Alþýðublaðið - 15.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ frá Alþýðubrauð^erðinni. Þeir sem óska eftir skuldabréfi fyrir lánstillagi sínu við stofnun Alþýðubrauðgerðarinnar, geri svo vel að vitja þess á skrifstofu brauð- gerðarinnar Laugaveg 61, þriðjudaga og föstudaga kl. io—n árdegis. Æskilegt væri að nsenn hefðu með sér hina upprunalegu kvittun. A.~V. Þeir sem kynnu að eiga óhægt með að koma á þessum tíma, geta að jafnaði dagiega fengið afgreiðsiu þessu viðvíkjandi kl. 9 siðdegis. Síjorn vJllþtfðíiGrauégQréarinnar. SjómannaféL Rvíkur heldur fund sunnud. 17. þ. m. kl. 4 síðd. í Bárubúð (niðri). — Full- trúakosning og mörg nauðsynja mál til umræðu. Fjölmenniðl Stjörnin. fer héðan í dag kl. 6 síðdegis. Farseðlar sækist í dag. X.s. Gnllfoss Farseðlar með „Gullfoss" sækist á morgun (laugardag). If Qgaæ andinn. Amensk íandnemasaga. (Framh.) Líttu á migl" hrópaði Hrólfur og lagði hendina á brjóstið, eins og honum fyndist heiðri sínum misboðíð. „Eg steli hestum nema frá rauðskinnum? Hver þorir að ympra á öðru eins? Dauði og djöfull — hvar er sá þrjótur?" „Hérna!" mælti Bruce hinn rólegasti; „eg veit, að Pétur Harper í Norðurbæ á þessa hryssu". „Það er laukrétt, við Sánkti Péturl" öskraði Hróifur, og þessi hálfgerða játning jók að eins á kátínu manna, einkum þegar hann á eftir stóð á því fastara eri fót- unum, að hann hefði hestinn að láni og með því skilyrði, að skilja hann eftir hjá Bruce, en þangað ætlaði eigandinn að vitja hans. „En segðu mér nú, ofursti", bætti hann við, „hvar er hesturinn sem þú ætlar að lána mér; eg verð að fara af stað áður en sól er til viðár hnigin, því eg á langa leið eftir ófarna?" „Hvert ertu þá að fara?" spurði Bruce. „Til St. Asaph-stöðvaricnarl" „Of langt til þess að eftirlits- mennirnir geti farið með þér, Hrólfur!" mælti ofurstinn, og piitarnir, sem umhverfis stóðu, ætluðu að rifna af hlátri, af þess- ari sneið. Plrólfur stökk alt í einu inn í miðjan hópinn þar sem hann var þéttastur og æpti frýjunarorð til manna: „Eg heiti kapteinn Stack- pole, og eg skora hvern þann á hólm, sem móðgar mig. Hver þorir til við mig?" Hann snérist á hæl, galaði eins og hani og hneggjaði eins og hestur, öskraði eins og naut, spangólaði eins og hundur, æpti eins og rauðskinni og vældi eins og úlfur — í stuttu máli, maður gat haldið, að hann væri lifandi dýraleikhús og hefði í sér anda alira rándýra, En þar sem hann var enn þá ekki ánægður með árangurinn, skoraði hann á hvern einstakann. En allir vissu, að hann meinti ekkert með þessu íátæði, og tóku því ekki upp þykkjuna, heldur juku bræði Hrólfs sem mest þeir máttu. Roland, sem var farið að leiðast þessi fíflalæti, ætlaði að fara að halda heim íil vígisins, þegar hann heyrði Bruce yngri ávarpa foringja hestaþjóf- anna þessum orðum: „Fyrst þig langar svona til þess að slást, þá kemur þarna rétti maðurinn. Þarna er Nathan blóðugi". Þessu hræðilega nafni var tekið með ópi og óhljóðum, blönduð- um iófaskellum og hlátri. „Hvar er piltur sá?“ hrópaði Stsckpole, og stökk sex fet í loft upp og rak upp siguróp, „eg hefi heyrt talað um ©rm þann, og má eg hundur heita, ef eg brýt ekki í honum hvert bein!“ „Lengi lifi Hrólfur öskrandi!" hrópuðu piltarnir er í kring stóðu. Iliisnaeði. Maður, sem hefir stóra stofu, vill leigja tveim piltum með sér. Upplýsingar frá klukkan 6—7 á afgr. Alþbl. A Oðinsgöt'u 30 getið þið alþýðumenn og konur fengið hagkvæmust kaup á mat- vörum og ýmiskonar smávörum til vetrarins. Rúgmél fæst einnig með hámarksverði og minna ef keypt er 5 kg. eða meira. — Vörurnar sendar heim til yðar ef þér óskið. Sími 951. — Sími 9 51. Theódör Sigurgeirsson. Verzlunin Hlíf á Hverfisgötu 56 A selur IxreinlaBtisvör- ur, svo sem: Sólskinssápu, R.S- sápu, þvottaduft í pökkum og íausri vigt, sápuspæni, sóda og Ifnbláma, »Skurepulver.« í pökk- um af þremur stærðum, fægiduft, ofnsvertu, skósvertu og góðar en ódýrar handsápur. — Athugið, að nú er ekki nema lítið orðið eftir af riðblettameðalinu góða. er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað laodsins. Kanpið það og lesið, þ& getið þið aldrei án þess rerið* Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafar Friöriksmn. Prentsmiöjan Gatenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.