Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við vettum þér altar tœknilegar upplýslngar r LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 — S. (91)20680 SANDVIK HANDVERKFÆRI Fást í öllum helstu byggingavöruverslunum um allt land AF ERLENDUM VETTVANGI Hemumdu svæðin: eftir ANDRÉS MAGNÚSSON „Þegar ísrael var un g- ur fékk ég ást á honum“ Hvað hefur breyst? FYRIRSÖGNIN að ofan er fengin úr Hóseabók 11.1., en henni var jafnframt slegið upp á forsíðu breska tímaritsins The Econom- ist fyrir skömmu. Vildi tímaritið með þessu minna á, að ísrael hefði eitt sinn verið óskabam Vesturlanda, en nú væri öðm vísi komið og tók það undir gagnrýni annarra um að Israel væri sem umskiptingur, með tilliti til ástandsins á hernumdu svæðunum. Hópar Palestínuaraba hafa efnt til óeirða gegn heraámi ísraela og Israelsher hefur svarað af fullri hörku með þeim afleiðingum að á níunda tug Palestinuaraba hefur fallið síðan í desember. Háðfuglinn Woody Allen, sem sjálfur er gyðingur, reit á dögunum grein í New York Times þar sem hann atyrti ísraelsstjóra harð- lega. Ekki svo að skilja að hann hefði lausn fram að færa, enda sagðist hann mest hafa gaman af kaffihúsapólitík. „Drottinn minn!“ ritar Allen. „Er þetta fólkið, sem ég stal peningum frá úr samskautabaukunum eftir að hafa safnað fé til fyrirheitna landsins?“ etta er sama fólkið og Allen stal frá, en hvað hefur breyst? Eftir fjörutíu ára árásir á öllum vígstöðvum — af hálfu arabaríkjanna í kring, hryðju- verkamanna og nú síðast Pal- estínuaraba, sem ísraelar hafa aldrei sóst eftir að ráða yfir og enginn vill í raun bera ábyrgð á, er e.t.v. ekki undarlegt þótt Israel- ar hafí lært að bíta frá sér. Hafa þeir enda sitthvað á samviskunni: Shatila og Sabra eru verstu dæm- in og harkaleg meðferð þeirra á óeirðaseggjum nú þykir ekki til fyrirmyndar. Fjöldamorð araba En hvers vegna í ósköpunum fínna Vesturlandabúar allt í einu til með aröbum nú? Þegar að Sýrlandsstjórn slátraði 20.000 manns í Hamat árið 1982 heyrð- ist hvorki hósti né stuna, Hussein Jórdaníukonungur, sem virðist vera hvers manns hugljúfi og hinn mesti rósemdarmaður, hikaði ekki við að láta drepa 3.400 Palestínu- araba árið 1970 þegar honum þótti stjóm sinni ógnað. Þá varð ekki vart við áhyggjur af sálar- heill hans, hvað þá velferð Pa- lestínuarabanna. I kjölfar hörm- unganna í Shatila og Sabra mót- mæltu 400.000 ísraelar. Hvað mótmæltu margir Palestínuar- abar morðunum á ísraelsku íþróttamönnunum í Miinchen? Hvernig á hernámslið að bregðast við óeirðum? En hvað er það sem veldur þeirri hugarfarsbreytingu í garð Israels, sem vart hefur orðið að undanfömu? Astandið á her- numdu svæðunum, að svo miklu leyti sem ísraelar geta valdið þar um, hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum síðustu mánuðum — hvorki til hins betra eða verra. Óeirðir þar eru ekki nýjar undir sólinni og í raun ættu harkaleg viðbrögð ísraelshers við óeirðun- um ekki að koma mönnum á óvart. Eða hvemig telja menn að hemámslið eigi að bregðast við árásum á sig — burtséð frá því hvort menn telja sig friðarsinna eða ekki? Staðreyndir um hernumdu svæðin Menn ættu að hafa það hug- fast að hemám Gaza-svæðisins er ekki hægt að rekja til ísraels. Egyptar hersátu Gaza frá 1948 til 1967, en á þeim tfma gerðu hvorki Egyptar né neinir aðrir neitt til þess að bæta ástandið í búðum Palestínuaraba. Egypta- landsstjóm þvemeitaði Palestínu- aröbum um ríkisborgararétt og lét þeim ekki heldur neina efnahags- aðstoð í té; Frá því ísraelar hemámu Gaza eftir Sex daga stríðið árið 1967 hafa þeir lagt á það áherslu að bæta lífskjör á svæðinu og reynt að stuðla að uppbyggingu eftir mætti. Hafa þeir varið miklu fé til menntunar, tryggingakerfís og heilbrigðismála. Til ársins 1981 veittu þeir miklum fjármunum til húsnæðismála og má nefna að í Gabalya-búðunum reistu þeir 10.000 íbúðir, en eftir 1981 hafa þeir ekki mátt sjá flóttamönnun- um fyrir húsnæði samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna þar að lútandi. 40.000 Palestínuarbar af Gaza-svæðinu sælqa vinnu til ísraels. Palestínskir unglingar hafa orðið fyrir skotsárum að undan- fömu, en þeim er .einnig hjúkrað í ísraelskum sjúkrahúsum. Áður en ísraelar tóku við stjóm svæðis- ins árið 1967 myndi hver sem særst hefði á þennan hátt væntan- lega hafa látist af sárum sínum. Á þeim tíma dóu um 150 unga- böm af hverjum þúsund fæddum. Nú er ungbamadauði mun minni, eða um 28 á hvert þúsund. Þetta hefur aftur valdið mikilli fólksflölgun á hernumdu svæðun- um, enda er algengt að stúlkur séu giftar 14 ára gamlar og eign- ist tíu böm. Það skýrir ennfremur hið óvenjuháa hlutfall unglinga, sem látið hafa lífíð í óeirðunum. Helmingur íbúa Gaza-svæðisins eru 15 ára og yngri. Reuter Af fréttaflutningi mætti ætla að ísraelar gerðu sér það að leik að skjóta á börn og unglinga. Minna er á hinn bóginn skýrt frá grjótkasti og sprengjuárásum Palestínuaraba. Mynd þessa sendi Reuters- fréttastofan frá sér aftir upp- þot i þorpi drúsa í Gólan- hæðum á dögunum og sýnir hún ísraelskan hermann hugga ungan drúsa þar. Fullyrðingar í íslenskum fjöl- miðlum sem öðrum, um að ísrael- ar hafi ekkert fyrir Palestínu- araba gert, eru því ekki einungis rangar heldur virðast þær annað hvort byggðar á haldi manna eða áróðri gegn ísrael, sem menn vilja trúa af misannarlegum ástæðum. Þáttur fjölmiðla Einn er sá galli íjölmiðla, sem grefur undan trúverðugleika þeirra. Það er sú staðreynd, að sama hvað er að gerast þarf ávallt að slá einhvetju máli eða málum upp — forsíðufréttirnar þurfa að hafa slagkraft. Þetta væri gott og blessað (fyrir fjöl- miðlana) ef sífellt væri verið að gera byltingar, hefja styijaldir og drepa þjóðarleiðtoga, en til allrar hamingju gerist slíkt ekki dag- lega. Þetta veldur m.a. því að fréttir eru misveigamiklar dag frá degi og þegar loks dregur iil tíðinda einhversstaðar er sendur múgur og margmenni (misvelupplýstra fréttamanna) til þess að afla frétta og fréttastreymið því í mun meira samræmi við fjölda frétta- manna á staðnum en hversu mik- ið er í raun að gerast þar. Þetta kom til að mynda berlega í ljós í Suður-Afríku. Á tímabili voru um 3.000 erlendir fréttamenn í landinu, sem allir biðu borgara- styijaldar sem aldrei kom. Hér er síður en svo verið að gera lítið úr atburðum í ísrael og hemumdum svæðum þess, en það fer ekki hjá því að að manni læð- ist sá grunur að stundum séu fréttir ritaðar samkvæmt því, sem viðkomandi fréttamaður telur að þær ættu að vera, í stað þess að gegna hlutverki sínu og láta nægja að segja fréttirnar. Um leið eru fréttamenn farnir að læða að athugasemdum og móta þann- ig skoðanamyndun frekar en eðli- legt má teljast. Það segir sína sögu um áhrif atburðanna fyrir botni Miðjarðar- hafs, að í hyggju mun að taka málið fyrir á vettvangi Norður- landaþjóðanna og jafnvel heyrst að utanríkisráðherra Islands hafi þar forgöngu um. Er ekki leitað fulllangt yfir skammt? Hvað með Sovétríkin, Kúbu, Eþíópíu, Rúmeníu, Líbýu og önnur einræðisríki, þar sem raunveruleg hryðjuverk — annað hvort gegn eigin borgurum eða öðrum ríkjum — hafa viðgengist í fjölda ára. Eru þau mál ekki jafntímabær til umræðu, ef ekki brýnni, en óeirðir Palestínuaraba á hemumdu svæðunum? Heimildii: The Spectator, Wash- ington Post, The Economist, CFI, New York Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.