Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 67

Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 67
r- 41 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 67 Morgunblaðið/BAR Hólmfríður Garðarsdóttir var nýlega kosin formaður framkvæmda- stjórnar alþjóðlegra skiptinemasamtaka. er. Þar sem mér hafði ekki borist síðasti póstböggull, vissi ég ekki fyrr en kvöldið áður en þingið hófst að ég hafði hlotið tilnefningu til formannsstarfsins. Þetta kvöld varð ég að ákveða hvort ég samþykkti tilnefninguna." „Auðvitað velti ég fyrir mér spumingu um ábyrgð. Sex hundruð skiptinemar, þijátíu þjóðlönd tengj- ast gegnum framkvæmdastjóm- ina...En á hinn bóginn ertu aldrei ein. Starf samtakanna er ein alls- heijar grasrót og byggist á góðu upplýsingaflæði. Kvennapólitíkin fékk mig raunvemlega til að hella mér í formannsslaginn og nú sit ég heima hjá mér í Hlíðunum um- kringd pappírum." Endalaus pappírsvinna „Framkvæmdastjómin fær póst alls staðar að og starfar saman með bréfaskriftum. Hún markar stefnu árlegra þinga- þar sem full- trúar aðildarlandanna hittast og fylgir ákvörðunum þinganna eftir. Framkvæmdastjómin annast fjár- mál skiptinemasamtakanna og alls konar ráðgjöf. Við störfum til dæm- is í Suður- Kóreu þar sém allt er kraumandi, og reynum að finna út hvemig tryggja megi velferð skipti- nema þar og Suður-Kóreanskra skiptinema erlendis. Mál er varða einstaka skiptinema koma ekki inn á borð framkvæmdastjómar nema þau séu þeim mun alvarlegri.“ „Starf framkvæmdastjórnar er þannig endalaus pappírsvinna. Því fylgja einnig ráðstefnur og funda- höld. Fulltrúar samtakanna sækja alls kyns ráðstefnur, en reynt er að skipta slíku sem mest niður milli þeirra. Ég fer á vikulega fundi sam- takanna hér heima til að komast reglulega frá skriftunum. í fram- kvæmdastjóm situr Bólivíumaður, kona frá Japan og önnur frá Líberíu auk mín. Við emm kosin til tveggja ára og hittumst í Japan í vor til að ræða saman milli ársþinga." Bóndakona í Costa Rica Hólmfríður er frá Eskifírði og hélt til Costa Rica sem skiptinemi fyrir sjö árum. Hún hefur verið á flakki milli heimshoma síðan og vinnur nú að BA ritgerð í spænsku auk verkefna sem fylgja starfí hennar fyrir ICYE. „Ég ílengdist í Costa Rica, fannst ég rétt vera komin inn í forstofu eftir skiptinemaárið og eiga eftir að skoða húsakynnin. Meðan ég var skiptinemi vann ég við kaffitínslu, á upptökuheimili og unglingamið- stöð. Arið eftir starfaði ég með skiptinemasamtökunum úti og síðustu mánuðina var ég einfaldlega bóndakona í litlu sveitaþorpi." Hólmfríður flaug heim í nið- dimma vetramótt úr hitabylgjunni I kvosinni undir Lækjartungli. Slmar 11340 og 621625 / / II BIO TRIOIÐ veröur í stuði í kvöld. Jón Ólafsson, Rafn Jónsson og Björn Vilhjálmsson Opiö öli kvöld frá kl. 18. Engin aögangseyrir, nema eftir kl. 21.30 föstudags- og laugardagskvöld. Ath. miðvikudagskvöldiö veröa hljóðritaðir "LIVE" tónleikar með "SÁLINNI HANS JÓNS MÍNS" og gefnir út ó plötu, allir velkomnir í Costa Rica. Hún gerðist starfs- maður AUS strax eftir heimkomuna og vann hjá samtökunum 1985 og ’86, jafnhliða spænskunámi við Háskólann. Á síðastliðnu ári hélt hún áfram námi í Argentínu við háskólann í Buenos Aires, og kom til íslands um áramótin. „Nú var ekki eins erfítt að koma heim og eftir dvölina i Costa Rica. Þá kom ég úr suðrænu tímaleysi í íslenska streitu og fann svo vel hvað verðmætamat fólksins í sveit- inni í Costa Rica er gerólíkt því sem hér ríkir. Mér fannst fólkið hér allt- af vera að hrósa sér af því hvað það ynni mikið. Ég er enn að vélta fyrir mér hver ástæða þessa sé. Er fólk að réttlæta vinnuálagið eða gengur gildismat á manneskjum út á hvað þær leggja hart að sér við vinnu?“ Suðrænn taktur „Tíminn er allt annað hugtak í Mið-Ameríku en þessum heims- hluta. Mér fínnst mun notalegra að vera til í Mið-Ameríku en hér, þar ganga hlutimir í rólegri takti. Hvað gerir það í raun og veru til að þú fáir ekki eitthvert skjal fyrr en á morgun? Þama suður frá skiptir stundin sem við lifum á mestu máli. Enda er fátt eðlilegra en að þeir sem búa við fallvalt þjóðfélags- ástand vilji njóta líðandi stundar í stað þess að hafa áhyggjur af því sem liðið er eða ókomið.“ „Fólkinu í sveitaþorpinu í Costa Rica fannst ég fram úr hófi rök- hugsandi. Það vorkenndi Evrópubú- um fyrir að skynja ekki lengur feg- urð tunglsins og hljóð hafsins. Fyr- ir að hafa misst næmnina fyrir náttúrunni, týnt henni í skjalaskáp. Af alþjóðastarfí, eins og innan skiptinemasamtaka, lærirðu ekki aðeins ýmislegt um önnur lönd, heldur sitthvað um eigið samfélag." FISKIBATAR ÖRYGGI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA Viksund bátarnir eru afburða bátar hvað snertir gæði, enda framleiddir undir ströngu eftirliti Det Norske Veritas samkvæmt sam- norrænum reglum. æstu nd strax. Viksund bátarnir hafa mikinn stöðugleika og frábæjra sióhæfni... Þið, sem ætlið að vertíð, vinsarhle Lengri Dekk flatarm. 16 m2 Lest 6 m2 Dj Viksund bátarnir eru samlokubátar, þ.e. skrokkurinn er tvöfaldur með einangrun milli byrða. í boði er margvíslegur búnaður, t.d. olíugjr og skiptiskrúfa E'vn' ib°í> é\s\an* lSs°n zóov^ H U I Ð ISLENSKA ÖRBYLGJUPOPPIÐ er SUPER POP, gæða popp-maís sem hefur 30 - falda poppun. Það er pottþétt fyrir alla sem stefna að frægð og frama í "poppheiminum". Örbylgjupoppið átti við örðugleika að stríða í upphafi, örbylgjupokamir voru ekki nógu góðir. Nú er það komið í nýja og betri örbylgjupoka. í nýju pokunum verður poppið meira og betra og við treystum því að örbylgupopparar verði ánægðir með árangurinn. Þetta örbylgjupopp er nú einnig til í ódýrari pakkningum, - prófaðu. Vatnagörðum 14,Reykjavík Sími: 3 80 80 l — . . -------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.