Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Lj óðatónleikar Tónlist JónÁsgeirsson Dóra Reyndal, sópransöngkona og Vilhelmína Ólafsdóttir, píanó- leikari, héldu ljóðatónleika í Nor- ræna húsinu sl. þriðjudag. Á efn- isskránni voru söngverk nokkurra höfunda sem allir eiga það sam- eiginlegt að mynda eins konar skil milli síðrómantíkur og nútíma tónlistar, höfunda eins og Berg, Trunk, Ravel, Duparc og Walton. Sjö æskusöngvar eftir Alban Berg eru samdir á árunum 1905-8 og hvað stíl snertir hreinræktuð þýsk síðrómantík, þó lögin væru ekki gefín út í endanlegri gerð sinni, fyrr en 1928. Æskusöngvar Bergs eru mjög falleg og einkar við- kvæm tónlist og að því leyti til erfíð til að heíja tónleika með, enda tókst Dóru mjög miður að halda tónrænu jafnvægi, bæði hvað snertir tónstöðu og tón- myndun raddarinnar. Fjórir skemmtisöngvarar eftir Richard Trunk voru næst á efnis- skránni. Trunk var kunnur kór- stjóri og tónskáld og átti sinn starfsdag að mestu í Köln og Munchen. Fyrsta lagið (Sleðaferð) og það síðasta (Biðilsför) voru best sungnu lögin og gamansöm í túlkun. Grísku alþýðulögin eftir Ravel eru hugguleg tónlist og þeirra elskulegast Tout gai, sem vel mætti útleggja „ Allt í gamni“. Henri Duparc átti þijá undur- fagra söngva Chanson triste, So- upir og Phidylé en bestu'sungnu lög kvöldsins voru Þrír söngvar eftir William Walton við texta eftir Edith Sitwell, sérstaklega Old Sir Faulk. Efnisskrá þessara tónleika er einkar metnaðarfull, þar sem ekki er leitað á náðir vin- sældalista, auk þess sem hvert lag fyrir sig er í raun sértækt við- fangsefni fyrir sérþjálfaða söngv- ara og nægir þar að nefna lögin eftir Berg, Ravel og Walton. Þá er rétt að geta þess að í sérlega vandaðri efnisskrá voru afbragðs- góðar textaþýðingar eftir Reyni Axelsson. Undirleikari var Vilhelmína Ólafsdóttir og átti hún víða ágæt- an leik og til að nefna dæmi, í lögum Bergs, Duparcs og söngv- um Walton. Verksamningur undirritaður milli Reykjavíkurborgar og Armannsfells hf. um byggingu þjónustumið- stöðvar fyrir aldraða við Aflagranda. Frá vinstri: Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður bygg- ingadeildar, Ármann Örn Ármannsson framkvæmdastjóri Ármannsfells hf., Davíð Oddsson borgar- stjóri, Stefán Hermannsson aðstoðarborgarverkfræðingur og Ólafur Jónsson upplýsingafulltrúi. Reykjavík: Ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða Áætlaður kostnaður 72,4 millj. UNDIRRITAÐUR samningur milli hefur verið ___ _ Reykjavíkur- borgar og Ármannsfells hf. um byggingu á 1000 fermetra þjón- ustumiðstöð við Aflagranda, fyr- ir aldraða íbúa í vesturbænum. (gaukriErtit kæliskápar Frigor frystikistur (SauknErtit frystiskápar FALLEG»STERK»SPARNEYTIN kælitæki í úrvali KVC2811 2561. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 160x55x58,5 T1504 1251. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 85 x46x 60 KRC1611 1631. geymslur. mál I sm. (hxbxd): 85x55x60 TV 1706 1731. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 85x60x60 TV 1424 CA 1221. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 85 x 50 x 60 SR2606 2491. geymslur. mál í sm. (hxb'xd). 133x55x60 KVC2411 2161. geymslur. mál ísm. (hxbxd): 140 x 55 x 58,5 KGC2511 2131. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 139x55x60 Litla eldhúsið Vaskur, eldavél og ísskápur. mál í sm. (hxbxd): 90 x 100 x 60 i* i PC2924GA ■ 2551. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 167x55x60 PCT3526 3051. geymslur. GKC3311 2831. netíógeymsl. mál í sm. (hxbxd): mál I sm. (hxbxd): 180x60x60 180x60x60 8460 4301. nettó geýmslur. mál í sm.: 89 x 150x65 mál í sm. (hxbxd): 160x59,5x60 GKC2411 mál í sm. (hxbxd): 140x60x60 GKC1311 1071. nettógeymsL mál í sm. (hxbxd): 85 x 55 x 60 GKC2011 1631. nettó geymsh mál í sm. (hxbxd): 120x60x60 Gott verö! Engin útborgun! Greiðslukjör; 2 ár! WHf ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-68 (266 B 380 3501. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89 x 128x65 8 275 2501. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89x98x65 B200 170- 1701. nettó geymslur. mál I sm. (hxbxd)': 89x73 x 65 Áætlaður kostnaður er rúmlega 72,4 milljónir króna en gert er ráð fyrir að um 15 milljónum króna verði varið til verksins á þessu ári. Ármannsfell og Samtök aldraða fengu sameiginlega úthlutað lóð við Aflagranda og verða þar byggðar 60 söluíbúðir fyrir aldraða. Þjón- ustumiðstöðin verður á jarðhæð og í útbyggingu hússins og mun Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar sjá um reksturinn. Samningurinn gerir ráð fyrir að þjónustumiðstöðin verði afhent full- búin til reksturs ásamt tækjum og búnaði, þann 15. desember 1989. (Úr fréttatilkynningu) Kópavogur: Bæjarstjóm mótmælir skerðingu jöfnunar- sjóðs Tekjur bæjarsjóðs minnka um 16 millj. í ÁLYKTUN, sem bæjarstjórn Kópavogs hefur sent forsætis- og fjármálaráðherra, er mót- mælt harðlega þeirri skerðingu á jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Telur bæjarstjórn að tekjur bæj- arsjóðs minnki um allt að 16 milljónum króna vegna þessarar ákvörðunar. Þá segir enn fremur: „Fjárhags- áætlun bæjarins var afgreidd fyrir 5 vikum og nú er augljóst, að hana verður að endurskoða og skera nið- ur framkvæmdir. Þau vinnubrögð sem ríkisstjómin beitir í þessu máli eru með öllu óþolandi ekki síst vegna þess, að þetta er þvert á yfirlýsta stefnu stjómarinnar. Sveitarfélögin í landinu verða að geta treyst því að samþykkt fjárlög standi lengur en tvo mánuði. Bæjarstjórn Kópavogs harmar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta því um eitt ár, að gleggri skil komist á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þetta hefur verið allra mesta baráttumál sveitar- stjómarmanna í áratugi og loksins þegar allt virðist komið í höfn, þá tekur ríkisstjómin einhliða ákvörð- un um að svíkja áður gert sam- komulag við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun veldur trúnaðarbresti í samskiptum við sveitarfélögin, sem erfítt verður að bæta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.