Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Ingólfur Theódórs- son netagerðar- meistari — Minning Ég kynntist Ingólfi Theódórssyni ekki fyír en fyrir 13 árum. Bók- haldsmál Netagerðarinnar Ingólfs hf. voru í mínum höndum, og þess vegna hafði ég mjög mikil og náin samskipti við Ingólf. Allt var það samstarf á einn veg; afar ánægju- legt og lærdómsríkt fyrir mig. — Það blésu auðvitað vindar á stund- um, gerði meira að segja brælur og stórsjói, en ávallt stóð Ingólfur upp- úr, kletturinn í hafrótinu. Ég dáðist oft að því hve áhuga- samur hann var um allar nýjungar er sneru að netagerð, og þegar hann reisti hina stórglæsilegu viðbygg- ingu við verkstæðishúsið á Flötum, var gaman að fylgjast með karlinum. Ófá bréf sömdum við, þar sem hann vildi koma skoðunum sínum fram við lánastofnanir, og ekki hikaði hann við að senda ráðherrum og þingmönnum álit sitt bréflega, því hann var afskaplega hreinskiptinn í viðskiptum, og sagði alltaf sína meiningu skorinort. Við gerðum okkur ávallt far um að spjalla saman svona frekar á'léttu nótunum, og get ég ekki stillt mig um að rifja upp ljúfa endurminningu frá byggingartímanum. — Hingað til Eyja komu stjórn og kommisar Byggðastofnunar, og bauð Ingólfur þeim að skoða framkvæmdimar. Þá var einmitt verið að reisa lfmtrésbitana, og þegar „hersingin" var búin að kynna sér viðbygging- una, segir Ingólfur: „Jæja, ætlið þið svo ekki að líta á leðurhægindin!", og vfsaði þeim inn á skrifstofu sína. Og mikið urðu þeir hissa að sjá hvemig búið var að forstjóranum sjálfum. — Það var nú reyndar það eina, sem ég fann að við Ingólf öll árin, sem við áttum samleið, og það var hve illa hann raunverulega bjó að sjálfum sér á verkstæðinu. En hann lagði ekki uppúr því, heldur vildi hafa starfsaðstöðuna betri fyrir strákana frammi í sal, og það er hún svo sannariega, eflaust með því bezta á landinu í þessari iðngrein. Ég þakka Ingólfí Theódórssyni alltof stutt en þeim mun ánægju- legra samstarf, sem ég naut og hafði mikið gagn af. Sigga mín, þér og þínum bið ég Guðs blessunar í sorg og söknuði. Ágxist Karlsson Ég vil hér með nokkrum orðum minnast Ingólfs Theódórssonar Blómabúóin vor Austurveri Sími 84940 Sendum blóm Visa- og Euro-þjónusta í gegnum síma. Blóma- og w skreytingaþjónusta Cj ™ hverí sem tilefnið er. ^ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álíheimum 74. símí 84200 netagerðarmeistara er lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 14. mars síðast- liðinn á 76. aldursári. Með Ingólfí er fallinn frá einn virtasti og áhrifamesti netagerðar- meistari landsins um langt skeið. Má segja að á skömmum tíma hafí verið höggvið stórt skarð í raðir netagerðarmeistara, því nú hafa á um einu ári látist þrír af helstu meisturunum. Áður létust þeir Guð- mundur Sveinsson frá fsafirði og Pétur Georgsson frá Akranesi. Báðir alveg einstakir heiðursmenn og stétt sinni til mikils sóma. Ingólfur hóf ungur nám í neta- gerð hjá Bimi Benediktssyni í Reykjavík og starfaði við netagerð allan sinn starfsaldur. Árið 1939 settist hann að í Vestmannaeyjum og stofnsetur fyrirtæki sitt, Neta- gerðina Ingólf, 1947, þar sem hann rak umfangsmikla starfsemi við framleiðslu og viðhald á veiðarfær- um. Ég kynntist fyrst Ingólfí er ég réðst til vinnu hjá honum í nokkra mánuði veturinn 1970. Þessir mán- uðir verða mér alltaf minnisstæðir vegna kynna minna af Ingólfí og þeirri stemmningu og vinnugleði sem rikti á netagerðinni þrátt fyrir mikið vinnuálag þar sem unnið var dögpm saman langt fram yfír þau vinnutímamörk sem gilda nú til dags. Þetta var ekki síst því að þakka að Ingólfur dró ekkert af sjálfur og vann af lífi og sál við að skipu- leggja verkefni og stjóma sínum mönnum af miklu kappi og áhuga sem var með ólíkindum því hann gekk ekki heill til skógar hvað heilsufar snerti. Jafnframt fylgdist hann af ákafa með aflabrögðum alla tíð og sem dæmi um þetta má nefna að þegar Ingólfur dvaldi á Heilsuhælinu í Hveragerði sér til heilsubótar þá hafði hann með sér farsíma svo hann gæti fylgst betur með. Ég varð vitni að því þegar einn skipstjórinn hringdi og lét hann vita að hann væri á leiðinni til hafnar með full- fermi af loðnu. Það má segja að það hafí sjaldan ríkt lognmolla í kringum Ingólf The- ódórsson því hann sagði umbúða- laust hug sinn ef því var að skipta hvort sem mönnum líkaði betur eða verr og naut virðingar fyrir. Hann gat stundum verið hijúfur á manninn en undir niðri sló stórt hjarta sem ávallt var reiðubúið að hjálpa þeim sem minna máttu sín ef svo bar við. Ingólfur var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar 1983 fyrir störf í þágu sjávarútvegsins og var kjörinn heiðursfélagi Landsambands veiðarfæragerða 1985, en hann átti lengi sæti í stjóm sambandsins, þar sem hann vann ötullega að málefn- um netagerðarmanna. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Ingólfs, Sigríði Sigurðardóttur, og bömum þeirra beggja mína dýpstu samúð í sorg þeirra og flyt sérstak- ar þakkir til Sigríðar frá okkur Jonnu með þakklæti fyrir einstaklega góð viðkynni og samveru á undanfömum ámm. Það var aðdáunarvert hvað hún annaðist Ingólf af kostgæfni og ástúð svo af bar. Guð blessi þig og styrki Sigga mín í framtíðinni. Guðmundur Gunnarsson Við viljum með fáum orðum minn- ast Ingólfs Theódórssonar og votta honum virðingu okkar. Ingólfur var, mikil kempa og setti svip á bæinn. Það var því harmaffegn þegar það barst út um bæinn sl. mánudag 14. mars að Ingólfur T. hefði látist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða en þó kom fráfall hans óvænt. Fán- ar voru dregnir í hálfa stöng og menn minntust góðs drengs, mikils athafíia- og eljumanns. Ingólfur kom til Eyja árið 1939 að beiðni útvegsbænda í Vestmanna- eyjum. Var það mikil gæfa fyrir Vestmannaeyjar að fá Ingóif hingað til starfa. Hann hóf störf á netaverk- stæði því sem útgerðarmenn áttu en árið 1947 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Netagerðina Ingólf. Gerði hann það fyrirtæki að stórveldi í þessari grein og þekktu um land allt. En það kostaði vinnu og meiri vinnu en það var það sem Ingólfur vildi og gat látið í té. Hann var sjálf- ur ótrúlega kappsamur og ósér- hlífinn og með góðum starfsmönnum vann hann þrekvirki. Hann var þekktur af hreinskilni, áreiðanleika og dugnaði í öllum viðskiptum. Fyrr á árum fylgdi hann ásamt starfs- mönnum sínum síldarflotanum bæði norður og austur og var þá vakað sólarhringum saman þegar mikið lá við. Alls staðar þar sem Ingólfur kom og fór vakti hann athygli fyrir karl- mennsku og þrótt. Við vorum í viðskiptum við Ingólf með bát sem við gerðum út fyrir gos en þegar við komum með fyrsta skuttogarann þá vildum við leita til annarra netagerðarmanna um þjón- ustu við togarann en þeir treystu sér ekki til að taka hann í viðskipti. Var þá leitað til Ingólfs og það var ekkert hik á svarinu: „Auðvitað, stóð eitthvað annað til?“ Þannig var Ing- ólfur. Aldrei neitt vol eða víl. Hann fór niður á verkstæði til að vinna og fylgjast með þótt oft hefði hann heilsunnar vegna átt að vera heima. Hann fylgdist vel með öllu við höfn- ina og hafði allar upplýsingar um afla báta og komutíma. Það brást ekki að leita til hans um slíkar upp- lýsingar. Ingólfur átti góða konu, Sigríði Sigurðardóttur frá Skuld í Vest- mannaeyjum. Fylgdi hún manni sínum á ferðum hans um landið og stýrði öllu heima við af röggsemi. Þau eignuust 6 böm en misstu eitt þeirra í bemsku. Bömin þeirra eru: Sigurður Ingi, Hugrún, Kristín Hrönn og yngstar em tvíburamir Elfa Dröfn og Harpa Fold. Þijár dætur átti Ingólfur áður, Jóhönnu, Komelíu og Amilíu. Þegar Ingólfur er kvaddur hinstu kveðju frá Landakirkju viljum við þakka honum samfylgdina og sam- starfíð og biðjum fyrir innilegar sam- úðarkveðjur til eiginkonu hans og annarra ástvina. Kristinn Pálsson, Magnús Kristinsson. í dag verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför Ingólfs Theódórssonar, netagerðarmeistara, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 14. mars sl. Ingólfur var fæddur 10. nóvember 1912 á Siglufirði, sonur hjónanna Theódórs Pálssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Hann lauk námi í netagerð hjá Bimi Benediktssyni í Reykjavík og hóf fyrst netagerð Hafnarfirði. Hann fór síðan til Vestmannaeyja 1939 og stofnaði netagerðina Ingólf árið 1949, sem hann vann við til dauða- dags. Ingólfur Theódórsson kaus sér starfsvettvang á sviði netagerðai með því, sem því fylgdi. Hann byggði upp eina myndarlegustu netagerð á landinu og var mjög vakandi fyrir öllum nýjungum í sinni grein. Hann hafði góða aðstöðu í netagerðinni til að vinna við veiðarfærin. Ahugi hans lá í því, að veiðarfærin væm alltaf sem best. Hugur hans stóð til sjávar- ins og þess sem átti sér stað á sjón- um og sem úr sjónum kom. Hann vildi láta hlutina vera í lagi og var mjög greiðvikinn, oft við útgerðar- menn, sem áttu takmarkaða pen- inga. Stundum mátti hann súpa seyðið af greiðvikni sinni. Hann hafði áhuga á því, að bátar, sem vom með veiðarfæri frá honum, físk- uðu sem best. Ég kynntist Ingólfí Theódórssyni vel árið 1975, er ég flutti til Vest- mannaeyja. Hann er mér minnis- stæður, bæði sem sérstæður per- sónuleiki og góður maður. Hann var hreinn og beinn við alla, talaði tæpit- ungulaust og hafði skoðanir á mönn- um og málefnum og lét það hiklaust f ljós. Ingólfur reyndist mér alltaf mjög vel. Hann sá um allar nætur á bátum okkar í 20 til 30 ár og em margir af þeim með aflahæstu skip- um á landinu. Það sýnir best hversu vel tókst til á starfsvettvangi hans. Ingólfur Theódórsson vildi hætta eigin rekstri árið 1986 og seldi Hrað- frystistöð Vestmannaeyja hf. neta- gerðina en hann hélt áfram að starfa við hana til dauðadags. Eftir að Ingólfur Theódórsson hafði selt netagerðina, lagði hann sig enn meira fram við rekstur henn- ar, að hún gengi vel, því að hann vildi vinna enn betur fyrir aðra en fyrir sjálfan sig. Slíkur var Ingólfur Theódórsson. Ingólfur tók mikinn þátt í ýmsum félagsstörfum og var í fjölda mörg- um félögum, bæði í Vestmannaeyj- um og annars staðar. Hann var heið- ursfélagi f Félagi netagerðarmeist- ara. Hann var m.a. félagi i Odd- fellow-reglunni og Rotary. Hann var höfðinglegur maður ásýndum og höfðingi í raun. Hann var stórbrotinn persónuleiki og verður minnisstæður öllum sem kynntust honum. Ingólfur lætur eftir sig eiginkonu, Sigríði Sigurðardóttur frá Skuld, og eignuðust þau sex böm, þar af eru fímm á lífi. Áður hafði Ingólfur eign- ast þijár dætur. Ég vildi að lokum þakka Ingólfi Theódórssyni fyrir góða samfylgd og bið ástvinum hans Guðs blessun- ar. Sigurður Einarsson í dag verður faðir minn, Ingólfur Theódórsson, jarðsettur frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Mig lang- aði til að setja á blað nokkur atvik úr lffshlaupi hans, sem ég fékk að kynnast er við unnum saman til fjölda ára. Fyrst koma upp í hugann sumrin þegar pabbi fór norður á Siglufjörð til að þjónusta síldarflo- tann úr Eyjum, og aðra viðskipta- báta. Aðstaða sem netamenn bjuggu þá við var ekki góð, illa upplýstir og þröngir braggar. Oft unnu neta- mann á Sigló lengi, og heyrði maður ótrúlegar sögur af vinnutíma þeirra. En þetta var alltaf einkenni pabba ef viðskiptabát vantaði þjónustu, þá sat það fyrir öllu, ekki spurt um svefn eða hvíld. Sama var á sumar- og haustsíldveiðunum. Þá var hægt að fá þjónustu hjá honum allan sólar- hringinn. Oft vakti hann fram eftir nóttu við hlustun á bátabylgjuna, og vissi þá fyrstur um aflabrögð að morgni. Gaman var er hann haustið 1963 teiknaði og pantaði efni í 28 þorska- nætur, en þar var hann brautryðj- andi, eins og á fleiri sviðum neta- gerðar. Einnig pantaði hann fyrstu loðnunót landsins frá Noregi fyrir Þorleif Jónasson, útgerðarmann á mb. Gullfaxa frá Neskaupstað. Sú nót var 88 faðma löng og 18 faðma djúp. Þróunin sem átt hefur sér stað síðan er ótrúleg, nú eru nætur allt upp í 100 faðma djúpar. Loðnuveiði var á byijunarstigi, og vildu þá fáar verksmiðjur kaupa loðnu til vinnslu. Honum var mjög annt um mennt- un og réttindi netagerðarmanna. Var hann meistari og kenndi fjölda netagerðarmanna er nú starfa um land allt. Hann fylgdist alltaf mjög vel með öllum nýjungum, er snertu veiðarfæri, og sendi oft starfsmenn sína á sýningar, er hann taldi að gæti komið sér vel fyrir viðskipta- menn sína. Pabbi fór í útgerð um tíma, og átti 2 báta, Hafbjörgu og Sæbjörgu. Var það skemmtilegt tímabil. Pabbi var skapmaður og fastur á sínu, eins og ég, sem varð þess vald- andi að við, árið 1976, hættum að vinna saman. Pabbi seldi netagerð sína fyrir nokkru Sigurði Einars- syni, útgerðarmanni í Vestmanna- eyjum. Er ég kveð pabba minn, þá kveð ég um leið þann mann er hvað lengst og mest hefur starfað við þessa iðn- grein. Ég held að ég geti sagt að hann hafi verið faðir netagerðar á íslndi. „Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm.“ (Einar Bened.) Sigurður Ingi Ingólfsson Mánudaginn 14. mars, síðdegis, bárust þau sorgartíðindi um Vest- mannaeyjabæ, að Ingólfur Theó- dórsson netagerðarmeistari hefði látist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, upp úr hádegi þann dag. Að vísu kom það þeim er til þekktu ekki mjög á óvart, þar sem Ingólfur heit- inn hafði um árabil átt við vanheilsu að stríða, sem stafaði af lungna- skemmd, og óhætt er að fullyrða, að oft var hann það þjáður, að hann hefði átt að halda kyrru fyrir, en þó að mátturinn væri ekki mikill, þá var viljinn og áhuginn fyrir því starfi, sem hann helgaði líf sitt svo sterkur, að flesta daga mætti hann til vinnu sinnar, og stjómaði neta- gerðinni Ingólfi, sem hann stofnsetti ásamt eiginkonu sinni árið 1947 og starfræktu þau fyrirtækið í 40 ár. Ingólfur fylgdist alla tíð svo vel með þeim skipum, er voru í viðskiptum við fyrirtæki hans, að engu var líkara en hann ætti þau öll, og æði oft kom það fyrir þegar útvegsbændum hér gekk illa að ná sambandi við skipin, að hringt var í Ingólf, og oftast gat hann frætt menn um hvað var að gerast á miðunum, hveijir væru að fá hann, hveijir á landleið, og yfír- leitt um það er máli skipti. Hann var alla tíð vel vakandi yfír störfum og velferð sjómanna og útvegs- bænda, og á tímabili átti hann og gerði út tvo báta. Ingólfur Theódórsson fæddist á Siglufírði 10. nóvember 1912. For- eldrar hans voru Theódór Pálsson skipstjóri og Guðrún Ólafsdóttir. Snemma hleypti Ingólfur heimdrag- anum og hóf ungur nám í netagerð hjá Bimi Benediktssyni netagerðar- meistara, Reykjavík. Að því námi loknu fór hann fljótlega að starfa sjálfstætt, enda kom það strax í ljós, að í þessum unga manni bjuggu bæði framsækni og forustuhæfíleik- ar. Árið 1937 stofnaði hann, ásamt öðrum, sína fyrstu netagerð sem staðsett var í Hafnarfirði, en árið 1939 ráða útvegsbændur hér Ingólf til þess að veita fomstu sameigin- legu netaverkstæði er þeir ráku, og má með sanni segja að þessi ráðning hafí verið mikið happaverk fyrir sjávarútveginn í Vestmannaeyjum, þar sem Ingólfur settist hér að og allt frá þeim tíma höfum við notið þjónustu hans, kunnáttu, drenglynd- is og umfram allt vináttu, sem var alveg ómetanleg. 14. október 1944 steig Ingólfur sitt stærst gæfuspor í lífinu, en þá kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Skuld. Sigga var og er Eyjakona, tíunda bam þeirra sæmdarhjóna frá Skuld, sem auðguðu Eyjamar okkar með mörgum dugmiklum afkomend- um. Sigga bjó manni sínum glæsi- legt heimili, ól honum sex mann- vænleg böm, og var honum stoð og stytta á lífsleiðinni. Á síldarárunum var stærstur hluti Eyjaflotans á síldveiðum fyrir Norðurlandi yfir sumarmánuðina. Oft fór Ingólfur norður með sina netamenn, til þess að þjónusta flotann og venjulega var Sigga með, sá um matseld, þvotta og þrif fyrir liðið, þó að aðstaðan væri oft erfíð. Einn var sá þáttur í lífí Ingólfs, sem fáir þekktu, enda var þeim málum ekki flíkað. Hann var trúmaður mikill, hann átti sinn Guð, og þeir sem best þekktu, vissu að til Hans var oft leitað í einrúmi. Góður drengur er genginn, og við vitum að vel verður á móti honum tekjð þar sem ríkir dýrð og friður. Útvegsbændur í Vestmannaeyjum þakka Ingólfi Theódórssyni hálfrar aldar samstarf, ómetanlega þjónustu og einlæga vináttu og senda ekkju hans, bömum og öðrum aðstandend- um sínar dýpstu samúðarkveðjur, og biðja Guð að blessa þau og hugga í sorginni. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.