Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
33
horfur á lækningu því góðar.
Rétt er að taka fram að ekki er
enn fullsannað að þessi leitarað-
ferð borgi sig beint með minni
veikindum og aukinni lífslengd
með tilliti til alls hópsins, sem
rannsakaður er hveiju sinni.
Líkindi fyrir því að svo sé eru
þó töluverð og telja má nærri
fullvíst að slík leit geti í vissum
tilvikum bjargað lífi manna.
Sumir fræðimenn telja reyndar
að fækka megi dauðsföllum af
völdum krabbameins í ristli og
endaþarmi um a.m.k. helming
með þessu vamarráði.
Framtak Krabba-
meinsfélagsins
Þessi grein er m.a. skrifuð til
að minna á skipulega leit að
æxlum í ristli og endaþarmi á
vegum Krabbameinsfélags ís-
lands. Árið 1986 var 6.000 ís-
lendingum á aldrinum 45—70 ára
boðin þátttaka í könnun, sem
byggir á leit að blóði í hægðum.
Tæplega 40% þessa hóps þáðu
boðið. Á sl. ári lauk fyrsta hluta
þessarar könnunar. Niðurstöður
voru í stuttu máli þær að í 11
einstaklingum fundust æxli, þar
af illkynja æxli hjá 3. Krabba-
meinsfélagið hefur nú ákveðið
að halda áfram þessari leit hjá
sama úrtakshópnum og áður.
Sérstök áhersla verður lögð á að
ná til þeirra 60% einstaklinga,
sem ekki voru með síðast, en það
er ekkert sem bendir til að tíðni
æxla hjá þessum einstaklingum
sé lægri en hjá hinum.
Þó árangur af þessum fyrsta
hluta könnunarinnar sé góður,
þá ætti reglubundin leit til langs
tíma að gefa enn betri niðurstöð-
ur og haldbærari upplýsingar um
gagnsemi slíkra hóprannsókna
hér á Islandi. Þetta forvamar-
starf Krabbameinsfélagsins er
lofsvert framtak rétt eins og leit-
in að krabbameini í leghálsi og
bijóstum. Þetta er ákveðin þjón-
usta við landsmenn, jafnframt
því sem könnunin er gott framlag
til faglegrar vísindastarfsemi hér
á landi í læknisfræði. Ég hvet
því alla þá sem á ný hefur verið
boðin þátttaka í þessari fram-
haldsrannsókn að vera með. Því
miður er ekki unnt af fjárhags-
legum ástæðum að stækka úr-
takshópinn og bjóða fleiri þátt-
töku. Er því þeim sem áhuga
hafa, en geta ekki verið með í
könnuninni, bent á að leita lið-
sinnis hjá sínum lækni.
Höfundur er læknir, aérfræðingur
í meltingarsjúkdómum. Hann
starfarm.a. hjá Krabbameins-
félagi íslands við leit að æxlum I
ristli og endaþarmi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir RÓBIN SMYTH
Hver verður for-
setafrú Frakklands?
Danielle Mitterrand með eiginmanni sínum, Frakklandsforseta, og Hirohito, keisara af Japan.
EFTIR rúman mánuð ganga Frakkar til atkvæðagreiðslu sem
ræður úrslitum — ef marka má fylgi líklegustu forsetaefiianna
í skoðanakönnunum — um hver þriggja kvenna flytur til Elysée-
hallar sem næsta forsetafrú Frakklands.
ær sem til greina koma eru
Danielle Mitterrand, Bernad-
ette Chirac og Eve Barre. En í
augum Frakka er óeðlilegt að orða
þær í sambandi við forsetakosn-
ingamar. Elysée-höllin er ekki
Hvíta húsið, og kostir eiginkvenna
verðandi þjóðarleiðtoga Frakka
hafa að jafnaði haft lítil áhrif á
val kjósenda. Það var fyrsta for-
setafrú Fimmta lýðveldisins,
Yvonne de Gaulle, sem lagði
línumar varðandi hlédrægni for-
setafrúarinnar. Frakkar bám hlý-
hug til hennar og nefndu hana
jafnan „Tante Yvonne“. Hún stóð
ávallt með maka sínum, de Gaulle
hershöfðingja, en lét aldrei hafa
neitt eftir sér opinberlega.
Óframfæmi Yvonne frænku á
ekkert skylt við það þegar hún
komst naumlega lífs af í árás
hægrisinnaðra launmorðingja sem
skutu af vélbyssum á bílinn sem
hún sat í við hlið eiginmannsins
í bænum Petit Clamart. Hún var
óframfærin að eðlisfari, og féll
því vel inn í það lítt áberandi hlut-
verk sem Frakkar vildu að hún
gegndi. Hún var mikils megandi
merkiskona að sögn rithöfundar-
ins Andre Malraux, sem var
menningarmálaráðherra í stjóm-
artíð de Gaulles hershöfðingja,
einmitt vegna þess að hún sætti
sig við að vera „þögull áhorfandi".
Kjósendur vilja hlédrægni
Á síðari ámm hafa eiginkonur
franskra stjómmálamanna látið
ívið meira á sér bera. En í skoð-
anakönnun á vegum tímaritsins
Jours de France um miðjan febrú-
ar kom fram aðvömn til þeirra
um að fleiri atkvæði töpuðust en
ynnust með því að þær væm að
troða sér fram í sviðsljósið. Að-
spurðir hvort þeir kærðu sig um
að sjá eða heyra eiginkonur fram-
bjóðenda í sjónvarpi eða hljóð-
varpi meðan kosningabarátta
stendur yfir sögðust 65% þeirra
sem svömðu ekki vilja að konum-
ar kæmu þar nærri.
Að vísu reyndist Danielle Mitt-
errand, sem er sjálfstæðust eigin-
kvenna stjómmálamanna og segir
óhikað skoðanir sínar, lang vin-
sælust í skoðanakönnuninni. En
sem forsetafrú hefur hún verið
meira áberandi í fjölmiðlum en
hinar.
Claude Pompidou, ekkja annars
forseta Fimmta lýðveldisins,
minntist þess stolt fyrir nokkram
ámm að „þegar maðurinn minn
var við völd vissi ég ekki einu sinni
hvað allir ráðherramir hans hétu“.
Danielle Mitterrand fylgir í
engu þessari hefð. Það er ekki
aðeins að hún þekki nöfn allra
ráðherranna, heldur er henni full
ljóst að hve miklu leyti hún er
sammála hveijum þeirra.
„Henni finnst ég allt of hófsam-
ur í stjómmálaskoðunum," hefur
Francois Mitterrand sagt. Sú
staðreynd að forsetínn hefur
þokazt til hægri frá því hann
komst til valda sem leiðtogi sósía-
lista fýrir sjö ámm sýnir að vinst-
ristefna eiginkonunnar hefur ekki
haggað honum.
Opinberar átölur
Eitt sinn þegar hún gagnrýndi
opinberlega ríkisstjórn íhalds-
manna, sem kjörin var árið 1986,
átaldi forsetinn eiginkonu sína
opinberlega. En að jafnaði hefur •
Danielle annaðhvort gætt þess að
stuðningur hennar við málefni
Þriðja heimsins komi ekki eigin-
manninum í klípu, eða þá að hún
hefur borið fyrirætlanir sínar und-
ir hann. Þegar hún lýsir umbúða-
laust yfir ándstöðu við brottrekst-
ur íranskra flóttamanna frá
Frakklandi er hún bersýnilega að
tjá hneykslun eiginmanns síns á
tilraunum hægri stjórnarinnar til
að blíðka yfírvöld í Teheran með
róttækari aðgerðum en hann gæti
sjálfur gripið til.
Danielle Mitterrand hefur sam-
vizkusamlega sinnt þeim opinbera
skyldum sínum að standa við hlið
forsetans á ferðalögum erlendis
og við hátíðleg tækifæri, þótt hún
dragi ekki dul á það að ef hún
mætti ráða kysi hún að veija tíma
sínum í annað.
Hún gengur í fötum.frá fremstu
hönnuðum Frakklands til að
kynna franska hátísku, en hún sér
til þess að klæðnaðurinn stingi
ekki í stúf við einfaldan smekk
hennar sjálfrar. Samkvæmt skoð-
anakönnunum falla verðlaun fyrir
glæsileika keppinaut hennar,
Bemadette Chirac, í skaut, en hún
er gift Jacques Chirac, forsætis-
ráðherra, borgarstjóra gaullista í
París og frambjóðanda til forseta-
kjörs. Hin ljóshærða frú Chirac
'tekur ötullega þátt í stjómmála-
baráttunni á bak við tjöldin. Þau
hjónin hafa mjög svipaðar skoðan-
ir í stjómmálum, þótt hún hafi
eitt sinn gert uppsteyt til að forða
honum frá ráðgjöfum sem hún
taldi' ósvífna og rangsýna.
Frú Chirac nýtur mestrar hyili
hjá stuðningsmönnum flokks
gaullista, RPR. Á framboðsfund-
um eiginmannsins breytist tví-
klappið, „Chi-rac, Chi-rac“ yfir í
þrí-klapp, „Ber-na-dette“ þegar
fundarmenn heimta að fá að hylla
frúna uppi á ræðupallinum.
Ætlar að hafa auga
með frúnni
Eiginkona þriðja frambjóðand-
ans, Eve Barre, er fædd í Ung-
veijalandi og minnst þekkt þeirra
þriggja. Þau hjón eiga tvo upp-
komna syni, og hún fékk að kynn-
ast lífinu í sviðsljósinu þegar Gis-
card d’Estaing þáverandi forseti
skipaði eiginmann hennar, Ray-
mond Barre, forsætisráðherra
árið 1976.
En þegar sósíalistar komust til
valda fimm ámm síðar var það
henni léttir að flytjast með fjöl-
skyldunni í þægilegt einbýlishús
í Saint-Jean-Cap-Ferrat á frönsku
Riviemnni. Barre kann að meta
góðan mat og frú Barre er góður
kokkur. Hún kaupir föt sín frekar
frá smærri saumastofum en frá
þekktu tískuhúsunum.
Barre stefnir að því að ná kjöri
með því að fella keppinautinn úr
röðum íhaldsmanna, Chirac, í fyrri
umferð kosninganna, og bera
síðan sigurorð af Mitterrand —
ef Mitterrand býður sig fram —
í seinni umferðinni. Eve Barre
yrði þá forsetafrú, en án áhrifa á
embætti forsetans. Þegar Barre
var spurður hvaða áhrif hann teldi
að eiginkona forseta ætti að hafa,
svaraði hann afdráttarlaust:
„Engin — og ég ætla að hafa
auga með að svo verði.“
Höfundur er blaðamaður við
brezka blaðið Tbe Observer.