Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 EMIL ER GÓÐUR DRENGUR Karl Hólm Karlsson og Haraldur Freyr Gíslason í hlutverkum Alfreðs og Emils. Leiklist Hávar Sigurjónsson Leikfélag Hafnarfjarðar: Emil í Kattholti Höfundur: Astrid Lindgren Þýðandi: Vilborg Ðagbjarts- dóttir Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikmynd: Stefán Snær Grét- arsson Búningar: Alda Sigurðardóttir Lýsing: Valdemar Gestsson Leikfélag Hafnarfjarðar fer skynsamlega að ráði sínu þegar leikrit um Emil í Kattholti er val- ið til sýningar. Framboð á leiksýn- ingum fyrir börn hefur verið harla lítið í vetur, atvinnuleikhúsin hafa a.m.k. ekki sinnt þessum áhorf- endahópi í vetur fremur en endra- nær. En þetta er gömul lumma og þreytandi ti lengdar, þó sjálf- sagt sé að viðra hana reglulega meðan ekki verður breyting á. Leikfélag Hafnarfjarðar og fleiri sem róa á sömu mið njóta þó góðs af á meðán. Ennfremur er rétt að geta þess að Emil í Katt- holti á íslensku leiksviði er ný- lunda; til þessa höfum við aðeins séð Emil í sjónvarpi, auk þess að lesa um hann bækumar að sjálf- sögðu, sem komið hafa út á fslensku. Leikgerðin eftir sögunum um Emil sýnist mér ágætlega vel heppnuð. Atriðin eru hæfílega löng og í flestum þeirra er nægi- lega mikið að gerast til að halda athygli áhorfendanna fanginni. Flest atriðin sýnast mér fengin úr sögunni Enn lifír Emil í Katt- holti og er það gott, því sú saga er hugsanlega tiltölulega minnst þekkt og því um ný skammarstrik að ræða fyrir einhveija af áhorf- endum. Viðar Eggertsson leik- stjóri hefur komið upp ágætri leik- sýningu fyrir krakka með Emil í Kattholti, og er þá tekið fullt til- lit til þess efniviðar sem hann er með í höndunum. Hér má gera nokkrar hefðbundnar athuga- semdir; framsögn sumra leikenda er á köflum ábótavant, söngur hefði að skaðlausu mátt æfast betur og söngtextar fara fyrir ofan garð og neðan. Á móti þessu kemur aldeilis frábær Haraldur Freyr Gíslason í hlutverki Emils sjálfs, kraftmikill og líflegur, eðli- legur og óþvingaður, semsagt rétt eins og Emil á að vera. Karl Hólm Karlsson var sannfærandi í hlut- verki Alfreðs, Kristín Helgadóttir var hugþekk Lína; þó set ég spumingarmerki við þá túlkun, því af bókunum fínnst mér mega ráða að Lína sé heldur lítilsigldari persóna en hér er sýnt. Svanhvít Magnúsdóttir og Kristján Einars- son sem foreldrar Emils komast ágætlega frá sínu, Kristján mætti þó vanda framsögn ögn betur. Aukapersónur allar eru skýrar og skemmtilegar og atriðið á mark- aðnum í lok sýningarinnar veru- lega skemmtilegt. Loks vil ég hrósa bæði hestinum Lúkasi og kúnni Rauðku fyrir frumiegt útlit og sannfærandi leik. Svona hug- myndir ganga upp vegna þess að þær eru djarfar og settar fram óhikað. Leikmynd Stefáns Snæs hefur yfír sér þennan bamaleikritsblæ, sem í sjálfu sér er allt í lagi. En hugmyndin í heild sinni er þungla- maleg og skiptingar milli atriða, bæði of margar og tímafrekar sumar hveijar. Ljósaskiptingar með myrkvunum á milli atriða klippa sýninguna í óþarflega marga búta og hindra að spenn- andi tengsl verði milli leikenda og áhorfenda. Viðar hefur aftur á móti stjómað þessu vel og gang- ur sýningarinnar er góður með þessu lagi. Alda Sigurðardóttir á ekki lítinn þátt í útliti sýningar- innar með búningum sínum. Þeir em trúir hugmyndum okkar um Emil í Kattholti. Emil í Kattholti, þeirra í Hafnarfírði, er ekki galla- laus, en hann er engu að síður góður. Ég kann ágætlega við hann eins og hann er. Karlakór Reykjavíkiir Ný gerð húsa: Eitt hús innan í öðru Tónllst Jón Ásgeirsson Árlegir tónleikar Karlakórs Reykjavíkur fyrir styrktarfélaga kórsins fóru fram í Langholtskirkju í vikunni sem leið, en kórinn stefnir á ferð til ísraels með þátttöku í söng- móti þar um páskana. Á efnisskrá kórsins voru íslensk og erlend lög og flest þeirra gömul og góð. Þama gat að heyra af íslenskum lögum Sverri konung, eft- ir Sveinbjöm Sveinbjömsson, þijár þjóðlagaraddsetningar eftir Jón Leifs, þijú lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Sofðu unga ástin mín eftir Björgvin Guðmundsson og þijár limr- ur eftir Pál P. Pálsson. Undirritaður er ekki alveg sáttur við að kalla útfærslu Ragnars H. Ragnars á Sverri konungi raddsetn- ingu. Hér ætti frekar við orðið „um- ritun", því frumgerð lagsins er að mestu látin halda sér. Hér er ekki við Ragnar H. Ragnars að sakast, heldur hefur ekki verið komið skikk- an á þau mál, hvað menn vilja kalla umritanir og útsetningar. Raddsetn- ingar Páls P. Pálssonar á lögum Sig- valda Kaldaións ganga á hinn bóginn í berhögg við frumgerðina, þó ekki svo að um nýja raddsetningu sé að ræða, heldur að oft er skotið inn ýmsum breytingum eins og t.d. í pfanómillispilunum og undirleiknum, svo sem gert var í laginu Heimi, er beinlfnis truflar þann sem vanur er frumgerðinni og auk þess að vand- fundið er hvaða nauðsyn sé á slfkum brejrtingum. Best sungin voru skandinavfsku lögin t.d. Sæfarinn við kolgröfína eftir Palmgren, Hjartans sang eftir Sibelfus og Aftenstemning eftir Carl Nielsen. Þá voru þijár limrur eftir söngstjórann vel fluttar, enda margt f þeim tónsmfðum vel gert og gaman- samt áheymar. Einsöngvarar með kómum vom Sigmundur Jónsson, er söng einsöng í Sofðu unga ástin mín eftir Björg- vin Guðmundsson og Guðmundur Þór Gfslason í Heimi eftir Kaldalóns, en báðir em góðir raddmenn þó Guð- mundur hafí auðheyrilega meiri reynslu sem einsöngvari. Þriðji ein- söngvarinn, Haukur Páll Haraldsson, einnig úr hópi kórfélaga en hefur síðan 1984 stundað söngnám í Vínar- borg, eftir söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjamardóttur hér heima, söng einsöng f þremur lögum, Sprengi- sandi eftir Kaldalóns, Agnus Dei eft- ir Bizet og dansinum um gullkálfínn eftir Gounod. Haukur er vel á vegi staddur sem einsöngvari, hefur mjög góða rödd er naut sín best í Agnus Dei. Fjórði einsöngvarinn var gestur kórsins, bandarísk stúlka, Marilee Williams, eiginkona Hauks og söng hún nokkra söngva frá Vín og er þar á ferð efnileg söngkona, sem fróðlegt væri að heyra spreyta sig á viða- meiri tónlist en óperettulögum. Auk aðalstjómandans Páls P. Pálssonar stýrði Oddur Bjömsson kómum í tveimur finnskum lögum og gerði það ágætlega en undirleik- ari með kómum var Catherine Will- iams, sem kemur nú til starfa með kómum í stað Guðrúnar A. Kristins- dóttur. Catherine Williams er góður pfanóleikari og reyndur undirleikari, svo sem vel kom fram í dansinum um gullkálfinn og í limmnum eftir söngstjórann. Hús af nýstárlegri gerð var kynnt blaðamönnum s.l. fímmtu- dag. Hafsteinn Ólafsson hefur hannað og byggt tvöfalt hús þar sem íbúð er byggð inni i eins kon- ar garðhýsi. Eru veggir ytra húss- ins hugsaðir sem veðurveggir og eru að miklu leyti úr gleri. Húsið er byggt úr timburgrind, sem klædd er veður- og eldþolnum þil- plötum. Hugmyndina að þessari gerð húsa fékk Hafsteinn eftir að hafa kynnt sér vandamál vegna óþéttra húsa ó Grænlandi. Þetta hús er í raun tvöfalt, þar sem annað er byggt inni í hinu. Ætlun Hafsteins er, að rýmið á miili hús- anna geti nýst eftir óskum hvers og eins, t.d. sem þvottahús, leiksvæði, eða garðhús. Rýmið á milli húsanna er gert ráð fyrir að hita með affalls- vatni úr innra húsinu. Hafeteinn sagði á blaðamanna- fundi, þar sem hann kynnti húsið, að fyret um sinn verði það smíðað í Danmörku af Islendingi sem þar býr og rekur tréiðnaðarfyrirtæki. Hver hlutur er þá sniðinn til eftir teikningu og síðan er allt efíii í húsið sent hing- að til lands og á byggingarstað f gámi. Morgunblaðið/Ami Sœberg Hafsteinn Ólafsson höfundur tvöfalda hússins sýnir blaða- mönnum ytri hluta hússins. Ytri veggir hússins verða klæddir eldföstum þilplötum með varanlegum Iit. Er þannig gengið fra ytra húsinu að plastlistar með gúmmfþéttingum koma utan a öll eamskeyti og skrúf- ast í burðargrindina og gera veggina þétta. Á þann sama hátt eru rúðum- ar festar f buröargrindina, þannig að í húsinu em engir hefðbundnir gluggar. Innri veggurinn stendur einum til þremur metmm innar, svo að hann verður aldrei fyrir veðri. Verð miðast við að í húsinu séu frágengin gólf í innra húsi, fullbúnir ytri útveggir með hurðum og gleri í giuggum. Þak frágengið á bæði ytra og innra húsi. Það sama gildir um innri útveggi, þeir verða fullbúnir að utan, einangraðir og með lagnagrind að innan, með hurðum og gleri f gluggum. Húsin verða fáanleg bæði í stöðl- uðum stærðum og eftir sérstökum óskum. í byijun er boðið upp á tveggja til fimm herbergja stærðir. Fermetraflöldi fer eftir óskum kaup- enda, einnig hlutfallið á milli stærðar ytra hússins og þess innra. Húsin eiga að kosta, komin á byggingar- stað, frá kr. 6-700.000 upp í u.þ.b. 1.100.000. Afgreiðslutími er áætlað- ur um tveir mánuðir. Arkitektamir Hrafnkell Thorla- cius og Bjöm Emilsson teiknuðu húsið eftir hönnun Hafsteins Olafs- sonar. Bjöm Ólafsson verkfræðingur annaðist burðarþolsútreikninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.