Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 9 Forróttur: Trjónukrabbasúpa Nauslsips Aöalróttur: Hreindýrahnetusteik meö villibráöarsósu og Waldorfsalati Eftl rróttu r: Glóaldinís ogferskir ávextir restaurant S I M I 1 7 7 5 9 CONSENSO og NewRoads® NÝ MERKI i formaður íalenaku Bendinef nda.Tnnar: Tmstri flokkamir vildu ræða^ [utanríkismál annarra landé _*•«» — ■— — ** jDeiItuin I farsíma. Norðurlandaráðsþing og farsímar Norðurlandaráðsþing var haldið í Osló í síðustu viku og sóttu það 7 íslenskir þing- menn og 6 ráðherrar ásamt fríðu föru- neyti. Margt var þar rætt þá fimm daga sem þingið stóð, m.a. annars tillaga frá Guðrúnu Helgadóttur o.fl. um bann við farsímum. Sú tillaga hlaut þó litlar undir- tektir annarra en flutningsmanna enda vandséð hvernig eigi að framkvæma slíkt bann. Norðurlönd og umheimur- inn í viðtali sem Morgun- blaðið átti við Ólaf G. Einarsson, formann íslensku sendinefndar- innar á Norðurlandar- áðsþinginu, kemur fram að eitt af því sem ein- kenndi hina almennu umræðu á þinginu var sú árátta vinstri manna að ræða þar utanríkismál annarra landa en Norð- urlanda. Visaði hann til þess að Anker Jörgens- en, formaður danska Jafnaðarmannaflokks- ins, hefði hafið umræðu um málefni ísraels og herteknu svæðanna á Vesturbakkanum. Vildi jafnaðarmannaforinginn að Norðurlandaráðsþing tæki að sér frumkvæðið til þess að leysa deilur á Su viðkvæma svæði. 'ur G. sagði að hann teldi ekki rétt að fara út i umræðu um slík mál á þessum vettvangi. Norð- urlandaráð ætti að vera vettvangur landanna til að vinna saman að þvi að draga úr ýmsu sem sldldi þjóðimar að og reyna að styrkja sam- vinnu og ná árangri. Undir þessi orð skal tek- ið. Það er sist til þess fallið að styrkja sam- vinnu að nota Norður- landaráðsþing sem vett- vang utanríkismálaum- ræðu. Um það hefur ver- ið samkomulag milli landanna að um utanrík- ismál skuli ekki rætt á þingunum, enda hafa Norðurlöndin kosið að taka mismunandi afstöðu i slíkum málum á alþjóða- vettvangi. Frumhlaup Jörgensens er því ein- kennilegt og erfitt að sjá hvaða hvatir lágu þar að baki aðrar en ósk um athygli. Ef málefni her- numdu svæðanna eiga erindi inn á þennan vett- vang má allt eins færa rök fyrir þvi að þar skuli ræða málefni Afganist- an, Mið-Ameríku, sam- skipti stórveldanna og ástandið á Persaflóa. Erfitt er að sjá hvaða gagn ibúar á Norðurl- öndum hefðu af slíkum umræðum á þessum stað. Guðrún og farsímarnir Það eru vissulega skiptar skoðanir um það hvers konar vettvangur Norðurlandaráðsþing eigi að vera. Forsjár- hyggjusinnar á vinstri kantinum telja til dæmis að þama sé kominn einn vettvangurinn til þess að láta misvitra stjómmála- iuenn taka ákvarðanir um daglegt líf fólks og setja reglur um alla mögulega og ómögulega hluti. Ein skondnasta til- raunin i þá áttina á Norð- urlandaráðsþinginu var gerð af nokkrum só- sialískum þingmönnum, m.a. Guðrúnu Helgadótt- ur og Margarete Auken, sem aðallega er þekkt hér á landi fyrir margar árásir á íslendinga vegna hvalveiða okkar. Þær stöllur, ásamt fleiri þing- mönnum, höfðu lagt fram þá tillögu að öku- mönnum yrði bannað að tala í farsima á meðan á akstri stæði. Töldu þær það hafa neikvæð áhrif á aksturshæfni manna. Hætt er við að eftirlit með svona banni gæti reynst erfitt á islenskum þjóðvegum og upp til heiða og raunar furðulegt að þingmönn- unum skuli hafa látið sér detta þetta í hug. Vissu- lega má færa rök fyrir því að farsímar geti í sumum tilvikum dregið athyglina frá akstri en það sama má segja um reykingar, útvarpshlust- un og spjall við aðra far- þega. Má búast við til- löguflutningi um þau at- riði frá stöllunum á næsta Norðurlandaráðs- þingi? Ami og grát- kórinn Tíminn víkur i rit- stjórnargrein í gær að sunnudagspistli Ama Bergmanns, ristjóra Þjóðviljans, þar sem hann skammaðist út í Bryndisi Schram fyrir að hafa látið hafa eftir sér í blaðaviðtali að hún hefði tekið eftir þvi „að þrátt fyrir allt talið um hátt vöruverð, þá lækkar ekkert i matarkörfunni hjá fólki. Fólk virðist ekki reiðubúið að neita sér um neitt.“ Ami brást reiður við þessum um- mælum og spurði meðal annars: „Hvað veit Bryndis Schram og aðrir sem svipað hugsa um innihald matarkarfa hjá fólki? Hvað veit hún hvað þar var fyrir matarskatt? Hvað veit þetta fólk um það hvað þeir auralitlu neita sér um?“ Gæti argasta karlrem- busvin gengið öllu lengra í að opinbera kvenfyrir- litningu sina, illgimi og dulbúna öfund?, spyr Tíminn i framhaldi af þessum sunnudagspistli. Út á það eitt að Bryndís hafi verið ráðherrafrú í nokkra mánuði virðist sem ritstjórinn tejji sig þess umkominn að gera 25-30 ára húsmóður- reynslu hennar alls ómarktæka. Siðan segir í Tíman- um: „En hvemig kemur hins vegar álit Áma á fávisi hennar i matarinn- kaupum heim og saman við t.d. stuðning ritstjór- ans við þá kröfu, að hús- móðursstörf eigi að met- ast til starfsaldurs og launa þegar konur ráða sig út á vinnumarkaðinn að loknu bamauppeldi? Á það kannski bara að gilda fyrir aðrar konur en ráðherrafrúr? Þjóðvi^jinn hefur lika leikið undir með „kenn- aragrátkómum" að und- anförau. Spumingin er hvort ekki kann að vera hugsanlegt að Bryndísi hafi lærst að tenya sér hagsýni og spamað öll þau ár sem Jón Baldvin var „bara“ réttur og sléttur kennari i Haga- skólanum." L Auslurslræli 22 FÁST HJÁ ^KARNABÆR r Laugavegi 66 - Austurstræti 22 - < Laugavegi Simi frá skiptiborði 45800 - Glæsibæ í EVRÓPSKUM FATNAÐI Mjólkursamsalan Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.