Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Skóli hefur fallið niður um sjö vikur hjá sumum nemend- um vegna verkfalla kennara SUMIR þeir nemendur sem útskrifast úr fram- haldsskólum landsins nú í vor hafa þurft að vera frá skóla vegna verkfalla í um sjö vikur samtals frá því að þeir hófu nám, og sá tími kann að lengj- ast enn ef kemur til verkfalls Hins íslenska kenn- arafélags þann 13. apríl nk. Þá myndi skólastarf lamast hjá um 14.000 nemendum, og ef félagar í Kennarasambandi íslands fara í verkfall þann 11. apríl myndi skóli einnig falla niður hjá nær 42.000 grunnskólanemum. Kennsla hefur ekki raskast að ráði í grunnskólum síðan í mánaðarlöngu verkfalli BSRB í október 1984, og sumir framhaldsskólar voru þá lokaðir í um tveggja vikna skeið vegna verkfalls húsvarða. Félagar í Hinu íslenska kennarafélagi, sem þá höfðu ekki verkfalls- rétt, gengu síðan út 1. mars 1985 og lá skólastarf í framhaldsskólum þá niðri í þtjár vikur. Verkfall HÍK 16.-30. mars í fyrra olli síðan aftur tveggja vikna hléi á skólastarfi í framhaldsskólum, þannig að það er ekki að furða þó að margir skólamenn beri ugg í brjósti vegna hugsanlegra verkfalla kennara í vor. Morgunblaðið hafði samband við fjóra skólastjóra og spurði hvaða áhrif verkföll nú í næsta mánuði myndu hafa á skólastarfíð hjá þeim. Samræmdu prófin gætu farið úr skorðum „VERKFALL kennara í KÍ kæmi sér illa fyrir starf í grunnskólun- um, því samræmdu prófin eiga að hefjast 25. apríl og það væri mjög erfitt að fresta þeim því það þarf nægilegan tíma að fara yfir þau svo að hægt sé að skila þeim á réttum tíma til nemend- anna og viðtökuskólanna," sagði Hjalti Jónasson, skólastjóri í Seljaskóla. Hjalti sagði að kennsla hefði síðast raskast verulega í grunnskól- um í nær mánaðarlöngu verkfalli BSRB haustið 1984, en það hefði þá verið hægt að gera ráð fyrir áhrifum verkfallsins í kennslu það sem eftir var vetrar. Ef verkfall yrði nú kæmi það á miklu viðkvæm- ari tíma. Verkfall HÍK í fyrra hafði mjög lítil áhrif á grunnskólana, að sögn Hjalta, þar sem fáir grunn- skólakennarar eru í HÍK. Hjalti var spurður að því hvort hægt væri að bæta upp þá kennslu sem félli niður ef til verkfalls kæmi nú. „Það held ég ekki. Eg sé ekki að það sé hægt að lengja skólaárið, það hefur aldrei verið gert og ég held að það yrði ekki mikil ánægja með það, hvorki meðal nemenda né kennara." Ekki hægt að leysa vandann fyrirfram „MÉR líst mjög illa á það ef skólaliald fellur niður vegna verkfalla, en auðvitað vonar maður að til_ þess komi ekki,“ sagði Ingvar Asmundsson, skóla- stjóri Iðnskólans í Reykjavík. „Það gerir hinsvegar lítið gagn að hugsa um hugsanleg vandræði og það er ekki hægt að leysa neinn vanda í þessu sambandi með einhveijum fyrirfram áætl- unum.“ Kennsla myndi falla niður í rúm- ar tvær vikur í Iðnskólanum ef til verkfalla kemur. Rúmur helmingur kennara í Iðnskójanum er í KÍ, og flestir hinna í HÍK, þannig að allt skólastarf myndi fara úr skorðum þó aðeins annað félagið færi í verk- fall. Ingvar sagði að það væri mjög mismunandi hvað verkföll undan- farinna ára hefðu bitnað á nemend- um, þar sem námslengd og námstil- högfun væri mjög breytileg eftir deildum. Hann sagði að það væri ljóst að nokkur fjöldi nemenda hefði gefist upp á námi vegna þeirrar röskunar sem af verkföllunum hefði orðið. Aðspurður sagði Ingvar að það væri mjög erfítt að segja fyrirfram um hvað væri hægt að gera til að bæta upp röskun á skólastarfí, það myndi fara eftir lengd verkfallsins og síðan væri menntamálráðuneytið vant því að skipuleggja úrbætur í grundvallaratriðum. Bretland: Fiskverð helzt þrátt fyrir mikið framboð NÚ ER mikið framboð af fersk- um fiski héðan á mörkuðunum í Bretlandi. Verð hefur þó ekki fallið og hefur farið hækkandi eftir því, sem á vikuna hefur lið- ið. í þessari viku verða alls seld um 2.000 tonn úr gámum og skip- um héðan í Bretlandi. Mikið framboð verður einnig í næstu viku, en ekki liggur endanlega fyrir hve mikið fer utan í gám- um. Þijú Eyjaskip selja þá í Bret- landi. Ólafur Jónsson GK seldi á mánu- dag 216 tonn, mest þorsk í Hull. Heildarverð var 12,3 milljónir króna, meðalverð 57,08. Á mánu- dag og þriðjudag seldi Már SH 171 tonn, mest þorsk í Grimsby. Heild- arverð var 9,7 milljónir króna, með- alverð 56,64. Á þriðjudag og mið- vikudag seldi Barði NK 154 tonn, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 9,8 milljónir króna, meðalverð 63,67. Á miðvikudag seldi Óskar Halldórsson RE 77 tonn, mest þorsk í Hull. Heildarverð var 4,9 milljónir króna, meðalverð 63,53. Á mánudag voru í Bretlandi seld 270 tonn af gámafíski héðan. Heild- arverð var 18,9 milljónir króna, meðalverð 70,08. Á þriðjudeginum voru seld 354 tonn að verðmæti 24,5 milljónir, meðalverð 69,16. Á miðvikudag voru seld 340 tonn, en í gær lá endanlegt verð ekki fyrir. Vigri RE seldi á mánudag 251 tonn, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 13 milljónir króna, meðalverð 52,09. Á miðvikudag seldi Engey RE 198 tonn, mest karfa á sama markaði. Heildarverð var 12,3 milljónir króna, meðalverð 61,38. Morgunblaðið/BAR Verðlaunahafarnir með dómnefndarmönnum og borgarstjóra í Höfða í gær. Frá vinstri: Davíð Oddsson borgarstjóri, Ásdís Guðmundsdóttir, ritari nefndarinnar, Bragi Jósepsson, Iðunn Steinsdóttir, Þorsteinn Thorarensen, Kristín Arnalds og Ragnar Júlíusson. Skólamálaráð og Reykjavíkurborg: Barnabókaverðlaun afhent Barnabókaverðlaun skóla- málaráðs og Reykjavíkurborgar voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Iðunn Steinsdóttir fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina og Þorsteinn Thor- árensen fyrir bestu þýddu barna- bókina. Verðlaunin eru veitt samkvæmt tillögum skólasafnanefndar og kynnti Ásdís Guðmundsdóttir þau og verðlaunahafana, fyrir hönd nefndarinnar. Iðunn Steinsdóttir hlýtur verðlaunin fyrir bókina Olla og Pési. Þetta er sjötta bók Iðunn- ar, en hún hefur að auki einnig skrifað leikrit ásamt systur sinni Kristínu. Um bók Iðunnar sagði Ásdís 'm.a.: „Frásögn Iðunnar er fjörmik- il, atburðarásin hröð og á köflum ævintýraleg. Höfundur leiðir les- andann í heim þeirra Ollu og Pésa, sem eru jafnaldrar og alast upp við æði misjafnar aðstæður hér í Reykjavík.“ • Þorsteinn Thorarensen hlýtur verðlaunin fyrir þýðingú sína á Gosa , ævintýri spýtustráks eftir ítalska höfundinn C. Collodi. Þor- steinn hefur þýtt fjölda bamabóka og þýðir söguna um Gosa úr frum- málinu, ítölsku. Þetta er fyrsta íslenska þýðingin á verkinu óstyttu. Um þýðingu Þorsteins sagði Ásdís m.a.: „Gosi telst til sígildra bamabóka, boðskapurinn um hvemig fer fyrir þeim sem ekki hlusta á heilræði og ráð þeirra, sem eldri og reyndari eru á alltaf við.“ Ásdís sagði að með veitingu bamabókaverðlauna vildi Reykjavíkurborg vekja athygli á mikilvægi góðra bamabóka og um leið örva höfunda og þýðendur til dáða. Davíð Oddsson borgarstjóri af- henti síðan verðlaunin, skrautritað viðurkenningarskjal og 100.000 krónur. Þegar borgarstjóri afhenti verðlaunaféð, sagði hann m.a.: Ég afhendi það með venjulegum hætti, án frádráttar staðgreiðslu skatta," síðan óskaði hann verðlaunahöfum til hamingju með viðurkenninguna. Verkföll kunna að hafa stuðlað að brottfalli nemenda BJORN Teitsson, skólameistari Menntaskólans á Isafirði, sagði aðspurður að það væri erfitt að segja um það hvort sú röskun sem hefði verið á skólastarfi vegna vinnudeilna undanfarin ár hefði komið niður á einkunnum og námsframvindu nemenda. „Ég held samt að þessi röskun kunni að hafa komið niður á framgangi þess árgangs sem út- skrifaðist í fyrra og þá á þann hátt að einhverjir kunna að hafa hætt eftir að hafa dregist aftur úr í námi.“ Kennsla í MÍ stendur fram til 22. apríl, þannig að það félli niður rúm vika af kennslu ef til verkfalls HIK kemur. Björn sagði að þeir nemendur MÍ sem munu útskrifast í vor hefðu þegar lent þrisvar í rösk- un á skólastarfí vegna vinnudeilna; fyrst vegna verkfalls húsvarða í BSRB, í annað sinn vegna útgöngu kennara í HÍK, og nú síðast vegna verkfalls HÍK í fyrra. Björn sagði að auðvitað hefði verið reynt að halda uppi auka- kennslu vegna röskunarinnar, en það væri einfaldlega ekki eins góð- ur kostur og að halda uppi reglu- legu skólastarfí. „Það hafa engar varúðarráðstafanir af neinu tagi verið gerðar fyrirfram nú, enda slíkt varla framkvæmanlegt. Þær ráð- stafanir sem gerðar hafa verið vegna röskunar á skólastarfí und- anfarin ár hafa verið gerðar eftirá, þegar séð hefur verið hvaða áhrif vinnustöðvunin hefur haft.“ Björn sagðist vilja taka fram að hann vildi að kennarar hefðu góð laun og það mætti benda á það að sum þau ríki sem náð hafa hvað lengst í framþróun, svo sem Japan og Vestur-Þýskaland, hefðu tekið upp þá reglu að greiða kennurum afar há laun. Hætt við að útskrift verði erfið „MAÐUR vonar bara að það komi ekki til verkfalls, það er varla að maður þori að hugsa þá hugs- un til enda. Ef verkfall skellur á 13. apríl getur það staðið í nokkr- ar vikur og þá er hætt við að önnin fari í vaskinn hjá þeim sem eiga að ljúka í vor og útskrift verði erfið,“ sagði Hafsteinn Þ. Stefánsson, skólameistari í Fjöl- brautaskólanum, Armúla. „Þessi hópur sem nú er að út- skrifast hefur þegar lent þrisvar sinnum í röskun á kennslu vegna vinnudeilna og kannski eru skólam- ir varla búnir að bíta úr nálinni með það hvemig þau verkföll hafa farið með skólana og nemendur," sagði Hafsteinn. Próf eiga að byija í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla um mánaðamót- in apríl/maí, en kennt er alveg fram að prófum, þannig að kennsla gæti fallið í um tvær vikur ef til verk- falls HÍK kemur. „Ef þetta verður stutt verkfall þá verður ef til vill hægt að bjarga sér með því að lengja skólaárið eitthvað, en það er bara svo margt annað en þessir dagar sem glatast. Þessi umfjöllun um verkfall í fjölmiðlum er farin að hafa áhrif á nemendur strax - um leið að þau fara að hafa áhyggj- ur af slíku dregur úr námsafköst- um,“ sagði Hafsteinn Þ. Stefáns- son. AUK/SlA Fryst I ora I grænmeti MJÖG HAGSTÆTT VERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.