Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Bjami Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku Minjar í Danmörku Frá Bronsöld hafa fundist vegir i Danmörku, lagðir greinum og hrís. í grein í Morgunblaðinu nýlega ræddi ég svolítið um hve ríkir Danir eru af fomum kirkjum frá því á elleftu öld og næstu öldum þar eftir. Það er að segja frá róm- önskum tíma og síðar gotneskum. Danir eru ríkir af hverskonar minjum um lifnaðarhætti fólks. Stafar þetta bæði af því hve lengi fólk hefur búið í landinu og eins af hinu hve vel jörðin danska hef- ur varðveitt minjar. Vötn og mýr- ar og leirborinn jarðvegur geyma vel ýmsa hluti. Á söfnum eru til hinir merkustu gripir frá steinöld. Er þessu það vel komið fyrir að lesa má þróun verkfæragerðar frá steinöld, eftir að íshellan hefur þiðnað og þokað lengra norður eftir. Síðan tekur bronsöld við, fyrir um þijú þúsund árum. Þeir eru einnig ríkir af ýmsum munum þeirra tíma og hafa á seinni árum fundið og graf- ið upp ijölmörg svæði sem ætt- flokkar þess tíma hafa haft ból- festu á. Fundist hafa nokkrur munir sem taldir eru vera frá því um 2000 f. Kr. Svona rekja fom- fræðingar tímann með fundnum munum í gegn um aldir. Sérstakur gripur, sem þekktur er og er talinn vera frá því um 1400 f. Kr. er sólvagninn. Til glöggvunar má geta þess að um það leyti er talið að Tut-ank-ámon hafi verið Faraó í Egyptalandi. Frá þeim tíma er fsraelsmenn voru í ánauð Egypta 12—1300 f. Kr. þegar talið er að Ramses II. hafí verið Faraó og dóttir hans hafí fóstrað Móse, eftir að hann fannst á ánni Níl, hafa fundist merkar minjar í Danmörku. Það em svokallaðar eikarkistugrafír, með beinum og fataleifum sem vom forvitnilegt rannsóknarefni. Ýmsir munir úr bronsi og gulli hafa fundist frá þessum tíma. Minjum frá yngri tíma fjölgar svo jafnt og þétt og lesa fræði- menn stflgerðir, aldur og uppmna Bollar úr gulU hafa fundist frá því 1000-800 f.Kr. þessara muna, sem oft em snilld- arvel og haganlega smíðaðir. Sumir þessara gripa em taldir vera smíðaðir í Ukraínu, Póllandi og víðar. Frá tímanum 8—900— 1000 f. Kr. um það leyti_ sem kveðin var Illíonskviða og Ódys- seifs og menningin blómstraði svo glæsilega í Grikklandi og Davíð konungur sameinaði ættkvíslir ísraels og Salómon hinn vitri kon- ungur ríkti eftir föður sinn, eiga Danir merka gripi, t.d. tvo hjálma úr bronsi og em hom á þeim. Þeir em nefndir Viksö-hjálmamir, eftir fundarstaðnum. Gullskálar m.a. frá Boeslunde, Midskov og Mariesminde. Frá bronsöld hafa fundist götur eða vegir, sem notaðir hafa verið til að aka eftir þungum uxavögn- um. Til að vama því að hjólin sykkju og festust í votlendi, vom trjágreinar og hrís lagt þversum jrfír veginn, svona 30 til 40 sm þykkt lag. Til að halda greinunum á sínum stað vom einnig reknir staurar niður í jarðveginn. Á sér- lega votlendum stöðum við vöð á ám o.s.frv. entist vegurinn illa og var þá færður til. Vegir af þess- ari gerð hafa fundist við uppgröft. Höfundur er smíðakennari. 100g IHEIM JOGIIRT KGARÞÚKAUPHtSOOgDÓS!’ * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt f 180 g dósum. Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. Tílheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. HVERVILLEKKIGERAGÓÐ KAUP?“TTIS~ leiðbeinandi verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.