Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 53

Morgunblaðið - 17.03.1988, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 53 aði og saumaði út. Hún var ósínk á þessa hluti sem prýða hátíðarborð víða og hlýja viðkvæmum öxlum. Heimilið, frændur og vinir margir og sveitin voru hennar heimur. Hún skrifaðist á við frændfólk sitt í Svíþjóð, skiptist á bókum og öðrum gjöfum. Þau Anna og Kristinn tóku að sér tvo unga drengi sem misst höfðu feður sína í sjóinn, Einar Jóhanns- son, sem nú er látinn, og Sigurð Friðmann Þorleifsson. Eftir síðari heimsófriðinn tóku þau Kristinn og Guðríður að sér ungan dreng, Tómas Árnason. For- eldrar hans voru þau Ame Pedersen lyflafræðingur og Unnur Skúladótt- ir Thoroddsen. Honum var komið fyrir hjá þeim en vildi ekki aftur þaðan fara. Varð hann sólargeisli á heimilinu þótt ógæfa yrði löng vanheilsa og fráfall um aldur fram. Tómas átti þyri Dóru Sveinsdóttur snyrtifræðing. Sonur þeirra, Krist- inn, var tryggur og traustur sem góður sonur Guðríðar væri og ann- aðist hana með hlýju. Allir urðu uppeldissynimir dugmiklir sjómenn. I Ráðagerði var gestrisni. Steini á Valdastöðum í Kjós sem hafði verið með Kristni sagði að hann hefði verið góður yfirmaður, skemmtilegur í viðmóti og menn hænst að honum. Einkennandi fyrir Ráðagerðisfjölskylduna var að traust bönd tengdust við þá sem unnið höfðu við búið í áranna rás. Allt fram á síðustu ár tókst vinátta milli Guðríðar, þótt öldmð væri orð- in, við börn í frændliði, vinahópi og nágrenni. Á heimiliriu í Ráðagerði var ein- ing. Þau Anna og Kristinn vom að ýmsu ólík, að útliti og skaphöfn. Anna var blíðlynd og innhverf í samanburði við bónda sinn, sem var glaðvær og úthverfur. Guðríður var lík í skapi foreldmm sínum báðum, þó öllu fremur föður sínum. Af þeim Engeyjarsystkinum kynntist ég auk Kristins ekki vel nema þeim Brynj- ólfi bróður hans sem lengst entist við eyjabúskapinn og Guðrúnu, konu Þorsteins Þorsteinssonar skip- stjóra sem fyrst var kenndur við Bakkabúð en síðast við Þórshamar þar sem þau síðast bjuggu. Ein- kenni þeirra systkina var sama glaðværð og hjá Kristni, snaggara- legt viðmót, kvikar hreyfingar, hlý augu, hvellur hlátur og rödd sem sumir greindu í hneggjandi tón, en betur við hæfí og misskilst síður að kalla staccato. Sama raddblæ hafði Guðríður og fleiri í ættinni. Þær em margar stundir sem ég hef fengið að njóta í Ráðagerði um mína daga og bar ekki skugga á. Á bemskuárunum dvaldi ég hjá þeim Kristni og Önnu tíma og tíma. Þar vakna mínar fyrstu minningar er ég stóð þar á hlaðinu 15. ágúst 1933 og Charles Lindberg kappi og kona hans flugu þar hjá. Þau feðginin Kristinn og Guðríður sáu til þess að minningin förlaðist ekki því ósjaldan var viðburðurinn rifjað- ur upp og þau orð sem fóm milli manna. Þar var ekki harðlyndi eða strangleiki í uppeldisháttum. Þau vom bæði fyrirmynd annarra að kurteisi og göfugmannlegu viðmóti. Þau skipti sem ég átti þess kost á að sækja jólaböll vom þeim að þakka. Eftirminnilegt að vera flutt- ur þangað í hestakerm eða á sleða. Þau tóku mig með sér á fyrstu kvikmyndasýningu mína. Þegar ég litlu eldri bjó í Nesi leið varla dagur svo ég væri ekki sendur erinda að Ráðagerði eða færi þangað af eigin hvötum. Stundum nokkuð tindilfættur er ég stytti mér leið yfir Nýjabæjartúnið. Guðmundur bóndi var sagður elta uppi stráka sem slíkt gerðu. Aldrei sannreyndi ég slíka atburði. Þá tók Kristinn mig með sér til róðra út í þarann þegar ég gat valdið ámm. Heimilið var skemmtilegt, engin vandamál og mjög gestkvæmt í því stóra húsi, sem einhvem veginn virðist nú hafa skroppið saman. Þangað kom Jóhannes á Borg til skotæfínga og til að þjálfa hundana sína. Þar var Jón Ásbjömsson hæstaréttardómari og ýmsir fyrir- menn þjóðfélagsins með honum við æfíngar í bogfími. Þannig má lengi telja ánægjuleg og viðburðarík sam- skipti við Ráðagerðisheimilið. Þá vora fjölskylduhátíðir í Ráða- gerði góðir viðburðir. Þar var kom- ið frændlið af Engeyjarættum, Bollagarðaætt og Skildinganesætt. Þar var komið frændfólk af Skipa- skaga, úr Vigur, frá Sauðárkróki, auk skemmra aðkominna og gamlir skipsfélagar. Þá var hún mikið þing stóra Borgundarhólmsklukkan í stofunni. Var stundum seilst um víðan botn heimilisprýðinnar. En allar sögur taka endi. Beinir afkomendur þeirra Önnu og Krist- ins í Ráðagerði em engir eftir nú. Margir eiga fjölskyldunni gott upp að unna. Eg heiti á þá sem til þeirra þekktu að halda á loft minningunni um gott fólk og hjartahlýtt. Það verður vel gert með þvf að lifa í þeirra anda eindrægni, góðvildar, glaðværðar og skapfestu. Blessuð veri minning Guðríðar Kristinsdóttur. Eggert Ásgeirsson MILLTEXinnimálningmeð7eöa20%gljáa-BETTvatnsþynnt plastlakk með 20 eða35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning - HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og húsgagnalökk, málnirigaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl - MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar stærðir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl. Kynnið ykkur verðiö og fáió góö ráð í kaupbæti. uerutctoq. uiðhzlct eiytta, Litaval SÍÐUMÚLA32 SÍMI 68 96 56 1: BJÖRGUNARSVEmRNAR fl; mmmrnmmmammmmamamaHEBmaMam

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.