Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 55 í dag, 17. mars, verður til mold- ar borinn Þórarinn Hafbcrg, Réttar- hoitsvegi 77 hér í borg. Hann fæddist í Reykjavík 7. jan- úar 1915 og andaðist aðfaranótt 9. mars á gjörgæsludeild Borg- arspítalans í Reykjavík, eftir að hafa fengið hjartaáfall, þá um mið- daginn, og þrátt fyrir að allt, sem í mannlegu valdi stóð væri gert til að koma honum til lífs kom það fyrir ekki. Tíminn hans var kominn. Ég undirritaður ætla ekki að reyna að greina neitt frá æfi hans né kjörum í æsku hans, enda munu aðrir trúlega gera það, og mér hæfari til þess. Mig langar aðeins til að geta nokkurra atriða sem eru mér sérlega hugleikin, enda er alla- vega það tímabil ekki erfitt fyrir mig að geta um. Við kynntumst fyrst í fermingarveislu hjá frænd- fólki hans og vinafólki mínu og leiddu þau kynni seinna til þess, að kynni tókust með dóttur hans og mér, sem aftur síðar leiddi til þess, að við gengum í hjónaband. Það er skemmst frá því að segja, að allt viðmót Þórarins, svo og hans lífsskoðanir ásamt ljúfmennsku hans og jafnaðargeði með léttum húmor, sem ávallt var skammt und- an, allt þetta og margt annað, sann- færði mig fljótt um, að þama færi góður maður, sem og ég sann- reyndi margsinnis síðar á þeim 28 árum, sem okkar samfylgd átti eft- ir að verða. Það er auðvitað ljóst, að fólk sem lifir þessa tíma, sem þau hjónin Þórarinn og Guðrún kona hans hafa gert, ásamt því að byija bú- skap við þröngan kost, með ekkert nema viljann að vopni og þurfa fljót- lega að sjá fyrir fjölskyldu, var ekki auðvelt, enda var líf fólks í þessu landi yfírleitt ekki auðvelt á þessum tímum. En þau sigldu sam- hent gegnum brim og boða lífsins og tókst að eignast gott og fallegt heimili, fyrir sig og bömin sín, sem urðu fjögur alls. Það yngsta fædd- ist eftir að þau fluttu í nýja húsið á Réttarholtsvegi 77 í Reykjavík. Þórarinn starfaði hjá Reykjavík- urborg, lengst af sem verkstjóri, og var þar í hartnær 40 ár, jafnvel eitthvað lengur, en var kominn á eftirlaun fyrir nokkrum árum. Vet- urinn 1971 fékk hann hjartaáfall, sem hann komst frá með herkjum, en fór eftir ýtarlega skoðun í að- gerð í London, en þá var rétt nýbyij- að að senda fólk héðan til með- ferðar á bestu sjúkrahús, þar sem þessar aðgerðir voru framkvæmdar. Hann komst til góðrar heilsu eftir þessa aðgerð og var óspar á að lofa þá hjúkrun og alla þá alúð sem hann naut, og reyndar aðrir, þ. á m. fleiri íslendingar, sem samtímis honum voru þar í aðgerð á Bromton Hospital. Er það mál manna að þó auðvitað heppnist ekki alltaf allt sem skyldi, þá er víst, að flestir eru á einu máli um, að frábær hjúkrun og alúð er fólki þama sýnd. Árin líða. Árið 1982 ákveðum við, fyöl- skylda Þórarins og við hjónin, að fara til London í vikutíma og skoða okkur um í þessari heimsborg og var nú mikið hlakkað til. Ég man, að Þórarinn og reyndar við öll, sem ætluðum að fara þessa ferð, kona hans Guðrún, tengdamóðir mln, og við hjónin, fórum að bollaleggja hvað ætti nú helst að reyna að sjá og skoða. Þórarinn sagði við mig fljótlega, að hann langaði til að heimsækja sjúkrahúsið, Bromton Hospital, og gefa starfsfólki því, sem annaðist hann í veikindunum, og hann nefndi sérstaklega systur Smith, sem var þar yfírhjúkrunar- kona, eitthvað til minningar um komu sína, og einkum þakklæti sitt fyrir hlýju og umönnun aila, sem hann fékk að njóta á þeim tíma sém hann dvaldi þar. Mér fannst þetta góð hugmynd og var því keypt veg- leg bók um Island og bað Þórarinn mig um að snúa á ensku texta, sem hann hafði ritað, og vildi að skrifað- ur yrði innan á kápu bókarinnar, og gerði ég það. Einnig hafði hann meðferðis myndir, sem teknar höfðu verið af honum og hjúkrunar- fólki á spítalanum og hefur eflaust frænka hans, Olga Hafberg, sem með honum fór, honum til trausts og halds, tekið eitthvað af þeim. Allavega útbýtti hann þessum myndum þama á spítalanum þegar við komum í þessa einstæðu heim- sókn, ég segi einstæðu, vegna þess að t.d. yfírhjúkrunarkonan, systir Smith, sem við spurðum strax eft- ir, er við komum þar, þekkti hann, og það með nafni, strax og hún sá hann. Því sem á eftir fór er kannski óþarfí að lýsa í smáatriðum, en við hittum fjórar konur, sem höfðu ver- ið þama á þeim tíma er hann var þama í aðgerð, og ekki leyndi sér, að Þórarinn var þeim aufúsugestur, kominn þangað í heimsókn, en ekki í aðra aðgerð, sem ýmsir verða víst að gera. Hjúkrunarfólk þetta sem við hitt- um þama færði mér enn frekar sanninn um það sem ég hafði reynd- ar nokkra reynslu af þá þegar, að Þórarinn var minnisstæður maður og ég get sagt með mikilli ánægju, að mér fínnst það fengur, að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast hon- um og hans fólki. Ekki verður svo skilið hér við, að ekki sé getið þess, sem var honum mest virði í lífinu, fyrir utan konu sína og fjölskyldu auðvitað, en það var sú gæfa sem honum hlotnaðist er hann fann frelsara sinn, Jesúm Krist, og var hann ekkert að fela það, enda var honum vel ljóst, að ekki þýðir að setja ljós sitt „undir mæliker,“ því þannig lýsir það engum. Nei, hann var ekki þögull um þá náð, sem honum hlotnaðist er hann fann trúna, sem öllu iífí breytir, bæði hjá honum, sem og öðmm sem það reyna. Bestu stundir hans, sem frístund- ir má kalla, voru við söng, og söng- æfíngar, þær sem hann sótti árum saman, og naut svo í kórsöng þeim sem hann tók þátt í hjá kór Fíla- delfíusafnaðarins. Þar átti hann ótaldar hamingjustundir. í saman- tekt má segja í stuttu máli að Þórar- inn vissi vel að heilsu hans hrakaði hin síðustu ár, en hann æðraðist ekki. Aldrei heyrði ég hann kvarta, nema helst um að hann gæti ekki gert eins mikið og hugur hans vildi, en þó heilsan væri tæp, hin síðari ár, liggur margt eftir hann af fal- legum smíðisgripum, bókahnífum, smjörhnífum og alls konar smáhlut- um, sem voru svo haganlega unnir, að helst mætti líkja við listaverk. Þannig var alúð hans, sem hann lagði í allt sem hann gerði. Það væri auðvelt að halda lengur áfram, en ef til vill best að láta senn stað- ar numið. Mig langar til að þakka og þakka að hjarta alla þá hlýju og alúð, sem mér hefur fallið í skaut á þessum árum og ég veit að Þórarinn er kominn „heim" og laus úr viðjum sjúkleikans, og kominn til starfa Guðs um geim, búinn að uppskera laun trúmennsku sinnar og því ætt- um við, sem eftir lifum, að reyna að vera bjartsýn í ljósi þess að hann hefur uppskorið, sem hann sáði. Hann kaus eilífa lífíð með Kristi, aðeins með því að trúa, og það vissi hann, að var fyrir náð og hann þáði það auðmjúkur. Blessiið veri minning hans og hafí hann þökk fyrir allt sem hann var mér, ég mun minnast hans, meðan ég lifí. Leifur Núpdal Karlsson, tengdasonur. í dag er kvaddur frá Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu kær vinur og góður granni, Þórarinn Hafberg, f.v. verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, en hann lést aðfaranótt 9. mars sl. Þórarinn hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða, veikindi er hann bar með karlmennsku og æðruleysi þess sem trúir því og veit að honum er búinn staður hjá skapara sínum þegar yfír lýkur. í þessum veikindum naut hann ást- ríkrar umhyggju Guðrúnar, eigin- konu sinnar. Nær 11 ár eru liðin síðan ég og fjölskylda mín fluttum í næsta ná- grenni við þau hjónin Þórarin og Guðrúnu. Má segja að kynni okkar h^fí hafíst strax uppúr þeim flutn- ingum. Kynni okkar þróuðust síðan í vináttu sem hefur orðið mér og mínum afar dýrmæt og veitt okkur ómælda ánægju. Eftirfarandi spakmæli er eignað skoska rithöfundinum James Matt- hew Barrie: „Þeir sem flytja sól- skinið til annarra komast ekki hjá því að það skíni á þá sjálfa." Þetta spakmæli á vel við um þau Þórarin og Guðrúnu, það hafa sýnt og sann- að tíðar heimsóknir ættingja og vina á heimili þeirra hjóna. Allir sóttust eftir þeirri birtu og þeim yl er stafaði af návistinni við þau. Við Þórarinn áttum sameiginlegt áhugamál, sem varð oftar en ekki aðalumræðuefni okkar í milli, en það var lestur góðra bóka. Hann var bókelskur og átti góðan bóka- kost ævisagna og þjóðlegra fræða sem hann mat meira, að ég tel, en skáldskap. Störf lækna voru honum sérlega hugleikin, hann las hann mikið af slíku efni og varð tíðrætt um afrek læknavísindanna. I nóvembermánuði 1971 gengust tveir íslendingar undir mestu hjartaaðgerð, sem gerð hafði verið á íslendingum fram að þeim tíma. Aðgerðin var framkvæmd á Brom- ton-sjúkrahúsinu í London en annar þessara manna var Þórarinn. Þessi erfiða og hættulega aðgerð tókst með miklum ágætum og er því ekki að undra þó að Þórarinn hafi dást að læknastéttinni og fylgst vel með framförum á sviði skurðlækninga. Rúmum 10 árum eftir aðgerðina heimsótti Þórarinn Bromton- sjúkrahúsið og færði hjúkrunarfólki því, sem hafði annast hann, gjafír. Það fólk mundi vel eftir Þórami og tók honum opnum örmum. Þetta dæmi sýnir aðeins það að Þórarinn gleymist ekki þeim er kynntust honum. Þórami var margt til lista lagt en hann flíkaði þeim eiginleikum ekki. Hann var söngmaður góður enda söng hann með kór Fíladelfíu í áratugi. Það var fyrst á síðastliðnu hausti að hann hætti að stunda söngæfíngar með kómum. Hann var drátthagur og hagur á tré. Á verkstæði sínu, sem hann hafði komið sér upp I kjallaranum heima, smíðaði hann ýmsa smágripi. Vom þessir gripir eftirsóttir til gjafa sem minjagripir, má þar t.d. nefna hag- lega gerða bréfahnífa. Skreytti hann þá gjaman á smekklegan hátt með allskonar innbrenndu út- flúri. Hér hef ég talið upp fátt eitt af því sem einkenndi Þórarin en þó ekki stærstu og veigamestu þættina í fari hans sem voru; heiðarleiki, prúðmennska, glettni hans og gam- ansemi, sem aldrei var á kostnað annarra, og umfram allt hann.var trúaður. Hann fékk köllun um páska 1950 og gekk I Hvítasunnu- söfnuðinn og hann var trúr köllun sinni til æviloka. Indverskt máltæki segir: „í hvert sinn sem við missum vin deyjum við lítið eitt.“ Mikiil og stór sann- leikur feist í þessum orðum. Við hjónin og bömin okkar sendum Guðrúnu, bömum, tengdabömum og bamabömum, okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum Þórarin með þakklæti fyr- ir órofa vináttu og tryggð. Blessuð sé minning hans. Sævar Þ. Jóhannesson Þórður Loftsson frá frá Bakka Fæddur 31. maí 1906 Dáinn 10. mars 1988 Ekki kom það mér beint á óvart, er ég heyrði í útvarpinu að Þórður vinur minn frá Bakka í Austur- Landeyjum væri allur. Ég kom til hans í fyrravetur í íbúð hans I Há- túni 10. Var þá mjög af honum dregið. Hniginn er I valinn aldraður maður, þrotinn að heilsu og kröft- um. Er þá ekki hvíldin kærkomin? Þórður fæddist að Bakka í Aust- ur-Landeyjum hinn 31. maí árið 1906. Ný öld var nýlega hafín, vor- hugur var í þjóðinni. Var sem þjóð- in væri að vakna af aldalöngum svefni. Foreldrar Þórðar bjuggu lengi að Bakka, en þau voru Loftur Þórð- arson og Kristín Sigurðardóttir, ljósmóðir um langa hríð í sveit sinni. Þórður ólst upp I stórum systkinahópi. Hann fór að vinna ungur heima við búskapinn og var foreldrum sínum stoð og stytta allt til þess tíma að hann fluttist að Hellu ásamt þeim. Þar dvöldu gömlu hjónin hjá Þórði og Bimi, sonum sínum, til dauðadags. Loftur lést 22. nóvember 1954, en Kristín dó 7. maí 1957. Hann varð 87 ára, en hún tæplega 83 ára. Skelfing er mannsævin I raun og veru stutt og starfsárin fá. Þórður leitaði sér menntunar í æsku. Gekk hann í Flensborgar- skólann og lauk þaðan gagnfræða- prófí árið 1924, 18 ára. Minntist hann oft á skólaveruna við mig, er við störfuðum saman um skeið. Hann minntist kennaranna, ekki — Minning síst síra Þorvaldar Jakobssonar, Bjama Bjamasonar, síðar skóla- stjóra á Laugarvatni, og Sigurðar Guðjónssonar, er oft var nefndur Siggi lærer, en hann kenndi dönsku. Einn af beklqarbræðmm Þórðar í Flensborg var Sigurður Ágústsson í Birtingaholti, með þeim yngstu, ef ekki yngstur, í þeim hópi. Ekki átti það fyrir Þórði að liggja að ganga langskólaveginn, enda vafalítið illfært þá fyrir bóndason. Hann fór heim og vann á búinu. Eins og kunnugt er hafa margir stundað kennslu bama, þótt ekki hafí þeira aflað sér sérmenntunar til þess starfs, og margir reynst vel á þeim vettvangi. Sá sem kenndi mér lengst í bamaskóla var gagn- fræðingur frá Akureyri, Siguijón Jóhannsson. Ekki var hann taiinn neitt slakur kennari, þótt prófskír- teinið frá Kennaraskólanum vant- aði. Þórður tók að stunda bama- kennslu í heimasveit sinni, er hann var um fertugt. Stundaði hann það starf í tvo vetur. Síðar gerðist hann kennari við bamaskólann á Hellu, sem þá var nýstofnaður. Var hann þar skólastjóri þar til réttindamaður í greininni birtist. Þá var Þórði mínum vikið til hliðar. Svo var það haustið 1964, að ég leitaði til Þórð- ar að gerast almennur kennari við bamaskólann í Þykkvabæ, sem ég hafði forsjá fyrir þá. Hann varð vel við bón minni, held jafnvel að hon- um hafí þótt vænt um traust það er ég bar til hans: Að gerast kenn- ari við skóla í nágrenni við heimili sitt. Kennarastarfíð er vandasamt og oft vanþakkað, en býður upp á fjölbreytni. Engir tveir dagar í kennslu em alveg eins. Þórður var orðinn roskinn, þegar þetta var, en hafði talsvert vinnuþrek, og meira en búast mátti við. Hann hafði nefnilega tekið lungnaberkla og verið höggvinn, til að hægt væri að komast að meinsemdinni og ijar- lægja hana. Verkið vann hinn þjóð- kunni skurðlæknir Guðmundur Karl Pétursson. Síðan mátti Þórður heita vinnufær, þar til fáum ámm fyrir dauða sinn. Hvað má segja um kennslu Þórð- ar? Hann var samviskusamur. Fór sínar eigin leiðir. Lagði áherslu á það í reikningskennslunni að pota hvetjum og einum áfram eftir getu. Töfluna notaði hann í hófí. Sögur sagði hann krökkunum oft, enda var hann vel lesinn. Mesta yndi hans var bóklestur. Ég held nú að kennslan hafí aldrei verið honum neitt kjörfag, en þar var hann trúr, líkt og við önnur störf sem hann lagði hönd að. Þórður stundaði lengi smíðar hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Hann var hagur í höndum. Faðir hans var smiður góður og átti margt verkfæra til þeirrar iðju. Smíðar kenndi Þórður I skólanum í Þykkvabæ, en þar kenndi hann með mér í tvö skólaár. Hjá okkur hjónum var hann í fæði og hús- næði. Þægilegur maður var Þórður í viðræðu. Þekkti fjölda fólks og var minnugur. Orðaforði hans var nokkuð sérstæður. Lýsingarorðið drengilegur var í munni hans sterkt. Hann var sjálfur drengur góður, heiðarlegur alveg fram í fíngur- góma. Slíkra manna er gott að minnast. Heyrst hefur, að þeim fari fækkandi. Er illt, ef satt reynist. Þórður var einhleypur maður fram að fimmtugu. Þá kvæntist hann komu frá Patreksfírði, Matt- hildi Jóhannesdóttur að nafni. Reyndist hún honum mjög hlý og dugleg eiginkona. Eigi varð þeim barna auðið. Matthildur var mynd- arleg í sjón og alúðleg í framkomu. Frá Hellu fluttust þau til Reykjavík- ur og eignuðust notalega íbúð I Hlíðunum. Þar komum við hjónin til þeirra. Þar dundaði Þórður við smíðar í litlu herbergi undir risi og hafði yndi af. Síðast bjuggu þau Þórður og Matthildur I Hátúni 10. Er útsýni þaðan stórfenglegt. Er þau bjuggu þama andaðist Matt- hildur. Eftir það bjó Þórður einn í íbúðinni, sem í raun var þá orðin of stór. Fá ár urðu á milli þeirra. Þórður verður lagður til hinstu hvíldar við hlið Matthildar í Gufu- neskirkjugarði. Hvíli hann í friði, blessaður karlinn. Minningin lifir. Þessum fátæklegu kveðjuorðum fylgir einlæg samúðarkveðja frá okkur hjónum, til ættingja has. Auðunn Bragi Sveinsson Stykkishólmur: Mikil verk- efni fram- undan Stykkishólmi. Atvinnumálanefnd Stykkis- hólms er skipuð áhugamönnum á sviði atvinnuaukningar í bæn- um. Þeir fylgjast með þróun þeirra mála, en eins og allir vita eru það atvinnumálin sem gilda á hverjum stað og sá uggur sem nú er um alla landsbyggð vegna straums fólks á höfuðborgar- svæðið hlýtur að kalla á starf til að sporna þar á móti. Um áramótin samþykkti nefndin meðal annars að rannsóknir verði auknar á hörpudiski og þeim stofn- um sem nýtanlegar eru í Breiða- firði. Kannaður verði grundvöllur fyrir því að ráðinn verði sérfræðing- ur er vinni að rannsóknum og þró- unarverkefnum á sviði sjávarútvegs og fullvinnslu afurða. Þá verði auk- ið samstarf milli hagsmunaaðila við nýtingu auðlinda sjávar. Menn eru ailtaf að sjá það betur og betur að fullnýting afurða og fyllstu gæði eru það sem koma skal. — Árni VZterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.