Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 ! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON V estur-Þýskaland: Stuggað við heilögum kúm jafnaðarmanna OSKAR Lafontaine, forsætisráðherra Saarlands og efnilegasti leiðtogi sósíaldemókrata í Vestur-Þýskalandi, hefur að nýju dregið athygli að flokki sinum. Fátt er nú umtalaðra í þýskri pólitik en sú tillaga Lafontaines, að betur stæðir launþegar sætti sig við skert laun fyrir styttri vinnuviku svo hægt verði að fjölga störfum. Hægrimenn og frjálslyndir taka tillögunni fagnandi en verkalýðshreyfingin og gömlu jaxlarnir f flokknum mótmæia. En skjólstæðingur Willy Brandts veit lengra nefi sinu. Hann ætiar sér að verða næsti kanslari. Aöskudag söfnuðust jafnað- armenn í Saarlandi að vanda saman og hlýddu á mál- flutning leiðtoga síns sem jafn- framt er varaformaður Jafnaðar- mannaflokks Vestur-Þýska- lands. Hann er eðlisfræðingur að mennt og náði ungur miklum pólitískum frama. Saarlendingar eru stoltir af því að heimamaður skuli hafa komist til áhrifa á landsvísu en Saarland er fá- mennasta fylkið í Sambandslýð- veldinu. Annar Saarlendingur sem komist hefur til metorða er Erich Honecker, flokksleiðtogi í Austur-Þýskalandi. Oskar La- fontaine hefur alltaf viljað skara fram úr. Það gerir hann líka, ólíkt Johannesi Rau síðasta kanslaraefni jafnaðarmanna sem aldrei tókst að hefja sig upp úr meðalmennskunni. Lafontaine tekur sjálfan sig ekki of hátí- ðlega og það færir honum ómældar vinsældir. Á öskudaginn síðasta beindi hann ekki spjótunum að pólitísk- um andstæðingum eins og vant er heldur eigin flokksbræðrum. „Við hljótum að draga I efa hvort gömlu lausnimar frá 6., 7. og 8. áratugnum myndu duga til að vinna á' atvinnuleysinu ef við kæmumst í stjóm." Síðan bætti hann því við að eina færa leiðin til að draga úr atvinnuleysinu væri sú að þeir sem hefðu fasta stöðu deildu ekki einungis vinn- unni heldur og einnig tekjunum með þeim sem utangarðs eru. „Ég er hlynntur 35 stunda vinnu- viku en ekki því að launin hald- ist.“ Sakaður um svik við málstaðinn Þíið er merkilegt hvað gamlar hugmyndir geta þyrlað upp miklu ryki ef réttur maöur lætur þær frá sér fara á réttu andartaki. Ungir jafnaðarmenn hafa mælt með því sama og Lafontaine árum saman. Og nýir kennarar í Bad- en-Wiirttemberg fá einungis tvo þriðju hiuta iauna þeirra sem víkja fyrir aldurs sakir enda er vinnu- tíminn styttri sem því nemur. En enginn átti von á slíku frá vara- formanni jafnaðarmanna sem hingað til hefur verið talinn til vin8tri arms flokks síns. Leita þarf langt aftur til að finna leið- toga vinstri manna sem leitar or- saka atvinnuleysisins ekki einung- is hjá vinnuveitendum. Verkalýðs- foringjar líta á hugmyndir La- fontaines sem svik við málstaðinn Margir spá því að Oskar La- fontaine verði næsti kanslari Vestur-Þýskalands. ekki síst þar sem nú standa fyrir dyrum samningar milli hins opin- bera og starfsmanna þess þar sem tekist verður á um óbreytt laun fyrir styttri vinnuviku. Hingað til hafa samningar milli vinnuveitenda og launþega verið nokkurs konar málamiðlun. Verkalýðshreyfingin hefur viljað tryggja að rauntekjur minnki ekki. Það samþykiqa vinnuveit- endur ekki með þeim afleiðingum að hægt hefur gengið að stytta vinnuvikuna. Af því. leiðir einnig að störfum flölgar hægt. Stóru flokkarair nálgast hvor annan Sumir vilja sjá í hugmyndum Lafontaines merki víðtækari þró- unar í þá átt að andstæðumar í vestur-þýskum stjómmálum þurr- kist út. Maðurinn sem barðist árið 1983 hvað harðast gegn uppsetn- ingu meðaldrægu flauganna er einn af fáum vinstri mönnum sem iðjuhöldar taka mark á. Nóg er af hliðstæðum dæmum: Alfred Dregger, þingflokksformaður kristilegra demókrata i Bæjaral- andi, og Egon Bahr, vamarmála- sérfræðingur jafnaðarmanna, mótmæla endumýjun skamm- drægu flauganna á sömu forsend- um. Kohl kanslari og Strauss Bæjarakóngur reyna að slá end- umýjuninni á frest til að styggja ekki almenning. Heiner Geissler framkvæmdastjóri flokks kristi- legra demókrata leitar nýrra leiða í samskiptum Austur- og Vestur- Þýskalands sem þegar betur er gáð eiga rætur að rekja til slökun- arstefnu Brandts. Lothar Spáth, kristilegur demókrati og forsætis- ráðherra í Baden-Wiirttemberg, sagði á dögunum þegar hann var spurður með hverjum hann vildi mynda stjóm ef flokkur hans missti meirihlutann í komandi kosningum: „Ég hef nú mestan áhuga á græningjum." Pólitíkin er að verða meira spennandi en áður. Lengi sýndu fræðimenn Vestur-Þýskalandi lítinn áhuga en tilkoma græningja hleypti svo sannarlega lífi. í stjómmálin al- mennt og fræðin um þýska pólitík. Nú gerir svipað vart við sig aft- ur. Félagsfræðingar sjá ávöxt erf- iðis síns í hinni nýju þróun. Þeir hafa ráðlagt stjómmálamönnum til hægri og vinstri að hætta að miða við fastan kjósendahóp og bjóða heldur upp á fjöibreytta, sveigjanlega stefnu sem kemur á óvart. Boðar framfarir og aukin afköst Þeim sem lesið hafa úttekt jafn- aðarmanna á ósigrinum I þing- kosningunum á síðasta ári þarf ekki að koma tillaga Lafontaines á óvart. Samkvæmt þeirri nafla- skoðun verður flokkurinn að losa sig við gamlar klisjur. „Á meðan mikilvægur hluti kjósenda lítur svo á að jafnaðarmönnum sé ekki treystandi fyrir framfömm á sviði atvinnulífs heldur að þeir geti ein- ungis séð um að varðveita félags- leg gæði þá ná þeir ekki völdum," segir í skýrslunni. Flokkurinn verður sem sagt að nálgast Fijáls- lynda í stefnumiðum sínum en þeir hafa í tvo áratugi verið stóm flokkunum tveimur nauðsynlegir til að mynda meirihlutastjóm. í kosningunum á síðasta ári nem hægrimenn jafnaðarmönn- um um nasir að þeir ætluðu sér að ná völdum með hjálp græn- ingja. Vissulega gældu margir vinstrimenn við slíkt en höfðu ekki kjark til að láta á það reyna. Sfðan þá hefur klofningur meðal græningja orðið æ ljósari og þeir um leið orðið lítt fysilegir til sam- starfs fyrir jafnaðarmenn. Eftir tvær vikur verður kosið til fylkisstjómar í Baden-Wiirtt- emberg. Þar ráða kristilegir demókratar ríkjum. Þar er afkom- an hvað best og þar eins og í Bæjaralandi hafa jafnaðarmenn ættð átt erfitt uppdráttar. Fram- bjóðendur þeirra ganga nú til kosninga undir slagorðum sem hægrimenn hafa hingað til haft einkarétt á: Meiri framfarir, meiri afköst. Og Lafontaine liggur ekki á liði sínu og slær um sig með svörum sem minna á Strauss þeg- ar hann er í essinu sínu. Sakaður um að hafa óraunsæjar hugmynd- ir fram að færa, svarar hann stutt og laggott svo ailir skilja: Þegar er farið að stytta vinnutímann án þess að greiða sömu laun. At- vinnuleysið er grófasta dæmið um það! Reisn í fjölmiðlum eftirJón Óttar Ragnarsson Enginn skyldi vanmeta það und- irbúningsverk sem Rikissjónvarp- ið vann áður en Stöð 2 kom til sögunnar. Rikissjónvarpið kynnti landsmönnum hugtakið sjónvarp, þjáifaði aragrúa sjónvarpsfólks, bjó til öflugan markað fyrir gerð sjónvarpsauglýsinga og birtingu þeirra, stuðlaði að þvi að islensk kvikmyndagerð kæmist á fót og hefur gert margvíslegum menn- ingarviðburðum landsmanna ítar- leg skil.“ Þessi bútur er úr iokakafla greinar minnar um Sjónvarp í hnotskum sem ég skrifaði I Sjónvarpsvísi Stöðvar fyrir um þáð bil mánuði slðan (og kemur í aprílhefti) og vona ég að hún lýsi vel tilfinningum mlnum til Ríkissjónvarpsins. Hún er í anda þess sem ég hefi ávallt haldið fram um Rlkissjón- varpið enda þótt ég hafi á sama tlma glaðst yfir velgengni Stöðvar 2 og haft áhyggjur af keppinaut mlnum. Þær áhyggjur hafa ekki minnkað með nýjasta afreki Markúsar Amar Antonssonar á fjölmiðlasviðinu. Mitt verkefni sem sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 hefur ávallt verið fyrst og fremst eitt: Að glæða áhuga íslend- inga á góðu sjónvarpi og bjóða áskrif- endum Stöðvar 2 þá bestu dagskrá sem völ er á. Þetta hefur tekist. Við sýnum nú árlega um 75% allra þeirra framhaldsþátta og kvikmynda sem hlotið hafa flest verðlaun á erlendum vettvangi auk mikils magns af besta fræðslu-, menningar-, bama- og Iþróttaefni sem I boði er! Blekkingar Blekkingar Markúsar eru nú orðn- ar legfó: Tökum 8 dæmi: Landsamanburður! Þótt Stöð 2 næði aðeins til ríflega helmings landsmanna í upphafi hik- aði RtJV aldrei við að nota landið allt sem samanburðarsvæði til þess að falsa betri tölur I auglýsingum! Læst og ólæst dagskrá! Enda þótt Stöð 2 læsi yfirleitt um kl. 21.00 notar RÚV hiklaust saman- burð eftir þennan tíma til að falsa betri tölur, nú síðast með auglýsinga- herferð I dagblöðum. Er hægt að leggjast lægra?! Aðstoð við keppinauta! Áður en Stöð 2 hóf göngu sína auglýsti RÚV (til gamans: sjá mynd) aðstoð við frjálsar stöðvar. Aðstoðin fólst m.a. því að leyfa Stöð 2 afnot af kofa og mastri í Mosfellssveit til þess eins að fleygja henni út aftur ári síðar (og banna henni aðgang að aðstöðu annars staðar á landinu)! Upplagseftirlit! RÚV þóttist hafa mikinn áhuga á markaðshlutdeild Stöðvar 2 I auglýs- ingum en lagði snarlega niður upp- lagseftirlit Miðlunar hf. um leið og hallaði undan fæti! Auglýsingamarkaður! Hvergi hefur sókn Stöðvar 2 farið meira í taugamar á RÚV en á aug- iýsingamarkaðnum. Stöð 2 náði rlflega þriðjungi þessara tekna á árinu 1987 og fór yfír RÚV í árslok 1987. Þessum augijósu staðreyndum hefur Markús æ ofan I æ reynt að hnekkja með blekkingum! Samkeppnin! RÚV telur sig I samkeppni í sjón- varpi. Það er blekking. RÚV fær obbann af tekjunum á silfurfati og þegar á bjátar er hlaupið I skatt- borgarana og kríað út viðbótarfé. Einungis ef RÚV þorir að afsala sér iögskipuðum afnotagjöldum verður um samkeppni að ræða. Aldrei fyrr! Kenny Drew til íslands Vœntanlegur er tll landsins hlnn snjalli jasspfanisti Kenny Drew og heldur hann tvenna tón- leika í Helta pottinum I veitinga- húalnu Duus 19. og 20. mara. Kenneth Sidney Drew fæddist í New York 1928 og hóf klassískt pfanónám fimm ára gamall. Þegar fram liðu stundir lá leiðin f New York High School of Music and Arts, en þar lagði Kenny enn frek- ar stund á klassíska tónlist sam- hliða þvf sem hann lærði á bás- únu. Klassíska tónlistin vók þó fyr- ir jassinum er á leið og um 1950 bjó hann í New York og lék þó inn á plötur með nokkrum af helstu 8tjörnum jassheimsins fyrr og sfðar sem þá voru í fararbroddi framsækinna jasstónlistarmanna, mönnum eins og Lester „Pres“ Young, Coleman Hawkins, Miles Davis og Charlie „Yardbird" Park- er. Inn á sína fyrstu plötu lék hann hjó Howard McGhee og fró því eru plöturnar sem hann lelkur á, sem aðalmaður eða undirleikari, orðnar fleiri en hólft annaö hundrað. Frá New York var haldiö til Aust- urstrandarinnar og þar lék hann jass með ýmsum, enda stóð jasslíf eystra með miklum blóma ó þeim órum. 1956 sneri Kenny aftur til New York og hóf þar að leika meö þeim tónlistarmönnum sem tekið höfðu við forystunni fyrir þróun jassins og eldri jálkum, þeirra á meöal John Coltrane, Johnny Griff- in, Sonny Rollins, Art Blakey og Charles Mingus. Til Evrópu Árið 1961 kom Kenny til Parísar til að leika undir f verðlaunaleik- ritinu The Connection. Hann hefur síðar sagt frá því að hann hafi lang- að til að kynnast jasslffinu í Evrópu og það, meðal annars, hafi gert það að verkum að hann þekktist boð um að fylgja leikritinu. Svo vel Ifkaði honum í Evrópu að hann gat ekki hugsað sér aö snúa aftur til Bandaríkjanna og 1964 fluttist hann til Danmerkur. Þar hefur hann búið sfðan. f viötali f tfmarit- inu Jass Monthly um 1970 sagði Kenny að f Danmörku hafi hann fundið margt og þar á meðal sjálf- an sig. Því til viðbótar hafi pfanó- leikur hans tekið miklum fram- förum við flutninginn, enda sé fólk almennt afslappaðra f Evrópu og hann sé alltaf að spila með hinum og þessum; í stöðugri þjálfun. Á sínum tíma fiktaði hann við fíkni- efni, Ifkt og lenska var ó meðal jasstónlistarmanna bandarfskra, en síðan að hann fluttist til Dan- merkur er það úr sögunni. Á meðal þelrra sem hann hefur spilað með og tekið upp með f Danmörku er margur snjall tónlist- — ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.