Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 31 Neytenda- samtökin: Engar áreið- anlegar upp- lýsingar um fram- leiðslu- kostn- að matvæla Ríkið stofni upp- lýsingaskrif stof u Neytendasamtökin hafa farið þess á leit við stjórnvöld að kom- ið verði á fót sérstakri upplýs- ingaskrifstofu við Verðlags- stofnun, sem veiti hlutlausar upplýsingar um framleiðslu- kostnað matvæla hér á landi og i nágrannalöndunum. í fréttatil- kynningu frá neytendasamtök- unum segir að allar helstu upp- lýsingar í sambandi við verðlagn- ingu á landbúnaðarvörum komi frá aðilum tengdum landbúnað- inum og því liggi engar hlut- lausar og áreiðanlegar upplýs- ingar fyrir. Það eru hagsmunir allra neyt- enda að áreiðanlegar upplýsingar séu öllum aðgengilegar, segja Neyt- endasamtökin, en þessi skortur á upplýsingum hafi veikt stöðu full- trúa neytenda í verðlagsnefnd. Til dæmis hafí engar áreiðanlegar upp- lýsingar legið fyrir þegar óskað var eftir opinberri verðlagningu af full- trúum fuglabænda og kartöflu- framleiðenda. Þá hafí ýmsir stjómmálamenn gefíð rangar upplýsingar að und- anfömu um niðurgreiðslur í ná- grannalöndum okkar til að réttlæta innflutningsbönn og skattlagningu. Hækkun á jöfnunargjaldi á frönsk- um kartöflum úr 40% í 190% hafi verið gerð á þeim forsendum að kartöflur séu niðurgreiddar erlend- is, en raunin sé sú að kartöflur séu ekki niðurgreiddar í Evrópubanda- laginu, og því verði að líta svo á að landbúnaðarráðherra hafi mis- notað vald sitt, segir í fréttatilkynn- ingu Neytendasamtakanna. Veiðimálastofnun: Ráðstefna umhafbeit YFIR 30 fyrirlestrar verða haldnir á ráðstefnu um hafbeit sem Veiðimálastofnun og Lands- samband fiskeldis- og hafbeitar- stöðva halda á Hótel Loftleiðum dagana 7.-9. april næstkomandi. Er þetta stærsta ráðstefna sem Veiðimálastofnun hefur haldið. Á ráðstefnunni verður fjallað um flest sem snertir hafbeit. Helstu efnisflokkar eru: Þróun hafbeitar hér og erlendis. Val á stofnum og kynbætur. Sjúk- dómar og sjúkdómavamir. Fram- leiðsla og gæði gönguseiða. Val á sleppistað og aðferð við sleppingu. Markaðsmál, lánamál og arðsemi. Reynsla af hafbeit hjá helstu haf- beitarstöðvum hér á landi. Valdimar Gunnarsson sjávarút- vegsfræðingur hjá Veiðimálastofn- un segir að ráðstefnan sé einkum ætluð stjómendum og starfsmönn- um hafbeitarstöðva og þeim sem huga hafa á að hefja slíkan rekst- ur. Ráðstefnugjald er 3.500 kr. og segir Valdimar væntanlegir þátt- takendur þurffl að tilkynna sig til Veiðimálastofnunar fyrir lok þessa mánaðar. TISKAOG HONNUN l.tbl. 1988 nr.22 Nýtt,glæsilegt og efnismikið blað í verslunum um allt land VOR OG FRÁ ORKA í LÉTTIR Cs fO as ÍN i Os feins er boðil^1 ^ -Stu íbúðagisyn PP a nyju amJþ ggía viknlf' ^eg{ o)) ‘pcr- V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.