Morgunblaðið - 18.03.1988, Side 29

Morgunblaðið - 18.03.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 29 V estur-Þýskaland: Rudolf Hess jarð- aður í annað sínn Wunsiedel, Vestur-Þýskalandi, Reuter. ÞÝSKI nasistinn Rudolf Hess var jarðsettur á ný í gær, að þessu sinni í grafreit fjölskyldu sinnar í Wunsiedel í Bæjaralandi. Rannsókn Bandamanna - Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og Sov- étmanna - sem sáu um að gæta Hess í fangelsi hefur leitt í ljós að hann hengdi sig þann 17. ágúst síðastliðinn. Ættingjar Hess hafa ERLENT haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Sumir draga í efa að Hess hafi haft ráðrúm til að svipta sig lífi þá stuttu stund sem hann var án gæslu. Hess var handtekinn árið 1941 eftir að hann hafði stokkið í fallhlíf úr flugvél yfir Englandi. Síðasta 21 ár ævi sinnar var hann eini fang- inn í Spandau-fangelsinu í Berlín. Lejmdin varðandi forina til Bret- lands, ágreiningur Bandamanna um þá refsingu sem honum bæri og sá vafi sem þótti leika á tildrögum dauða hans gerðu hann að hetju meðal nýnasista í Vestur-Þýska- landi. Þegar boðuð hafði verið opin- ber útför í ágúst síðastliðnum streymdi hópur nýnastista til Wunsiedel til að votta HeSs virð- ingu. Útförinni var þá frestað og Önnur synfónía Wagners fundin MUnchen, Reuter. HLUTAR úr tónverki sem þýska tónskáldið Richard Wagner samdi snemma á ferli sínum fundust í Miinchen ný- lega og verður verkið frum- flutt i október. Robert Munster, tónlistarráðu- nautur ríkisbókasafnsins í Bæj- aralandi, sagði við blaðamenn á þriðjudag að hann hefði fundið handrit af verkinu þegar hann var að fara í gegnum einkasafn sem bókasafninu var gefíð. „Þetta er afar áhugavert verk og meðal yngri verka Wagners," sagði Munster, „þó því svipi til verka Beethovens er það engan veginn eftiröpun," bætti hann við. Það er vestur-þýski hljómsveit- arstjórinn Wolfgang Sawallich sem mun stjóma bæversku fílharmoníuhljómsveitinni þegar verkið verður frumflutt í október. „Það var vitað að Wagner hafði bjntjað að semja aðra synfóníu eftir þá fyrstu en allir gerðu ráð fyrir að hún væri glötuð að eilífu," sagði hljómsveitarstjórinn. „Þetta verður því að teljast einstæður fundur." Wagner hóf að semja synfóníuna árið 1834 þegar hann var tónlistarstjóri leikhóps í Magdeburg. Hann lauk ekki við verkið heldur tók til við að semja óperana „Das Liebesverbot.“ Handrit að framgerð verksins var uppgötvað í Berlín árið 1887 fjóram áram eftir lát Wagners. Ekkja tónskáldsins Cosima bað þá tónskáldið Felix Mottl að ljúka við verkið en af einhveijum orsök- um varð aldrei af flutningi þess og það glataðist þar til nú. NISSAN PATHFINDER Jafnvígur utan vega sem innanbæjar Nissan Pathfinder er að nýrri kynslóð torfærubifreiða sem sameinar þægindi og hörku á óviðjafnanlegan hátt. • Kraftmikil 2,4 eða 3ja Iítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Tímaritið „Four Wheeler“ kaus Pathfinder jeppa ársins, auk tjölda annarra tímarita. • 3ja ára ábyrgð. • Sýningarbíll í bílasal. Verð frá kr. 1.055 þús. | Ingvar | Helgason hf. iS Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -335 60 Rudolf Hess Reutcr Hess búin gröf á leyndum stað. Viðstaddir jarðarförina í gær- morgun vora 11 ættingjar Hess se'm krafist höfðu þess að Hess fengi að hvíla í fjölskyldugrafreitnum. Lögregla girti staðinn af til að halda forvitnum í hæfilegri fjarlægð. Frakkland: Hljóðnemi fannst í skrif- stofumBarre Lyon. Reuter. HLJÓÐNEMI fannst ( gær í kosn- ingaskrifstofum Raymonds Barre, sem boðið hefur sig fram til for- seta við frönsku forsetakosning- arnar, sem fram fara f lok apríl og byrjun mai. „Okkur er skemmt. Við tökum þessu frekar sem gríni en alvöra," sagði einn af starfsmönnum skrif- stofunnar. Hljóðneminn hafði verið falinn í síu á loftræstigati í skrif- stofu blaðafulltrúa Barre í Lyon, heimaborg forsetaframbjóðandans. Barre var á sínum tfma forsætis- ráðherra Frakklands. í forsetakosn- ingunum mun hann keppa við Jac- ques Chirac, núverandi forsætisráð- herra, um hylli, en báðir era hægri- menn. Samkvæmt skoðanakönnun- um mjmdu þeir tapa fyrir Francois Mitterrand, forseta, ef hann býður sig fram. Mitterrand, sem er jaftiað- armaður, hefur ekki tilkynnt hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri. Kínveijar sökktu þremur víet- nömskum skipum Banirkok. Router. Bangkok. Reuter. VÍETNAMAR sökuðu Kínveija um að hafa sökkt þremur víetnömskum flutningaskipum við Spratly-eyjar í fyrradag og hindrað björgun áhafna þeirra. Hvöttu Víetnamar til þess að rfkin tvö tækju upp viðræður um friðsamlega lausn deilunnar um yfirráð á eyjunum. Að sögn útvarpsins í Hanoi var sendiherra Kínverja kvaddur á fund utanríkisráðherra Víetnam þar sem þess var krafizt að Kínveijar sigldu herskipum sínum á brott til þess að víetnömsk skip kæmust á átaka- svæðið til þess að bjarga 76 skip- veijum skipanna þriggja, sem mara í kafí á grannsævi. Víetnamar héldu því fram að kínversku herskipin hefðu meinað björgunarskipum að sigla að skip- unum þremur, sem stæðu í ljósum logum. Þau lægju á sjávarbotni en stæðu þó að hálfu leyti upp úr sjó vegna grannsævis. Sögðu Víetnam- ar að fyrst hefðu kínversku herskip- in sökkt tveimur víetnömsku skip- anna og er það þriðja hugðist bjarga áhöfnum þeirra hefði það einnig verið skotið niður. Kínveijar og Víetnamar hafa sakað hvorir aðra um að hafa átt upphafið að átökum kínverskra her- skipa og víetnamskra vöraflutn- ingaskipa við Spratlyeyjar á mánu- dag. í fyrradag sögðust Kínveijar hafa orðið fyrir mannskaða án þess að útskýra þær fullyrðingar nánar. Bæði tíkin gera tilljall til eyj- anna, sem era klasi um 130 kóral- rifja, sem drejrfð eru á stóru svæði í Suður-Kínahafi. Einnig gera Taiwanir og Filippseyingar tilkall tii þeirra. Talið er að olía kunni að leynast þar í jörðu. Eyjarnar era einnig hemaðarlega mikilvægar með tilliti til siglingaleiða á hafinu. Árið 1974 kom til harðra bardaga milli Kínveija og Víetnama og er óttast að hin aukna spenna, sem nú er á eyjasvæðinu kunni að leiða til nýrra átaka. Blue Coral Super Wax er sannkallað ofurbón. Bóniö er borið á og síðan þurrkaö yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puð, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en með venjulegu puðbóni. SVONA GERUM VIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.