Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 47 Minning: * Olafur Sveinsson rafvirkjameistari Fæddur 18. júlí 1920 Dáinn 9. mars 1988 Lífið er hverfult og enginn veit er æviröðull rennur. Þannig er okk- ur öllum varið, á morgni lífsins göngum við hress til starfa, en vit- um ei hvar, hvenær eða hver nætur- staður verður. Ég hefi stundum leitt hugann að því, hvað ég mundi gera, ef ég fengi upplýsingar að morgni um hver ganga dagsins yrði. Ég hugsa að mér yrði stundum um megn að ganga þann dag til enda, ef vissan um ógengin spor væri skýr í meðvit- undinni. Síðastliðið vor átti ég því láni að fagna að kynnast Ólafi Sveinssyni, rafvirkjameistara. Þau kynni eru mér fersk og sérstaklega skýr í minni. Ólafur var að draga sig í hlé frá löngu ævistarfi. Hann hafði ásamt Hauki Þorsteinssyni, raf- virkjameistara, valinkunnum manni, ráðist í stofnun rafverktaka- fyrirtækisinns Haukur og Ólafur sf., fyrir nær 40 árum. A þessum tíma hafði þeim félögum tekist að byggja upp eitt af öflugustu fyrir- tækjum í sinni grein. Ólafur hafði, er af kynnum okkar varð, stórkost- legar hugmyndir um, hvernig hann ætlaði að veija ævikveldi sínu. Það var gaman að hlusta á hann ræða um og skipuleggja, hvernig hann ætlaði að byggja sér undraveröld á æskuheimili sínu, Butru í Fljótshlíð, en þá jörð á Ólafur og hafði komið sér upp sumarhúsi, þar sem hann og kona hans, Dóra, áttu saman gleðistundir. Ólafur var kvæntur Dóru Aðal- heiði Magnúsdóttur frá Vestmanna- eyjum. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg böm, Magnús er þeirra elst- ur og starfar sem rafvirki hjá Mjólk- ursamsölunni. Síðan koma Sigmar Steinn, Halldór og. Ragnheiður. í fýrrasumar fómm við starfs- félagamir hjá Hauki og Ólafi, Ant- aris í skemmtiferð í Þorsmörk. Þar kynntist ég þeim hjónum Ólafi og Dóm mest. Olafur var þar kominn á æskuslóðir. Þar var hann kominn í sinn draumaheim, þangað sem hugurinn leitaði löngum. Hann fór með okkur í gönguferðir, las sögu landsins úr huga sér og leiddi okk- ur aftur í tíma þjóðsagna, sagði sögur og lýsti kennileitum . . . Þekkirðu fjöllin, þung við skýja svif? í þoku stikar múllinn hamraklif. í hellafylgsnum fomt býr dreka kyn, þekkirðu þau? (Goethe) Þannig leiftraði hann í hugarsýn með okkur um ónumdar byggðir landsins. Eins og ég sagði í upphafi, þá veit enginn er æviröðull rennur, en endalokin flýr enginn. Okkur verður alltaf jafnhverft við er við heymm andlátsfregn, við emm aldrei nægi- lega undirbúin. Ólafur veiktist sl. haust, stuttu eftir ferðina okkar ógleymanlegu, þegar hann flaugst á við okkur og var hrókur alls fagnaðar. Hann hafði verið hraustur alla sína ævi. Þess vegna hlýtur slík frétt að valda harmi hveijum, sem til þekkir. Við félagamir hjá Hauki og Ólafí, Antaris hf. flytjum Dóm Aðalheiði og bömum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þann, sem öllu ræður, að leiða og styrkja þau sem bést. Þið leyfið mér í ljúfum draumum svífa, er laða hug og foma söngva ýfa, ég einn míns liðs mig aftur sjálfan finn, i angan blóma lauga huga minn! Nú þýtur lag í ljúfum greniviði og loftið skelfur allt af fossaniði, en skýin hníga og drúpir þoka í dal og dimmir nótt og skyggir himinsal. (Goethe) F.h. starfsfélaga, Kristján B. Þórarinsson Í dag fer fram í Langholtskirkju minningarathöfn um Olaf Konráð Sveinsson, rafvirkjameistara, Nökkvavogi 12 í Reykjavík, en hann verður jarðsettur frá Breiðabólstað- arkirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 20._þ.m. Ólafur var fæddur á Butru í Fljótshlíð 18. júlí 1920, sonur Ólaf- ar Halldórsdóttur á Butm og Sveins Böðvarssonar, sem lengi bjó á Uxa- hrygg á Rangárvöllum. Olafur ólst upp hjá móður sinni á Butm og þótti snemma liðtækur til allra verka. Um tvítugsaldur flytst Ólafur til Reykjavíkur og lærir rafvirkjun hjá Eiríki Hjartarsyni. Árið 1949 stofnar hann ásamt samstarfsmanni sínum, Hauki Þor- steinssyni, Raftækjavinnustofuna Haukur og Ólafur, sem brátt varð öflugt og vinsælt fyrirtæki í sam- taka höndum þessara mætu manna. Sinn stóra vinning hreppir Ólafur þegar hann 20. október 1945 geng- ur í hjónaband með Aðalheiði Dóm Magnúsdóttur frá Vestmannaeyj- um. Vom þau mjög samhent um alla hluti, eignuðust fjögur mann- vænleg börn, en þau em: Magnús Helgi, kvæntur Guðbjörgu Stefáns- dóttur, Sigmar Stéinar, kvæntur Sigríði Hansdóttur, Halldþr, kvænt- ur Líneik Jónsdóttur og Ólöf Ragn- heiður, gift Sigurði Ármannssyni. Og nú áttu þau níu barnabörn og eitt bamabarnabam. Þetta er í fáum orðum lífshlaup Ólafs Sveinssonar og mættj þar mörgu við bæta, því maðurinn var ekki einhamur í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur og fór þar sam- an að vera mikilvirkur, vandvirkur, með einstaka verkþekkingu á hverskonar viðfangsefnum, þannig að eftir var tekið. Þó var maðurinn hógvær og lítillátur og vildi hvergi láta á sér bera. En kannski var það þess vegna að hugurinn var alltaf í jafnvægi, ekki þrúgaður af streitu framagosans, að hann átti svo auð- velt með að draga réttar ályktanir, persónuleikinn mótaður af reynslu viturs manns. Ólafur var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, en hvergi var hann sælli en austur í Fljótshlíð í sumarbústaðnum, í faðmi fjölskyld- unnar, þar sem hann var að hlúa að nýjum græðlingum og segja bamabömunum sínum hvernig lundurinn myndi líta út að nokkrum árum liðnum. Ég, sem þessar línur rita, eins og eflaust fleiri sem standa í óbættri skuld við Ólaf, er ósáttur við hvað hann hverfur fljótt af sviðinu. En við straum tímans þýðir ekki að deila. Það verður okkur þó styrkur lengi enn að hafa átt svona góða fyrirmynd. Matthias Kristjánsson Fallinn er í valinn ástkær frændi minn, Ólafur Konráð Sveinsson. Eftir stutta en snarpa glímu við manninn með ljáinn varð þessi góði drengur að gefa eftir. Það var í desember að systir mín bar mér þau tíðindi að Óli væri mikið veikur og setti að mér beyg því hann var einn af þeim mönnum sem sjaldan eða aldrei varð mis- dægurt. Við fráfall Ólafs er horfinn af sjónarsviðinu eftirminnilegur persónuleiki og góður frændi og langar mig til að minnast hans á þessari sorgarstund. Ólafur fæddist að Butru í Fljótshlíð, foreldrar hans voru Ólöf Halldórsdóttir frá Butru og Sveinn Böðvarsson frá Uxahrygg. Ungum var honum komið í fóstur að Mos- hvoli í Hvolhreppi hjá Margréti Jónsdóttur og dætrum hennar, Steinunni og Sigríði Sveinsdætrum. Reyndust þær honum eins og bestu mæður og átti Óli þar góða daga. Var honum ávallt hlýtt til þeirra mæðgna eftir veru sína hjá þeim. Hjá þeim mæðgum var Óli til tíu ára aldurs er hann fluttist til móður sinnar sem þá var flutt til Vest- mannaeyja. Var hann rúmt ár þar en þaðan fluttu þau að Butru og var Óli þar fram yfír tvítugt er hann fluttist til Reykjavíkur og hóf nám í rafvirkjun hjá Eiríki Hjartar- syni rafvirkjameistara. Með honum í námi var Haukur Þorsteinsson og stbfnuðu þeir að loknu námi raf- verktakafyrirtækið Haukur og Ól- afur og ráku það saman þar til á síðasta ári er þeir seldu fyrirtækið. Var þetta traust og vel rekið fyrir- tæki enda samviskusamir dugnað- armenn sem að því stóðu. Byggðu þeir stórhýsi í Ármúla 32 þar sem fyrirtækið var til húsa auk þess sem þeir leigðu stóran hluta þess út. Árið 1945 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Dóru Magnús- dóttur frá Vestmannaeyjum en þau höfðu þekkst frá æsku. Var þar stigið mikið gæfuspor því hjóna- bandið reyndist' hamingjuríkt ög voru þau samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Eignuðust þau fjögur böm, Magnús Helga sem starfar sem rafvirki í Reykjavík, Sigmar Steinar sem skírður var í höfuðið á þeim systrum frá Mos- hvoli sem áður var getið. Er hann húsgagnasmiður og býr í Kópa- vogi. Halldór, matsveinn sem býr í Reykjavík, og Ólöfu Ragnheiði sem er snyrtifræðingur að mennt en hún býr að Bifröst í Borgarfírði. Hafa þau öll erft mannkosti foreldranna í ríkum mæli, hæversk og traust. Það kom snemma í ljós að Ólafur var bæði handlaginn og útsjónar- samur. Atorkumikill var hann og unni sér aldrei hvíldar. Þegar löng- um starfsdegi lauk tók við heima- vinna í bílskúmum en þar sinnti hann áhugamálum sínum af sama krafti og öllu öðm sem hann tók sér fyrir hendur. Þar vom smíðaðir hinir ótrúlegustu hlutir og má þar nefna sumarbústaðinn sem hann reisti í landi Butm í Fljótshlíð. Hafði hann alltaf sterkar taugar til„Hlíðarinnar“ og átti sumarbú- staðurinn og ýmsar framkvæmdir tengdar honum hug hans allan und- anfarin ár. Má einnig nefna brú- arsmíði yfír lækinn sem rennur framhjá bústaðnum, geymsluhús, skógrækt og rnargt fleira. Fannst mörgum að Óli væri oft á tíðum að reisa sér hurðarás um öxl við sumarbústaðarsmíðina en af útsjón- arsemi og þrautseigju leysti hann hvert verkefnið á fætur öðm. Alltaf er mér minnisstæður afréttarinn sem Óli hafði smíðað svo hann gæti heflað allt timbrið sem fór í bústaðinn og ýmis fleiri verkfæri smíðaði hann til að auðvelda sér vinnuna og fór hann ekki alltaf mddar slóðir í þeim efnum. Þótt ég hafi þekkt Óla frá því ég fyrst man eftir mér held ég að kynni okkar hafí verið hvað nánust þegar hann og Halli sonur hans höfðu hesta í fjárhúsi afa míns, Torfa Þorbjömssonar. Þar kynntist ég best dugnaði og ósérhlífni Óla. Hann var rólegur og yfírvegaður í öllu því sem hann tók sér fyrir hend- ur og aldrei var hægt að sjá að mikið væri að gera hjá honum þrátt fyrir erilsaman rekstur fyrirtækis- ins þar sem hann sjálfur vann manna mest að öðmm starfsmönn- um ólöstuðum. Eigi að síður var Óli raeð afkastameiri mönnum sem ég hef þekkt. Ekki man ég til þess að hann hafi nokkm sinni verið svo upptekinn að ekki hafí hann haft tíma til að spjalla við mig í róleg- heitum eða veita mér eða öðmm aðstoð á einn eða annan hátt. Ósjaldan leitaði ég til hans með ýmislegt og var hann ávallt fljótur að liðsinna mér. Gilti þar einu hvort væri á vinnustað eða heima. Átti ég margar góðar stundir með Óla þar sem við ræddum um hin ýmsu mál allt frá heimspekilegum vanga- veltum til hversdagslegra dægur- mála. Bara það eitt að spjalla við Óla drykklanga stund færði manni hluta af þeirri miklu sálarró sem hann bjó yfir og leið mér alltaf betur eftir að hafa hitt hann og notið samveru með honum stutta stund. Þrátt fyrir að Óli væri mjög hæverskur hafði hann. ákveðnar skoðanir á flestum hlutum sem ein- kenndust mjög af stefnufestu og sterkri réttlætiskennd. Náttúruunn- andi var hann mikill og lýsti hann oftsinnis áhyggjum sínum yfír hversu mannskepnan væri mikið farin að taka fram fyrir hendur móður náttúru. Ferðalög stundaði hann mikið og er mér þar sérstak- lega minnisstæð hún „Gilitrutt" sem var gamall Weapon-trukkur sem Óli og Haukur meðeigandi í fyrirtækinu höfðu smíðað yfír og þótt hægt hafí farið yfir þá bar hún Óla og Dóru og ferðafélaga þeirra margar ferðirnar um óbyggðir landsins. Hér hefur fátt eitt verið nefnt af lífshlaupi Óla og mætti sjálfsagt lengi bæta við. Nú þegar Óli er horfínn yfír móðuna miklu höfum við sem áttum því láni að fagna að kynnast þessum atgervismanni góðar minningar sem munu lifa. Eg vil fyrir mína hönd,, móður minnar og systra þakka Óla fyrir hversu vel hann reyndist okkur alla tíð Við biðjum góðan Guð að blessa Dóru, böm, tengdabörn og bama- böm á sorgarstundu og megi minn- ingin um góðan dreng veita þeim styrk. Valdimar Kristinsson Hann Óli afí er dáinn, en fyrir okkur barnabömum hans sem urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum mun að eilífu lifa minningin um afa sem var svo ein- staklega laginn við að láta böm dunda í kringum sig þar sem hann var að sýsla eitt og annað heima við. Og einhvern veginn var hann svo ótrúlega þolinmóður og skilnings- ríkur á hugsanagang bama og allt- af tilbúinn að hlusta á vangaveltur þeirra. Hann kenndi ómótuðum sálum að umgangast landið og bera virð- ingu fyrir því á allan hátt, jafnframt því að njóta þess sem fyrir augu bar. Heimsókn í sumarbústaðinn til afa og ömmu var alltaf ævintýri líkust, þar sem alltaf var hægt að fá að róta í mold eða búa til kofa. Þar lærðu ungar sálir líka að skynja umhverfí sitt og taka tillit til fugl- anna sem þar bjuggu. Þannig skildi hann á margan hátt eftir í huga okkar uplifanir sem em hverri manneskju dýrmætur fjársjóður og ógleymanleg minning um elskuleg- an afa sem við vomm svo 'lánsöm að fá að umgangast. Barnabörn og barnabarnabarn Minningarathöfn um Ólaf fer fram í Langholtskirkju í dag, föstudag, kl. 15. Jarðarförin fer fram á morg- un, laugardag frá Breiðabólstað í Fljótshlíð kl.14. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, FRIÐRIKU EGGERTSDÓTTUR, Ásvallagötu 59. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun. Sjöfn Jóhannsdóttir, Erna Jóhannsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Hrefna Jóhannsdóttir, Unnur Jóhannsdóttir, Bergrún Jóhannsdóttir, Gerður Jóhannsdóttir, barnabörn og Knútur Magnússon, Þór Birgir Þórðarson, Edda B. Jónasdóttir, Björgvin Bjarnason, JónGunnar Jóhannsson, Stefán Unnar Magnússon, Jóhannes Eliasson, langömmubörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRIS VALDIMARSSONAR, Munkaþverárstrœtl 8, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á handlæknisdeild og gjörgæslu Fjóröungssjúkrahúss Akureyrar. Guðrún Kristjánsdóttir, Þór Þórisson, Sigrún Þórisdóttir, Björn Halldórsson, Erna Þórey Björnsdóttir, Gunnar Þórir Björnsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruöu minningu brói okkar, SIGURJÓNS JAKOBSSONAR frá Sogni. Þökkum hlýhug og samúð. Kristín Jakobsdóttir, RagnarJakobsson, Guðlaugur Jakobsson, Guðmundur Jónsson og fjölskyldur. Lokað í dag vegna jarðarfarar KRÍSTÍNAR LIUU BERENTS- DÓTTUR, frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Peysudeildin, Aðalstræti 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.