Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B tfguiililaMfe STOFNAÐ 1913 58.tbl.76.árg. FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þjóðernisróstur í Sovétríkjunum: Ávinningi bylting- arstarf sins ógnað - segirMíkhaíl Gorbatsjov Moskvu, Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleið- togi sagði á fundi með forystu- mönnum sovéska kommúnista- flokksins f gærkvöldi að þjóðernis- ólga kynni að gera ávinning af 70 ára byltingarstarfi að engu. Hafði breska útvarpið BBC þetta eftir sovéska sjónvarpinu. Gorbatsjov sagði á fundinum að ítarlegri rannsókn á tildrögum átak- anna í Azerbajdzhan um síðustu mánaðamót hefði verið hrundið af stað. Átökin blossuðu upp í borginni Súmgajt vegna deilu Armena og Azerbajdzhana um yfirráð yfir land- búnaðarhéraðinu Nagorno-Karabakh í Azerbajdzhan, sem á árum áður heyrði til Armeníu. Áður höfðu hundruð þúsunda manna tekið þátt í mótmælum í Jerevan, höfuðborg Armeníu. I ávarpi sínu í gær hvatti Gor- batsjov til þess að gripið yrði til að- gerða til að treysta alþjóðahyggju verkamanna í sovétlýðveldunum tveimur. Túlka fréttaskýrendur orð hans á þann veg að með þeim hafi hann verið að vara Armena við frek- Ovissa um TELE-X Osló, frá Steingrfau Sigurgeirssyni, blaða- maani Morgunblaðsins. MIKIL óvissa ríkir nú um framtíð norræna sjónvarpssamstarfsins TELE-X. í gær kom upp ágrein- ingur milli Svia og Finna um kostnaðarhliðina en sænska rfkis- stjórnin er mótfallin þvf að auglýs- ingar verði notaðar til. að fjár- magna útsendingar um gervi- hnöttinn. Sænskur embættismaður beindi þvi í gær til Finna að þeir tækju skýra afstöðu til þess hvort þeir ættu að taka þátt í þessu samstarfi ella myndu Svíar ekki halda starfinu áfram. Finnar neituðu hins vegar að ganga lengra í þessu máli áður en upplýsingar lægju fyrir um kostnað- arhliðina. Sjá einnig fréttír af þingi Norður- landaráðs á miðopnu blaðsins. ara andófi. Þá sagði Gorbatsjov að nauðsyn bæri til að leysa „félagslega örðugleika" í samskiptum íbúa Az- erbajdzhan og Armeníu á grundvelli „kenninga lenínismans um alþjóða- hyggju" verkalýðsins. Þóttu þessi orð gefa til kynna að ekki yrði gengið að kröfum Armena um yfirráð yfir héraðinu umdeilda þó svo réttlætan- legt væri að virða og verja menningu þeirra. Sovétríkin: Misheppn- að flugrán Moskvii, Reuter. VOPNAÐIR menn reyndu að ræna sovéskri farþegaþotu, sem var á leið til Lenfngrad á þriðjudag. Ránið mistókst en mennirnir hugð- ust neyða flugstjórann til að fljúga flugvélinni frá Sovétríkjunum. So- véska fréttastofan Tass skýrði frá þessu í gær og sagði flugfreyju og þrjá farþega hafa beðið bana auk þess sem „flestir" ræningjanna hefðu verið drepnir. Eftir því sem næst verður komist var farþegaþotan, sem er af gerðinni Tupolev-154, á leið til Leníngrad frá borginni írkútsk í Síberíu með milli- lendingu í Kúrgan-borg, austan Úr- al-fjalla. Andstæðingar Noriega boða frekarimótmæli Reuter Andstæðingar Manuels Antonio Noriega, yfírmanns herafla Panama og sjálfskipaðs stjórnanda landsins, hétu í gær frekari baráttu fyrir því að koma honum frá völdum. Á þriðjudagskvöld brutust út götubar- dagar í fjármálahverfi Panamaborgar er andstæð- ingum Noriega lenti saman við sveitir öryggislög- reglu og sýnir myndin hvar eirin hatursmanna her- stjórans grýtir sorptunnu að þeim. 22 stjórnarand- stæðingar voru handteknir. Bandaríkjamenn hafa gripið til efnahagslegra refsiaðgerða í því skyni að bola Noriega frá völdum en hann hefur verið ákærð- ur fyrir skipulega dreifingu á eiturlyfjum í Banda- ríkjunum. Utanríkisráðherra Panama hefur fullyrt að Bandaríkjamenn hyggist gera innras f landið en talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðu í gær að ásakan- ir þessar væru fráleitar. Viðræður um brottflutning sovéska innrásarliðsins frá Afganistan Sovétmenn munu ekki hætta hernaðaraðstoð Myndun nýrrar stjórnar ekki til umræðu, segir fulltrúi afgönsku leppstjórnarinnar Genf, Reuter. ABDUL Wakil, utanríkisráð- herra Afganistans, skýrði frá því í gær að stjórn sín gæti ekki fallist á þá kröfu stjórnvalda í Bandaríkjunum að Sovétmenn hættu hernaðarlegum stuðningi við Afgana eftir að sovéska inn- rásarliðið hefði verið kallað burt Bush fagn- arsigri Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar George Bush, vara- forsetí Bandarfkjanna, fagnar sigri f heimaborg siimi, Houston í Texas, en hann vann yfirburðasigur í forkosningum repúblikana, sem haldnar voru í 17 ríkjum á þríðjudag. Hefur liann nú tryggt sér 2/s þeirra landsfundarfulltrúa sem hann þarf til útnefn- ingar, en sjálf ur segir Bush hana jafngilda því að fá forsetaembættíð f hendur. Sjá nánarí umfjöUun á síðu 30. Reuter úr landinu. Þá gerði Wakil einn- ig heyrinkunnugt að krafa Pak- istana og afganskra frelsis- sveita þess efnis, að ný stjórn taki við völdum af sovésku lepp- stjórninni f Afganistan samhliða brottflutningi sovéska herliðs- ins, væri með öllu óaðgengileg. Viðræður fulltrúa afgönsku leppstjórnarinnar og pakistan- skra stjórnvalda um brottflutn- ing sovéska herliðsins f rá Af g- anistan fara nú fram á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf og virðist svo sem þau sjónarmið sem fram hafa komið í þessari lotu viðræðnanna séu ósættan- leg. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi hefur sagt að brottflutningur herliðsins frá Afganistan geti haf- ist 15. maí nái fulltrúar stjórnvalda í Afganistan og Pakistan sam- komulagi um fyrirkomulag hans fyrir þann 15. þessa mánaðar. Pakistanar og skæruliðar krefjast þess að gengið hafi verið frá mynd- un bráðabirgðastjórnar áður en brottflutningurinn hefst. Afganski utanríkisráðherrann sagði myndun nýrrar stjórnar ekki vera til um- ræðu í Genf heldur þyrftu Afganir sjálfir að ná samkomulagi um hvort og hvernig ný stjórn yrði mynduð. Bandaríkjamenn hafa krafist þess á fundum með sovéskum full- trúum í Genf að þeir skuldbindi sig til að hætta hernaðaraðstoð við stjórnvöld í Afganistan. Gegn þessu eru Bandaríkjamenn reiðu- búnir til að hætta stuðningi við afganskar frelsissveitir, sem berj- ast gegn sovéska innrásarliðinu og afganska stjórnarhernum. Afg- anski utanríkisráðherrann vísaði þessarí tillögu Bandaríkjastjórnar á bug í gær. „Afganir hafa ævin- lega þegið aðstoð frá Sovétríkjun- um og svo verður áfram þó svo að sovésku liðssveitirnar hverfi úr landinu," sagði hann. Wakil bætti. við að hann væri reiðubúinn til að halda viðræðunum áfram, jafnvel fram yfir 15. mars, en ummæli hans eru túlkuð á þann veg að tils- lakanir komi ekki til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.