Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 fclk í fréttum Poppstjömum á borð við Michael Jackson vinnst sjaldan timi til hvíldar. Hann sá sér þó fært að gera hlé á hljómleikaferð um Bandaríkin, fara í sitt fínasta púss og fylgja Lisu Minelli á fmmsýhingu á „Óperudraugn- um“ í New York. Michael Douglas og frú. Frægðarsói Douglas tók loks að skina í vetur eftir mörg ár í kvikmyndabransanum. Hann sló í gegn í myndunum „Fatal Attraction“ og „Wall Street“ og segir ekkert hjálpa leikara meira en að fá hlutverk raunvemlegs skúrks. Hin leðurklæddu hjón Bmce Willis úr Moonlighting þáttunum og Demi Moore létu sig ekki vanta á fmmsýningu „Ópera- draugsins" í New York. Raddir em uppi um að hjónaband þeirra standi á brauðfótum eftir örfárra mánaða reynslutíma- bil. LEIKHÚS Frægir á frum- sýningum jt Ihópi frumsýningargesta hafa sameiginlegt að vera af frægu og löngum leynst kynlegir kvistir. kyndugu fólki sem skundar áfjáð á Þessar forláta myndir eiga það eitt frumsýningar. Lesendur víðlesins vikurits í Hollywood töldu Föruh Faw- cett-Majors hafa ljótustu hné í gervallri borginni. Hún lét álit þeirra ekki á sig fá og sýndi hné sín á fmmsýningu á „Ópem- draugnum". Söngkonan Annie Lennox úr Eurythmics dúettnum reyndi að fela sig í randýrsfeldi á frumsýn- ingu söngleiks eftir Chuck Berry í London. Matmóðir þingmanna og annarra starfsmanna Al- þingis heitir Þórdís Valdimars- dóttir. Hún hefur gefíð ráðamönn- um í svanginn í tuttugu og þijú ár og þykir baka fádæma góðar pönnukökur. Hún segir þingmenn misjafnlega vanafasta. Einn vill alltaf sjö pönnukökur, annar hatt- inn af rúnnstykki og jarðarberja- mauk, sá þriðji tvær ristaðar brauðsneiðar og malt...Þeir biðja bara um skammtinn sinn og bæta gjaman við að Þórdís viti hvað þeir vilja. Þórdís hellti fyrst upp á kaffi í Alþingi í október 1965 og tók við stjóminni í eldhúsinu af Margréti Valdimarsdóttur sjö árum seinna. Kaffiveitingar voru í anddyri þinghússins og setustofu sem kölluð er Kringlan allt til ársins 1973. Þá var núverandi kaffístofa tekin í notkun, en þar var áður skrifstofa forseta ís- lands. Inn af kaffístofunni er eldhús sem ekki má minna vera, til að þær fjórar konur sem þar vinna ÞORDIS VALDIMARSDÓTTIR Engin mat vendni í þingmönnum Morgunblaðið/Emilla Pönnukökurnar hennar Þórdísar Valdimarsdóttur á kaffistofu Alþingis þykja feikigóðar. Hún rúllar þeim . upp með sykri og segir þingmenn ekki hafa gott af ' ijómapönnukökum. geti athafnað sig. Gamla eldhúsið undir stiga hússins er mun stærra. Þar bakaði 'Þórdís rúllutertur og marmarakökur, jólakökur og vínarbrauð þangað til í fyrra- haust. Nú gefst aðeins tími til að baka hinar ómissandi pönnukök- ur, annað kaffíbrauð þingmanna er aðsent. Svo er og um hádegis- verðinn, salat og súpu eða heitan rétt, sem kemur úr Veitingahöll- inni. Að sögn Þórdísar eru oftast á milli sextíu og áttíu manns í há- degismat í þinginu og hátt í tvö hundruð drekka þar kaffi dag- lega. „Kaffistofan tekur 42 í sæti og við dúkum borðin oft á dag. Þeir eru svo vinsælir, mínir menn,“ segir Þórdís. Hún hefur heitt á könnunni frá morgni til fundaloka, þannig að teygst getur úr vinnudeginum. „Þetta var strangt fyrir jólin, maður fór að- eins heim að leggja sig og var mættur aftur klukkan sjö.“ Þórdís kannast hvorki við að þingmenn séu matvandir, né held- ur döllað heilsubylgjan hafi skollið á kaffistofu Alþingis af fullum þunga. „Flestir fá sér köku- skammt með kaffinu og nokkrir vilja ekkert nema pönnukökur,“ segir Þórdís. „Það er helst að yngra fólkið biðji. um ristað brauð með osti. Þessar elskur hafa ekki allar sama smekk, en þetta er eins og eitt stórt heimili og hér hefur mér líkað fjarska vel.“ Fólk í fréttum kann fátt til eld- húsverka og bað Þórdísi að gefa sér uppskriftina góðu að pönnu- kökunum. Það var auðsótt: Út í bolla af hveiti hrærist 2>/2 des- ilítri af undanrennu. Tvö egg eru svo þeytt út í blönduna. Örfáum vanilludropum, agnarögn af sóda- dufti og lyftidufti er bætt út í ásamt dálitlu bræddu smjörlíki. Þá er ekkert eftir nema að steikja pönnukökurnar og eta. Þórdís kveðst venjulega baka um tvö hundruð pönnukökur á dag úr sex bollum af hveiti og tólf eggjum. Hún notar þijár pönnur og er að í klukkutíma eða þar um bil, eftir því hvernig hún er upplögð. Byijendum skal þó ráðlagt að taka sér góðan tíma, nota aðeins eina pönnu og hleypa engum inn í eldhúsið fyrr en allt er afstaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.