Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 33 Eyjólfur Konráð Jónsson áherslu á var að við værum Evrópu- þjóð, hefðum verið það og vildum vera það. Til Evrópu hefðum við sótt okkar menningu og okkar vistir og flutt út okkar vaming um aldirn- ar. Það fór ekkert á milli mála að allir viðmælendur okkar vildu að við yrðum áfram Evrópuþjóð og þeir vildu ganga langt í samningum við okkur. Þar á meðal var raunar Gal- lagher sá sem hingað hefur oft kom- ið og þótt harður í hom að taka í sambandi við einhverskonar réttindi til fískveiða. Mér fundust hans kröf- ur ekki vera mjög miklar. Við áttun fund við hann og rifumst dálítið við hann náttúrlega, en hann sagði und- ir lokin að auðvitað yrði hann að túlka stefnu bandalagsins en þar með væri ekki sagt að það væru gerðar allar sömu kröfur til okkar. Og hann margundirstrikaði það, sem að við vissum fyrir fram, að í viðræð- um áður hafði ekki farið fram neitt annað en það sem þeir kaila „dia- logue", þ.e. bara umræður, viðtöl, að skiptast á skoðunum. Annað hafði ekki gerst og kem ég nánar að því á eftir. Ræða de Clercq Hér í gær var af mörgum ræðu- manna fjallað mjög ítarlega um Evrópubandalagið og Evrópuþingið og ekki síst í ræðu hv. þm. Kjartans Jóhannssonar, sem ég gat tekið und- ir held ég í einu og öllu, nema eitt. Það var orð sem hann notaði æði oft og það var hagstjómartæki. Það orð fer gífurlega í taugarnar á mér. Ég held að öll þessi tæki til hag- stjómar hafi reynst okkur þannig þessi síðustu 15—20 ár að við ættum að hafa þau sem fæst. Það er kannski eina fijálshyggjan — sem þó er vitlaust orð. Frjálshyggja þýð- ir trúleysi og ekkert annað í íslensk- um orðabókum og á ég þær held ég allar. Ég vil segja um það að í peninga- málum er óheimil stjómun eins og t.d. við þurfum að búa við hér. Ég held að við ættum að leggja þessi tæki á hilluna mörg hver sem hefur verið beitt bæði hér og annars stað- ar. En auðvitað ráðum við því í samningum við Evrópubandalagið, ef við ekki förum að álpast til að sækja um inngöngu þar, hvaða fjár- magnsflutningar verða milli þess og okkar. En hitt er annað mál að pen- ingar í gömlu merkingunni em nú að hverfa úr umferð. Þetta er allt meira og minna komið í tölvur og telexa o.s.frv. og enginn veit hver skuldar öðmm. Þegar er verið að segja að íslendingar skuldi mikið eða Bandan'kjamenn séu stórskuldugir: Hvaða eiguir eiga þeir annars staðar á móti o.s.frv.? Einhvem tíma var sagt að ef lagðar væm saman allar skuldir allra þjóða heims og hins vegar allar eignir væm skuldimar miklu meiri en eignimar. Þetta er kannski brandari en öll þessi um- ræða er þannig að við höfum ekki haft mikið gagn af þessum tækjum hvort sem það em hamrar eða ein- hver önnur tæki, skrúfstykki o.s.frv. Þetta var útúrdúr. Þá langar mig að gTeina frá því að undir lokin hittum við sjálfan de Clercq, sem bauð okkur, og hann flútti yfír okkur ræðu og gaf sér litla stund til að ræða við okkur og raun- ar hafði einn af hans nánustu sam- starfsmönnum, le Lainge, verið með okkur meira og minna og við haft mjög góð tækifæri til að ræða við hann bæði á fundum og utan funda og skýra okkar sjónarmið. Hann flutti ávarp sem mér þótti mjög vin- samlegt í okkar garð, en þó var það svo að í því væm a.m.k. ein eða tvær málsgreinar sem ekki féllu mér í geð eða okkur neinum held ég. Það gerðist síðan morguninn eftir, og það var í eina skiptið sem það gerð- ist, að ræða hans, sem heitir „Speak- ing note“ og ég er með hér í hönd- um, frágengið eintak af því, var lagt á borð okkar og var þar um morgun- inn þegar við komum og þá hafði myndast eyða þar sem féll niður það sem ég held að hafí ekki fallið okkur í geð, en síðan er bætt við skriflegri síðu sem var ekki í upphaflega ávarpinu. Mig langar til að lesa upp í lauslegri þýðingu það sem þar seg- ir og sýnir þann velvilja, að ég vil meta svo, sem nægir okkur til að geta haft mjög vinsamlegt samband við bandalagið og ná þeim samning- um sem okkur hentar. Við höfum raunar æðigóða samninga nú þegar eins og kom fram í máli hæstv. ut- anrrh. í gær. Þessa skriflegu viðbót verður að líta á að sé hinn endan- legi texti og er ekki merkt sem neitt trúnaðarmál, en í mjög lauslegri þýðingu hljóðar þessi handskrift á þennan veg: „í vaxandi fjölbreytni og sam- keppni er lífsnauðsyn að við Evr- ópubúar tökum höndum saman til að viðhalda og auka vetmegun þjóð- anna. Rödd Vestur-Evrópu á að vera gildandi í heimsmálum. Þetta verður því aðeins unnt að við treystum sam- stöðuna. Ekkert framlag, sem ein- stök ríki geta boðið, á að vanmeta. Þetta á einnig við um land ykkar sem er kannski lítið ef miðað er við mannfjölda en er mjög þýðingarmik: ið vegna legu þess og auðlinda. I ferð minni til lands ykkar hafði ég tækifæri til að sannfæra mig um evrópsk viðhorf ráðamanna og fólks- ins. Ykkur fínnst augljóslega að þið tilheyrið okkur. Á sama hátt hef ég getað metið jákvæð viðhorf yfírvalda ykkar í samstarfí EB og EFTA. Loks hef ég á sama hátt skilið að íslendingar eru opnir fyrir tvíhliða jákvæðum viðræðum, dialogue, við bandalagið. Við fögnum þessari framvindu." Þetta er innskotið og síðan eru lokaorð þessarar ræðu á þennan veg, með leyfí forseta, í lauslegri þýðingu: „Við aftur á móti viljum skoða sérstaka hagsmuni ykkar lands. Stundum muldrið þið“ — „grumble" er það á enskunni — dálítið yfir físk- veiðistefnu EB. En lítið á viðskipta- skýrslumar. Þið getið ekki með sanngimi rökstutt það sjónarmið að við opnum ekki markað okkar fyrir þessum lífsnauðsynlega útflutningi ykkar lands. í Reykjavík samþykkt- um við að opna umræðu aftur (eða dialogue) til að leysa vandamál sem fyrir hendi em á þann hátt sem báðir aðilar geta sætt sig við. Við erum enn þeirrar skoðunar að þetta sé sú leið sem fara á. Milli félaga eins og við erum getur slík umræða, þar sem hvor aðili um sig getur sett fram skoðanir á sérstökum vanda- málum sínum, aðeins orðið jákvæð. Leyf mér að draga saman. Bandalagið hefur orðið mikilvæg- ur vettvangur evrópskrar samein- ingar. Samhliða vill bandalagið í samræmi við venjur sínar færa út samstarfíð við félagana í Vestur- Evrópu. Það mun þá skapa marg- brotin vandamál á báðar hliðar. I þessu átaki þarfnast ríkisstjómir stuðnings þjóða sinna þar sem radd- imr heyrast á þjóðþingum og berast sem raddimar heyrast á þjóðþingum og berast til Evrópuþingsins. Það er verkefni fram undan að því er þetta varðar. Ég er sannfærður um að Alþingi mun sinna jákvæðu hlut- verki sínu. Til að það takist þurfum við að hafa samband reglulga. Ég vona innilega að í kjölfar þessarar fyrstu heimsóknar muni fylgja fleiri." Þetta voru orð de Clercq. Sérstaða í fiskveiðum Ég vil geta þess að önnur aðalrök- semd okkar í öllum viðræðum, öllum ræðum sem þar vom fluttar og einkaviðræðum, var sú að við íslend- ingar hefðum bæði sögulegan og lagalegan rétt til sérstöðu að því er fískveiðar varðaði í okkar landhelgi. En svo er mál með vexti að þegar á annarri hafréttarráðstefnu Sarh- einuðu þjóðanna, sem haldin var í Genf 1960, kom fram sú skoðun að þjóðir sem mjög væm háðar fiskveið- um ættu að hafa sérstök réttindi. Allar götur síðan 1960 höfðu íslend- ingar haldið þessu fram og flutt um þetta tillögu og sú tillaga hefur feng- ið vemlegan stuðning. Að vísu var hún felld með naumum meirihluta, ef ég man rétt 1960, en síðan alltaf haldið áfram, en það að hún var felld þá varð til þess að við greiddum atkvæði á móti skertum 12 mílum, með tíu ára sérréttindum. Hún féll á einu atkvæði. Ef við hefðum verið með og tillaga okkar hefði verið samþykkt og við hefðum greitt at- kvæði með 12 mílunum þess vegna, sem vom 6 og 6, þ.e. á ytra belti áttu að vera hefðbundin réttindi í tíu ár, væri hugsanlegt að 12 mílurn- ar hefðu orðið að alþjóðalögum og væm það kannski enn. Svona geta örlögin verið. En það sem ég hygg að allir alþm., þegar þeir hitta er- lenda menn og sérstaklega þá sem em áhrifamenn í Evrópubandalag- inu, eigi að hamra á er að við eigum þama sögulegan rétt allt frá 1960. En ekki bara það. í uppkasti haf- réttarsáttmálans frá upphafí, gegn- um alla fundina, sem vom víst 20 og eitthvað, hefur þetta ákvæði, sem heitir íslenska ákvæðið í munni allra þeirra sem á réttarráðstefnunni vom, staðið óskert og enginn reynt að hnika við því. Það er 71. gr. hafréttarsáttmálans, sem er undan- tekning frá gildi 69. og 70. gr., sem em greinar sem heimila öðmm ríkjum en strandríkinu sjálfu, því sem efnahagslögsöguna á, ákveðnar veiðar innan þess efnahagslögsögu, en að vísu með ákveðnum takmörk- unum. Greinin hljóðar svo, með leyfí forseta: „Ákvæði 69. og 70. gr. gilda ekki gagnvart strandríki ef efnahagur þess er í mjög miklum mæli háður hagnýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu þess.“ Þetta heitir og hét á hafréttarráð- stefnunni alla tíð íslenska ákvæðið og allir vissu hvaða land var átt við. Þessu eigum við auðvitað að halda fram. Það má segja að eftir þrengsta skilningi laga megi vefengja um þetta gildi nú þó að þetta hafí verið sett inn á sínum tíma, fyrst 1960 og síðan aftur strax í upphafi ha- fréttarráðstefnu. En hitt er alveg Ijóst, og það viðurkenndu a.m.k. sumir viðmælendur okkar, að ef það væri rétt, sem þeir segðu, að þeir vildu að ísland gæti notið réttinda í bandalaginu og yrði áfram Evrópu- þjóð en yrði ekki hrakið í vesturveg, gætu þeir a.m.k. notað þessi rök gagnvart þeim sem kynnu að gagn- rýna þá fyrir að láta okkur njóta þeirra sérréttinda að engar fískveið- akröfur yrðu gerðar á okkar hend- ur. Þeir viðurkenndu að auðvitað væru þetta rök. Þess vegna get ég þessa hér að allir hér inni, sem hafa meira og minna einhver samskipti við erlenda menn, bein eða óbein, noti þessi rök, þessi sérréttindi okk- ar sem allar þjóðir heims, allar þjóð- ir á hafréttarráðstefnunni nema þær sex sem greiddu atkvæði á móti samþykktu og enginn gerði tilraun til að hrófla við þó að allir vissu við hvaða land væri átt. Höldum áfram beinum ■“ viðræðum við EB I framhaldi af þessu, og skal ég nú ljúka máli mínu, herra forseti, fagna ég þeim kafla sem fjallar um Evrópubandalagið í skýrslu utanrík- isráðherra og einkum og sér í lagi umræðunum sem hann átti einmitt við de Clercq og reyndar líka um samskipti EFTA og Efnahagsbanda- lagsins. Ég veit að hæstv. ráðherra beitti sömu rökum og við gerðum og ég efa ekki að heimsókn hans til Evrópubandalagsins muni bera ár- angur og háfí verið til mikils gagns. En niðurstaðan er þessi: Auðvitað störfum við áfram innan EFTA og reynum að koma málum þar fram, ' og þá fyrst og fremst fríverslun með fískafurðir, og erum að vinna að því. En við höldum líka áfram bein- um viðræðum við Evrópubandalagið og notum öll tækifæri til að túlka okkar málstað. Nú hefur það gerst fyrir nokkrum dögum að sú nefnd sem ég vitnaði til áðan, þ.e. nefndin sem hefur með að gera sérstaklega Norðurlöndin, mun koma til íslands á næsta sumri. Það kom til greina að henni yrði boðið strax í fyrra. Ég taldi það alltof mikið óðagot og við þyrftum ekki að láta líta svo út að við værum alveg í öngum okkar út af því sem væri að gerast. Þvert á móti lögðum við áherslu á að við fögnuðum því mjög ef Evrópa gæti sameinast í sterka efnahagsheild. En auðvitað ber að endurgjalda boð til okkar og svo vel vill til að ég hygg að það muni vera ákveðið að þessi þingmannanefnd komi hingað í sumar. Ég veit að utanríkisráðu- neytið og starfsmenn þess halda stöðugu sambandi við bandalagið, afla þar upplýsinga og kynna okkar sjónarmið. Það er eitt af megin- verkefnum þings og þjóðar á næst- unni að tryggja þessi réttindi, að við losnum ekki úr tengslum við okkar nánustu viðskiptavini og nágranna- þjóðir heldur höldum þannig á mál- um að við getum með fullri reisn haldið öllum þeim réttindum sem við höfum hingað til talið helgust. Um það erum við öll sammála. ða hvað? „Það fyrsta, sem ég gerði ráðherranum grein fyrir, var einmitt það að ég hefði í 30 ár verið andvíg- ur því að byggja út í Tjörnina og benti henni jafnframt á merkið, sem ég ber stoltur í barmi, Tjörnin lifi. Sem betur fer hef ég auk þess nokkra tugi vitna í Háskólanum að þessari talandi auglýs- ingu um skoðanir mínar allt frá borgarafundinum góða. Ég sagði ráðherra, að ég myndi kanna málið af samviskusemi og hlut- lægni og það gerði ég.“ mjög sem ég sannfærðist um mál- staðinn eftir „helgarskrípaleikinn". Að lokum þetta til sjálfstæðis- Jónatan Þórmundsson manna: Ég mun aldrei fóma skoð- anafrelsi mínu eða tjáningarfrelsi, hvorki fyrir Davíð Oddsson né Hafskipsmálið. Tjömin lifí! Höfundur er práfessor við laga- deild Háskóla íslands. Blönduós: Nýr sóknarprestur tekur við ðlönduósi. SÉRA Stína Gísiadóttir var formlega sett inn £ ombætti sóknarprests á Blönduósi við messu sl. sunnudag. Það var séra Guðni Þór Ólafsson pró- fastur sem setti Stinu í embætti. Stína Gísladóttir, sem er far- prestur þjóðkirkjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að starf- ið í Þingeyraklaustursprestakalli legðist vel í sig. Að sögn séra Stínu er í gangi kirkjuskóli einu sinni í viku, til skiptis í Blönduós- kirkju og nýju æskulýðsmiðstöð- inni. Jafnframt sagðist Stína heimsækja skólana á Húnavöllum og Flóðvangi vikulega. Kirkjur þær sem heyra undir Þingeyra- klaustursprestakall eru á Blöndu- ósi, Þingeyrum og Undirfelli en jafnframt þessu mun séra Stína Gísladóttir þjóna söfnuðum Svína- vatns- og Áuðkúlukirkju. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Séra Guðni Þór Ólafsson prófastur setur séra Stinu Gísladóttur inn í embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.