Morgunblaðið - 10.03.1988, Page 18

Morgunblaðið - 10.03.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Utamíkismál í sviðsljósinu eftirJón Kristjánsson Utanríkismál eru nú í sviðsljós- inu, meðal annars vegna langrar umræðu í Alþingi um skýrslu ut- anríkisráðherra. Almennt má segja að þær umræður voru gagnlegar, enda var komið víða við. Þær ein- kenndust ekki í eins ríkum mæli og áður af hinni gömlu þrætubók um aðildina að NATO og eru veru vamarliðsins hér á landi. Öfgalaus umræða um utanríkis- mál er nauðsynleg fyrir okkur ís- lendinga. Þau skipta okkur miklu máli og gildir þá einu á hvaða sviði það er. Engin þjóð sem við mælum okkur við er eins háð utanríkisvið- skiptum. Landfræðileg lega íslands er mitt á milli hinna miklu hemað- arvelda í austri og vestri. Félags- lega og menningarlega viljum við njóta þess besta sem gerist, og það er ókleift án þess að hafa mikil samskipti við aðrar þjóðir á sviði menntunar og menningarmála. Þetta eru engin ný sannindi. Áríðandi er þó að gera sér grein fyrir að gífurlegar breytingar munu verða í alþjóðamálum í næstu framtíð ef svo fer sem horfir. Næg- ir að nefna fjögur atriði í því sam- bandi sem hvert um sig mundu breyta mjög þeirri heimsmynd sem við_ höfum nú. í fyrsta skipti frá stríðslokum hefur verið samið um fækkun og eyðileggingu gjöreyðingarvopna og viðræður um afvopnun eru í gangi sem gætu leitt til frekari afvopnun- ar og slökunar spennu. Áhrif Suðaustur-Asíulanda með Japan í broddi fylkingar í heimsvið- skiptum aukast svo hröðum skref- um, að sumir gera því skóna að þungamiðja þeirra verði þar innan tíðar og áhrif Bandaríkjanna minnki að sama skapi. Lönd Evrópubandalagsins stefna að einum heimamarkaði á næstu fimm árum og yrði sá markaður þá einn sá stærsti í veröldinni. Sovétríkin eru sem fyrr óráðin gáta, en þó gætu orðið þar á næsta áratug gífurlegar breytingar á efnahagssviðinu. Ef þetta risaríki mundi þróast í átt til neysluþjóð- félaga Vesturlanda hefði það í för með sér mikil áhrif á efnahagsmál heimsins. Fari þetta allt saman eftir, verða að gjörbreytast viðhorfin í alþjóða- málum og það er lífsnauðsynlegt fyrir smáþjóð sem er eins háð al- þjóðaviðskiptum og alþjóðasam- skiptum eins og við íslendingar að fylgjast grannt með þessari þróun. Það er alveg ljóst, að þjóð sem er eins háð utanríkisviðskiptum eins og íslendingar verður að hafa fót- festu sem víðast á hinum stóru mörkuðum heimsins fyrir fram- leiðsluvörur sínar. Slíka fótfestu höfum við nú og öflugur útflutning- ur síðustu ára byggist ekki síst á því. Bandaríkjamarkaður er okkur ómissandi. Til landa Evrópubanda- lagsins fer yfír helmingur útflutn- ingsins. Við höfum átt afar mikil- væg viðskipti við Sovétríkin og Jap- ansmarkaður er mjög vaxandi og áhugaverður fyrir sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki. Það er ekki ólík- legt að þýðing þessa markaðar muni vaxa mjög á næstunni, ef Japan verður það efnahagslega stórveldi sem nú lítur út fyrir. Þær raddir sem heyrast oft að markaðurinn í Sovétríkjunum sé okkur ekki mikils virði, og jafnvel beri að leggja þessi viðskipti af. Þetta er mikil fírra og það er von- andi að þessi sjónarmið nái ekki eyrum þeirra sem málum ráða. Frá viðskiptalegu sjónarmiði er þessi verslun okkur mjög mikilvæg og þar að auki er engin ástæða til þess fyrir íslendinga að vanrækja eðlileg samskipti við Sovétríkin, þrátt fyrir þátttöku okkar í vest- rænu samstarfi og veru í NATO. Viðskipti þjóða á verslunarsviðinu og samskipti á menningarsviðinu „Því miður virðist af- staðan til stórveldanna að hálfu ýmissa for- ustumanna Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðu- bandalagsins einkenn- ast um of af arfi kalda stríðsins. Þessa sjónar- miða sjást merki bæði í skrifum Morgunblaðs- ins og Þjóðviljans, þótt hinir síðarnefndu hafi ekki stutt sjónarmið Sovétmanna nú í seinni tíð. Hins vegar fá þeir útrás með því að kynda undir andúð á Banda- ríkjamönnum.“ eru þáttur í því að byggja upp traust og koma á samskiptum, og ef slíkt er látið undir höfuð leggjast er tómt mál að tala um slökun og spennu og afvopnun. Því miður virðist afstaðan til stórveldanna að hálfu ýmissa for- ustumanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins einkennast um of af arfí kalda stríðsins. Þessa sjón- armiða sjást merki bæði í skrifum Morgunblaðsins og Þjóðviljans, þótt hinir síðamefndu hafí ekki stutt sjónarmið Sovétmanna nú í seinni tíð. Hins vegar fá þeir útrás með því að kynda undir andúð á Banda- ríkjamönnum. STJORN Iðnþróunarfélgs Norð- urlands gerði á fundi sínum á Hofsósi, þann 1. mars samþykkt, þar sem niðurfellingu ríkis- stjórnarinnar á Iánsfjárheimild félagsins er harðlega mótmælt. Segir í samþykktinni; Stjóm Iðnþróunarfélags Norður- lands vestra lýsir undmn sinni á þeirri fyrirætlun ríkisstjómarinnar að fella niður lánsfjárheimild til Þróunarfélags íslands, sem ætluð er væntanlegum fjarfestingafélög- um landshlutanna. Það er skoðun stjómarinnar að þessi ráðstöfun sýni í hnotskum skilning stómvalda á þeirri viðleitni Jón Kristjánsson Framsóknarmenn hafa því haft það mikilvæga verkefni í utanríkis- málum að tala fyrir eðlilegum sam- skiptum við stórveldið í austri þrátt fyrir þátttöku okkar í varnarsam- starfí vestrænna ríkja, sem við styðjum. Þessi afstaða verður að ráða ríkjum. Homsteinar utanríkis- stefnunnar eru sem fyrr þátttaka í norrænu samstarfi, samstarfi Sam- einuðu þjóðanna, aðild að NATO og aðild að fríverslunarsamtökum Evrópu. Þetta samstarf er mikil- vægt sem fyrr þrátt fyrir ný við- horf sem upp kunna að koma á næstu ámm og áratugum ef þróun- in verður í þá átt sem minnst var á fyrr í þessari grein. Áldrei hefur verið nauðsynlegra en nú að taka þátt í þeim alþjóða- samtökum sem við eigum aðild að af mikilli alvöm og reyna að stuðla að því að byggja upp það traust milli þjóða sem eitt tryggir varan- legan frið og framfarir í heiminum. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Framsóknarflokks. landsbyggðarmanna að efla og auka fjölbreytni atvinnulífsins út um land sem t.d. sést á því að fjöldi fyrirtækja á Norðurlandi vestra hefur samþykkt að leggja fram hlutafé í væntanlegt fjárfestingafé- lag í kjördæminu. Stjórnin krefst þess af stjómvöldum að horfið verði nú þegar frá þessum aðgerðum, þannig að þrotlaust starf að undir- búningi og stofnun fjárfestingafé- lagsins renni ekki út í sandinn. Þá mótmælir stjóm Iðnþróunar- félgasins þeim skilningi stjómvalda sem fram kemur í þessum aðgerð- um, að atvinnulífið á landsbyggð- inni eigi sök á þeirri þenslu sem er við að glíma í þjóðfélaginu. Barbour Hjá okkur fœrðu hinn þœgilega og smekklega Barbour fatnað sem er eins ogsniðinn fyrir íslenska veðráttu. Sendum í póstkröfu. Hafnarstræti 5, Reykjavík Slmar 16760 og 14800 Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra: Mótmælir niðurfellingn lánsfjárheimildar Vantar þig setustofu? Ef þú erf félogi í Arnorflugsklúbbnum hefur þú oðgong oð sérsfökum sefusfofum ó óœflunor- flugvöllum okkor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.