Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 47 létta bjórbanninu, í nýjustu könnun Hagvangs, sem birtist í Vikunni þann 11. febrúar sl. þá eru 60,9% þeirra sem voru spurðir fylgjandi en 32,3% á móti og 6,8% voru óákveðnir. Það er athyglisvert að meirihlutinn er mestur meðal yngri kynslóðanna en fer ört minnkandi þegar ofar dregur og þegar komið er yfir fímmtugt þá eru bjórunnend- ur komnir í minnihluta meðal þjóð- arinnar, samt voru íslendingar yfír 67 ára aldur ekki með í þessari könnun, en þeir eru um 10% þjóðar- innar. Sannleikurinn er sá, að það er enginn afgerandi meirihluti til meðal þjóðarinnar, sem vill aflétta bjórbanninu, og okkur sem viljum ekki aflétta bjórbanninu, fer fjölg- andi með hveijum deginum sem líður. Það virðist flækjast fyrir bjór- unnendum að skilja, að þrátt fyrir minni áfengisneyzlu á íbúa hér á landi, þá virðist drykkjusýki vera almennari hér en t.d. í Skandinavíu, ef marka má fjölda þeirra sem hafa farið í áfengismeðferð. Því er til að svara, að eftir að Víetnam-stríð- inu lauk, kom mikill Qöldi banda- rískra hermanna heim, og voru þá orðnir forfallnir eiturlyíjaneytend- ur. Þá var gert átak í Bandaríkjun- um til að hjálpa þessum mönnum til lífsins aftur, og það kom í ljós að sú meðferð sem notuð hafði ver- ið við áfengissýki hentaði þessum mönnum best, síðan hefur þróunin orðið geysilega hröð á þessu sviði hjá þeim, og algengt er orðið að meðferðarstofnanir séu með sjúkl- inga sem hafa notað öll möguleg vímuefni og algengt er orðið að tala um þetta sem „cemical decend- ancy“ (mig vantar góða þýðingu), frekar en diykkjusýki í Banda- ríkjunum. Vegna tengsla okkar við Free- port-spítala og fleiri stofnanir í Bandaríkjunum, þá hefur þessi þekking borist ótrúlega fljótt hing- að, sem betur fer, þannig að tölur um fjölda þeirra sem hafa farið í „áfengis“meðferð eru villandi. Þórarinn Tyrfíngsson yfírlæknir SÁÁ hefur Ijáð mér að t.d. fyrir árið 1986 þá hefí aðalgreining sjúklinga á Vogi verið eftirfarandi: áfengi 65,2%, áfengi og róandi lyf 21,8%, hass 6,4%, amfetamín 2,3%, róandi lyf 4%, kókaín 0,1%, sterk verkjastillandi lyf, heróín, morfín og metadon 0,2%. 011 þessi þróun hefur gert það að verkum að fólk leitar sér miklu fyrr hjálpar hér á landi en t.d. í Skandinavíu og ég fullyrði, að þeir eru ekki með tærnar þar sem við erum með hælana, á þekkingu og greiningu og meðferð á drykkjusýki (cemical dependency), því til sönn- unar er hægt að benda á, að nú þegar eru tugir íslendinga, sem hafa lífsviðurværi af, að hjálpa Skandinövum á þessu sviði, baeði hér heima og í Danmörku. Góðir þingmenn, ég tel að við Kvennalistinn á Vesturlandi: Laun og störf verði endurmetin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kvenna- listanum: „Almennur félagsfundur Kvennalistans í Vesturlandsanga haldinn 5. mars 1988 samþykkir svohljóðandi ályktun: Eftir síðustu kjarasamninga er ljóst að enn er ekki talin ástæða til að borga fólki sem vinnur að undirstöðuatvinnugreinum mann- sæmandi laun. Á sama tíma skammta milliliðir og yfirmenn sér upphæðir sem eru mörg hundruð prósentum hærri. Við teljum að tími sé koíninn til að endurmeta öll laun og störf í þjóðfélaginu og fá úr því skorið hvort þessi Iaunamunur stenst hjá fijálsbomum mönnum." eigum stórkostleg verðmæti fólgin í okkar lágu heildameyzlu áfengis, ekki bara í peningaseðlum, heldur líka á hinu félagslega, andlega og líkamlega sviði, og það væri hörmu- legt slys, ef við köstuðum því á glæ, fyrir bjórþorsta. Þið þurfíð nú að gera upp hug ykkar, hvemig þið greiðið atkvæði um bjórinn, og ég er ekki í vafa um að hver einstakur ykkar, hvort sem þið eruð með eða móti bjór, greiðið atkvæði ykkar eftir bestu samvisku. Þessvegna fínnst mér öll þessi umræða og skoðanaskipti af hinu góða, því að hún hlýtur að gagna. Að lokum langar mig að segja ykkur sögu, sem ég heyrði fyrir nokkra síðan og höfð var eftir Nancy Reagan forsetafrú Banda- ríkjanna. Hún var að ræða við einhvem um áfengisvandamálið eins og gengur og viðmælandi hennar sagði eitthvað á þessa leið, áfengisvanda- málið er svo ógnvekjandi stórt og það er búið að fylgja mannkyninu frá örófi alda, er ekki tilgangslaust að berjast á móti því. Og Nancy svaraði þessum manni með eftirfarandi sögu, sem ég ætla að botna þessa grein mlna með. Það var gamall maður, sem stóð á sjávarströnd að morgni dags, það hafði brimað mikið um nóttina og brimið hafði sópað á land milljónum af krossfiskum, sem lágu svo langt sem augað eygði á ströndinni, og gátu enga björg sér veitt og fyrir þeim lá ekkert annað en að veslast upp og deyja. Gamli maðurinn beygði sig niður og byijaði í rólegheitum að tína upp krossfiskana einn af öðram og henda þeim út í sjóinn aftur og bjarga þannig lífi þeirra. Kom þá til hans ungur maður og sagði hlægjandi, „Gamli minn sérðu ekki að þetta skiptir ekki nokkra máli, flöldinn er alveg óend- anlegur." Gamli maðurínn horfði á unga manninn og sagði um Ieið og hann henti krossfískinum, sem hann hélt á út í sjóinn aftur, „Það skiptir máli fyrir þennan." Höfundur er flugsijóri. i EGAR EITTHVAÐ N^TENDURTIL! Hvort sem það er árshátíð, þorrablót, brúðkaup eða fermingarveisla er nauðsynlegt að hafa líflegt í kringum sig. dúkarúllur eru til í mörgum fallegum litum og ávallt í nýjustu tískulitunum. dúkarúllur eru 40 m á lengd og 1,25 m á breidd. Þeim má rúlla út á hvaða borðlengd sem er og síðan skærin á. Þægilegra getur það ekki verið. Fannir hf. H. Sigurmundsson hf., helldverslun Hafsteinn Vilhiilmsson Hliðarvegi 28. ísafiröi, s. 94-3207 M. Snndal, heildverslun Bildshöfda 1« a. 91-672611 Vestmannaoyium, s. 98-2344/2345 Lagarfelli 4, Egilsstöðum. s. 97-1715. Otta- og smjörsalan st Rekstrarvörur Þ. Ðjórgúlfsson hf., helldverslun Bitruhálsi 2. Reykjavik. s 91-82511 Róttarhálsi 2. Reykjavik, s 91-685554 Hafnarstræti 19, Akureyn, s. 96-24491 ENGIN SNURA ! Snúrulaust gufustraujárn frá Morphy Richards. Allar stillingar og enn fleiri möguleikar. Já, snúrulaust — óneitanlega þægilegra, ekki satt? Fæst í næstu raftækjaverslun. 5 morphq richards
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.