Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 18

Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Seyðisfjörður: 31% hækkun útgjalda en 25% hækkun tekna bæjarsjóðs Gamla Og nýja sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson „Atvinnuástand gott á síðasta ári en viss- ar hættur leynast á þessu ári,“ segir Þorvaldur Jóhanns- son bæjarstjóri Seyðifjörður.^ Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðar fyrir árið 1988 var samþykkt í bæjarsíjórn nú nýverið. Heildar- útgjöld eru um sextíu og ein og hálf milljón króna, sem er þtjátíu og eitt prósent hækkun frá fyrra ári. Heildartekjur eru um sjötíu og tvær og hálf milljón króna, sem er tuttugu og fimm prósent hækkun. Fréttaritari Morgunblaðsins fór og hitti Þorvald Jóhannsson bæjar- stjóra að máli og bað hann að greina nánar frá fjárhagsáætlun- inni og fyrirhuguðum framkvæmd- um á vegum bæjarins. Þorvaldur sagði að miðað við þær álagningar- reglur, sem nú giltu, það er að segja staðgreiðslukerfíð, fengju þeir 6,7 prósent af heildarálagningunni. Þá virðist vanta um fjórar milljónir miðað við fyrri álagningarreglur. í staðgreiðslukerfínu skammtaði fé- lagsmálaráðherra sveitarfélögunum þessa prósentutölu, en sveitarfélög- in höfðu farið fram á að fá 7,5 prósent. „Þegar við fórum síðan að reikna út hvað sveitarfélagið fær út úr þessu kerfí, þá kemur í ljós að okkur sýnist vanta um fjórar milljónir hjá okkur hér á Seyðisfírði til þess að fá það sama út og ef við hefðum verið með gamla kerfíð: Við vorum með 10,4% prósent af heildartekjum bæjarbúa sem hefði gefíð okkur rúmar fjörutíu og fímm milljónir í útsvarstekjur í ár, en þetta nýja kerfí virðist gefa okkur rétt tæpar íjörtíu og eina milljón, þannig að þama vantar um fjórar milljónir. Þó ber þess að geta að það er svolítið óráðið hvað við fáum út úr þessum breikkaða tekju- stofni, því í nýja kerfínu er útsvars- stofninn mun breiðari en áður, nú fáum við inn alla, sem ekki báru útsvar áður. Niðurfellingar á aldr- aða falla niður í staðgreiðslukerfínu og síðan er útsvarsstofninn verð- bættur, þannig að þetta kemur auð- vitað eitthvað upp á móti,“ sagði Þorvaldur. „Varðandi það fmmvarp, sem liggur fyrir Alþingi um verkaskipt- ingu ríkis- og sveitarfélaga þá held ég að það séu flest allir sveitar- stjómamenn sammála þvi að það sé æskilegt að hafa skýrari línur á milli ríkis- og sveitarfélaga um verkefni, því mótmælir enginn. Hinsvegar er ég alfarið á móti því að sveitarfélögin eigi ein að greiða verkefnaskiptinguna, en frumvarp- ið gerir ráð fyrir, það jöfnunarsjóð- ur greiði þennan tilflutning og því emm við náttúmlega ekki sam- mála. Nú eins finnst okkur að jöfn- unarsjóður, sem úr er úthlutað eftir höfðatölu, þannig að Reykjavík, þar sem íbúar em um níutíu þúsund, og Seyðisflörður, þar sem íbúar em einungis eitt þúsund, fá alveg ná- kvæmlega sömu upphæð á hvem íbúa. Ef jöfnunarsjóður á að vera til að jafna aðstöðumun byggða í landinu, þá er hann ekki rétt notað- ur, ef á að nota hann svona. Þetta höfum við bent á og viljum láta lagfæra áður en farið verður í þessa verkefnaskiptingu þannig að sjóð- urinn virki, sem jöfíiunarsjóður, en ekki sem ójöfnunarsjóður," sagði Þorvaldur. Varðandi fjárhagsáætlunina sagði hann að heildartekjur bæjar- sjóðs væm áætlaðar 72,5 milljónir eða 25 prósent hærri tekjur en í fyrra. Útsvarstekjur em áætlaðar 40,7 milljónir, fasteignaskattar 10,3 milljónir, lóðaleigugjöld 1,8 milljónir, jöfnunarsjóður á að gefa 4,8 milljónir í tekjur og vaxtatekjur em áætlaðar rúmar 5 milljónir. Heildarútgjöld em áætluð 61,4 milljónir, sem er 31 prósent hækkun frá árinu 1987. í afborganir lána fara 3,5 milljónir, sem em um 5 prósent af tekjum og til eignabreyt- inga em 6,5 milljónir, 9,1 prósent af tekjum. Yfírstjóm bæjarfélagsins tekur um 6,8 prósent af tekjum, almannatryggingar og félagshjálp 25 prósent, fræðslu- og menningar- mál í kringum 18 prósent, íþrótta- mál 9 prósent, skipulagsmál og gatnagerð 4,5 prósent, hreinlætis- mál og bmnavamir um 10 prósent, fjármagnskostnaður um 6,5 prósent og rekstur fasteigna 3,5 prósent af tekjum. Helstu framkvæmdir á eignabreytingareikningi em að klárað verður að innrétta íþróttasal í félagsheimilinu Herðubreið og gengið verður frá þaki og farið í viðhald á eldri hluta hússins, alls er áætlað að veija 7 milljónum í þetta á árinu." í nýbyggingu sjúkrahússins á að gera allverulegt átak í ár og fara um 12 milljónir í það, en þar af greiðir ríkið 85 pró- sent á móti bæjarsjóði. Nú er verið að vinna í kjallara, eldhúsi og þvottahúsi og tengdu rými og kaupa tæki þar inn. Fyrirhugað er að bjóða út lokaáfangann í haust, sem á að klárast á tveimur áram, það er legu- rými á efri hæðinni." Heildartekjur í fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Seyðisfjarðar em áætl- aðar 10,6 milljónir, þar af em bryggjugjöld um 2 milljónir, vöm- gjöld 3,6 milljónir og aflagjöld, sem em 0,85 prósent af aflaverðmæti, em áætluð 2,9 milljónir. Aðrar tekj- ur em um 600 þúsund. Framlag frá ríki vegna framkvæmda á ámnum 1986 og 1987 er 1,9 milljónir. „Helstu gjaldaliðir Haftiarsjóðs em Morgunblaðið/Garöar Rúnar Sigurgeirsson Þorvaldur Jóhannsson bæjar- stjóri Seyðisfjarðar. rekstur á höfninni sjálfri um 7 millj-' ónir og til eignabreytinga fara um 3,5 milljónir. Helstu liðir eigna- breytinga em að unnið verður fyrir 700 þúsund við smábátahöfnina. Þar á að byggja viðlegukant og dýpka höfnina örlítið. Þá verður unnið í Fjarðarhöfn fyrir tæp 400 þúsund. Þar þarf að lagfæra ytri enda á hafnarsvæðinu. Nú svo verð- ur byijað að byggja dráttarbraut og fara 2,4 milljónir í hana í ár, en þar greiðir ríkið 40 prósent á móti hafnarsjóði. Við höfum verið í viðræðum við Pólveija um kaup á dráttarbraut, það er að segja stálið smíðað og tilbúið í vagn og braut. Samningar hafa ekki náðst ennþá, en það er allgott útlit að þeir náist á næstu mánuðum og þá verður farið í jarðvegsframkvæmdir í vor og steftit að þvf að setja dráttar- brautina upp á næsta ári með það að markmiði að hugsanlega verði hægt að taka skip upp í hana á haustmánuðum 1989. Hafnarsjóður mun eiga dráttarbrautina, en stofn- að hefur verið hlutafélag, sem heit- ir Dráttarbraut Seyðisijarðar hf., sem er í eigu Haftiarsjóðs, fyrir- tækja og einstaklinga hér í bæ, sem mun sjá um allan rekstur á dráttar- brautinni. Við vonum að þetta verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífíð hér í bænum og það er vert að geta þess,“ sagði Þorvaldur. „Þama er ekki einungis um stálsmíðar að ræða, þama kæmi til trésmíðavinna Kj arnaklofnun í heimahúsum Raunvísindi Egill Egilsson Margir spyija sem svo, ekki síst eftir Tsjemobyl-slysið: Hvem- ig starfar kjamorkuver? Getur það spmngið: Hvað kemur svona óhöppum af stað? Má koma í veg fyrir þau? Hvemig er kjamorku- sprengja gerð? Svar þessara spuminga byggist á annarri spumingu: Hvemig klofnar kjaminn og hvers vegna? Það sem gerist í kjamorku- sprengju er í raun það sama og í kjamorkuverinu: Stórir frnrn- eindakjamar úr úraníum eða plú- tóníum klofna í tvo aðra, um það bil helmingi minni. Mismunurinn á þessu tvennu er fólginn í hve hratt ferlið gerist. Sú orka sem er framleidd á örskotsstund í sprengjunni myndast í kjamorku- verinu á löngum tíma. Þú getur gert þér furðu gott líkan af kjamaklofnun, ef þú átt eldavél!!! Vatnsdropi á heitri suðuplötu eða pönnu hegðar sér að vissu leyti eins og kjami. E=mC2 Þessi fræga formúla Einsteins um jafngildi massa og orku segir til um orkumyndun við klofnun úraníum- eða plútóníumkjama. Við eina slíka klofnun í tvo u.þ.b. helmingi minni myndast orka sem er um einn billjónasti orkunnar Kjamaklofnun. sem við neytum við að lyfta eins kflógramms lóði upp á metra hátt borð af gólfínu. Um einn þúsund- asti af upphaflegum massa kjam- ans hverfur, og myndar þessa orku. En takist að eyða þannig massanum eitt kflógramm, nægir það til að knýja Búrfellsvirkjun í þrettán ár!!! Hvað sprengir kjarnann? Þú getur gert þér furðugott líkan af hreyfingu úraníumkjam- ans, eins og áður sagði. Hitaðu suðuplötu eldavélarinnar allvel (á ekki að glóa). Slepptu nokkmm vatnsdropum ofan á. Þeir svífa í lausu lofti, því að gufulag skilur þá og sjálfa plötuna. Þótt dropinn sé hundraðmilljónmilljónmilljón sinnum þyngri en kjaminn, sýnir hann alllíkar hreyfíngar og kjam- inn, ef ýtt er við honum. Blástu á, dropann, og hann tekur að Hreyfingar vatnsdropa á heitri pönnu. sveiflast á ákveðinn hátt. Hann lengist í eina átt, t.d. norður- suður, en styttist þvert á. Andar- taki síðar er stytting þar sem lenging var áður, og öfugt. Gleymdu ekki að slökkva á eldavélinni!!! Hvað ýtir við kjarnanum? Á kjamann dugar ekki að blása. Sé hann látinn í friði er hann kúlulaga, samsettur úr 235 smákúlum, þar af 92 jákvætt hiöðnum, svonefndum róteindum, en 142 óhlöðnum, svonefndum nifteindum. Það sem ýtir honum af stað er einmitt nifteind, sem kemur að utan, og hefur losnað úr öðrum kjama, við kjamabreyt- ingu. Úraníumkjaminn dregur þá nifteind að sér, svo að hún fellur að, líkt og steinn á jörð, og árekst- urinn kemur sveiflunni af stað. Klofnunin Sé sveifla vatnsdropans kröft- ug, og ef hann væri hlaðinn raf- magni, getur hann hrokkið í sund- ur, af því að jákvæðu hleðslumar til endanna þegar sveiflan er í ystu stöðu ýta hvor annarri frá sér. Þótt yfírborðsspenna vatnsins eigi að halda dropanum saman, verða rafkraftar yfírsterkari og dropinn klofnar. I kjamanum er einnig fyrir hendi nokkurs konar yfírborðsspenna, svo að einnig að þessu leyti er líkanið rauntrútt. En kjamamir tveir ásamt 2—3 nifteindum sem sleppa burt vega minna en ættfaðir þeirra. Nif- teindimar sem myndast leika sama leikinn og upphaflega nif- teindin sem sprengdi kjamann. Þannig fæst keðjuverkun. Markstærð sprengju Ekki er vist að nifteindimar sem myndast fari beint yfír til nágrannakjamans og sprengi hann. Venjulega þarf að standa Skýjunum frá lgamorkuspreng- ingum er líkt við sveppi og köll- uð sveppaský. sérstaklega á um árekstur þannig nifteindar og úraníumkjama, til að hún komi af stað nýrri klofn- un. Þannig fer nifteindin að jafn- aði framhjá mörgum kjömum, áður en hún klýfur kjama. Þann- ig verður hver kjamaklofnun að meðaltali til að koma færri klofn- unum en einni afstað. í stærri klump efnis veldur hver klofnun meira en einni nýrri klofnun. Mörk þessara stærða nefnist markstærð. Sé tveimur bútum úraníums sem em hvor um sig undir mark- stærð skellt saman, og myndi þeir saman bút sem er yfír mark- stærð, verður keðjuverkun, og því sprenging. Einfaldari kveikjuút- búnað er ekki hægt að hugsa sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.