Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 51

Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 51 Tilraunafélagið, Helgi Pjeturss og Farísear eftirAra Tryggvason Ragnar Gunnarsson stud.med. nokkur, formaður Félags áhuga- manna um stjömulíffræði, ritar grein í Mbl. 15. mars si. til mín og annarra félaga í Tilraunafélaginu sem ég tel að þurfi nokkurra athuga- semda við. Það verður seint of oft minnt á andstöðu dr. Helga Pjeturss við stofnun félagsskapar utan um sig eða skoðanir sínar vegna ótta sem hann bar í bijósti um afleiðingar þess. Helgi var það framsýnn einstakl- ingur að hann óttaðist mjög að menn sætu fljótlega uppi með einhverskon- ar halelújafélag um skoðanir sínar. Söfnuður Nýjalssinna Þess vegna leyfði hann aldrei f lifanda lífi svona safnaðarfélag eins og raunin hefur á orðið. í dag er auðvelt að sjá að þessi ótti hans hafi ekki verið ástæðulaus. En hvers vegna var þá ekki stofnað félag á grundvelli hugmyndafræði Helga meðan hann lifði á jörðu hér? Svarið er augljóst. Enda var varla liðið nema rétt ár frá dauða hans þar til félag utan um kenningamar hafði verið stofnað og safnaðarstarf Félags nýjalssinna hófst. Sú staðreynd er enn augljósari. Ótti Helga hefur einnig sannast á hinum stanslausu sprengingum inn- an Félags nýjalssinna allt frá upp- hafi þess 1950 til þessa dags. Þó má fínna nokkur stutt friðartímabil þegar starfið var reyndar í lágmarki. I dag heita félögin; Félag nýjals- sinna (FN)og Félag áhugamanna um stjöraulíffræði (FÁS). — eftir sprengingamar í hreyfíngunni núna síðast árið 1983. Tilraunafélagið reynir að vera vísindafélag Bæði þessi félög bera frekar keim trúfélaga en vísindastarfs sem aug- ljósast sést af starfí þeirra og árangri. Eða hvaða rannsóknir em stundaðar af hálfu FÁS eða FN? Svar óskast. Ragnar formaður gerir því skóna að við félagamir í Tilraunafélaginu stundum engar „kerfísbundnar visindalegar tilraunir". Vel má það vera að mati strangtrúaðra. En við höfum þó viðað að okkur allmikilli innlendri og þó sérflagi erlendri þekk- ingu og reynt að sjá líklegan tilgang heimsins út frá þeim veikburða stað- reyndum. Nú og svo höfum við meðal margs annars haldið nokkra tilraunasam- bandsfundi (miðilsfundi) við fíutna (látna) einstaklinga héðan af jörðu og reynt að meta árangurinn af því. Við höfum t.d. hljóðritað alla til- raunasambandsfundina og unnið þá síðan inn á tölvuform, og einnig prentað þá út í handriti á eftir til að geta metið árangurinn. Ásamt því að koma okkur upp orðasöfnum um flestallt sem fram hefur konið á þess- um fundum. Auðvitað eru svona vinnubrögð kerfísbundin vísindaleg rannsókn hvað sem veijanda FÁS fínnst ann- ars um okkur. Eða hefur Félag áhugamanna um stjömulíffræði unn- ið sina miðilsfundi upp á þennan hátt? Eða kannski Félag nýjalssinna með Þorstein Guðjónsson formann þess í broddi fylkingar? Við hjá Tilraunafélaginu teljum það frumskilyrði að hljóðritanir af miðilsfundum séu varðveittir á bandi, og einnig í prentuðu máli svo að nokkru gagni komi. Dr. Helgi Pjeturss var mjög merki- legur maður sem kom fram með at- hyglisverða og frumlega hugmynda- fræði. En það er ekki þar með sagt að hann hafí höndlað sannleikann eins og sumir síðari tíma krossfarar hans telja. Félag nýjalssinna og hinn aríski kynstofn Og þeirri staðreynd er heldur ekki að neita að Helgi hætti sér út á hál- an ís I skrifum sínum um kynþætti. þar má lesa út tilhneigingu til kyn- þáttafordóma. Ég bendi aðeins á bls. 196 til 210 í Nyjal eftir dr. Helga sjálfan. Það er heldur ekki tilviljun að núverandi formaður Félags nýjals- sinna, Þorsteinn Guðjónsson, var upphafsmaður og stofhandi, og fyrsti formaður þess smekklega félags Norræns mannkyns sem stofnað var til vemdar hinum útvalda aríska kynstofni. Því félagi var komið á laggimar hér á landi um svipað leyti og umræðan um Víetnamana stóð yfír um 1980 og margir töldu þá myndu óhreinka hvíta kynstofninn hér. Enn augljósara er að þessi sami Þorsteinn Guðjónsson var upphafs- maður að nýjum trúarbrögðum á íslandi hér um árið. Því svo undar- legt sem það nú annars hljómar þá var Þorsteinn einn þriggja stofnenda Ásatrúarsafnaðarins á Islandi fyrir um tveimur áratugum. Hvemig kemur þessi starfsemi FÁS og FN heim og saman við háleit- ar hugsjónir Helga Pjeturss um nauðsyn vísindalegrar starfsemi? Hvers vegna hefur þessi þögn ríkt um dr. Helga Pjet- urss? Um Helga Fjeturss hefur ríkt viss þögn. Flestir vilja ekkert við hann kannast. Hvers vegna skyldi það nú vera? Nokkrar skýringanna virðast augljósar. Margir sem hafa aðhyllst kenning- ar hans hafa gert það af trúarþörf. Málflutningur þeirra hefur síður en svo verið hugmyndum Helga til fram- dráttar. Þegar menn tína til það versta í skrifum hans og meðal ann- ars veija kúgunarstjóm Suður- Afríku, eins og fyrmefndur Þor- steinn hefur oftsinnis gert á þeim forsendum að hún sé útvörður norr- æns mannkyns, þá er eðlilega hætt við að menn vilji lítið við Helga Fjet- urss kannast. Til eru þeir sem hrifist hafa af kenningum hans af öðrum ástæðum. En um leið skoðað þær í gagnrýnu ljósi. Einn slíkur hópur hrökklaðist úr Félagi nýjalssinna á sínum tíma vegna þess að þeir vom ekki nógu rétttrúaðir að mati höfuðkrossfa- ranna. Það er nöturiegt að annars mjög^ svo frumleg heimsmynd hafí verið dregin niður á svo lágkúrulegt trúar- ofstækisplan að hún hefur nánast verið þöguð í hel af skynsömu fólki. Þökk sé kreddufestu forsvarsmanna þessara trúarbragða. Því trúarbrögð er það, trúarbrögð skulu þau því heita. Þar sá Helgi Fjeturss vinur vor lengra samtíma sínum eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Ritað í virðingu við minningu dr. Helga og pósitívska og framúr- stefnulega heimsmynd hans. Höfundur er vagnstjóri SVR og m.a. meðlimurí THraunafélaginu. Svefnpokar sr- ajungilak. Ajungilak er án efa einn stærsti svefnpokaframleiðandi í heimi. Allar tegundir poka fyrirliggjandi og við hjálpum þér dyggilega við val á poka eða pokum sem henta þínum þörf- um. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggðar á reynslu. SKÁTABÚÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 Fjölmióla- námskeið Fimmtudaginn 7. apríl hefst vandað og fjölbreytt námskeið í fjölmiðlun. Þátttakendurfá kennslu og leiðsögn í undir- stöðuatriðum fjölmiðlunar. Að loknu sameigin- legu undirstöðunámi skiptast þátttakendur í þrjá hópa eftir áhugasviðum þ.e. útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit. Ahersla er lögð á verklega kennslu undir stjórn hæfra fjölmiðlamanna. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að leggja fjölmiðlun fyrir sig. Nauðsyniegt er að þátttakendur hafi gott vald á íslensku og vélritun. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 27. Námskeiðið stendur frá 7. apríl til 28. maí og er kennt þijá daga í viku, laugardaga frá kl. 10-15 og þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20-23. Námskeiðið er alls 104 kennslustundir. Innritun og frekari upplýsingar fást hjáTóm- stundaskólanum, Skólavörðustíg 28, virka dagakl. 10-16. Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn og gerð sjón- varpsþátta. Sveinn Sveinsson. Upptaka og gerð sjónvarpsþátta. Stefán Jökulsson. Stjórn og gerð útvarps- þátta. Vilborg Harðardóttir. Námskeiðsstjórn. Blöð og tfmarit. TOMSTUHDA SKOLINN Skólavörðustig 28 Sfmi «21488

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.