Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Frumvarp um nauðasamninga hjá Kaupf élagi Berufjarðar: Tillaga um greiðslu 22% almennra krafna Eignir f élagsins seldar til KASK og Búlandstinds hf. GENGH) hefur verið frá sölu á ölluni eignum Kaupfélags Beru- fjarðar á Djúpavogi. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á Höfn keyptí nýtt verslunarhús, slátur- hús og mjólkursamlag en Bú- landstindur hf. keyptí aðrar fast- eigiiir félagsins. Á næstunni legg- Morgunblaðio/Kristinn enedikteson "f lögfræðingur Jékgsins fyril Tækin úr fiskimjökverksmiðju Stranda hf. hafa verið rifín út úr sýsluinanninn á Eskifirði frum- varp að nauðasamningum þar sem verksmiðjunni og eru trúlega ónýt. Roð hf. á Reykjanesi: Framleiðsla á gælu- dýraf óðri að hefjast Keypti fiskimjölsverksmiðju Stranda hf. gert er ráð fyrir að almennir kröfuhafar fái 22% af skuldum sínum greitt en felli 78% skuld- anna niður. Þá verður væntanlega lýst eftír kröfum og þarf 75% kröfuhafa með 75% krafna á bak við sig að samþykkja frumvarpið svo það nái f ram að ganga. Ef þvi verður hafnað verður félagið sjálfkrafa lýst gjaldþrota og kaup- samningum vegna eigna f éíagsins rift að sögn Emils Björnssonar stjórnarformanns Kaupfélags Berufjarðar. KASK á Höfn hefur rekið verslun, mjólkursamlag og sláturhús á Djúpa- vogi frá því rekstur Kaupfélags Berufjarðar stöðvaðist á síðasta ári. Keypti félagið nú helstu eignir þess, nýja verslunarhúsið, mjólkursamlag- ið og sláturhúsið, fyrir rúmlega 28 milljónir kr., sem er bókfært verð eignanna samkvæmt efnahagsreikn- ingi. Ef nauðasamningar takast er fyrirhugað að sameina kaupfélögin, þannig að KASK nái yfir núverandi félagssvæði kaupfélagsins á Djúpa- vogi, að sögn Emils. Aðrar fasteign- ir kaupfélagsins keypti Búlandstind- ur hf., sem er aðal útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki staðarins, og er í eigu SÍS og dótturfyrirtækja þess að mestu leyti. Kaupfélag Berufjarð- ar átti áður meirihluta Búlandstinds hf. Þær eignir sem Búlandstindur keypti eru gamalt verslunarhús, sölt- unarstöðin Arnarey, verkstæðishús og gömul lifrabræðsla. Söluverðið var 11 milljónir kr., sem er bókfært verð eignanna. Greiðsla fór í báðum tilvikum að mestu fram með yfirtöku skulda. Emil Björnsson sagði að erfitt væri að meta verðgildi eignanna á þessum stað, en taldi þó að söluverð þeirra væri sanngjarnt þegar á heild- ina væri litið. Ljóst er að einstaklingar, m.a. bændur í héraðinu og fjölskyldur þeirra, ekki stst eldra fólk, tapa veru- legum fjármunum við nauðasamn- inga eða gjaldþrot. Grindavik. NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, Roð hf., hefur keypt fiskimjölsverk- smiðju Stranda hf. á Reykjanesi af Fiskveiðasjóði, sem eignaðist hana á síðasta ári eftir nauðung- aruppboð. Roð hf. mun hefja vinnslu á gæludýraf óðri nú S vik- unni fyrir danskan aðila sem dreifir framleiðslunni um Skand- inavíu. Fyrst í stað er fyrirhugað að þurrka ioðnu í gæludýrafóður en nú er ástand hennar hvað hentug- ast fyrir þessa þurrkun en síðan tekur við þurrkun á öðru sjávar- fangi hjá fyrirtækinu. Að sögn for- ráðamanna Roðs hf. er nú þegar búið að selja alla framleiðsluna sem hægt er að þurrka fram á vorið til Skandinavíu og því er allt kapp lagt á að koma verksmiðjunni í gang nú í vikunni. Gerður hefur verið bráða- birgðasamningur við Sjóefnavinnsl- una hf. fram í júlí um orkukaup en fyrirtækinu fylgir gamall samn- ingur um mjög ódýra orku sem gerður var á sínum tíma milli Sjó- efnavinnslunnar hf. og Stranda hf. Flest öll fiskimjölstækin sem fyrir voru í verksmiðjuhúsnæðinu hafa verið rifin út en þau eru trúlega ónýt. Iðnaðarmenn hafa unnið und- anfarna daga við uppsetningu á gffurlega stórum þurrkklefa og öðr- um búnaði sem þarf til að koma þessari n#ju framleiðslu í gang. Ljósmyndastofan Svipmyndir: Kærir viðskipta- ráðuneytið tQ RLR Unnið að uppsetningu þurkklefans. Á sínum tíma stóð til að Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins fengi þessa verksmiðju og því hafði fréttaritari blaðsins samband við Sigurjón Arason, deildarverkfræð- ing hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Hann sagði að sú ákvörðun hefði verið tekin þegar stofnuninni var úthlutað 30 milljónum króna til að hefja tilraunavinnslu á meltu og gufuþurrkuðu fiskimjöli og fleiru að bíða með þessa peninga þar sem mjög ótryggt var með framtíð Sjó- efnavinnslunnar hf. „Þessi skipan mála er til góða því það er kostur að fá þarna góða þurrkstöð. Við getum fengið þarna inni hvenær sem er fyrir okkar tilraunastarfsemi og verður haft samráð við ráðuneyt- ið hvernig peningunum verður varið f þvf skyni," sagði Sigurjón. - Kr.Ben. Ljósmyndastofan Svipmyndir hefur kært viðskiptaráðuneytíð tíl Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna auglýsingar, sem ráðuneyt- ið hefur látíð gera um verðmun á ljósmyndastofum, og birt var i Morgunblaðinu sfðastliðinn laug- ardag. Sigurgeir Sigurjónsson, Ijósmyndari og eigandi Svip- mynda, staðfestí þetta i samtali við Morgunblaðið i gær og kvaðst hann hafa sent viðskiptaráðuneyt- inu bréf þar sem greint er frá þessari ákvörðun. Sigurgeir sagði að í umræddri auglýsingu væri um að ræða fölsun þar sem birt væri mynd, eftir annan ljósmyndara, en gefið í skyn í texta, að myndin sé tekin hjá Svipmyndum. í umræddri auglýsingu eru birtar tvær eins myndir og spurt hver sé munurinn á þeim. í texta segir síðan að munurinn sé sá, að á ákveðinni ljósmyndastofu kosti myndin 4.000 krónur, en hjá Svipmyndum kosti hún 8.000 krónur. Þetta er byggt á nýgerðri könnun Verðlagsstofnunar um verðlagningu hjá ljósmyndastof- um á höfuðborgarsvæðinu. Sigurgeir kvaðst í sjálfu sér ekkert hafa á móti verðkönnunum, ef rétt væri að þeim staðið, en í könnun Verðlags- stofhunar væri þess hvergi getið að gæðamunur kynni að vera á þessari þjónustu. Hann sagði að Svipmyndir stæðu vel undir þessum verðmun, en hins vegar hefði umrædd auglýs- ing verið fölsuð og því væri ekki um annað að ræða en að kæra málið til RLR. Þórir H. óskarsson, formaðúr Ljósmyndarafélags íslands, sagði f samtali við Morgunblaðið, að stjórn ljósmyndarafélagsins myndi krefjast þess, að siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa tæki málið til meðferðar enda félli umrædd aug- lýsing undir hreinan atvinnuróg. Hann sagði að illa hefði verið staðið að verðkönnun Verðlagsstofnunar. Þjónusta ljósmyndastofanna væri mjög misjöfn svo og gæði vörunnar og því ekki raunhæft að setja þær allar undir sama hatt með þessum hætti. / dag JfierB«nt>l«J>it> í»au vortj ítgur- ! gegn GlasgöwRarlgérs Jón Grétar skoraöi tvö mörU á Jamaíku Þorbergur ogSaabf úrslita- kappnkia fSvfþjóa blaðB Akureyrarskákmótið: „Áttí ekki von á að sigra" - sagði Jóhann Hjartarson, sem hlaut 8 vinninga JÓHANN Hjartarson sigraði á alþjóðlega skákmótinu á Akureyri, sem lauk f gærkvöldi i Alþýðuhúsinu. Hann hlaut 8 vinninga og í öðru sætí hafnaði sovéski skákmeistarinn Polugaevski, með 7V2 vinning. Jóhann sagði að niólinu loknu að hann hefði ekki átt von á að sigra, enda hefði hann verið Iasinn eftir dvölina á Spáni, þar sem hann keppti fyrir skttmmu á skákmóti. Einni skák var ólokið seint í Jóhann Hjartarson sagði í sam- gærkvöldi, skák þeirra Karls Þor- tali við Morgunblaðið að Akur- steins og Gurevich, en Karl var með heldur betri stöðu. Þar sem skákin dróst á langinn varð að fresta verðlaunaafhendinu um nokkrar stundir. Margeir Péturs- son hlaut 7 vinninga á mótinu, en Gurevitch var með 6V2 vinning áður en lokaskákin hófst. Jón L. Árnason hlaut 6V2 vinning og þeir Tisdal frá Noregi og Ungverj- inn Adorjan 6 vinninga hvor. Helgi Ólafsson og Dolmatov hlutu 5V2 vinning hvor, Karl Þorsteins var með 4 vinninga fyrir loka- skákina, Jón Garðar Viðarsson hlaut IV2 vinning og Ólafur Kristjánsson 1 vinning. eyringar hefðu staðið sig mjög vel í allri skipulagningu mótsins og væru þeir vel samkeppnisfærir við fjársterkari skákfélög erlendis hvað það varðaði. „Hér á Akur- eyri var til dæmis miklu betri aðstaða en Spánverjar buðu upp á á mótinu sem ég keppti á þar um daginn," sagði hann. Hann sagði erfiðustu skákina hafa verið á móti Polugaevski, en henni lauk eftir 60 leiki. Eftir þá skák hefði sér farið að vegna vel. „Ég átti alls ekki von á sigri á mótinu, enda var ég hálf lasinn þegar ég kom frá Spáni, á fyrsta degi Akur- eyrarmótsins." Jóhann sagðist næst tefla á skákmóti í Munchen f Þýskalandi í lok apríl og sfðan væri einvígið við Karpov framundan. „Ekki er enn komið á hreint hvar eða hven- ær einvígið verður háð, en það verður f fyrsta lagi haldið í ágúst- mánuði. Staðurinn skiptir mig engu, nema hvað ég vil að ein- vfgið fari fram f hlutlausu landi, að minnsta kosti engu austan- tjaldslandanna, enda koma þau varla til greina þar sem þau geta engin verðlaun boðið," sagði Jó- hann. Níunda umferð mótsins var tefld á laugardaginn og urðu úr- slit þau að Margeir vann Karl, Adorjan vann ólaf, Jóhann vann J6n Garðar, jafntefli gerðu þeir J6n L. og Dolmatov, Tisdal og Helgi og Polugaevski og Gurevich. Þann dag settust þeir Helgi Ólafs- son og Margeir Pétursson við 8kákborðið í fimmta sinn og lykt- Jóhann Hjartarson aði biðskák þeirra með jafntefii eftir 163 leiki. Tíunda umferð var tefld á sunnudag. Þá vann Polugaevski Karl, J6n L. vann Helga, Jóhann vann Olaf og Gurevich vann J6n Garðar. Jafnt var hjá þeim Dolm- atov og Adorjan eftir aðeins 13 mínútur og hjá Margeiri og Tis- dal, eftir að skák þeirra hafði far- ið í bið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.