Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Fimmtudaginn 3. mars héldu þrjár hljómsveitir tónleika i Lækjar- tungli. Voru þeir mjög vel heppn- aðir að flestu leyti, en þó ekki al- veg eins vel og undirritaður hafði gert sér vonir um. Fyrstir spiluðu félagarnir í Múzzólini nokkur lög og glöddu hlustir áheyrenda. í hóp þeirra er kominn nýr trommuleikari og kann það að valda því að nokkru, að þeir hafa breytt um stíl. Er sveitin orðin hraðari og beinskeyttari en hún var áður, enda þótt enn megi greina hinn sérstæða Múzzólíni- keim sem drengirnir hafa þroskað, fágað og göfgað á hinum fjölmörgu tónleikum sínum á liðnu ári. Þeir eru enn saltið í blóði íslenskrar tónlistar — en gaman verður að sjá hvort hinn nýi stíll gerir þá að piparnum líka. Ljósmynd/BS Þriðjungur neðansjávar- sveitarinnar Daisy Hill Puppy Farm og til hliðar gefur að líta saltið í blóði íslenskrar tónlistar, Múzzólíní. Ljósmynd/BS Gunnar Hjálmarsson, Svart hvítur draumur. Ljósmynd/BS Það er athyglisvert og lofsvert — eins og einn áhorfenda benti undirrituðum á — hversu góð lýs- ingin var hjá fyrstu tveimur sveit- unum þetta kvöld. En það er und- arlega fágætt að Ijósameistarar sýni upphitunarböndum slíka at- hygli, heldur einbeita þeir sér yfir- leitt að síðustu sveitinni, „aðal- númerinu". Þetta framtak Lækjar- tunglsmanna er því lofsvert og til eftirbreytni. En seinastir tóku til tóns þetta kvöld félagarnir i hinni frábæru hljómsveit S/H Draumi. Leyfi ég mér að fullyrða að þar sé á ferð- inni besta og kröftugasta tónleika- band sem nú starfar á íslandi — og er þó enginn hörgull á mikium sómasveitum um þessar mundir. Og vegna þessa mikla álits míns á Drauminum geri ég líka miklar, raunar næstum óheyrilegar kröfur til hans. Á fimmtudaginn voru þessar kröfur ekki uppfylltar — bara næstum því. En stuðinu héldu Dreymendur á lofti og meira en það, voru klappaðir upp tvisvar af æstum aðdáendum. Og eins og venjulega báru kröftug bassahögg og trommuslög okkur öll á undar- legan draumsláttarstað mitt milli tíma og rúms, þar sem hriktir í tungli og snarkar í sól. Baldur A. Kristinsson Tónleikar íTunglinu Hafnfirska rokksveitin E-X heldur tónleika í Lækjartungli í kvöld. Ekki er langt síðan sveitin hélt tónleika í Duus og frá þeim tónleikum er sagt á síðunni. Tónleikarnir í kvöld verða aðrir tónleikar sveitarinnar eftir að hún æfði upp nýja tónleikadag- skrá. Næst steig Daisy Hill Puppy Farm, hin ágæta neðansjávar- sveit, á svið. Stóðu þeir piltar sig vel, en voru þó langt frá sínu besta. Fyrsta lagið var framúrskar- andi, síðan komu tvö eða þrjú fremur slöpp lög, en upp úr því náði sveitin sér á gott strik. Auka- lagið, gamla Doors-slagarann „Break on Through", tóku þeir með glans. Á þessum tónleikum sönn- uðu þeir enn einu sinni hversu framarlega þeir standa í músí- kölskum kafbátahernaöi. aðri kvöldstund en á tónleikum fyrir sitjandi fólk. Tónlist þeirra er „hallærisleg" sveitaballs- músík; „hæ, hó og jibbí jei!" og þar fram eftir götum. En hvað um það, takk fyrir komuna, Jójó. Ásókn var lítil þetta kvöld í Duus, ekki nema hálfur salur í upphafi en jókst nokkuö þegar E-X byrjaði. Frá byrjun var Ijóst að sveitin var vel æfð, þétt og hnitmiðuð, en þó vantaði meiri kraft og tilfinningu í flutninginn i upphafi. Nýju lögin létu vel í eyr- •um, snyrtilega samsett og út- færð, einnig fluttu þeir nokkur lög eftir aðra s.s. Gloria (Van Morri- son, Doors), Johnny B. Goode og Dreams (Everly Brothers) sem þeir Pétur söngvari og Ragnar bassaleikari sungu saman án undirleiks og ekki má gleyma Heatwawe (Supremes, Jam) sem þeir rokkuðu skemmtilega upp. Pétri, söngvara tókst oft vel upp með sönginn, en stundum var samt erfitt að skilja hann, má þar kannski kenna um misgóðum enskuframburði. Minnugur þess að einhverju sinni var E-X líkt við REM og jú, það er ekkert svo galið, nokkur stef minntu óneit- anlega á þá ágætu sveit, en það er ekki leiöum að líkjast. E-X sótti jafnt og þétt í sig veðrið eftir því sem á tónleikana leið en þó virtust þeir aldrei ná að hrífa fólkið með, ekkert svaka stuð, kannski vönduðu þeir sig of mikið? E-X er virkilega góð sveit, þyrftu bara að vera svolítið skemmtilegri. Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Danstónlist og rokk Fimmtudagskvöldið 25. sl. voru haldnir rokktónleikar í Duus-húsi með hljómsveitunum E-X og Jójó. E-X hefur ekki kom- ið fram opinberlega sfðan i lok síðasta árs, en þess í stað hafa þeir æft upp nýtt prógramm, sem þeir kynntu á þessum tón- leikum. Tónleikarnir áttu að hefjast kl. tíu en eins og venja er á tónleik- um sem slíkum þá urðu ein- hverjar tafir. Rétt fyrir ellefu byrj- aði svo hljómsveitin Jójó, upp- runninn af Skagaströnd og skip- uð fimm mönnum. Það er vissu- lega góðra gjalda vert að hljóm- sveit utan af landi skuli leggja á sig ferð til höfuðborgarinnar til að kynna tónlist sína, en Jójó hefði kannski frekar átt að flytja hana á dansstað á þar til ætl- Hriktir í tungli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.