Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 Ég fann lausn eftir Guðmund Haraldsson Ég rita þessar línur vegna mikill- ar umfjöllunar um trúmál, sem ver- ið hafa í fjölmiðlum undanfarið og hefur þar margt misjafnt komið í ljós. Mig langar til að víkja lítillega að því að ég hef lesið skrif um trúar- leiðtoga sem hefur staðið með sann- leikanum og tek ég undir skrif þessa manns sem heitir Gunnar Þorsteins- son. Ef ég hefði ekki fengið að heyra sannleikann væri ég ekki að rita þessar línur í dag. Eins og margir gera, leiddist ég út í áfengisneyslu þegar ég var um það bil fimmtán ára gamall og fannst það spennandi líf í fyrstu, en glansinn fór snemma af og þetta varð martröð þrældóms. Ég fór smátt og smátt að neyta sterkari vímugjafa. Ég tók amfetamín í duftformi, neytti þess í gegnum nefið, til að vega upp á móti sljó- leika og einmanakennd sem áfengið orsakaði. Ég neytti hass til að þurfa ekki að horfast í augu við stað- reyndir lífsins. Ég var í frumskógi vímuefna í ijórtán ár. Tvisvar reyndi ég að slíta mig lausan í eigin krafti með því að breyta lifnaðarháttum mínum, en mér tókst það ekki. Mér fannst í fyrstu að vandinn væri í umhverfi mínu, en síðan kom þ^ í ljós að meinið var í mínu eigin hjarta. enn meirí háttar OSTATILBOÐ stendur til 19. mars nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka Rækju-, sveppa- og paprikuostur Áður kostuðu 3 dósir kr., HÚ 250 kr.* 24% lækkun. Beikonostur Áður kostuðu 3 dósir ca. 37Tkr., IIÚ 285 kr.* 24% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Rækju ostur Producc of lccland ostur produce of Iceland aprlEU ostur Produce of Iceland bveppa ostur Produce of Iceland S/VljO^ Ég var kominn í örþrot og líf mitt var gjörsamlega í rúst, en ég reyndi að leyna því eins og ég gat. Það voru aðeins mínir nánustu sem vissu hvernig komið var. Nokkru áður en ég mætti Guði var lífsþrótt- ur minn að fjara út og mér fannst þungur skuggi og mikil örvænting ieggjast yfír líf mitt. Eg kynntist ótrúlega mörgu á þessum tíma og þama er engin hamingja, bara böl og mikil kvöl. í þessu ástandi gerði ég margt sem ekki var rétt og margt sem var hræðilegt. Ég átti skilið hið versta, en fékk þess í stað það besta. Ég var alltaf að leita eða ef til vill að vona að eitthvað kæmi inn í lífíð hjá mér sem breytti þessu. Ég var fangi í minni eigin sál. Ég hafði reynt að biðja, sem barni var mér kennt það. Mörg ár liðu í þessu böli. En svo gerðist það fyrir tveim- ur áram að mér var sagður sann- leikurinn, að ég væri syndari og fangi í neti syndarinnar og eina leiðin væri að frelsast fyrir blóð Drottins Jesús Krists sem var fóm- fært fyrir syndina. Þá eignaðist ég frelsið. Já, frelsið í því að lifa lífínu í Jesú Kristi, því að annað frelsi er ekki til. Augu mín fófu að opnast fyrir syndinni og eðli hennar. Flest okk- ar höfum heyrt um orðið synd og ranglæti. En við geram okkur oft ekki grein fyrir hvað felst í þessu orði „synd“. Ef til vill er betra að segja að við skiljum ekki syndina, fyrr en hún er farin að hafa veraleg- ar verkanir í lífí okkar og er farin að þjá okkur. Þá opnast ef til vill hugur okkar fyrir afleiðingu hennar á líf okkar. Slíkt má merkja víðsvegar í dag hjá einstaklingum og þjóðfélögum. Mannkynið kann engin ráð við syndinni. Það stendur ráðalaust gagnvart henni og það sem verra er það reynir að loka augum sínum fyrir henni með ýms- um ráðum. Mig langar lítillega að víkja að synd og afleiðingu syndarinnar. í Jakobsbréfínu 1:14—15 segir að það er eigin girnd sem freistar sérhvers manns og dregur hann og tælir. Þegar girndin er síðan orðin þunguð elur hún synd og þegar syndin er orðin fullþroska, fæðir hún dauða. í 1. Mósebók byijar Guð á þvi að segja okkur af hveiju við er- um hér og hvar við vorum áður. í upphafi vorum við hjá skapara okkar og áttum einingarsam- félag við Hann. En Eva birtist og borðaði af forboðnum ávexti og gaf Adam með sér og þá lukust upp augu þeirra fyrir því að þau voru nakin. Þau sáu nekt sína vegna þess að vemd Drottins vék frá þeim, en hún hafði hlíft þeim áður. En hvað gera þau. Þau gera sér skýlur úr fílquviðarblöðum til að hylja nekt sína. Fíkjuviðarskýlurnar era mynd eigin réttlætingar. í stað þess að iðrast fóra þau að réttlæta synd sína. Þetta er það sama og við ger- um í dag, við gefum syndinni nöfn á félagslegum grandvelli. Guð rak manninn burt úr aldin- garðinum og með því úr samfélag- inu við sig. Við lokum augum okkar með alls konar afsökunum. Til dæmis sjáum við vel þegar aðrir syndga (og vitum að það er synd) en þegar við syndgum réttlætum við okkur á einn eða annan hátt og reynum að skapa okkar eigin vemd. Við sjáum illar afleiðingar synd- arinnar í heiminum í dag. Við sjáum pláguna eyðni og öll bömin sem deyja í móðurkviði af völdum fóst- ureyðinga. Við sjáum unglinga fasta í böli vímugjafa og vonleysis. - Súra regnið heijar á og mengun- arplágumar era margar. Allt þetta ber með sér dauðann. Margt er að verða opinbert, sem áður var hulið og hneykslismálin koma upp hvert af öðra. Nú spyijum við hvað sé hægt að gera og það er ekki nema von að sú spuming vakni í hugum okkar. Guð hefur gefíð okkur dyr til að ganga innum og það er í okkar valdi að velja þessar dyr, sem leiða okkur aftur inn í samfélag við Guð. í Jóhannesarguðspjalli, í tíunda kaflanum og í níunda versi, segir hann,: „Ég er dyrnar, sá sem kem- ur inn um mig mun frelsast." í Guðmundur Haraldsspn „Guð rak manninn burt úr aldingarðinum og með því úr samfélaginu við sig. Við lokum aug- um okkar með alls kon- ar afsökunum. Til dæmis sjáum við vei þegar aðrir syndga (og vitum að það er synd) en þegar við syndgum réttlætum við okkur á einn eða annan hátt og reynum að skapa okkar eigin vernd.“ tíunda versi segir hann: „Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátraog eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi i lff, líf í fullri gnægð." Það er eitt sem syndin þolir ekki og það er sannleikurinn, því þá opinberast hún og allir sjá hana. Þetta er vopnið á móti henni. Sann- leikurinn lýsir hana upp þannig að ekkert leynist í myrkrinu og ef við lesum í Jóhannesarguðspjalli í Sautjánda kafla og í sautjáhda versi þá stendur: „Helga þá í sannleik- anum. Þitt orð er sannleikur." Það er ábyrgð hins kristna manns að segja frá þessu því að sannleikur- inn verður ekki dulinn og mikill dómur er yfír syndinni. Við förum ekki að segja við bömin okkar að það sem ekki er í lagi sé í lagi. Þögn er að mörgu leyti sama og samþykki. Mig langar til að ljúka þessu með því að segja þér, sem lest þessar línur, að Guð fer ekki í manngrein- arálit og hver sem þú ert og hvað sem þú hefur gert átt þú fyrirgefn- inu í blóði lambsins. Þú þarft aðeins að snúa þér til Hans. Megi Drottinn blessa þig í Jesú nafni. Höfundur er verkamaður. Stjarnan í landreisu Dagskrárgerðarmenn Stjörn- unnar fara um þessar mundir um landið með skemmtidagskrá, sem send verður út beint frá hveijum stað. Þegar hefur verið farið til Hellu og sent út þaðan, síðan verður farið til Stykkishólms, Akureyrar og Vestmannaeyja, auk höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin úti á landi er tvíþætt. Slegið verður upp dansleik á laugar- dagskvöldi og á sunnudegi verður skemmtiþáttur Jörandar Guð- mundssonar sendur út. í fréttatilkynningu frá Stjörnunni segir, að þessi landreisa sé liður í því að halda góðu sambandi við hlustendur á öllu hlustunarsvæði stöðvarinnar. Stjaman nær nú til rúmlega 80% landsmanna. Með í för verður útvarpshljómsveit Stjömunnar, Borgarbandið, og auk Jörandar verða skemmtikraftar, dagskrárgerðarmenn og tækni- menn með. Næst verður dagskráin send út frá Kópavogi þann 20. mars. Síðan í Reykjavík 27. mars, Stykkishólmi 9. og 10. apríl, á Akureyri 16. og 17. apríl og í Vest- mannaeyjum 23. og 24. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.