Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 46

Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 Kosningar til Stúdentaráðs: Vettvangur þjóðmála- umræðu eða aðeins hagsmunabaráttu? AF INNLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR GUNNARSSON Andstæður skarpari með færri framboðslistum leikinn á starfi ráðsins að umbjóð- endumir fylgjast illa með því sem þar fer fram, þannig að þeir sem um stjómartaumana halda geta sagt hvað sem þeim sýnist án þess að stúdentar geti greint rétt frá rðngu. Breyta þarf um starfshætti í nefndum og ráðinu, með því að gera fundi bæði styttri og mark- vissari. Það mundi auka virðingu stúdenta fyrir stúdentaráði og þar með fengi ráðið aukið aðhald," sagði Amar Jónsson, efsti maður á lista Vöku. Röskva grundvallast á félagshyggju „Eins og alltaf snúast þessar kosningar til Stúdenta- og Háskól- aráðs um hagsmunamál stúdenta," sagði Amar Guðmundsson, nem- andi í almennum bókmenntafræð- um, sem skipar efsta sætið á lista Röskvu. „Félagið hefur samþykkt á stofnfundi gmndvallarstefnu þar sem fram kemur að það byggi á félagshyggju. Síðan leggur félagið fram fyrir þessar kosningar fram- kvæmdaáætlun um þau verkefni sem lögð er áhersla á næsta árið. í grundvallarstefnuskrá em ekki útfærslupunktar, viðbrögð af því tagi hljóta að verða ákveðin ár frá ári. Röskva býður fram ákveðna lífsskoðun. Samtökin gmndvailast á félagshyggju og við teljum ijóst að öll meginbaráttumál náms- manna gmndvallist á félags- hyggju. í samtökunum er fólk úr ýmsum pólitískum hreyfingum sem hefur sameinast í þessari baráttu." „Ég dreg ekki dul á það að ég tel Vöku standa fyrir ákveðin pólitísk öfl í þjóðfélaginu," sagði Amar Guðmundsson. „Þær leiðir sem þeir vilja fara í að ná fram hagsmunamálum stúdenta mark- ast mjög af því. Reynslan kennir okkur að Vaka tekur afstöðu til hagsmunamála stúdenta á flokk- spólitískum gmnni. Undanfarin ár hefur Vaka, sem upphaflega var stofnuð sem pólitískur félagsskap- ur verið að setja upp ópólitíska grímu og setja þetta þannig upp að á framboðslistum þeirra sé aðal- lega fólk sem er komið til að starfa að félagsmálum en í mínum huga er þetta kosningabrella, sem sett er í gang á hverju ári. Eg fullyrði að bróðurparturinn af forystusveit Vpku síðastliðin 'ár er starfandi innan SUS. Ég verð að segja það að mér fínnst afar skrítið að náms- maður sem hefur áhuga á hags- munum námsmanna starfi innan hreyfíngar sem hefur meðal annars ályktað um töku vaxta og lántöku- gjalda af námslánum," sagði Am- ar. „Þróunin hefur verið í þá átt á undanfömum árum að Stúdenta- ráð einskorði sig við þau þjóðmál sem snerta stúdenta. Eitt af hlut- verkum Stúdentaráðs er að meta hvað teljist til hagsmuna náms- manna. í mörgum tilfellum fara kjarahagsmunir hópa eins og fóstra og kennara alveg saman við hagsmuni námsmanna. Það er hagur námsmanna að það haldist í störfum hæfír kennarar og að bamaheimili séu mönnuð. Stúdent- ar geta ekki verið í tumi hafnir yfir þjóðfélagið. En þegar fólk fer að starfa að hagsmunum náms- manna í Stúdentaráðj þá fer það ekki að standa í þrasi um hluti sem koma til með að spilla fyrir eða tefla störf ráðsins,“ sagði Amar Guðmundsson, efsti maður á lista Röskvu. Áratugi umbótasinna er lokið . Kosningamar á þriðjudaginn marka endalok tímabils í stúdenta- pólitíkinni sem hófst með framboði umbótasinna árið 1981. Alla tíð síðan hafa ýmist Vöku- eða vinstri- menn myndað meirihluta í sam- starfí við umbótasinna en 1986 var Vaka í meirihluta með Stíganda, klofningsframboði úr Félagi um- bótasinna. Engin námsmanna- hreyfínganna hefur náð hreinum meirihluta á tímabilinu. Sú staða er ekki lengur fyrir hendi og fái Röskva svipað atkvæðahlutfall og Félög vinstri manna og umbóta- sinna náðu samanlagt í fyrra, mun félagið stjóma Stúdentaráði næsta árið. Nái Vaka að bæta við sig um það bil þriðjungi þess fylgis sem umbótasinnar hlutu í síðustu kosn- ingum verður jöfti staða í Stúd- entaráði og þá þurfa fylkingamar að vinna saman eigi ráðið að verða virkt í hagsmunabaráttu náms- manna. NÆSTKOMANDI þriðjudag verður gengið til kosninga í Háskóla íslands. Kosið verður um hebning hinna 30 fulltrúa í Stúdentaráði og tvo af fjórum fulltrúum stúdenta í Háskólar- áði. í fyrsta skipti frá 1981 eru aðeins tveir listar í framboði; listi Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, og listi Röskvu, nýstofnaðra samtaka félags- hyggjufólks í Háskóla íslands. Röskva var stofnuð 12. febrúar síðastliðinn við samruna Félags vinstri manna og Félags um- bótasinnaðra stúdenta. Félögin sem sameinuðust í Röskvu hafa á liðnu ári myndað meirihluta í stúdentaráði og stofnunum þess og ráða vinstri menn 7 en um- bótasinnar 2 af þeim 15 fulltrú- um sem kosnir voru til starfa 1986 og nú verður kosið um til stúdentaráðs. Af þeim sem eftir sitja á Vaka 7, vinstri menn 6 og umbótasinnar 2 fuUtrúa. Báð- ir umbótasinnarnir hafa lýst yfir stuðningi við Röskvu. Því þarf Röskva 8 af fulltrúunum 15 til að halda meirihluta en fái Vaka þriðjung fylgis umbóta- sinna hafa fylkingarnar jafn- marga fulltrúa og getur þá hvorugur stjórnað án samstarfs við hinn. í síðustu kosningum var kjörsókn með því mesta sem gerst hefur á þessum vettvangi hin síðari ár eða um það bU 48% og bætti Vaka þá við sig manni á kostnað vinstri manna. Vaka og Félag vinstri manna hafa jafnan skipt með sér fulltrúum stúdenta í Háskólaráði. Við lestur á útgefnum stefnu- skrám fylkinganna tveggja verður ekki ljóst hvaða málefni það eru sem helst skilja fylkingarnar að. í flestum eftium virðast markmiðin vera svipuð. Það takmarkar að vísu mögulegan samanburð á stefhu- málum að fylkingamar virðast hafa lagt mismikla vinnu í að skil- greina stefnumál sín og markmið. Þannig setur Röskva stefnu sína fram í mjög knöppu formi og birt- ist hún einkum í stuttum almennt orðuðum setningum, eins konar markmiðslýsingum. Stefna VÖku birtist hins vegar ítarlega útfærð og skilur það á miili, að þar er einnig getið um hugmyndir félags- manna um hvemig ná eigi þeim markmiðum sem sett em. Sam- kvæmt stefnuskránum, eins og þær koma af skepnunni, virðast til dæmis áhersluatriði beggja hreyfínganna varðandi lánamál vera hin sömu, öll atriði sem fram em sett í steftiuskrá Röskvu er einnig að fínna, aðeins í ítarlegri útfærslu, í stefnuskrá Vöku. Þenn- an mun á stefnuskrám 'má eflaust skýra með að benda á þann stutta tíma sem Röskva hefur ‘starfað og einnig með því að félagsmenn störfuðu áður í tveimur félögum með ólík markmið og á reynslan eftir að skera úr um hvort sam- starfíð um hin almennt orðuðu markmið tekst með þeim hætti að félagsmenn og kjósendur beggja hreyfinganna telji viðunandi. Þjóðmálaumræða á undanhaldi en hagsmunamál í fyrirrúmi Eftir tilkomu umbótasinna sem þriðja aflsins i stúdentapólitík hef- ur minna borið á umræðu um ut- Amar Jónsson efstí maður á lista Vöku Amar Guðmundsson efstí maður á lista Röskvu anríkis- og þjóðmál en var meðan fylkingamar voru aðeins tvær. A þeim tíma er Félag vinstri manna fór eitt með meirihluta í ráðinu var ^allað þar og ályktað um flest þau mál sem umdeildust voru í þjóð- félaginu. Umræður og ályktanir um ástand mála í Suður-Afríku, Chile, E1 Salvador, vinnudeilur, verkföll og skylda hluti tóku jafnan dijúgan skerf af fundartíma ráðs- ins á kostnað hagsmunamálanna, með þeim afleiðingum að náms- menn, umbjóðendumir, gáfu störf- um ráðsins sífellt minni gaum. 1981, þegar umbótasinnar buðu fyrst fram misstu vinstri menn rúmlega þriðjung fylgis síns og meirihlutann en Vaka og umbóta- sinnamir tóku við stjómtaumum. Síðan hafa hagsmunamálin verið í öndvegi í Stúdentaráði og bæði frambjóðendur Vöku og Röskvu segjast vilja að svo verði áfram. Þarf að færa Stúdentaráð nær stúdentum „Kosningamar standa í rauninni um það hvort menn vilja að Stúd- entaráð starfí sem hagsmunafélagf stúdenta á félagsmálalínunni eða hvort það á að vera ályktandi um heimsmál ogþjóðmál," sagði Amar Jónsson stjómmálafræðinemi sem skipar efsta sætið á framboðslista Vöku. „Það er þó ekki vegna þess að við teljum heims- og þjóðmá- laumræðu ekki koma stúdentum við heldur vegna þess að við teljum okkur ekki hafa umboð til að álykta fyrir stúdenta sem hóp. Stúdentar geta haft jafnmargar skoðanir á þessum málum og þeir eru margir." Aðspurður um eigin stjómmálaskoðanir kvaðst Amar vera óflokksbundinn en á lista Vöku væri að fínna fólk sem væri flokksbundið í öilum öðrum stjóm- málaflokkum en Alþýðubandalagi og Kvennalista, en flestir á lista Vöku væru þar einvörðungu af áhuga á félagsmálum. „Okkur sýnist að stefnuskrá Röskvu sé lítið annað en beina- grindin af stefnuskrá Félags vinstri manna nema það að orðinu „félagshyggja" er slett hist og her án skilgreininga á því hvað við sé átt. Maður hefur á tilfínningunni að þetta sé gert til að slá ryki í augu stúdenta. Þótt stefnuskrá Röskvu um þjóðmál og utanríkis- mál sé veikt orðuð, þá er hún til staðar og býður upp á umræðu sem tekur tíma og orku frá umfjöllun um mál stúdenta og dregur jafnvel enn frekar úr áhuga á starfinu,“ sagði Amar. „Einnig viljum við breyta skipu- lagi stúdentaráðs, færa það nær stúdentum og miða að því að ráðið endurspegli betur vilja deildarfé- laganna. Það er einn helsti veik-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.