Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 52

Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 r l Utvarpsvekjarar frá SIEMENS til fermingargjafa RG 278: Venjuleg skífu- klukka. Vekur með útvarps- dagskrá eða suðhljómi. Blundhnappur. Verð: 2680 kr. V___________________________/ r RG 281: Vekur með út- varpsdagskrá eða suð- hljómi. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2370 kr. > RG 296: Með snælduhólfi. Vekur með útvarpsdagskrá, suðuhljómi eða snælduleik. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2860 kr. V____________________________/ RG 283: Vekur með út- varpsdagskrá eða suð- hljómi. Blundhnappur. Svæfir. Verð: 2020 kr. v__________________________/ SMITH& NORLAND NÓATÚNI 4 - SÍMI 28300 V______________:______/ Um Guð o g heimínn Erlendar baokur Siglaugur Brynleifsson Umberto Eco: Úber Gott und die Welt. Essays und Glossen. Deutsch von Burkhart Kroeber. Deutscher Taschenbuch Verlag 1987. Umberto Eco hefur um tuttugu ára skeið skrifað greinar og styttri athugasemdir í ítölsk dagbiöð um margvísleg efni, tímabærar ádrepur og hugrenningar um táknfræði og listir, pólitík og ferðalýsingar. Þýð- andinn og höfundur hafa valið greinamar úr þremur greinasöfnum sem birst hafa á árunum 1967 til 1983. Greinamar eru valdar með tilliti til annarra lesenda en ítalskra, og þeim sleppt, sem eru mjög bundnar ítölsku umhverfí og með- vitund. Greinar Ecos eru „spjall á torg- um“, skrifaðar í þægilegum rabbstíl manna sem hittast á torginu og spjalla um viðburði dagsins og kem- ur þá margt upp. Aðaleinkenni skrifa Ecos er að hann sér margt öðrum augum en almennt er, sér atburði og fyrir- brigði frá sínu sérstaka sjónarhomi og víkkar þar með sjónarsviðið. Greinunum er skipt í nokkra efnis- þætti. Eins og kunnugt er skrifaði Eco fræga bók um klaustralíf á miðöld- um, sem er einnig leynilögreglu- saga, einnig skrifaði hann kver um bókina. Fyrstu greinamar í þessu greinasafni eru „Leiðin inn í nýjar miðaldir". Skoðun Ecos á miðöldum er bundin upplausn Rómaríkis og sundrungu f ótal einingar, þar sem Umberto Eco barbaramir taka völdin og þar með hefjast hinar myrku aldir. Afturför verður á flestum sviðum, bæði and- legum og verklegum. Það tekur að rofa til á 11. og 12. öld og þá skap- ast grundvöllur evrópskrar sið- menningar úr ótal þáttum, ekki síst áhrifum Aristótelesar og síðar hl. Thomasar. Áður en áhrifa þeirra tók að gæta var grundvöllurinn lagður m.a. fyrir áhrif frá Serkjum. Upplausn og hrun Rómaveldis hefur orðið mörgum tilefni til sam- antekta og í þessari grein vitnar Eco í bók eftir Roberto Vacca. í þeirri bók dregur höfundur upp ískyggilega mynd af því sem hann telur að gæti gerst hér og nú ef það margslungna kerfí tækni- væddra samfélaga hryndi vegna nokkurra daga rafmagnsleysis. Sögusviðið er New York og afleið- ingamar verða hrikalegar. Allar samgöngur stöðvast þegar í stað, viðskipti sömuleiðis og enga orku er lengur að hafa til ljósa, hitunar og framleiðslu. Stjómkerfíð hrynur og öll samfélagsform gufa upp. Sú mynd sem Vacca dregur upp verður Eco tilefni til nokkurra samlíkinga á rómversku samfélagi fyrir fall Rómar og nútíma tæknivæddum samfélögum og hann sér og útlistar ýmiskonar samsvörun margra þátta. Annar kafli safnsins er ferðasaga um Kalifomíu og skoðun safna og mannlífs. Síðan flallar Eco um fjöl- miðlana og áhrif þeirra, táknfræði og kenningar Barthes og Foucaults, tungumálið og valdið og lokagreinin er skrifuð í tilefni 700 ára ártíðar heilags Thomasar frá Aqvinó. Allar þessar greinar eru skemmtilegar og höfundurinn er meistari tenginganna og samlíking- anna. Hann sér skyldleika þar sem virðist fljótt á litið um andstæður að ræða. Grein hans um galla- buxnatískuna og fatatískuna nú og fyrrum og víxlverkanir samfélags- meðvitundar og tískunnar er dæmi um tengingar og samlíkingar. Eco er snjall að fínna gamlar goðsögur í nýjum formum, sem eru talin ný og frumleg en bera í sér inntak goðsagnanna og oft þess sem viss tegund nútímamanna kallar hjátrú, en það er einmitt áberandi hversu heimskuleg hjátrú á greiðan aðgang að þeirri tegund manna nú á dögum sem blaðra hvað mest um nútíma- viðhorf og nútíma-þjóðfélög. Þar ræður ríkjum „ignorantsía og stult- itsfa". Hjátrúin blómstrar ekki sízt þar sem menn halda sig hafa ráðið nið- urlögum hennar. DYRAVÖRÐURINN SEM ALDREI SEFUR Á VERÐINUM Þú þarft ekki lengur að taka úr þér hrollinn þegar heim kemur eftir að Stanley bíl- skúrshuröaropnarinn er kominn f þjónustu þína. Þú ýtir á senditækið, það kviknar Ijós, bílskúrshurðin opnast og þú ekur inn í ylinn og stígur þurrum fótum út úr heitum bílnum þínum. ÞÚ FERÐ BETUR MEÐ BILINN ÞINN Á morgnana losnar þú við að skafa ísinn af rúðunum, eða þurrka snjóinn af og bíllinn fer strax í gang. Þetta er ekki sagt út í blá- inn því að reynslan sýnir að það eru ótrú- lega margir sem nenna ekki að láta bílinn inn í bílskúr ef mikið er fyrir því haft. 1. Sterk og örugg færslubraut. 2. Við uppsetningu er óþarfi að fjarlægja mótorhlífina því að það er hægt að stilla búnaðinn utanfrá. 3. Öryggisljós kviknar í hvert sinn er hurð- in opnast og lokast, - logar í 31/2 mfn- útu - slokknar sjálfkrafa. ÞÆGINDI OG ÖRYGGI ERU AÐALATRIÐI Hurðin hefur öryggisloka þ.e. hún hörfar til baka ef einhver fyrirstaða er f veginum. Það þekkir enginn lykilnúmerið nema þú og þínir nánustu. Þú getur valið úr 1024 rafsegulbylgjum á senditækinu þínu og getur breytt merkjasendingunni þegar þér sýnist. Það ætti því ekki að vera auðvelt fyrir óviðkomandi að komast inn í húsið þitt með öðru senditæki. Opnarinn er samþykktur af Rafmagnseftir- liti Ríkisins og Radíóeftirliti Landsímans. Stanley bílskúrshurðaropnarar fástí öllum helstu byggingarvöruverslunum. OPNAR HURÐINA KVEIKIR UÓSIÐ LOKAR HURÐINNI LÆSIR HURÐINNI ALLAR STANLEY VÖRUR ERU VIÐURKENNDAR FYRIR GÆÐI STANLEY

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.