Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 43 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Baráttan fyrir bœttu mannlifi Öll viljum við betra mannlíf og flest okkar hafa einhveijar hugmyndir um það hvemig best er að bæta hag okkar. AndlegUr þroski ogsiÖgceÖi Að mati undirritaðs tekur umræðan um bætt líf of mik- ið mið af efnahagslegum for- sendum en of litið af andleg- um eða sálrænum forsendum. Með því er ekki átt við að sleppa beri umræðu um iauna- stiga og skiptingu þjóðarauðs, fjarri þvi, heldur að jafnhliða verði að ræða aðra þætti. Að mati undirritaðs næst t.d. aldrei raunverulegur jöfnuður fyrr en viðhorf einstaklinga og þar með þjóðarinnar breyt- ast. FVrir hendi þarf að vera sanngimi og skilningur á því að það er hagur allra að öllum líði sæmilega vel. Mikilvægur liður i umræðu um bætt líf þarf að fjalla um sálrænan þroska og siðgæði þjóðarinn- ar. Sjálfsþekking og ábyrgð Undirritaður telur að tómt mál sé að tala um launajafn- rétti svo dæmi sé nefnt, ef ekki er hugað að nokkrum atriðum. í fyrsta lagi þarf að efla sjálfsþekkingu okkar. Án sjálfsþekkingar fáum við ekki ráðið við neikvæðari þætti persónuleika okkar, s.s. af- brýðisemi, öfund og eigin- gimi. í öðru lagi þurfum við að efla skilning okkar á ábyrgð hvers einstaklings gagnvart þjóðfélaginu. Við þurfum að skilja að það er hegðun okkar sem einstakl- inga sem mótar þjóðfélagið, að gerðir okkar hafa afleið- ingar. Þjóðfélagið er samsafn einstaklinga sem hafa áhrif hver á annan. ÓmeðvituÖ illverk Hvað getur gerst ef sjálfs- þekkingu og opinberu siðgæði er ekki 'gefinn gaumur? Það er mat undirritaðs að meðvit- undarleysi um eigin eiginleika geti m.a. leitt til ómeðvitaðra illverka gagnvart náungan- um. Við þurfum ekki að vera slæm í eðli okkar til að gera öðrum illt. Skilningslcysi á eigin hegðun og þörfum ann- arra getur, t.d. í uppeldi, haft ómældan skaða í för með sér. Misnotkun Við getum spurt okkur hvað gerist ef við kjósum yfir okkur eigingjama stjómmálamenn og siðgæði í þjóðfélaginu stendur höllum fæti. Augljóst er í slfkum tilvikum að t.d. kjarabætur sem nást við samninga hverfí. Þegar mað- ur er settur til ábyrgðar sem ekki skilur eðli ábyrgðar eða hefur sljóa siðgæðisvitund þá verður lítið um framfarir. Það þýðir hins vegar ekki að varpa ábyrgðinni yfir á forystu- menn, því þeir eru einungis afsprengi þjóðarinnar. Sið- gæðisvitundin verður að vera allra. FrœÖsla Það er því brýnt að þeir sem hafa áhuga á framförum og bættu þjóðlffi hafi hugann við fleira en efnahagslegar fram- farir. Peningar eru vissulega hreyfiafl en siðgæði og and- legur þroski sem býr að baki sker endanlega úr um velferð okkar. En hvað ber að gera? Hvemig getum við aukið sjálfsþekkingu, ábyrgðar- kennd og siðferðisvitund ein- staklingsins? Undirritaður tel- ur að fyrsta skrefið í þvf máli eins og svo mörgum sé fólgið f fræðslu. Slík fræðsla þarf að birtast f uppeldi, f skóla- kerfi og fjölmiðlaumræðu. Að slík fræðsla verði stórlega efld, strax f dag, er brýnt þvf það er löngu |jóst að hin hefð- bundna efnahagsbataleið hef- ur aldrei skilað árangri og hefur aldrei verið virk. GARPUR EFSWt.MIR GEFST EKKJ UPP £R EKKJ UM A/EJTF _ A£> VELTA WeKÐIRA/iR. KOMAST/tÐ f>VÍ AÐ \ I £Kyt/HJR STEAJDUF y-----—----- UNOlR NAFN!.. ílinnnnni ::::::::::: ::::::::::: GRETTIR ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: DYRAGLENS JS \J\V VEZPUHI AP> \ HÆTTA IPE6SU SlFELlPA 1 R.IFÍZILPI LEVS/R \ ALPREl neiN \/ANC>AM'fyL I ' — 01967 Trlbun* Media Sarvton. Inc UOSKA f!p!:::?!lj?l:||;?SSIS|![S!jl:S!:S:ll! FERDINAND Já, herra, við erum nýju Við Magga erum ... sundkennararnir___ við komum með vagninum ... Hvert fór húnT Sæll Kalli, við vorum að koma. Saknarðu okkar? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Minnstu munaði að tvær sveitir frá Siglufirði kæmust í úrslit íslandsmótsins f sveita- keppni, en 32ja sveita undan- keppni var spiluð í Gerðubergi nú um helgina. Þetta voru sveit- ir Valtýs Jónassonar og Ásgríms Sigurbjömssonar. Sveit Valtýs fékk slæman skell á móti Verð- bréfamarkaði Iðnaðarbankans snemma móts, en steig svo upp töfluna og endaði naumlega í þriðja sæti. Bræðumir Sigur- bjömssynir voru hins vegar efst- ir í sfnum riðli fyrir sfðustu umferðina. Þá mættu þeir sveit Polaris, sem var í þriðja sæti, og þurfti 20—10-vinning til að komast áfram. Grettir Frímannsson frá Akureyri var í öðru sæti. Polaris gerði gott betur, vann 25—2 og tryggði með því sveit Grettis sæti í úr- slitunum. Sfðasta spilið í leikn- um milli Ásgríms og Polaris var mjög athyglisvert: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ KD10976 ♦ 109 ♦ 43 Vestur 4Á109 Austur ♦ 43 ... ♦ÁGS ♦ 86 II ♦ÁK752 ♦ 987 4 2 ♦ DG8765 ♦ K432 Suður ♦ 52 ♦ DG42 ♦ ÁKDG1065 ♦ - f lokaða salnum voru Bogi og Anton með spil NS gegn Þorláki ♦ Jónssyni og Guðm. P. Amarsyni f AV. Sagnir gengu: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Anton Þorl. Bogi. — 2 tiglar 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Opnun Antons á tveimur tíglum gat verið byggð á sexlit f hálit og 6—10 punktum, eða mjög sterkum spilum. Bogi ákveður að bíða eftir frekari upplýsingum, en stingur sér svo í þrjú grönd, þrátt fyrir eyðuna í laufi. Hjartaáttan kom út, Þorlákur drap á kóng og Bogi lét gosann detta undir! Með því vildi hann hvetja Þorlák til að halda áfram með hjarta. Sem hann og gerði, tók ásinn og spilaði sjöunni. Bogi reyndi nú að „stela" slag á spaða, en Þorlákúr átti ásinn og tók spilið niður með 53 í hjarta. Á hinu borðinu voru spilaðir fimm tíglar redoblaðir f NS, tveir niður og 1000 í dálk Siglfirðing- anna. _ J__/esió af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.