Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Jón Bragi Bjarnason: Refabúastefna í há- skólamálum varasöm Menntamálaráðherra svaraði í gær fyrirspurn frá Jóni braga Bjarnasyni (A/Rvk) um hver væri tilgangnrinn með endur- skoðun Iaga um háskóla og hvemig því verki miðaði. Ráð- herra sagði að í ljósi þróunar þessara mála væri nauðsynlegt að setja lagareglur sem skil- greindu og samræmdu háskóla- nám. Jón Bragi varaði þingmenn fyrir að fara of geyst í þessum efnum. TU dæmis væru menn farnir að reka einhverskonar „refabúastefnu í háskólamálum" og nefndi í því sambandi Háskól- ann á Akureyri. Halldór Blöndal mótmælti þessum ummælum þingmannsins og bað hann um að biðjast afsökunar á þvi að kalla Háskólann á Akureyri refabú. Sagðist Halldór vera þess fuUviss að þingmaðurinn væri loðdýrakyns þegar hann mælti þessi orð þó að hann minnti STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra segist hafa farið fram á það að framferði ísraelsstjómar á heraumdu svæðunum verði rætt á næsta fundi utanríkisráðherra Norður- landa. Þetta kom fram í svari við fyrirspura frá Svavari Gests- syni (Abl/Rvk) um hver væri af- staða ríkisstjóraarinnar til fram- ferðis ísraelsstjórnar. Steingrfm- ur sagðist hlynntur þvi að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna um mál- efni þessa svæðis með þátttöku kannski frekar á mink en ref. Men ntamálaráðherra sagði það ekki rétt að þetta mál hefði ver- ið illa undirbúið. Það hefði verið i undirbúningi siðan 1982 og hér væri um að ræða stórkostlegt byggðamál. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði enga samræmda löggjöf vera nú um kennslu á háskólastigi hér á landi. í ljósi þess að á þessu skólastigi hefði framvindan verið ör hér og erlendis á undanfömum árum þætti nauðsynlegt að setja lagareglur sem skilgreindu og samræmdu háskóla- nám, t.d. þyrfti að samræma þær kröfur sem gerðar væru til nemenda sem tækju ákveðnar prófgráður sem hefðu alþjóðlegt gildi, Samstarfsnefnd háskólastigsins Menntamálaráðherra sagði að í verður fljótlega í Noregi. Taldi hann að utanríkisráðherramir ættu að sameinast um harðorða yfirlýsingu. Steingrímur tók undir orð Svav- ars um alþjóðlega ráðstefnu og sagði það vera til lítils ef PLO tæki þar ekki þátt. PLO ætti einnig að fá sjálfstæði á hemumdu svæðun- um þótt slíkt þyrfti kannski að framkvæma f áföngum. október á síðasta ári hefði hann beitt sér fyrir því að setja á laggim- ar samstarfsnefnd háskólastigsins og ættu sæti í henni forráðamenn skólastofnana þar sem fram færi nám á háskólastigi. Formaður nefndarinnar væri Sigmundur Guð- bjamason háskólarektor. Hlutverk nefndarinnar væri að vera vett- vangur fyfir umræður um málefni sem vörðuðu sameiginlega háskóla á háskólastigi, að beita sér fyrir úrlausn sameiginlegra viðfangsefna og vera stjómvöldum til ráðuneytis um mál á verksviði nefndarinnar. Sem fyrsta verkefni hefði nefndinni verið falið að semja drög að frum- varpi til laga um háskólastigið. Nefndin hefði haldið tvo fundi og hvað lagasmfðina varðaði hefði hún veríð að afla sér gagna erlendis frá um sambærilega löggjöf. Ekki væri ljóst hvenær starfinu lyki en vænt- anlega yrði frumvarp til laga um háskóla lagt fram á næsta Alþingi. Refabúastef na Jón Bragi Bjaraason sagðist vilja vara þingið við að ganga of haut fram í þessu máli. Hér væri stórmál á ferðinni. „Ef menn hafa hugsað sér að setja upp eitthvert gagnfræðanám á Akureyri í ein- stökum greinum, þá er það hið besta mál og menn tala um margs konar skóla út um allar jarðir og eru e.t.v. að byija að reka einhvers konar refabúastefnu í háskólamálum. Ég vil leyfa mér að vara við því að svo verði gert.“ Danfriður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sagðist telja það löngu tímabært að opna og efla umræð- una um nám á þvf skólastigi sem við tæki að loknu framhaldsskóla- stiginu. Halldór Blöndal (S/Ne) sagði það vera greinilegt að fyrirspyrj- anda hefði verið mikið niðri fyrir og næsta furðulegt að maður sem Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Utanríkisráðherra: Halda þarf alþjóð- lega ráðstefnu um hernumdu svæðin PLO verði meðal þátttakenda Birgir ísleifur Gunnarsson talaði í þessum anda um það merki- lega starf sem verið væri að gera við Háskóiann á Akureyri skyldi vera kennari við Háskóla íslands. „Það eykur sannarlega ekki hróður þeirrar stofnunar sem hann vinnur við og ef þessi maður vill kenna sig við það að vera akademískur í hugs- unarhætti og þykist hafa allar þær dyggðir sem slíka menn mega prýða, yrði hann maður að meiri ef hann kæmi hér ,.aftur f stólinn og bæði afsökunar á þeim ummæl- um sínum að lfkja háskólastarfinu á Akureyri við refabú og annað álíka smekklegt," sagði Halldór Blöndal. „Má raunar segja þegar maður horfir á hæstvirtan þing- mann að hann minni kannski frem- ur á mink en ref, en a.m.k. er ég Halldór Blöndal þess fullviss að loðdýrakyns er hann þegar hann mælir þessi orð sem hann sagði hér í stólnum áðan.“ Jón Bragi Bjaraason sagðist harma það að Halldór Blöndal skyldi taka svona í málið þegar hann varaði við að rasa um ráð fram að keyra í gegn stofnun há- skóla á Akureyri án þess að þingið vissi raunverulega hvað væri að gerast. „Þetta minnir á það offors raunar þegar Krafla var sett á lagg- imar, að sérstakir áhugamenn um slíka hluti keyrðu málin í gegn áður en fullkannað var hver þörfin var fyrir slíka stofiiun." Jón Bragi sagði að menn ættu ekki að rugla saman háskóla og öðrum fræðslustofiiun- um. Stórkostlegt byggðamál Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagðist ekki vilja láta því ómótmælt að Háskólinn á Akureyri hefði verið keyrður í gegn með einhveiju of- forsi og án undirbúnings. Sannleik- urinn væri sá að málefni Háskólans á Akureyri hefðu verið í undirbún- ingi síðan 1982 hjá færustu mönn- um. Fleiri en ein nefnd hefði unnið að málinu og rektor Háskóla ís- lands mjög hafður með í ráðum. „Það hefur fengið mjög ítarlegan undirbúning og þó að ég geri mér grein fyrir því að af einhveijum einkennilegum ástæðum eru vissir aðilar við Háskóla íslands mjög andvígir því að setja þennan há- skóla upp þá tel ég það rétt. Ég tel það stórkostlegt byggðamál að skóli af þessu tagi skuli settur á Norður- landi." PLO, frelsissamtaka Palestínu- manna, og einnig taldi hann rétt að PLO-samtökin fengju sjálf- stseði á hemumdu svæðunum. Svavar Gestsson sagði að við ættum að sýna afstöðu okkar með því að fordæma framferði ísraels- manna, kreijast alþjóðlegrar ráð- stefnu á vegum Sameinuðu þjóð- anna og með þátttöku PLO og kre§- ast þess að ísraelsmenn hyrfú brott a hernumdu svæðunum. Steingrímur Hermannsson, ut- anrikisráðherra, sagði ríkisstjóm- ina hafa ijallað um mannréttinda- brot ísraela og væri hún sammála þvf sem hann hefði sagt við umræð- ur um skýrslu utanríkisráðherra en þá hefði hann fordæmt framferði þeirra. Steingrímur sagðist háfa formlega óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda sem haldinn AIMHGI Afgreiðsla og innheimta námslána til bankakerfisins ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði i svari við fyrir- spura frá Pálma Jónssyni (S/Nv) að hugmyndir væru uppi um að flytja afgreiðslu og innheimtu námslána að einhverju eða öllu leyti til banka og annarra lána- stofnana. Pálmi Jónsson spurði forsætis- ráðherra hvenær mætti vænta þess að komin yrðu til framkvæmda þau stefnuatriði sem vikið væri að ( stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar, að viðskiptabankar og sparisjóð- ir annist afgreiðslu og þjónustu fyrir sjóði og fjármálastofnanir ( eigu hins opinbera. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði að tekinn hefði verið ákvörðun um að ráðuneytin hvert fyrir sig myndu vinna að framgangi þessarar stefnuyfirlýs- ingar hvert á slnu sviði. Auk fjár- festingarlánasjóða atvinnuveganna væru það einkum Húsnæðisstofnun ríkisins, Byggðastofnun og Lána- sjóður íslenskra námsmanna sem kæmu til skoðunar. Forsætisráðherra sagði að vinnu- hópur á vegum félagsmálaráðherra væri nú að gera tillögur um þá kosti sem fyrir hendi væru um framtíðarskipan almenna húsnæð- iskerfisins. Hlutverk vinnuhópsins væri að leggja mat á stöðu hins almenna húsnæðiskerfis og valkosti í endurskipuiagningu þess, m.a. með því að flytja hluta af verkefn- um Húsnæðisstofnunar ríkisins til bankakerfísins. Ráð var fyrir því gert að tillögur hópsins lægju fyrir í þessum mánuði en núverandi til- högun væri sú að veðdeiid Lands- banka íslands sæi um afgreiðslu lána og innheimtu þeirra en greiðsl- umar mætti inna af hendi f öllum bönkum og sparisjóðum. Breyting- á samskiptum Byggðastof nunar við lánastofnanir Veruleg breyting hefði orðið á samskiptum Byggðastofnunar við lánastofnanir á síðasta ári. Þegar stofnunin hóf útgáfu verðtryggðra skuldabréfa semltfeyrissjóðir, aðal- lega á landsbyggðinni hefðu keypt, hefði verið farið að nota þessar stofnanir til að geyma reiðufé Byggðastofnunar og Byggðastofn- Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra un hefði þannig haft n\jög gott sam- starf við viðskiptabanka og spari- sjóði á landsbyggðinni. Það væri á hinn bóginn mat Byggðastofnunar að það væri verulegum erfiðleikum háð að fela bankastofnunum alla þjónustu stofnunarinnar, einkum að því er lýtur að útgáfu skulda- bréfa, þar sem veðsetningar gætu verið flóknar og vandasamar. Þann- ig hefði Byggðastofnun litið á þetta mál, en að verulegu leyti reynt að færa aukið fjármagn út (lánastofn- anir landsbyggðarinnar. Afgreiðsla og innheimta til banka Þorsteinn sagði að varðandi LÍN væru hugmyndir um að flytja af- greiðslu og innheimtu námslána að einhveiju eða öllu leyti til banka og annarra lánastofnana. Þessar hugmyndir hefðu komið upp í við- ræðum menntamálaráðherra og formanns stjómar LlN um breyt- ingar á þjónustu sjóðsins. Mennta- málaráðherra hefði lýst áhuga stnum á málinu og óskað eftir þv( að það yrði kannað frekar. Formað- ur stjómar lánasjóðsins hefði unnið að athugun á málinu og hygðist leita eftir umboði stjórnar til að hefja viðræður við banka og aðrar lánastofnanir um möguleika á slíkum tilflutningi verkefna frá lánasjóðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.