Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 29 Stj órnarkreppan á Ítalíu: DeMita leggur for- mennskuna að veði Reuter Björgunarmenn freista þess að komast um borð í gasflutningaskipið „Maria 2“ sem íranir réðust á i gær á sunnarverðum Persaflóa. Mílanó, frá Benedikt Stef&nssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FORMAÐUR Kristilega demó krataflokksins, Ciracao DeMita, hófst í gær handa við myndun 48. ríkisstjórnar Ítalíu frá striðslokum. Nokkur svartsýni ríkir um að DeMita geti sætt ágreining innan „Fimmflokks- ins“ svonefnda, sem myndað hefur rikisstjórnir ítaliu þennan áratug. DeMita hefur sett sér það mark- mið að ná saman „sterkri" ríkisstjóm sem njóti öruggs þingmeirihluta til loka kjörtímabilsins árið 1990. Til þess þarf hann stuðning Bettinos Craxis, formanns sósíalistaflokksins, sem hafnaði því að DeMita settist í stól forsætisráðherra síðastliðið haust og veitti Giovanni Goria bless- un sína í staðinn. Craxi lætur fátt uppi um fyrirætlanir sínar þessa dagana. Hann hefur ekki lagt stein í götu DeMita en ætlar augsýnilega ekki að létta undir með honum. Giovanni Goria sagði af sér emb- ætti forsætisráðherra síðastliðinn fimmtudag þegar ráðherrar sósíal- ista og sósíaldemókrata lýstu sig andvíga þeirri ákvörðun hans að ljúka framkvæmdum við umdeilt kjamorkuver á Mið-ítal(u. Stjómar- kreppan hafði reyndar verið boðuð með mánaðarfyrirvara. Um miðjan febrúar féllst Goria á að draga lausn- arbeiðni sína til baka meðan fjárlög íranir ráðast á flutn- ingaskip á Persaflóa Segja 4.000 manns hafa fallið í efnavopnaárás Iraka Nikósíu, Reuter. ÍRANIR gerðu árásir á þrjú skip á Persaflóa í gær en íröskum eldflaugum rigndi yfir Teheran. íranir tilkynntu hins vegar að þeir hefðu unnið mikið tjón í bardögum á norðurvígstöðvun- um og sökuðu íraka um að beita efnavopnum. Heimildarmenn Reuters-trétta.- að flytja kúrda, sem særst hefðu í efnaárásum íraka, af norðurvíg- stöðvunum og að ekki færri en 4.000 manns hefðu látið lífið í bæn- um Halabja eftir efnavopnaárás ír- aka. írakar kváðust hins vegar ekki hafa gert árásir á bæ þennan sem er innan landamæra íraks og viður- kenndu að hann væri á valdi Irana. Einnig var frá því skýrt í gær að íranir hefðu skotið 28 eldflaug- um á landamærabæi í írak og hefði flugskeytunum verið beint að hem- aðarlega mikilvægum mannvirkjum svo sem stíflum og orkuverum. Þá hefði stórskotalið Irana haldið uppi árásum á hafnarborgina Basra f suðurhluta landssins. væra afgreidd í þinginu. Samkvæmt þegjandi samkomulagi áttí stjómin að fara frá í friðsemd undir lok þess- arar viku. Öllum að óvöram kaus Goria að sprengja stjómina þegar í odda skarst vegna kjamorkuversins og koma þannig hlutaðeigandi flokk- um í klípu. Sósíalistar og sósíaldemókratar sem ásamt ójálslyndum mynda vinstri arm „Fimmflokksins" þurfa nú að standa fastir á sínu gagnvart kristilegum demókrötum og repú- blikönum sem era fylgjandi því að kjamorkuverið verði gangsett. Að flestra mati áttu stjómarmyndunar- viðræðumar að snúast um brýnni málefni: þingsköp, stjómkerfisbreyt- ingar og baráttu við spillingu innan kerfisins. Harmsaga ráðuneytis Gor- ia hefur neytt ítali til að horfast í augu við brotalamir í stjómarfari landsins. Er ljóst að næsta ríkisstjóm þarf að takast á við þessi verkefni með einum eða öðram hætti. Þær breytingar sem helst era nefndar er að afnema leynilegar at- kvæðagreiðslur í þinginu, skipta hlutverkum með fulltrúadeild og öld- ungadeild og auka völd forsætisráð- herra. Næsta skref gæti orðið að endurskoða kosningalögin til þess að fækka flokkum á þingi og jafnvel brejrtingar á forsetaembættinu að bandarískri fyrirmynd. Til þess að mynda þá sterku ríkis- stjóm sem DeMita óskar sér þarf hann ekki aðeins að kljást við and- stæðinga úr öðram flokkum heldur menn úr eigin röðum, oddvita hinna andstæðu fylkinga innan kristilega demókrataflokksins. Með því að taka sjálfur við umboði til stjómarmynd- unar gekk hann þvert á hefð innan fiokksins og leggur í raun for- mennsku sfna að veði. Á blaða- mannafundi á miðvikudag sagðist DeMita þjást af höfuðverk sem líklega lýsir best þeirri erfíðu aðstöðu sem hann er nú í. Suður-Afríka: Ný gögn í máli blökkumann- anna sex frá Sharpeville Jóhannesarborg, Reuter. LÖGFRÆÐINGUR blökkumann- anna sex frá Sharpeville, sem dómstóll í Suður-Afríku hefur dæmt til dauða, sagði i gær að hann hygðist krefjast þess að mál þeirra yrði tekið fyrir að nýju. Aftöku fólkins, sem fram átti að fara í gær, var frestað um mánuð á fimmtudag eftir að ný gögn höfðu komið fram í málinu. Mál sexmenninganna hefur vakið mikla athygli víða um heim og hafa ráðamenn og ríkisstjórnir fjölmargra ríkja fordæmt framferði yfirvalda í Suður-Afríku. Blökkumennirnir sex, fimm karlar og ein kona, voru dæmdir til dauða á síðasta ári og þóttu forsendur dómsins vægast sagt hæpnar. Fólkið var gert ábyrgt fyrir drápi á suður-afrískum emb- ættismanni í Sharpeville, skammt frá Jóhannesarborg árið 1984, þó svo viðurkennt væri í dómsúrskurð- inum að blökkumennimir sex hefðu ekki myrt embættismanninn. Sagði hins vegar í úrskurðinum að sak- bomingamir væra sama sinnis og þeir sem myrtu embættismanninn á hinn hroðalegasta hátt. Aftöku fólksins hefur verið frest- að til 18. apríl eftir að uppvíst varð að eitt lykilvitnið í málinu hafði log- ið fyrir rétti. Nokkram klukkustund- um áður en tilkynnt var að aftöku fólksins hefði verið frestað sprakk bílsprengja í bænum Kragersdorf í útjaðri Jóhannesarborgar og biðu Reuter Mikil fagnaðarlæti brutust út í Pretóríu á fimmtudag er þær fréttir bárust að aftöku blökkumannanna sex frá Sharpeville hefði verið frestað þar eð ný gögn hefðu komið fram í málinu. Myndin sýnir hvar lögfræðingur fólksins, Prakash Diar, er borinn á háhesti fyrir utan hæstarétt Pretoríu. þrír menn bana en um 20 særðust. Stjóm hvíta minnihlutans í Pretoríu sakaði skæraliða Afríska þjóðar- ráðsins um að hafa borið ábyrgð á ódæðinu. Hafa stjómvöld sett 25.000 dali til höfuðs manni einum sem sagður er hafa verið viðriðinn sprengjutilræðið. Sá er fylgismaður Afríska þjóðarráðsins en er hvítur á hörand, sonur þekkts ritstjóra í Suð- ur-Afríku. Lögfræðingur fólksins, Prakesh Diar, hefur tilkynnt að hann hyggist fara þess á leit við yfírvöld að málið verði tekið upp að nýju og kveðst hann stefna að því að skjólstæðingar sínir verði sýknaðir af öllum ákæra- atriðum. stofunnar á sunnanverðum Persa- flóa sögðu írani hafa ráðist á þijú skip á flóanum; norska risaolíuskip- ið „Berge Lord“, olíuskipið „Nept- une Subara" frá Singapúr og gas- flutningaskipið „Maria 2“ sem er í eigu Japana en siglir undir fána Panama. Vitað var um einn mann sem týnt hafði lífi og íjöldi manna var sagður hafa særst. Tvö skip- anna vora stödd á Hormuz-sundi en hið þriðja skammt undan strönd Dubai. Irakar skutu fjölda eldflauga að Teheran, höfuðborg írans, og til- kynntu að auki um árásir á tvö olíu- skip á flóanum. IRNA, hin opinbera fréttastofa írans, skýrði frá því að ótilgreindur fjöldi óbreyttra borgara hefði fallið og særst í loftárásum íraka á fimm borgir í íran. Var og frá því skýrt að unnið væri að því DanmÖrk: Spáð versn- andiefnahag Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞJÓÐBANKI Danmerkur spáir samdrætti i efnahagslíf- inu og vaxandi atvinnuleysi næstu tvö árin. Erik Hoffmeyer bankastjóri Þjóðbankans varar I ársskýrslu bankans við linku í efnahags- málum og segir skipta sköpum að það takist að minnka hallann á vipskiptum við útlönd. í skýrsl- unni kemur fram að 272 millj- arðar danskra króna eða 13% af útflutningstekjum Dana fari nú í að borga vexti af erlendum lánum. rGEGN MGREIÐSLlh FLUGLEIÐIR Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.700,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. HluLabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN MGRHÐSLLH U€RZHJNflRBflNKI ÍSLANDS HF Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka fslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.350,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. fllulabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN SlAÐGREIÐStU- EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 4.000,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. HluLabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavik. VJlAJil aiAUVJÍVLLUJLL Ærnrgrrf^? TRYGGINGAR Kaupum og seljum hlutabréf Almennra trygginga gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.220,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. HluLabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustig 12, 3.h., 101 Reykjavík. GEGN SIAÐGRHÐSLU-i HAMPIÐJAN Kaupum og seljum hlutabréf Hampiðjunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.380,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlulabréfamarkaóurinn hf'. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. VJLAJi’ ÖUW\3l\mJJW Iðnaðarbanki íslands hf, Kaupum og seljum hlutabréf Iðnaðarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.680,- fyrir hverjar 1000,- kr. nafnverðs. HluLabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.