Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 IWALUUSI RAFSUÐUVÉLAR Verð /JO plus er: Meistari í sinni stærð - 130 A/20% int. 1 fasa - fyrir 1,6 - 3,25 mm vír - kveikistraumpuls - skammhlaups mörk sem verndar vélina og sparar meöal annars suöuvír - létt, aöeins 25 kg. - loftkæld Ml c/MAc lkc 1:;;ðubyS^|öngu. \Vall,lJlS/. •jp meö Sl1 0 aass U^ftkr. •’*_______________—■ /./CC 180 er: Frábær í þunnu efni, allt frá vinnslu í bíla- boddí til þykkra stálbita. Hentar einnig til réttingar á málmi með kolþræði. Afköst 180 A/25%o int. Fyrir 0,6-0,8 mm stálvír og 1,0 mm álvír. Framleiöandi: Kone Wallius í Finnlandi. Einkaumbod: QfJ^piÍ JÓnSSOtl & CO. Bjarmatandi 20 Rvik, simi 91-84377 Söluumbod: Rekstrarvörur Rettarhalsi 2 Rvik. Simi 91-685554 Norðurljós hf. Furuvöllum 13. Akureyri Simi 96-25400 Að breyta eggjum í bíl eftír Jón Asbergsson í fréttatíma Ríkissjónvarpsins föstudaginn 11. marz sl. var viðtal við formann Stéttarsambands bænda, Hauk Halldórsson, loðdýra- bónda. Flutti Haukur landsmönnum þau tíðindi að stórmarkaðir á höfuð- borgarsvæðinu hefðu um langt skeið „pínt" eggjaframleiðendur til að veita mikla afslætti af fram- leiðsluvörum sínum og „þvingað" þá til að taka við greiðslum í öðru formi en peningum, s.s. húseignum og bifreiðum. Gat formaðurinn þess sérstaklega að Hagkaup væri þekkt fyrir þess konar viðskiptahætti og notaði fyrirtækið óvönduð vinnu- brögð í samskiptum sínum við fram- leiðendur og hefði m.a. „kallað þá á teppið" til að reyna að breyta afstöðu þeirra til framleiðslustýr- ingar á eggjum og kjúklingum. I raun er það óskiijanlegt að formaður Stéttarsambandsins skuli vera jafn hneykslunargjam og raun ber vitni. Ekkert þessara aðfinnslu- atriða hans getur talist óeðlilegt, ósæmilegt eða ólöglegt og val hans á orðunum „pína“ og „þvinga" lýsir ekki að okkar mati samskiptum okkar við framleiðendur á eggjum og kjúklingum. Það eru engin ný tíðindi að af- sláttur sé gefinn af söluverði vöru ef um magninnkaup er að ræða. Hagkaup gerir þær kröfur til allra sinna starfsmanna er annast inn- kaup að þeir reyni að kaupa vörur á eins hagstæðu verði og frekast er unnt. Gildir þetta jafnt um inn- lendar sem erlendar vörur. Slíkt getur varla talist óeðlilegt. Hvort Hagkaup nái hagstæðara innkaups- verði en aðrir stórmarkaðir skal ósagt látið, enda fáum við aldrei aðgang að upplýsingum þar um. A árinu 1987 keypti Hagkaup egg og kjúklinga frá 7 fyrirtækjum Ferskar dögum saman -enda í loftskiptum__ umbúöum. Mjólkursamsalan Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! og námu viðskipti þessi samtals um 56 milljónum króna. Allar greiðslur fyrir þessar vörur voru með pening- um eins og venja er í öllum okkar viðskiptum. Á þessu var þó ein undantekning, því í marzmánuði 1987 var fyrirtækinu Reykjagarði hf. greidd úttekt á kjúklingum með bifreið sem í viðskiptum var metin á 1,2 milljónir króna. Nemur sú greiðsla um 2% af öllum viðskiptum við framleiðendur á eggjum og kjúklingum. Þegar þessi viðskipti voru gerð töldu báðir aðilar sig gera góð kaup og er full ástæða til að ætla að svo sé enn, því við- komandi bifreið er enn í eigu Reykjagarðs hf. Ef formaður Stétt- arsambandsins telur sig kunna fleiri dæmisögur um að eggjum hafi ver- ið breytt í hús eða bíl, þá tengjast þær sögur ekki Hagkaup að öðru leyti en hér hefur verið greint frá. Þegar ljóst var að framleiðendur á eggjum og lquklingum ætluðu að biðja landbúnaðarráðuneytið um „kvótakerfí" á framleiðslu sína kall- aði Hagkaup til fundar með stærstu viðskiptavinum sínum á þessu sviði. Gerðum við þeim grein fýrir afstöðu okkar til þessarar framleiðslustýr- ingar og hvöttum þá til að endur- skoða afstöðu sína og viðhalda ftjálsu markaðskerfi í þessari fram- leiðslu. Formaður Stéttarsambands bænda má kalla þennan fund hvaða nafni sem hann kýs, enda er hug- takið „frjáls markaður" sjálfsagt bara orðabókardæmi í hans huga. Framleiðslustýringin mun hinsveg- ar hafa í för með sér eftirfarandi þróun: Öll samkeppni í þessari framleiðslu mun hverfa, allur hvati til að framleiða ódýrari og betri vöru verður úr sögunni, verð á kjúklingum og eggjum verður ákveðið af einhveiju verðlagsráði út frá þeim forsendum að afkastam- innsti framleiðandinn fái nægar tekjur til að þrauka. Sem sagt lög- fest verður hæsta verð á eggjum og kjúklingum sem þekkist á byggðu bóli. Matvara sem erlendis telst ódýr hversdagsmatur verður hér á landi rándýr herramanns- fæða. Niðurstaða þessara mála er í senn raunaleg og með öllu óþörf. Staðreyndin er sú að stærstu fram- leiðendumir hér á landi á eggjum og kjúklingum hafa þegar yfír að ráða framleiðslutækjum og tækni, sem stenzt samanburð við það sem bezt gerist erlendis. Þeir gætu full- komlega keppt í verði við erlenda starfsbræður sína, ef íslenzk stjóm- völd hefðu einhvem áhuga á að framleiðsla þeirra væri ódýrari en nú er. Til þess að svo yrði þarf eftir- farandi að gerast: a) Yfirdýralæknir verður að leyfa notkun á afkastameiri hænsna- Tónfræðadeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík heldur sína ár- legu tónleika á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 23. mars nk., kl. 21:00 Efnisvalið, sem allt er frumsamið af nemendum skólans, endurspegl- ar mikla grósku í tónfræðadeild skólans síðastliðin ár. Auk fræði- lega námsins er gert ráð fyrir að nemendur deildarinnar stundi nám í tónsmíðum, og kemur afrakstur- inn fram í tónleikum þessum, sem hafa áunnið sér fastan sess í tón- leikahaldi skólans og um leið borg- Jón Ásbergsson „íslenzkir neytendur hljóta að mega gera þær kröfur að verð á matvælum sé ávallt eins lágt og frekast er kost- ur. Hér á landi er hins- vegar áratuga hefð fyr- ir því að virða þessa hagsmuni neytenda að vettugi.“ stofni t.d. frá Danmörku á sama hátt og leyfður hefur verið inn- flutningur á minkum og ref. b) Yfirdýralæknir verður að leyfa notkun á efnabættu fóðri sem takmarkar ungadauða. Slíkt fóður er notað í Dan- mörku. c) Hinir stóru framleiðendur verða að fá frið fyrir mið- stýringarmönnum í öllum flokkum til að fullnýta framleiðslutæki sín - eld- ishús, sláturhús og dreif- ingaraðstöðu. íslenzkir neytendur hljóta að mega gera þær kröfur að verð á matvælum sé ávallt eins lágt og frekast er kostur. Hér á landi er hinsvegar áratuga hefð fyrir því að virða þessa hagsmuni neytenda að vettugi. Hið alræmda „kerfí“ vemd- ar óskilgreinda hagsmuni einhverra fárra framleiðenda á kostnað fjöld- ans. Hagsmunir neytenda eru að kaupa egg og kjúklinga á sambæri- legu verði og gerist erlendis. Það væri hægt ef innflutningur á þess- um vömm væri gefínn frjáls eða ef innlendum framleiðendum væri gefinn kostur á að framleiða þessar vömr við sömu skilyrði og gert er erlendis, þ.e. með nýjum hænsna- stofni og bættri fóðurgjöf. Sfðari kosturinn er auðvitað æskilegri, en að líkindum velja stjómvöld að af- hafast ekkert í málinu, því hags- mundir neytenda virðast ekki skipta máli. Höfundur er forsijóri Hag- kaups. annnar. Hafa tónleikamir jafnan verið vel sóttir vegna hins ferska og hressi- lega anda sem oft fylgir ungu lista- fólki og verkum þess. Ef litið er yfir efnisskrá næstu tónleika má sjá að ekki hefur verið bmgðið af venjunni, því að hún er einstaklega flölbreytt og áhugavekjandi. Flutt verða einleiksverk, kórverk, söng- verk, rafverk, kammerverk og jafn- vel verk með dönsumm. Sérstökum ljósabúnaði hefur verið komið fyrir. Tónleikamir em öllum opnir. (Fréttatilkynning) Tónlistarskólinn í Reykjavík: Tónleikar tónfræða- deildar á morgnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.