Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverj- um hætti sem vera skal og án tillits til landamæra. 20. grein: 1) Hveijum manni skal frjálst að eiga þátt í friðsamlegum fundahöld- um og félagsskap. 2) Engan mann má neyða til að vera í félagi. 21. grein: 1) Hverjum manni er heimilt að taka þátt í stjóm lands síns, beinlín- is eða með því að kjósa til þess full- trúa ftjálsum kosningum. 2) Hver maður á jafnan rétt til þess að gegna opinberum störfum í landi sínu. 3) Vilji þjóðarinnar skal vera gmndvöllur að valdi ríkisstjómar. Skal hann látinn í ljós með reglu- bundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla við- höfð eða jafngildi hennar að frjáls- ræði. 22. grein: Hver þjóðfélagsþegn skal fyrir atbeina hins opinbera eða alþjóða- samtaka og í samræmi við skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahags- legum, félagslegum og menningar- legum réttindum, sem honum em nauðsynleg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín. 23. grein: 1) Hver maður á rétt á atvinnu að fijálsu vali, á réttláturh og hag- kvæmum vinnuskilyrðum og á vemd gegn atvinnuleysi. 2) Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk, án mann- greinarálits. 3) Allir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum réttlátt og hag- stætt endurgjald, er tryggi þeim og íjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vemd, ef þörf krefur. 4) Hver maður má stofna til stétt- arsamtaka og ganga í þau til vemd- ar hagsmunum sínum. 24. grein: Hverjum manni ber réttur til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og reglubundið orlof að óskertum laun- um. 25. grein: 1) Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg em til vemdar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnað- ur, húsnæði, læknishjálp og nauðsyn- leg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikind- um, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðram áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. 2) Mæðram og bömum ber sérstök vemd og aðstoð. Öll böm, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu fé- lagsvemdar. 26. grein: 1) Hver maður á rétt til menntun- ar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti bamafræðsla og undir- stöðumenntun. Böm skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnftjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar. 2) Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mann- réttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburð- arlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins. 3) Foreldrar skulu fremur öðram ráða, hverrar menntunar böm þeirra skuli njóta. 27. grein: 1) Hveijum manni ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menning- arlífi þjóðfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framföram á sviði vísinda og verða aðnjótandi þeirra gæða, er af þeim leiðir. 2) Hver maður skal njóta lög- vemdar þeirra hagsmuna, ( andleg- um og efnalegum skilningi, er íeiðir af vísindaverki, ritverki eða lista- verki, sem hann er höfundur að, hveiju nafni sem nefnist. 28. grein: Hveijum manni ber réttur til þess þjóðfélags- og milliþjóðaskipulags, er virði og framkvæmi að fullu mann- réttindi þau, sem í yfirlýsingu þess- ari era upp talin. 29. grein 1) Hver maður hefur skyldur við þjóðfélagið, enda getur það eitt tryggt fullan og fijálsan persónu- þroska einstaklingsins. 2) íjóðfélagsþegnar skulu um réttindi og ftjálsræði háðir þeim tak- mörkunum einum, sem settar era með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir frelsi og réttindum annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, reglu og velferð almenn- ings í lýðftjálsu þjóðfélagi. 3) Þessi mannréttindi má aldrei framkvæma svo, að í bága fari við markmið og grandvallarreglur Sam- einuðu þjóðanna. 30. grein: Ekkert atriði þessarar yfirlýsingar má túlka á þann veg, að nokkra ríki, flokki manna eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það, er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra mannréttinda, sem hér hafa verið upp talin. Skipakranar HMF framleiðir skipakrana í miklu úrvali: Krana sem leggja má saman auk krana sem búnir eru útdregnum gálga með vökva- knúinni framlengingu. HMF kranarnir fást með mismunandi lyftigetu, allt frá 2,7 til 28 tonnmetra. HMF skipakranar eru vel varðir gegn tæringu. Þeir eru sand- blásnir og vandlega ryðvarðir fyrir lökkun og eru stimpilstangir *skrómnikkelhúðaðar eða úr krómhúðuðu, ryðfríu g stáli.HMF er vörumerki Höjbjerg Maskinfabrik A/S Æ * Danmörku sem Iramleitt heíur krana í 30 ár. ÍÁNDVÉiARHF SMIEUUÆGl66. PÓSTHÖIF20. 202KÚRWOGI.S91-76600 Viðgerða■ og varahlutaþjónusta Fáanlegir fylgihlutir: Raftækja- og heimilisdeild HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695550 f sssm m Verð kr. 12.600 stgr. með skál, þeytara, hnoðara og hrærara. =KENWOOD= ÞAO VERÐUR ENGINN FYRiR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN KENWOOD CHEF hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin A ÞESSARIST0R- GLÆSILEGU ELDHÚSINNRÉTT- INGU ÚT ÞENNAN MÁNUÐ! Nýbýlavegi 12, 200 Kópavogur, simi 44011. Pósthólf 167 VIÐ BJÓÐUM ÞESSA ELDHÚS- INNRÉTTINGU Á VERÐIFYRIR GENGIS- FELLINGU AUK15% AFSLÁTTAR í TILEFNIAF AFMÆLIFYRIRTÆKISINS. VERIÐ VELKOMIN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.