun á Rabbað við Harald Inga Haraldsson sem sýnir verk sín í Glugganum á Akureyri 27. febrúar til 6. mars. Það hefur stundum orðið blaða matur þegar akureyrskir listamenn hafa efnt tíl sýninga á verkum sinum. Þannig var til dæmis þegar nokkrir Akureyringar báru list sína á borð fyrir höfuðborgarbúa fyrir nokkrum árum. Þá var talað um mismunun listamanna eftir búsetu og víst kann hún að vera nokkur. Dálítið hefur gengið treg- lega að halda gangandi sýningasölum í höfuðstaðnum nyrðra en nú stendur yfir tilraun hjá fyrirtæki sem nefnist Norðurglugginn og rekur sýningarsalinn Gluggann við Glerárgötu. Þar hafa verið haldnar allmargar sýningar í vetúr og jöfnum höndum hefur ver- ið boðið til sýninga á verkum heimamanna og aðkomumanna, ungra manna og fullorðinna. Nú efnir ungur Akureyringur, Haraldur Ingi Haraldsson, til listsýningar og tíðindamaður Morgunblaðsins leit inn á vinnustofu hans þar sem hann var að ganga frá verkum fyrir sýninguna. Haraldur Ingi hefur vinnu- stofu í Gamla bamaskólan- um, þessu fal- lega gamla húsi sem stendur sunnan við Samkomuhúsið, leikhús bæjarins. Þetta hús hefur nýverið verið fært í lag að utanverðu en að innan er það fremur hrörlegt. Haraldur Ingi segir að það geri í sjálfu sér ekki mikið til. Það sé gott að hafa um- hverfíð ekki svo fágað að það tor- veldi mönnum vinnu með fíölbreytt efni. Hitt sé verra hvað húsið sé kalt og í mestu frostum sé alls ekki hægt að vera þar. Frostið úti er ekki nema 12 stig þegar við sitjum og spjöllum við nið frá rafmagnsofn- um. Hvað ætlarðu að sýna fólki á þessari sýningu þinni í Glugga- num? Þetta er ennþá á þessari stundu óákveðinn fíöldi verka og af mjög mörgu tagi. Á síðustu sýningu minni, sem var í Nýlistasafninu í Reykjavík, var sterkur heildarsvipur, allt samvalið og heildstætt. Þetta verður allt öðruvísi núna. Ég ætla að fara inn í galleríið með verk frá síðustu þremur árum og velja úr þeim það sem mér fínnst fara best á þessum fallegu veggjum. Þetta eru málverk, teikningar, pastelverk, stórar myndir og litlar og ég bara sé til hvað fer upp á veggina. Þess vegna verður þessi sýning örugglega tætingslegri en sú síðasta. Þykir þér það betra? Nei, ekki endilega. Ég held bara að síðasta sýning hafi verið ofskipu-, lögð. Ég er raunar hvorugu hlynntur sérstaklega, að skipuleggja mikið eða lítið. Það fer eftir stemmingunni hveiju sinni. Mér fannst gott þá að gera mig sjálfan að tilraunadýri og það er það líka núna, að prófa eitt- hvað nýtt. Við verðum að muna að sýning er ekki bara að velja myndir og hengja upp fyrir áhorfendur. Sýning er ekki síður tækifæri fyrir listamanninn til að sjá og meta af- rakstur verka sinna. Haraldur Ingi lauk stúdents- prófi frá M.A. 1976 og fór suður til myndlistamáms í Myndlista- og handfðaskóla íslands. Að loknu námi þar hélt hann til HoIIands og var þar við myndlistanám í 3 ár. En hvers vegna myndlistanám að loknu stúdentsprófi? Já, þetta var kannski svolftið skrý- tið, ekki síst vegna þess að ég hafði lítið átt við myndlist þegar þama var komið. Ég var að vísu mjög mikið í félagslífi í Menntskólanum og þá byijaði ég að fást svolítið við að teikna og skreyta skólablöð og þess háttar. En þetta blundaði samt sterklega í mér. Raunar ætlaði ég lengi vel í sagnfræði. Hafði mest gaman af henni í skóla. Og ég byij- aði í sagnfræði í Háskólanum. Þá var ekki tekið inn í Myndlista- og handíðaskólann nema annað hvert ár. Síðan las ég sagnfræði utanskóla með myndlistamáminu og lauk sagnfræðihlutanum til B.A.-prófs. Þessi áhugi og þetta nám hefur svo haft það í för með sér að ég hef starfað svolítið við þetta, verið með útvarpsþætti um sagnfræði og þjóð- fræði í Ríkisútvarpinu. Hvemig vannst þér tími til að sinna hvora tveggja, sagnfræði- og myndlistarnámí? Þetta gekk einhvem veginn, trú- ur listamaður eftir þriggja ára dvöl í Hollandi? Það er ómögulegt að segja að ég hafí verið orðinn Listamaður með stóru L-i. Það er engum hollt að stinga niður fæti og trúa því að hann sé búinn að læra. Þetta er ekki svoleiðis. En námslánin vom búin og ekki annað að gera en að kcma heim. Þijú ár vom raunar ósköp mátulega langur tími þama. Og ég kom og gerði mér alltaf grein fyrir því að ég þyrfti að vinna með listinni. Það er hinn íslenski vem- mínum. Ég hafði notað ljósmyndir sem aðalform, síðan fór ég að mála' á ljósmyndapappír, svo að gera skúlptúra og að lokum að mála. Síðan hefur málverkið verið ofan á hjá mér. Ég kom of seint til Holl- ands til að ná í Nýja málverkið svo- kallaða en þess í stað rataði ég að því marki að fínna mína eigin leið. Það hljómar ef til vill undarlega en ég held að tónlistin í Amsterdam hafí haft meiri áhrif á mig en hol- lensk myndlist. Ég stundaði klassíska tónleika af öllu tagi og það Landslag heima armótun listar minnar liggi þama í Nýlistadeildinni. Deildin var opin og nemendur gátu í samráði við kennara sett sam- an námsferil við sitt hæfí. Ætlunin var sú að taka fyrir í skólanum það helsta sem var að gerast í list úti í heimi, tengja íslenska list og nútíma- list. Skólayfirvöld voru ekki alltaf ánægð með þetta, svo vægt sé til orða tekið. Þess vegna þurftum við sjálf að útvega ýmisleg tæki sem við þurftum að nota við námið og tókum jafnvel þátt í að kosta hingað- komu erlendra kennara. Okkur var ekkert óyfírstíganlegt ef okkur vant- aði eitthvað. Er nýlistardeildarnemendum ekki opin leið inn í allar deildir skólans? Það var það ekki þá. Við vildum hafa aðgang að hinum deildunum en þáverandi skólastjóm var á móti því. Við höfðum lítinn aðgang að öðmm tækjum og gögnum. Þetta held ég hafí verið mikil mistök hjá stjóminni. Nýlistin, eins og “con- ceptual" list og fleira hefur verið kallað hér, er eins konar lokapunkt- ur í þróun sem hefur átt sér stað allt frá upphafí endurreisnarinnar. Hún hefur miðað að því að víkka út hugtakið Iist og nú er svo komið að það er búið að teygja þetta hug- tak yfír allt. Það er ekki lengur neitt til sem hamlar listinni nema eigin- leikar listamannsins sjálfs geri það. Hveijir eru þessir eiginleikar eða hæfileikar listamanns? Hæfíleikar listamanns em án efa öðmm þræði þær menningarlegu forsendur sem hann hefur til að vinna eftir og auk þess snilligáfa hans. Þjóðfélagið hlýtur alltaf að setja listamönnum einhveijar skorð- ur. Það er til dæmis óhugsandi að íslendingurinn Kjarval hefði getað málað sínar myndir á tímum ró- mantíkur I Frakklandi, eða de la Croix sínar myndir hér á landi. Eiginleikinn til að skapa list helst í hendur við forvitni mannsins - að vilja sífellt sjá hluti upp á nýtt. Sjá hvað er handan við hæðina. Gera Haraldur Ingi að störfum á vinnustofu sinni. Á minni myndinni má sjá gamla barnaskólann, aðsetur nokkurra myndlistarmanna. Ljósm. G.Sv. lega mest af því að ég var að seðja áhuga minn. Ég las þess vegna ekk- ert sérstaklega bækumar sem vom á námsskránni heldur hvaðeina sem. mér var bent á og kom málinu við. Og mér gekk ágætlega. Það vom samt alls ekki allir vongóðir um- þetta. Sigurður vinur minn Hjartar- son kenndi til dæmis áfanga í sögu Suður-Ameríku. Ég kom að máli við hann, sagðist ætla að taka þennan áfanga en hefði engan tíma til að mæta hjá honum. Honum leist ekk- ert á þetta en féllst þó á að prófa og ég yrði þá bara að reka mig á. Það varð úr að ég kom til hans ann- að slagið, fékk bækur og svo fram- vegis og fór síðan í próf og það gekk vel. Satt að segja var það fleira en áhuginn sem hélt mér við söguna. Þetta nám hafði iíka praktíska hlið. Ég þurfti nefnilega að safna punkt- um fyrir Lánasjóðinn, en þá lánaði hann nemendum í myndlistamámi ekki að fullu. Til þess að uppfylla skilyrði sjóðsins þurfti að skila alls kyns vottorðum um skólasókn og það gekk í brösum, en hafðist þó. Ég man sérstaklega eftir einu til- felli þar sem mig bráðvantaði vott- orð um tímasókn. Ég hafði komið í einn tíma í þjóðháttafræði hjá Áma Bjömssyni. Eg fór og bað hann um vottorð og hann fann í pappírum sínum að ég hafði komið þar einu sinni. Eftir svolítinn fund með hon- um gaf hann mér vottorð þar sem stóð að Haraldur Ingi Haraldsson hefði sótt tima í þjóðháttafræði. Hér var því engu logið þótt eintalan há mér gilti sem fleirtala hjá sjóðnum. En svo við víkjum að myndlist- inni á ný, þú varst við nám í Nýli- stadeild og hún var þyrair í aug- um margra á þeim tímum. Já, hún var það, svo sannarlega. En ég tel það eitt mesta lán lífs míns að ég skyldi vera í þessari deild meðan þessi mikla gróska var í svokallaðri nýlist. Þama var geysi- lega margt gert og fjölbreyttar að- ferðir notaðar. Þó að ég sé núna aðallega að mála tel ég að grundvall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.