Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Skuldabréf Lindar hf. Avöxtunin er 10,8% umfram verðbólgu Skuldabréfm eru með endursöluábyrgð Samvinnubanka íslands hf. # FjármunaleigufyrirtækiÖ Lind hf. er í eigu Samvinnubanka íslands hf., Samvinnusjóös íslands hf. og franska bankans Banque Indosuez. # Um síöustu áramót var eigið fé og annað eigið áhættufé Lindar hf. 105 milljónir króna og niðurstaöa efna- hagsreiknings 720 milljónir króna. Hlutfall eiginfjár af heildarfjármagni var því 14.6%. # Hægt er að velja um fimm mis- munandi gjalddaga á skuldabréfunum, frá 15. október 1989 til 15. október 1991. Skuldabréfin færa kaupendum þeirra 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu. Skuldabréfín eru meö endur- söluábyrgö Samvinnubanka íslands hf. # Kaupendum bréfanna býðst varðveisla og innheimta þeirra án endurgjalds. Ávöxtunin er því öll þeiiTa. Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, Reykjavík, 3. hæð. H 91-20700. verðbréfavwskipti fjármál eru V/ samvinnubankans okkar fag Islenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í framhaldsskólum: Ráðstefna um stærð- fræðikennslu og menntun kennara ÍSLENSKA stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara í fram- haldsskólum gangast fyrir ráð- stefnu laugardaginn 19. mars um stærðfræðikennslu og menntun kennara í framhaldsskólum. A ráðstefnunni verður m.a. reynt að finna skýringar á því hvers vegna skortur er hér á kennurum með réttindi til að kenna stærð- fræði, að sögn Ragnars Sigurðs- sonar, formanns Islenska stærð- fræðafélagsins. Kristín Bjarna- dóttir, formaður Félags raun- greinakennara í framhaldsskól- um, sagði í samtali við Morgun- blaðið að í Bandaríkjunum og Bretlandi væri einnig skortur á stærðfræðikennurum. „Stærðfræðinemendum í Banda- ríkjunum hefur fækkað,“ sagði Kristín, „þannig að kennaraskortur- inn er ekki eins áberandi og ella. Ég hef gripið í að kenna stærðfræði í Bandaríkjunum og orðið vör við sama vanda og hér hvað villur og skilningsskort á fræðigreininni snertir. Það vantar ef til vill hefð fyrir stærðfræðikennslu hér. Til dæmis kom ekki stærðfræðideild við Menntaskólann í Reykjavík fyrr en um 1930, enda þótt Lærði skólinn hefði verið stofnaður árið 1846. Það var heldur ekki farið að kenna stærð- fræði til BS-prófs í Háskóla íslands fyrr en um 1970, enda þótt skólinn hefði verið stofnaður árið 1911. Hér eru miklu fleiri vel að sér í bók- menntum og listum en stærðfræði. Við höfum hins vegar eignast marga góða skák- og tónlistarmenn á und- anfömum árum. Þeir fáu sem útskrifast með BS- próf í stærðfræði frá Háskóla ís- lands fara yfirleitt í framhaldsnám erlendis. Þaðan fara þeir í fræði- mennsku í Háskóla íslands eða út á almenna vinnumarkaðinn. Ef til vill hafa þeir sem hafa próf í raungrein- um meiri möguleika á almenna vinnumarkaðinum en aðrir. Einnig eru margir stærðfræðikennarar í stjómunarstörfum í skólunum og kenna því minna en aðrir kennarar," sagði Kristín. Óllum er heimill aðgangur að ráð- stefnunni um stærðfræðikennslu sem haldin verður í hátíðasal Versl- unarskóla íslands við Ofanleiti og hefst klukkan 10. Erindi á ráðstefnunni flytja Guð- mundur Amlaugsson fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð, Kristján Jónasson leiðbeinandi og stundakennari við Háskóla Is- lands, Sigurður Sigursveinsson áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Suð- urlands, Kristín Halla Jónsdóttir dósent við Kennaraháskóla íslands, Benedikt Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, Egg- ert Briem prófessor við Háskóla Is- lands, Halldór I. Elíasson prófessor við Háskóla íslands, Halldór Hall- dórsson starfsmaður Verk- og kerf- isfræðistofunnar hf. og Hörður Lár- usson deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu. „Gat“ á ósonlaginu yfir Norðurheimskautssvæðinu? Ekki vitað um þykkt ósonlagsins yfír felandi Mælingar byrjuðu hér árið 1952 MÆLINGAR á ósonlaginu yfir íslandi byxjuðu á Veðurstofu íslands á árinu 1952. Lítið hefur hins vegar verið unnið úr niðurstöðum þeirra rannsókna hér og ekki er vitað með vissu hvort ósonlagið hefur þynnst yfir landinu, að sögn Ragnars Stefánssonar, deildar- stjóra á jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar, en þar fara mælingam- ar fram. Ósonlagið, sem ver m.a. menn fyrir útfjólubláum geislum sólar, hefur hins vegar þynnst yfir Noregi á veturna um 6 til 7% frá árinu 1970, að sögn norska jarðeðlisfræðingsins Frodes Stor- dals. Vfsindamenn hafa sett fram kenningar um að „gat“ sé á óson- laginu yfir norðurheimskautssvæðinu eins og Suðurskautslandinu. Að sögn Runes Timberlids, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló, sagði umhverfismálaráðherra Nor- egs, Sissel Renbeck, nýlega að í Noregi væri ætlunin að setja strangari reglur en þær sem í gildi eru í öðrum löndum um efni sem talin eru eyða ósonlaginu. Norskir sérfræðingar óttast að þynning ósonlagsins yfir Noregi geti valdið því að 12% fleiri Norðmenn fái húðkrabbamein en ella. Á árinu 1986 fengu 665 Norðmenn húð- krabbamein eða 8 sinnum fleiri en fyrir 30 árum. Norðmenn framleiða þó einungis 0,3% þeirra efna sem talin eru eyða ósonlaginu en það eru t.d. kolefnisflúor og klórsam- bönd sem notuð eru m.a. í úða- brúsa, kælitæki og einangrunar- efni. Rannsóknastöð á Svalbarða Mengunarvamaráð norska ríkis- ins telur að árið 1991 verði hægt að nota um 50% minna af þessum efnum í Noregi en nú og árið 1996 um 90% minna. Norskir vísinda- menn ætla að rannsaka ósonlagið yfir Noregi næsta vetur í samvinnu við bandarísku geimvísindastofn- unina NASA og í sumar kemst að öllum líkindum í gagnið rannsókna- stöð á Svalbarða þar sem m.a. á að mæla þykkt ósonlagsins. Barði Þorkelsson, starfsmaður jarðeðlisfræðideildar Veðurstof- unnar, sagði að ósonmælingar hefðu verið gerðar á Veðurstofunni einu sinni á dag undanfarin ár. „Mælingamar hófust árið 1952 og frá árinu 1957 hefur ósonið verið mælt með sams konar tæki og við erum með núna,“ sagði Barði. „Við höfum ekki unnið mikið úr þessum mælingum hér en það stendur til að fara betur ofan í þær. Við sendum gögnin til Kanada þar sem unnið er úr gögnum frá 100 mælitækjum um allan heim. Fýrir nokkrum árum fóru fram mælingar við Jan Mayen og þar norðausturaf og af þeim mátti merkja einhveija þynningu á óson- laginu þar. Það er talið að kolefnis- flúor og klórsambönd, sem notuð eru t.d. í úðabrúsa og kælitæki, gangi í samband við ósonlagið og valdi þynningu þess. Það hafa ver- ið gerðar alþjóðlegar samþykktir um að draga úr notkun þessara efna en sumir telja hins vegar að veðurfarslegar ástæður geti valdið þynningunni," sagði Barði. Þykkt ósonlags- ins breytileg Ragnar Stefánsson, deildarstjóri jarðeðlisfræðideildar Veðurstof- unnar, sagði að þykkt ósonlagsins væri mjög breytileg frá degi til dags og frá ári til árs. „Það þarf því að bera saman gögn frá mörg- um stöðvum, sem mæla þykkt ósonlagsins, til að átta sig á því hvort það er að þynnast. Sam- kvæmt þeim gögnum, sem ég hef séð, hefur varla nokkur breyting á ósonlaginu mælst á heimsmæli- kvarða. Einu frávikin eru staðbundin og þau sem ég þekki til eru frá Suður- heimskautslandinu en þar var um að ræða mjög greinilega þynningu á ósonlaginu. Þær mælingar sem við höfum gert hér á landi hafa ekki sýnt marktæka breytingu á ósonlaginu en þá er þess að gæta að breytingin þyrfti að vera mjög mikil til að hún sæist á því eina mælitæki sem við höfum hér,“ sagði Ragnar. Hreinn Hjartarson, veðurfræð- ingur, sagði að það væri ekki vitað hvaða áhrif þynning ósonlagsins hefði á veðurfar. „Vísindamenn eru þó flestir þeirrar skoðunar að þynn- ingin hafí áhrif á lífríkið, t.d. gróð- ur og menn,“ sagði Hreinn. „Freon og fleiri efni eru talin eyða ósonlag- inu en þau eru t.d. notuð í slökkvi- tæki, úðabrúsa og kælivökva í ísskápum, frystikistum og frysti- húsum. Freon er hægt að endur- vinna en það fer t.d. út í andrúms- loftið úr ísskápum sem hent er á haugana. Það hefur mikið verið framleitt af þessum efnum í kælivökva vegna þess að þau eru ekki hættuleg á jörðu niðri, eins og t.d. ammoníak. Efnin verða fyrst hættuleg í heið- hvolfinu þar sem þau eyða ósonlag- inu. Enda þótt hætt yrði nú þegar framleiðslu þessara efna halda þau samt áfram að bijóta niður óson- lagið næstu áratugina og jafnvel alla næstu öld. Efnin binda súrefn- isatómin sem mynda ósonlagið og virka sem hvatar á efnahvörfín. „Gat“ yfir Norður- heimskautssvæðinu? Það hafa verið settar fram kenn- ingar um „gat“ á ósonlaginu yfir Norðurheimskautssvæðinu en þó meira sé framleitt af þessum efnum á Norðurhvelinu en Suðurhvelinu væri það „gat“ þó trúlega minna en „gatið“ á ósonlaginu yfir Suður- skautslandinu. Ástæðan er sú að það er kaldara og hálendara á Suðurskautslandinu en Norður- heimskautssvæðinu. Veðrahvörfin þurrkast því oftar út yfir Suðurheimskautslandinu en Norðurheimskautssvæðinu en þeg- ar það gerist hindra þau ekki loft- skipti á milli heiðhvolfs og veðra- hvolfs. Flúorkarbón, sem bijóta niður ósonlagið, eiga þá greiða leið upp í heiðhvolfíð þar sem ósonlagið er. Það er því trúlega meiri upp- söfnun á flúorkarbónum yfir Súð- urskautslandinu en Norðurheim- skautssvæðinu. Vegna kulda er nokkuð óvirk uppsöfnun á flúor- karbónum yfir Suðurskautslandinu á vetuma og ósonlagið er þynnst þar á vorin, í septembér til októ- ber. Á þeim árstíma er það helm- ingi minna nú en árið 1979,“ sagði Hreinn. Kristinn Guðmundsson, sjáv- arlíffræðingur á Hafrannsókna- stofnun, sagði að eyðing ósonlags- ins gæti ef til vill haft áhrif á þær tegundir sjávarlífvera hér við land sem klekjast út nærri yfirborði sjávar, t.d. krabbadýr og nokkrar fisktegundir. „Áhrif eyðingarinn- ar,“ sagði Kristinn, „verða trúlega lítil í sjónum því hann síar út út- fjólubláa ljósið fra yfirborði niður á eins til tveggja metra dýpi. Þess vegna yrðu áhrifin trúlega einnig lítil á svifþörunga því ljóstillífunar- lagið nær niður á um 50 metra dýpi hér við land. Nokkrar svifþör- ungategundir lifa hins vegar yfir veturinn við yfirborð sjávar á því litla ljósmagni sem þá er. Eyðing ósonlagsins gæti því hugsanlega haft einhver áhrif á þessar tegund- ir því útfjólubláa Ijósið getur eyði- lagt sameindir," sagði Kristinn. Hefur eyðingin áhrif á allt lífríkið? Sigurbjörg Gisladóttir, deildar- efnafræðingur hjá mengunar- vamadeild Hollustuvemdar ríkis- ins, sagði að eyðing ósonlagsins hefði trúlega áhrif á allt lífríkið. „Aukning á útfjólubláu ljósi,“ sagði Sigurbjörg, „gæti t.d. haft áhrif á menn, lífríki í vötnum og plöntur og það er t.d. talið að uppskera verði minni. Það er einnig talið að eyðingin geti valdið kólnun í heiö- hvolfinu og á þann hátt haft áhrif á veðrið. Það er verið að vinna að mörgum rannsóknum á áhrifum eyðingar ósonlagsins en ég hef hins vegar lítið séð af niðurstöðum þeirra rannsókna," sagði Sigur- þjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.